Morgunblaðið - 05.07.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021
✝
Steinunn Árna-
dóttir fæddist á
Laufásvegi 3 í
Reykjavík 15. maí
1929. Hún andaðist
á Hrafnistu í Boða-
þingi 22. júní 2021.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Ein-
arsdóttir, f. 7.1.
1899, og Árni J.
Árnason, f. 9.5.
1896. Systkini
Steinunnar eru: 1) Inga, f. 1932.
2) Guðrún Lilja, f. 1934. 3) Árni
Jón, f. 1939. 4) Erna, f. 1943.
Steinunn giftist 17.6. 1950
Gunnari A. Aðalsteinssyni, f.
3.9. 1926. Foreldrar hans voru
Ingileif Björnsdóttir, f. 15.6.
1899, og Aðalsteinn Baldvins-
son, f. 12.9. 1897. Börn Stein-
unnar og Gunnars eru: 1) Sól-
rún, f. 25.3. 1950, gift Gylfa Má
Guðjónssyni, f. 19.3. 1943. Börn
þeirra eru: a) Sunna Björk, í
samb. með Salvador Escalona.
b) Gunnar og c) Haukur. Dóttir
Hauks er Sigrún Sól.
2) Hafdís Aðils, f. 8.5. 1951,
gift Nikulási Árna Halldórssyni,
f. 3.5. 1946. Börn þeirra eru: a)
Gunnur Steinunn, gift Þorkeli
Má Hreinssyni. Þeirra börn:
Nikulás Árni, í sambúð með
Hrafnhildi Helgadóttur, Hafdís
Hennar börn: a) Ágúst Skorri,
kvæntur Stefanie Bade. Börn:
Wolfram Orri og Hinrik Árni. b)
Sigrún Erna, gift Karim Aouini.
c) Steinþór, kvæntur Arndísi
Nínu. Barn: Ynja Rán.
5) Ingileif Aðalheiður, f.
16.12. 1958. Eiginmaður hennar
var Magnús Valsson, f. 2.10.
1955, d. 12.4. 2016. Dætur
þeirra eru: a) Sigríður Aðils,
gift Halldóri Hauki Sigurðssyni.
Börn þeirra eru: Aníta Sól, Hug-
inn Aðils og Iðunn Aðils. b) Ás-
rún Ester, í samb. með Agli
Kaktusi Wild. 6) Árný Guðrún, f.
13.5. 1964, í samb. með Guðjóni
Bjarnasyni, f. 26.2. 1963. Synir
þeirra eru: a) Bjarni Aðils og b)
Orsen.
Steinunn ólst upp í Reykjavík.
Að lokinni skólagöngu stundaði
hún verslunarstörf þar til hún
giftist. Þá flutti hún vestur í Dali
þar sem þau Gunnar reistu sér
nýbýlið Brautarholt II og
bjuggu þar í 20 ár. Þá fluttu þau
í Borgarnes þar sem Gunnar
veitti sláturhúsi kaupfélagsins
forstöðu. Þau undu hag sínum
vel í Borgarnesi og litu á sig sem
Borgnesinga þótt þau gleymdu
ekki rótum sínum í Dölunum og
Reykjavík. Steinunn bjó þar
lengi eftir að Gunnar lést en
flutti síðan í Kópavog þar sem
hún eyddi síðustu æviárunum í
námunda við flest barna sinna.
Síðustu árin dvaldi hún á Hrafn-
istu við Boðaþing.
Útför Steinunnar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 5. júlí 2021,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Guðrún og Lárus
Aðils. b) Halldór
Þorsteinn. Börn:
Nikulás Árni og
Eva Björt. c) Stein-
ar Árni, kvæntur
Karen Björns-
dóttur. Börn: Krist-
ján Bjarni, Haf-
steinn Árni og
Guðrún Auður. 3)
Trausti, f. 30.5.
1953, kvæntur
Ástríði Gunnarsdóttur, f. 9.10.
1953. Synir þeirra: a) Gunnar
Ingi, kvæntur Margréti Heiðu
Guðbrandsdóttur. Börn þeirra:
Ísak Snorri, Hrafnkell Kári, Ás-
dís Mía og Freydís Lísa. b)
Bjarki, kvæntur Ástu Friðriks-
dóttur. Þeirra börn: Friðrik Þór
og Margrét Mirra. c) Hlynur
Torfi, kvæntur Erlu Hlín Hen-
rýsdóttur. Synir þeirra: Henrý
Trausti og Hilmir Ingi. 4)
Tryggvi, f. 9.3. 1956. Fyrri kona
hans var Elsa Friðriksdóttir, f.
4.1. 1957. Börn þeirra eru: a)
Jenný Lind, gift Markusi Menc-
zymski. Börn þeirra eru: Jó-
hannes Aron, Jakob Aron og
Sara María. b) Gunnar Aðils,
kvæntur Villimey Sigurbjörns-
dóttur og c) Friðrik Árni. Seinni
kona Tryggva er Halldóra
Ágústsdóttir, f. 30.3. 1963.
Mig langar að skrifa nokkur
orð um elskulega tengdamóður
mína er lést þann 22. júni 2021.
Ég kynntist Steinunni vorið
1974 þegar ég kom í fyrsta sinn
inn á heimili þeirra Gunnars
með syni þeirra.
Við höfum átt ótalmargar
stundir saman, margt spjallað og
margir spábollarnir drukknir við
eldhúsborðið hjá henni í Borg-
arnesi. Alltaf gátum við spjallað
um heima og geima, þar á meðal
kóngafólkið og fræga fólkið sem
var í bresku Hello-blöðunum og
skandinavíska kóngafólkið í
dönsku blöðunum.
Eftir að Steinunn flutti í bæ-
inn fyrir fjórum árum gátum við
hizt miklu oftar þar sem hún bjó
rétt hjá okkur.
Það var alltaf gaman að koma
til hennar. Við fórum í marga
bíltúra, meðal annars í haustlita-
ferðir á Þingvelli, Suðurnesja-
hring, heimsóttum Stranda-
kirkju og ótal ferðir um
miðbæinn í Reykjavík. Ógleym-
anleg var ferðin með henni í bú-
staðinn okkar Trausta vestur í
Dölum. Steinunn og Gunnar
bjuggu í Brautarholti í Haukadal
í 20 ár. Þar eignuðust þau börnin
sín sex og lifði Steinunn anna-
sömu lífi bóndakonunnar sem
var alltaf með standandi veislu-
borð. Henni þótti skemmtilegt
að fara í amerísku búðina,
Costco, það fannst henni mikil
upplifun.
Steinunn var mikið jólabarn
og voru jólin og jólatónlistin sér
kapítuli út af fyrir sig, hún bak-
aði ótal smákökusortir, skreytti
húsið hátt og lágt og eldaði mat
upp á danska vísu svo sem svína-
steik, heimagert rauðkál og
fleira sem var ekki venjulegt hér
á landi á þeim tíma.
Ég veit að Gunnar, ástin í lífi
hennar, hefur tekið vel á móti
henni í sumarlandinu og kveð
hana með þessum ljóðlínum eftir
Tómas Guðmundsson.
Já, þannig endar lífsins sólskinssaga.
Vort sumar stendur aðeins fáa daga.
En kannski á upprisunnar mikla
morgni,
við mætumst öll á nýju götuhorni.
Elsku Steinunn hjartans
þakkir fyrir samfylgdina. Guð
geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Ástríður Gunnarsdóttir
(Addý).
Elskuleg systir mín og vin-
kona er látin. Steinunn var stóra
systir mín og fyrstu minningar
mínar af henni eru af Bjarn-
arstígnum þar sem ég fæddist.
Ég man líka vel eftir því þegar
pabbi tók myndir af okkur báð-
um við Leifsstyttuna á Skóla-
vörðuholti. Þá hef ég verið
tveggja ára og Steinunn fimm
ára. Steinunn passaði vel upp á
litlu systur sína og tók aldrei
annað í mál en að halda í hend-
ina á henni hvert sem farið var.
Svo liðu árin. Steinunn flutti
vestur í Dali með sínum elsku-
lega Gunnari og eignaðist með
honum sex börn. Á sama tíma
stofnaði ég heimili í Reykjavík
með Sigurði, eiginmanni mínum,
og flutti svo með fjölskyldunni til
útlanda þar sem við bjuggum í
átta ár. Þrátt fyrir að bæði sam-
göngur og fjarskipti væru með
öðrum hætti á þessum tíma en
nú, héldum við góðu sambandi
með bréfaskriftum. Það var allt-
af tilhlökkun að fá bréf frá
Steinunni.
Þegar um fór að hægjast og
börnin uppkomin, fórum við
systurnar ásamt eiginmönnum
okkar, nokkrar ferðir saman til
útlanda sem eru mér ógleyman-
legar. Þannig fórum við nokkr-
um sinnum til Þýskalands og
eins til Skotlands. Í einni ferð-
inni leigðum við hús í vínrækt-
arhéraði og þegar gestgjafinn
heyrði af því að Steinunn og
Gunnar áttu gullbrúðkaup var
ekki um annað að ræða en að
drífa okkur öll saman í upp-
skeruveislu. Þar var mikið
klappað, spilað, sungið og dans-
að og allir skemmtu sér kon-
unglega.
Elsku Steinunn, ég á eftir að
sakna þín óendanlega mikið og
minnist allra góðu stundanna
sem við áttum saman. Guð vaki
yfir þér allar stundir.
Þín systir,
Inga Árnadóttir.
Sumarið á Íslandi er lang-
þráður tími. Hækkandi sól veitir
öllu lífi birtu og yl. Þá renna
stundum saman í eina hljóm-
kviðu mild birtan og fágaðir litir
landsins. Það var einmitt á slík-
um degi sem móðursystir mín
Steinunn kvaddi þennan heim.
Ævisól hennar var gengin til við-
ar eftir langa og góða ævi en
minningarnar lifa og hún skilur
eftir sig stóran og glæsilegan
ættboga.
Það hafa alltaf verið miklir
kærleikar milli Steinunnar og
Ingu, móður minnar. Amma og
afi voru bæði fædd vestur í Döl-
um og þannig eru þær báðar af
fyrstu kynslóð Reykvíkinga sem
bæði fæddust og ólust þar upp.
Þær drukku í sig mannlífið og
eignuðust góðar og traustar vin-
konur sem héldu hópinn fyrir
lífstíð. Þær systur voru á marg-
an hátt samstíga í lífinu en oft
var langt á milli þeirra. Stein-
unn bjó lengst af vestur í Dölum
og í Borgarnesi og fjölskyldan
mín bjó langdvölum erlendis.
Þrátt fyrir fjarlægðina höfðu
þær alltaf reglulegt samband
sín á milli og töluðu nánast dag-
lega saman síðustu áratugina.
Á uppvaxtarárum mínum
voru þau jafnan nefnd í sömu
andrá Steinunn og Gunnar.
Mikill og góður vinskapur var á
milli fjölskyldnanna og fjöl-
skyldufeðurnir góðir vinir. Það
var alltaf mikil tilhlökkun að fá
að heimsækja þau vestur í Dali í
Brautarholt. Það var mikið æv-
intýri fyrir ungan strák að fá að
taka þátt í hefðbundnum bú-
störfum og öllu sem því fylgir.
Systkinahóparnir voru einnig á
svipuðu reki og því var oft glatt
á hjalla þegar frændsystkinin
hittust.
Steinunn og Gunnar voru ein-
staklega gestrisin og skemmti-
legt fólk að sækja heim. Mér er
það minnisstætt sem barni að
vera tekið sem jafningja og
spjallað um heima og geima.
Alla tíð voru þau mjög áhuga-
söm um allt það sem maður var
að gera í leik, námi og starfi. Ég
á einstaklega góðar minningar
af notalegum samverustundum
með þeim.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti til Steinunnar og
sendi börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guðbrandur Sigurðsson.
Það er mánudagur 15. maí
1967, afmælisdagur Steinunnar
móðursystur minnar. Við tvær
sitjum saman í rútu á leið vestur
í Dali. Snjóa hafði ekki leyst á
Bröttubrekku og ég man að það
vakti athygli mína enda nýflutt
til Íslands eftir átta ára búsetu
erlendis með foreldrum mínum
og systkinum. Í þessari ferð
fékk ég að dvelja mánaðarlangt
hjá Steinunni og Gunnari og
börnum þeirra sex í Brautar-
holti. Það er skemmst frá því að
segja að mér var tekið opnum
örmum af öllum og aldrei leið
mér eins og gesti heldur sem
hluta af fjölskyldunni. Ég tel
það ómetanlegt að hafa kynnst
sveitastörfum á barnsaldri.
Margt var brallað fyrir utan að
reka kýrnar kvölds og morgna,
fylgjast með sauðburði og leika
sér í heyinu. Þarna lærði ég í
fyrsta skipti að nota saumavél
og drekka caffè latte löngu áður
en það nafn var notað fyrir
kaffidrykkinn hér á landi.
Heimabakaða brauðið hennar
Steinunnar var algjört lostæti.
Ég varð sólgin í mysing og það
var alltaf passað upp á að mys-
ingurinn væri til fyrir „út-
lenska“ borgarbarnið! Þessi dvöl
í Brautarholti var upphafið að
fjöldamörgum stuttum sem og
löngum heimsóknum til Gunn-
ars og Steinunnar í sveitina og
seinna í Borgarnes.
Stundum skil ég ekki hvernig
Steinunn hafði orku til þess að
taka á móti þeim fjölmörgu
gestum sem komu til þeirra en
þau hjónin voru höfðingjar heim
að sækja. Meira að segja var
boðin næturgisting í Borgarnesi
þótt vegalengdin til Reykjavíkur
væri ekki löng. Dóttir mín minn-
ist margra heimsókna til þeirra
með hlýju og þakklæti.
Steinunn var einstaklega
skemmtileg, létt og kát og alltaf
stutt í hláturinn hjá henni. Hún
hafði gaman af því að fylgjast
með því sem var að gerast og
bækur voru aldrei langt undan.
Nú er höggvið skarð í hóp
systkinanna á Mánagötunni
þegar elsta systirin kveður. Ég
veit að hvíldin var henni kær-
komin en engu að síður er sárt
að sjá á eftir Steinunni. Ég votta
börnum hennar og fjölskyldum
þeirra mína innilegustu samúð.
Þau hafa verið vakin og sofin yf-
ir velferð hennar. Blessuð sé
minning Steinunnar.
Guðríður St.
Sigurðardóttir.
Steinunn
Árnadóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma,
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þökkum alla væntum-
þykjuna, faðmlögin og ynd-
islegu samverustundirnar.
Þín barnabörn,
Gunnur, Halldór og
Steinar.
Elsku Kiddi
minn! Að fæðast
hefur sinn tíma og
að deyja hefur sinn tíma. Nú ertu
farinn og það er svo sárt ástin
mín. En þú fórst alveg eins og þú
óskaðir þér. Það eru örugglega
ekki margir sem hjóla á mótor-
hjóli 87 ára gamlir á 150 km
hraða á laugardegi og kveðja
daginn eftir. Þú varst svo lifandi,
alltaf eitthvað að brasa. Þú sagðir
alltaf þegar mér ofbauð kapp-
semin í þér: „Það er nægur tími
til að hvíla sig þegar maður er
dauður!“
Já ástin mín, það var á fimmtu-
dagskvöldi 26. apríl 2007 að ótrú-
lega flottur maður bauð mér upp í
dans á Örkinni í Hveragerði. Síð-
an þá höfum við dansað saman í
gegnum lífið, og það hefur verið
svo ljúft. Börnin mín og þeirra af-
komendur elskuðu þig og voru
Kristinn
Georgsson
✝
Kristinn
Georgsson
(Kiddi G.) fæddist
31. desember 1933.
Hann lést 13. júní
2021.
Útför hans fór
fram í kyrrþey 19.
júní 2021.
svo glöð með hvað
ég hafði hitt góðan
og vandaðan mann.
Þín börn og afkom-
endur tóku mér af-
skaplega vel, að þú
værir ekki lengur
einn, og þeim þakka
ég innilega fyrir.
Við áttum dásam-
leg 14 ár saman.
Alltaf að gera eitt-
hvað skemmtilegt. Í
húsbílnum úti um allar trissur,
með mótorhjólið í kerru í eftir-
dragi. Margir túrar á mótorhjól-
inu og ekki má gleyma sjóferð-
unum á Togaranum að veiða
okkur í soðið. Óteljandi utan-
landsferðir, flestar til Kanarí en
líka til Tenerife og Torrevieja. Þú
varst ótrúlega vinmargur, áttir
t.d. mótorhjólavini úti um allt
land. Já, það er margs að minnast
hjartað mitt. Nú er ég í sorg en
þú vildir að ég lifði lífinu áfram
þangað til minn tími kæmi og við
hittumst í blómabrekkunni. 13.
júní stóð í dagbókinni minni:
„Horfðu upp en ekki niður, fram
en ekki til baka.“ Það ætla ég að
gera.
Guð veri með okkur öllum sem
elskuðum og söknum Kidda G.
Ég elskaði þig af öllu hjarta og
takk fyrir allt.
Þín
Ester Guðlaug Karlsdóttir.
Fyrir u.þ.b. 14 árum kom mað-
ur inn í fjölskyldu okkar. Maður
sem hefur markað djúp spor í
huga okkar og skilur eftir sig já-
kvæðar minningar um góðan
dreng. Ester móðir okkar hafði
verið ein um nokkurt skeið þrátt
fyrir tilraunir okkar til að benda
henni á að hugsanlega gæti verið
gott fyrir hana að eignast góðan
vin. Hún var nú ekki alveg á þeim
buxunum en gat þó hugsað sér
slíkt ef hinn fullkomni maður
birtist. Og viti menn! Það gerðist.
Hún hitti mann á Örkinni í
Hveragerði sem kom eins og
riddarinn á hvíta hestinum og
hreif hana með sér á vit ævintýra
á áður óþekktum slóðum.
Mamma geislaði og maðurinn
hennar var Kiddi Georgs. Hans
hvíti fákur var þó hinn jákvæði
andi og drifkraftur sem fylgdi
honum hvert fótmál. Aðra fáka
eins og stóra rauða mótorhjólið,
húsbílinn og litlu julluna notaði
hann til að ferðast með móður
okkar í raunheimum á nýjar slóð-
ir. Þess á milli fóru þau til sólar-
landa til að sækja sér birtu og yl
þar sem hjörtu þeirra skinu
skært í hópi góðra vina. Það var
því mikil Guðsgjöf fyrir mömmu
að finna þennan fullkomna mann,
en Guð gefur og Guð tekur. Nú er
Kiddi á sínum hvíta hesti á leið í
sælu himnaríkis. Við í fjölskyldu
mömmu viljum með þessum fá-
tæklegu orðum koma til skila
okkar besta þakklæti til Kidda
fyrir þessi frábæru 14 ár. Við
fengum að kynnast manni sem
var tekið opnum örmum af öllum
og stóri faðmur hans var sömu-
leiðis okkur alltaf opinn. Sem
merki um það voru minnstu börn
okkar strax farin að kalla hann
afa Kidda. Við þökkum mömmu
og Kidda fyrir að vera okkur
svona miklar fyrirmyndir í því
hvernig hægt er að lifa lífinu lif-
andi. Gera það sem mann langar
helst til og njóta hvers dags til
hins ýtrasta. Það þurfti ekki
mjög glöggt fólk til að sjá og
skynja hamingju þeirra nánast
öllum stundum. Hamingjan skein
frá þeim eins og geislar sólarinn-
ar þar sem traustið þeirra á milli
var einstakt.
Elsku mamma/tengdamamma
og amma, missir þinn er mikill.
Þinn besti vinur og sambýlismað-
ur hefur nú kvatt að sinni. Hann
mun örugglega taka á móti þér
þegar þar að kemur, býður þér að
setjast á bak og þeysir með þig í
nýjan ævintýraheim. Styrkur
þinn er mikill til að halda áfram
og munum við reyna okkar besta
til að styðja þig á erfiðum tímum.
Vottum við þér og fjölskyldu
Kidda okkar dýpstu samúð.
Roland, Christine,
Tómas, Björn, Hafþór
og fjölskyldur.
Fallinn er frá
héraðshöfðinginn
Gunnar Ingi Birgis-
son. Hann var stór
maður í sjón og raun. Mikill að
vallarsýn og sannkallað athafna-
skáld sem lét um sig muna á
mörgum sviðum sem verkfræð-
ingur, sveitarstjórnarmaður,
bæjarstjóri og þingmaður.
Hann hafði mikilfenglega tal-
rödd, dökka og hljómmikla. Það
fór ekki fram hjá neinum ef hann
var mættur á svæðið. Hann hafði
þétta hönd og traustvekjandi, var
snareygur og skjótráður.
Gunnar var drengur góður
með gullhjarta.
Fundum okkar bar saman í
kjölfar þess að menningarfulltrúi
Kópavogsbæjar Björn Þorsteins-
son bauð mér starf í umboði bæj-
arstjórnar til að lyfta undir tón-
listarlífið í Kópavogi. Þeir
Gunnar og Sigurður Geirdal, þá-
Gunnar Ingi
Birgisson
✝
Gunnar Ingi
Birgisson
fæddist 30. sept-
ember 1947. Hann
lést 14. júní 2021.
Útför Gunnars
fór fram 24. júní
2021.
verandi bæjarstjóri,
voru nánir sam-
starfsmenn.
Fundahöld og
spekúlasjónir við
þessa heiðursmenn
fæddu af sér fyrsta
tónleikasalinn á Ís-
landi, Salinn í Kópa-
vogi. Það er bauta-
steinn sem muna má
ókomna tíð. Tónlist-
arhúsið í Kópavogi
hafði áhrif til framtíðar tónlist-
inni í landinu.
Mér þótti snöggt um Gunnar
Birgisson en þannig var einnig
um þá Sigurð Geirdal og Björn
Þorsteinsson. Blessuð sé minning
þessara heiðursmanna.
Ég átti mér þann draum og var
stundum að því spurður hvort
mér hefði ekki tekist að fá Gunn-
ar til að syngja með mér lagstúf,
hann með þessa hljómmiklu rödd.
Við Gunnar ræddum þetta stund-
um og höfðum gaman af. Því mið-
ur fórst það fyrir en ég verð und-
irbúinn þegar að því kemur.
Aðstandendum öllum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ágústa Hauksdóttir og
Jónas Ingimundarson.