Morgunblaðið - 05.07.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
40 ÁRA Lísa fæddist
í Reykjavík, en ólst
upp bæði á Akureyri
og í Svíþjóð, en hún
lauk grunnskólagöngu
í Hlíðaskóla í Reykja-
vík. Þá tók við
Menntaskólinn við
Hamrahlíð en þaðan
lauk hún stúdentsprófi
árið 2000. „Ég er ný-
flutt í Hlíðarnar aftur
eftir tíu ár í Vest-
mannaeyjum og það er
gott að koma heim í
gamla hverfið mitt aft-
ur, þótt ég sakni líka
Vestmannaeyja mjög
mikið.“ Eftir stúdents-
prófið flutti Lísa til
Malmö í Svíþjóð og þar
lauk hún við félags-
ráðgjafanám.
Í dag er Lísa skólafélagsráðgjafi í Klettaskóla og vinnur sem fé-
lagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.
Lísa á þrjú börn með eiginmanni sínum, Heiðari, og mikið að gera á
heimilinu. Þau hafa mikinn áhuga á útivist og ferðalögum þegar tími
gefst. „Svo er það bara allt sem lýtur að áhugamálum barnanna. Ég var
í handbolta í Val þegar ég var yngri og fannst það mjög gaman og núna
eru börnin mín tvö í fótbolta og eitt í handbolta hjá besta félaginu, Val.
Ég er því orðin svolítil boltamamma líka,“ segir hún og hlær.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Lísu er Heiðar Þór Pálsson málmiðnaðar-
maður, f. 1975. Þau eiga börnin Íseyju, f. 2006, Emblu, f. 2008 og Erni,
f. 2010. Foreldrar Lísu er Njáll Eiðsson, f. 1958, kennari í Laugarnes-
skóla, og Hjördís Nanna Jónasdóttir, f. 1961, heimavinnandi húsmóðir í
Svíþjóð.
Lísa Njálsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er allt í lagi að hlusta á ann-
arra ráð en ástæðulaust að hlaupa eftir
þeim ef þín eigin dómgreind segir þér ann-
að.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það eru fyrst og fremst fjárhags-
málin sem þú þarft að gefa gætur þessa
dagana. Gættu þess að þú fáir þá viður-
kenningu sem þú átt skilið.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þér finnst þú enn eiga margt
ógert en mundu að veraldlegum hlutum
má auðveldlega skjóta á frest.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Láttu ekki smáatriðin vefjast fyrir
þér heldur einbeittu þér að aðalatriðunum
og þeim verkefnum sem mest liggur á.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur þurft að læra að standa á
eigin fótum að undanförnu þar sem þú
hefur notið minni stuðnings frá öðrum.
Það sýnir að þér er ekki sama, sem er frá-
bært.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú átt auðvelt með að leysa úr
hvers kyns vandamálum í dag. Fáðu hlut-
lausan aðila til aðstoðar því hann sér mál-
ið öðrum augum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Hristu af þér alla hræðslu og helltu
þér í það sem þér langar mest að gera.
Brettið bara upp ermarnar og gangið í
málin því hálfnað er verk þá hafið er.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú þarft að fara gætilega í
ákvarðanatöku þinni því þú veist að ekki
verður aftur snúið. Leggðu áherslu á það
að líta björtum augum á tilveruna.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Enginn gefur þér tíma fyrir
sjálfan þig, þess vegna þarftu bara að búa
þér hann til.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er klókt að vera jafnan
viðbúinn einhverjum skakkaföllum því þá
valda þau ekki jafnmiklu tjóni og annars
þegar þau gerast.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Ekki er allt gull sem glóir og
margt fyrirheitið fer fyrir lítið þegar til
kastanna kemur. Traust undirstaða er það
sem gerir þér kleift að hugsa um það sem
getur orðið.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú átt sérlega auðvelt með öll
samskipti og munt því hugsanlega stofna
til nýrrar vináttu á þessum tíma í lífi þínu.
félagsins og sá hann m.a. um þáttinn
Spjallað við bændur í Ríkisútvarp-
inu um tíma.
„Árið 1977 var mér boðin staða
verkefnisstjóra við Útflutnings-
miðstöð iðnaðarins, ullariðnaður á
Íslandi var þá á mikilli siglingu. Ég
sneri aftur til Búnaðarfélags Íslands
tveimur árum síðar í starf sauð-
fjárræktarráðunauts með breyttum
áherslum. Ég sá m.a. um að vinna að
nýbreytni í sauðfjárrækt. Sveinn
kom með margar tillögur til ný-
breytni og má nefna m.a. feld-
við útreikninga á erfðastuðlum og öll
gögnin voru færð á gataspjöld og var
afrit vistað hjá Búnaðardeild at-
vinnudeildar HÍ þar til hann kæmi
heim frá námi. Doktorsritgerðin var
um áhrif nokkurra þátta á frjósemi
sauðfjár. Hinn 1. september 1966
hóf hann störf hjá Búnaðarfélagi Ís-
lands sem ráðunautur í kynbótum
sauðfjár og var meginverkefnið að
koma skýrsluhaldi sauðfjárræktar í
tölvutækt form og að skipuleggja af-
kvæmarannsóknir. Auk þess vann
hann ýmis störf á vegum Búnaðar-
S
veinn Hallgrímsson fædd-
ist á Hálsi í Eyrarsveit 5.
júlí 1936. „Faðir minn
varð fyrir alvarlegu slysi
í Kirkjufellinu og þurfti
að hætta búskap og 1944 flutti fjöl-
skyldan í Grafarnes þar sem þau
gerðust símstöðvarstjórar. Síðan
skildu þau og ég var sendur í uppeldi
til móðurbróður míns, Halldórs E.
Sigurðssonar, inni á Staðarfelli í
Dölum.“
Sveinn var í farskóla í 3-4 mánuði
á vetri og tók fullnaðarpróf árið
1950. Næstu þrjú árin var hann
vinnumaður hjá Halldóri og sá um
fjósið. „Þá var Húsmæðraskóli á
Staðarfelli og við seldum mjólk í
skólann. Ekkert matvælaeftirlit var
þá, en bændum treyst fyrir eigin
framleiðslu.“ Síðan fór hann í Hér-
aðsskólann á Laugavatni. „Ég hafði
aldrei séð dönsku eða ensku fyrr og
var svolítið undanveltu. Í farskól-
anum var kennarinn bóndi og ég
held að hann hafi lítið verið í skóla.“
Eftir landspróf árið 1955 hóf hann
búfræðinám á Hvanneyri og útskrif-
aðist 1956. Þá fór hann í undirbún-
ingsdeild fyrir Framhaldsdeild
Bændaskólans við Menntaskólann á
Laugarvatni. Hann útskrifaðist sem
búfræðikandídat frá Hvanneyri 1959
og var fyrsti nemandi skólans til að
skrifa lokaritgerð og halda opinber-
an fyrirlestur um efnið. Síðan vann
hann sem aðstoðarmaður hjá Bún-
aðarfélagi Íslands, Atvinnudeild HÍ
og Búnaðardeild og víðar. „Auðvitað
ætlaði ég að verða bóndi, en ég átti
ekki jörð og þá þurfti ég að gera eitt-
hvað annað til að afla mér lífsvið-
urværis.“ Því var ákveðið að fara í
framhaldsnám. Sveinn sótti um nám
í almennri búfjárrækt í Norges
Landbrukshögskole og komst inn og
var fyrsti búfræðikandídatinn frá
Hvanneyri til að hefja nám í viður-
kenndum erlendum háskóla. „Með
náminu vann ég á ullarrannsóknar-
stofu, svo mér fannst þetta ekkert
mjög erfitt. Til að læra norsku
keypti ég reyfarabækur og las í belg
og biðu.“
Sem efnivið í ritgerð safnaði
Sveinn gögnum frá fjárræktar-
félögum á Íslandi og notaði þau gögn
fjárrækt, ostagerð úr sauðamjólk,
lengingu sláturtíma til að hafa
ferskt kjöt á markaði og ræktun
sérstakra ullargæða með áherslu á
tog.“
Þann 1. september 1980 veitti
NLH Sveini rétt til að bera titilinn
doctor scientiarum. Sveinn hafði
stundað kennslu á Hvanneyri í
gegnum árin eftir námið. Árið 1984
var hann skipaður skólastjóri
Bændaskólans á Hvanneyri og
kenndi m.a. erfða- og kynbótafræði
og sauðfjárrækt. „Við gerðum
marga góða hluti á Hvanneyri á
þessum árum, fengum t.d. rann-
sóknarhús, tilraunagróðurhús sem
skapaði betri kennsluaðstæður. Þá
var gerð mikil breyting á kennslu
og kennsluháttum og við hófum al-
vöru kennslu í skógrækt, lífrænni
ræktun og nemendum var gefinn
kostur á að taka valfög af ýmsu tagi.
Einnig var boðið upp á eina önn í
rekstrarfræði eftir búfræðipróf. Þá
langar mig að nefna byggingu nem-
endagarða Búvísindadeildar og var
sá fyrsti tekinn í notkun árið 1987
og fyrir 100 ára afmæli skólans 1989
var gert mikið átak í að fegra stað-
inn, m.a. í kringum kirkjuna og
gömlu byggingarnar.“
Sveinn var gestaprófessor við Ut-
ah State-háskólann í eitt ár. „Þar
fórum við hjónin út að labba þegar
rigndi.“ Hann hefur skrifað fjölda
greina í innlend og erlend fagtíma-
rit og flutt fyrirlestra bæði heima
og erlendis. Hann hóf útgáfu ritisins
„Sauðfjárræktin“ meðan hann var
sauðfjárræktarráðunautur og hefur
verið mjög virkur í félagsmálum og
var m.a. formaður NJF og er þá
margt ótalið. „Ég hef alla ævi
stundað sund, skíði um tíma, hesta-
mennsku og síðar golf. Við hjónin
höfum ferðast mikið, t.d. um Banda-
ríkin, fórum til Leníngrad og Ús-
bekistan í gömlu Sovétríkjunum. Þá
heimsóttum við hjónin Inkabyggðir
í Suður-Ameríku á okkar fyrstu
hjúskaparárum. En núna hef ég
verið fjárhirðir og „starfsmaður á
plani“ hér á Vatnshömrum frá 2010,
en þó virkur í mörgum félögum og
skrifa greinar í Moggann og
Bændablaðið.“
Sveinn Hallgrímsson fv. skólastjóri á Hvanneyri – 85 ára
Fjölskyldan Hér var fjölskyldan samankomin nýlega í vor. F.v.: Kristján
Karl, Hallgrímur Sveinn, Guðrún Karítas, Rósa Björk, Kevin Martin,
Sveinn, Gerður Karítas, Helga Jensína, Kiljan Kormákur og Sveinn Svavar.
Fjárhirðirinn á Vatnshömrum
Vatnshamrar Sveinn með fé sitt í bakgrunni á býli sínu, Vatnshömrum.
Til hamingju með daginn