Morgunblaðið - 05.07.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021
Sumarkvöld Töfrasvipur er á landinu nú í júlíbyrjun, þegar gróður er í blóma og nóttin björt. Lúpínan er áberandi í Heiðmörk og gamli Elliðavatnsbærinn setur sterkan svip á umhverfi staðarins.
Sigurður Bogi
Börn í Fossvogs-
skóla hafa á síðustu
tveimur árum sótt
skóla við ýmsar að-
stæður. Við foreldrar
höfum sett traust okk-
ar á stjórnendur borg-
arinnar um að þeir
gæti þess að þær séu
hagfelldar fyrir börnin.
Enginn átti von á því
að stjórnendur og eft-
irlitsaðilar myndu
horfa í hina áttina eða stinga gögn-
um djúpt niður í skúffu, vitandi að á
hverjum degi sækja um 350 börn og
60 starfsmenn skólann í aðstæðum
hættulegum heilsu þeirra. Kannski
fannst borgarstjóra þetta ekki mikill
fjöldi enda álíka stór hópur og starf-
ar fyrir hann á skrif-
stofu borgarstjóra.
Það er einnig ámæl-
isvert að aðstoð-
armaður borgarstjóra
skuli grípa inn í með af-
gerandi hætti og fá sex
aðra stjórnendur borg-
arinnar í lið með sér til
að þagga málið niður til
að koma í veg fyrir að
„móðursýki“ brytist út.
Hvar er móðursýki að
finna? Hjá þeim sem
fórnaði heilsu barna til
að gæta að áliti almennings á borg-
arstjóra eða foreldrinu sem bar hag
barns síns fyrir brjósti?
Sinnuleysi borgarstjóra er algört.
Ef borgarstjóri hefði staðið undir
nafni og komið að degi til í skólann,
hefði hann viljað setjast niður með
börnunum og snæða hádegisverð
sem matreiddur var yfir opinni
klóaklögn?
Næsta vetur munu 1. til 3. bekkur
Fossvogsskóla vera í færanlegum
kennslustofum nærri Fossvogsskóla
vegna framkvæmda. Þau eru þó enn
innan hverfis. Nemendur í 4. til 7.
bekk munu sækja skóla, alla vega
fram að jólum, sem er í um 11 kíló-
metra fjarlægð frá skólanum þeirra,
eða u.þ.b. 15 mínútna akstri í greiðri
umferð. Það eru um 30 mínútur á
hverjum degi eða 2,5 klukkustundir
á viku. Það samsvarar þeim tíma
sem stytting vinnuvikunnar er hjá
öðrum.
Nú þegar er ljóst að breytingar
verða á hverjir munu annast kennslu
og umsjón barnanna á næsta skóla-
ári enda aðstæður ekki boðlegar
starfsfólki frekar en börnunum. Það
að glíma við heilsubrest og kvilla því
tengdu er krefjandi. Ég velti því fyr-
ir mér hvort borgin hafi hugsað sér
að bæta kennurum þetta upp og
tryggja bætur eða álagsgreiðslur
vegna sérstakra aðstæðna yfir það
tímabil.
Það kann að verða áhyggjuefni
hvort starfsfólk fáist til starfa við
þær ömurlegu aðstæður sem börnin
i Fossvogsskóla stunda nám. Börn
eiga að búa við öryggi eða eins og
segir í barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna að þegar „fullorðnir taka
ákvarðanir eiga þeir að hugsa um
hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga
að gera það sem er best fyrir þau“.
Þetta hefur orðið undir hjá borg-
arstjóra og starfsliði hans.
Það er enga móðursýki að finna í
Fossvoginum en klóaklögn skólans
rennur opin og óheft eins og síki sem
betur hefði mátt stöðva í byrjun
meints faraldurs i Fossvogi. Borg-
arstjóri verður að axla ábyrgð á
þeim vanda sem hann hefur komið
nemendum og kennurum Fossvogs-
skóla í með vanrækslu í viðhaldi og
viðgerðum á skólahúsnæðinu.
Vala Pálsdóttir » Það kann að verða
áhyggjuefni hvort
starfsfólk fáist til starfa
við þær ömurlegu að-
stæður sem börnin í
Fossvogsskóla stunda
nám.
Vala Pálsdóttir
Höfundur er móðir barna
í Fossvogsskóla.
Síki og ekki sýki í boði borgarstjóra
Hinn 23. júní sl.
hafnaði meirihluti
Hæstaréttar í málinu
nr 24/2021 kröfu sak-
bornings í sakamáli
um að tveir af þremur
dómurum við Lands-
rétt skyldu víkja sæti
í endurtekinni með-
ferð á máli hans í
Landsrétti, en Hæsti-
réttur hafði ómerkt
fyrri dóm Landsréttar
á þeirri forsendu að ekki hefði farið
fram munnleg sönnunarfærsla í
málinu. Með öðrum orðum stóð svo
á að dómararnir tveir höfðu sak-
fellt manninn við fyrri meðferðina
án þess að til hefði komið munn-
legur framburður fyrir dómi.
Hæstiréttur hafði ómerkt þennan
fyrri dóm af þessari ástæðu.
Sakborningur taldi eðlilega að
hann þyrfti ekki að sæta því að
þessir tveir dómarar, sem væru
búnir að sakfella hann
á ófullnægjandi
grundvelli, settust í
dóm í máli hans þar
sem bætt yrði úr fyrri
annmörkum á meðferð
málsins. Gerði hann
því kröfu um að þessir
tveir dómarar yrðu
látnir víkja sæti þegar
málið yrði dæmt á ný.
Í forsendum Hæsta-
réttar virðist koma
fram skilningur á
nauðsyn þess að sak-
borningur hafi ekki
ástæðu til að vantreysta dómurum
máls, því þar segir m.a.: „Þegar
lagt er mat á hæfi dómara til að
fara með mál verður að gæta að því
að tilgangur hæfisreglna í réttar-
farslögum er ekki einungis að
tryggja að dómari sitji ekki í máli
nema hann sé óhlutdrægur gagn-
vart bæði aðilum máls og efni þess
heldur einnig að tryggja traust að-
ila jafnt sem almennings til dóm-
stóla með því að koma í veg fyrir að
dómari komi að úrlausn máls ef
réttmæt tortryggni gæti risið um
óhlutdrægni hans.“
Þessari einföldu hugsun sýnist
svo varpað fyrir borð síðar í for-
sendunum þar sem segir svo orð-
rétt: „Þótt að sínu leyti sé skilj-
anlegt að ákærði sem sakfelldur
hefur verið af þremur dómurum
hafi efasemdir um að þessir dóm-
arar muni líta málið öðrum augum
við nýja efnislega meðferð þess og
telji að þeir muni síður fallast á rök
hans fyrir sýknu en nýir dómarar
sem ekki hafa komið að því áður
getur það eitt og sér ekki talist
grundvöllur undir réttmætan efa
um að þeir teljist óhlutdrægir.“
Kröfu mannsins var því synjað.
Í þessum forsendum felst alvar-
leg þversögn. Engin réttarfarsleg
þörf er á að synja kröfu mannsins.
Hann vildi bara að málið dæmdu
dómarar sem hann hefði ekki
ástæðu til að ætla að hefðu fyrir
fram mótað afstöðu sína til sak-
arinnar. Það er í raun óskiljanlegt
að fjórir af fimm hæstaréttardóm-
urum skuli synja honum um þetta.
Það er lítið hald í því fyrir mann-
inn að einn dómaranna fimm skuli
hafa skilað sératkvæði, þar sem
hann færir einföld rök fyrir því að
taka beri kröfu mannsins til greina.
Í atkvæði hans segir m.a. svo:
„Fjölmörg dæmi eru um að dómari
hafi talist vanhæfur þótt afskipti
hans af málefni, meðal annars við
meðferð máls fyrir dómi, hafi verið
mun veigaminni en að kveða upp
efnisdóm í máli, […]. Vanhæf-
isreglur laganna hafa auk þess að
geyma víðtæk ákvæði sem mæla
fyrir um að hlutrænt séð skuli
dómarar taldir vanhæfir þótt síður
en svo verði fullyrt að tengsl þeirra
við mál séu með þeim hætti að áhrif
þurfi að hafa á afstöðu þeirra.“
Nefnir þessi dómari m.a. til sög-
unnar dæmi úr lögum, þar sem
kveðið er á um þetta.
Fullyrða má að traust almenn-
ings til Hæstaréttar hafi látið veru-
lega á sjá á undanförnum miss-
erum og árum. Því hefur ráðið
ófullnægjandi dómsýsla réttarins.
Hafi dómarar við Hæstarétt áhuga
á að reyna að bæta traust almenn-
ings til dómstólsins ættu þeir að
reyna að forðast dóma þar sem
bersýnilega er brotið freklega á
rétti borgara til hlutlausrar með-
ferðar mála þeirra.
Furðulegur dómur
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
Jón Steinar
Gunnlaugsson
» „Í þessum for-
sendum felst alvar-
leg þversögn. Engin
réttarfarsleg þörf er á
að synja kröfu manns-
ins. Hann vildi bara að
málið dæmdu dómarar
sem hann hefði ekki
ástæðu til að ætla að
hefðu fyrir fram mótað
afstöðu sína til sak-
arinnar.“
Höfundur er lögmaður.