Morgunblaðið - 05.07.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021
HÁDEGISMATUR alla daga ársins
Bakkamatur
fyrir fyrirtæki og mötuneyti
Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum,
sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt,
einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum
fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum.
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is
SKÚTAN
Matseðill og nánari upplýsingar á
veislulist.is
Kommúnistaflokkur Kína fagn-
aði á fimmtudag 100 ára af-
mæli sínu. Hann er langlífur af
kommúnistaflokki að vera og hefur
að auki stjórnað meginlandi Kína í
á áttunda áratug.
En þó að efnahags-
lega hafi gengið vel
á allra síðustu ára-
tugum er margt við
stjórnarfarið sem
vekur upp efasemd-
ir. Sigurður Már
Jónsson fjallar um
ástandið í nýlegum
pistli á mbl.is og
segir meðal annars:
„Afstaða kínverskra
yfirvalda til frelsis
einstaklinga, tján-
ingarfrelsis, eign-
arréttar og annarra
mannréttinda virð-
ist enn vera á reiki og stjórnvöld
virðast tilbúin til að grípa til harka-
legra aðgerða til að tryggja völd og
stöðu Kommúnistaflokksins og
þeirra sem þar ráða ríkjum. Allt
með heldur óljósum rökum um að
Kommúnistaflokkurinn einn geti
tryggt framtíð landsins. Við höfum
þannig í forundran fylgst með
framferði kínverskra yfirvalda
gagnvart þjóðarbroti múslima í
Xinjian-héraði.“
- - -
Þá bendir hann á hvernig stjórn-
völd hafa gengið fram gegn
Jack Ma, sem fyrir ári var talinn
ríkastur í Kína en hefur síðan ýmist
horfið eða skotið upp kollinum, að
því er virðist af völdum kínverska
ríkisins, auk þess sem það er nú að
lima í sundur fyrirtækjaveldi hans.
- - -
Allt gerist þetta með þeim hætti
að með ólíkindum er. En segja
má að þetta sé ágæt áminning um
að þó að lífskjör hafi almennt batn-
að í Kína og afl ríkisins hafi aukist,
þá er Kína fjarri því að geta talist
réttarríki. Og Kína verður það ekki
á meðan Kommúnistaflokkurinn er
þar einráður.
Jack Ma
Áminning
um einræði
STAKSTEINAR
Sigurður Már
Jónsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Viður úr gömlum úr útihúsum á
bænum Steinstúni var eldiviður í
bálkesti sem var tendraður í fjör-
unni í Norðurfirði í Árneshreppi á
Ströndum sl. laugardagskvöld. Guð-
laugur Agnar Ágústsson í Steinstúni
er að bregða búskap og hefur vegna
þess farið í tiltekt á staðnum. Timb-
ur úr gömlu fjósi var tekið til og
brennt þegar fólk kom saman í flæð-
armálinu og skemmti sér og söng á
fallegu sumarkvöldi. Þarna voru
bæði heimafólk og ferðamenn.
„Já, ég er að flytja héðan,“ segir
Guðlaugur í samtali við Morg-
unblaðið. „Ég er þreyttur á því að
vegurinn hingað norður sé lokaður
þrjá mánuði á ári og eins á binding-
unni sem fylgir sauðfjárbúskap og
umsjón með flugvellinum á Gjögri.
Fer væntanlega á sjóinn, slíkt er eitt
sem kemur til greina. Vélstjórarétt-
indin sem ég hef frá yngri árum upp
á vasann koma sér vel.“
Um fimmtán manns höfðu síðasta
vetur heimilisfesti í Norðurfirði og
hefur fækkað umtalsvert á allra síð-
ustu árum. „Eftir að virkjun Hvalár
í Ófeigsfirði var slegið á frest tel ég
ekki miklar líkur á uppbyggingu
hér. Ég ætla því að reyna fyrir mér
annars staðar og hlakka til að takast
á við ný viðfangsefni,“ segir Guð-
laugur. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Einar Sveinbjörnsson
Strandir Guðlaugur í Steinstúni við varðeldinn í fjörunni í Norðurfirði.
Brennir nú timbri og
er að bregða búskap
- Áfram er fækkun í Árneshreppi
Hluti Dyrfjallaeldstöðvarinnar og
náttúruvættið Stóraurð eru nú frið-
lýst svæði eftir að Guðmundur Ingi
Guðbrandsson umhverfisráðherra
undirritaði plögg um friðlýsingu
jarðanna Hrafnabjarga, hluta Sand-
brekku, Unaóss og Heyskála á Út-
héraði sl. föstudag.
Markmið friðlýsingarinnar er að
varðveita sérstæðar jarðminjar og
landslag á svæðinu og verja fjöl-
breytt lífríkið þar. Svæðið er hluti af
þyrpingu eldstöðva sem teljast með-
al þeirra elstu á Austfjörðum. Víða
þarna eru grjótjökla- og berghlaup.
Frægast þeirra er Stórurð, skriða úr
móbergsbjörgum. „Stórurðin sjálf
er náttúrudjásn sem nú hefur verið
tryggð vernd og umsjón með svæð-
inu,“ segir umhverfisráðherra. Jafn-
hliða þessu var gengið frá samningi
milli Umhverfisstofnunar og Ferða-
félags Fljótsdalshéraðs sem sinnt
hefur svæðinu lengi. sbs@mbl.is
Friðlýsa Dyrfjallaeldstöð og Stórurð
- Djásn á Austurlandi - Jarðminjar
Vernd Umhverfisráðherra og fleira fólk í ferð um svæðið sem var friðlýst.