Morgunblaðið - 05.07.2021, Side 27

Morgunblaðið - 05.07.2021, Side 27
aratitil bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik en það varð ljóst í fyrri- nótt þegar Milwaukee vann sjötta leik- inn gegn Atlanta Hawks á útivelli, 118:107. Giannis Antetokounmpo, einn besti leikmaður deildarinnar, var ekki með Milwaukee vegna meiðsla en Khris Middleton tók að sér forystu- hlutverkið í staðinn. Hann skoraði 32 stig, þar af 23 í þriðja leikhluta þar sem Milwaukee gerði út um leikinn, og þá skoraði Jrue Holiday 27 stig. Fyrsti úrslitaleikurinn fer fram í Phoenix að- faranótt miðvikudagsins en fari einvíg- ið í sjö leiki lýkur því aðfaranótt 23. júlí. _ Hinn sautján ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson fékk tækifæri með hollenska meistaraliðinu Ajax á laug- ardaginn. Hann nýtti það vel og skoraði mark í 6:0 sigri Ajax á HFC í æfingaleik. Kristi- an lék með varaliði Ajax í B-deildinni síðasta vetur. _ Þór á Akureyri hefur náð sér í framherja í staðinn fyr- ir Álvaro Montejo sem kvaddi félagið á dögunum til að spila í spænsku C- deildinni. Sá heitir Dominique Mal- onga og er frá Kongó en hann er 32 ára gamall og lék á sínum yngri árum níu leiki með Torino í ítölsku A- deildinni. Hann á að baki sjö A- landsleiki fyrir Kongó, lék með U19 ára landsliði Frakklands á sínum tíma, en síðast lék hann með Lokomotiv Plodiv í Búlgaríu. _ Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði mark Vålerenga er liðið mátti þola 1:2- tap fyrir Rosenborg á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Ingibjörg lék allan leikinn með Våle- renga og Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður á 65. mínútu. Roseborg er nú í toppsætinu með 21 stig, Sandviken í öðru með 19 stig og Vålerenga í þriðja með 18. _ Viðar Ari Jónsson skoraði fyrra mark Sandefjord í 2:0 útisigri á Sta- bæk í norsku úrvalsdeildinni í gær með glæsilegum hætti. Hann skaut frá vítateig efst í markhornið vinstra meg- in. Viðar hefur þar með skorað þrjú mörk í deildinni í ár. _ Ein hræðileg hola skemmdi annars góðan hring hjá Guð- mundi Ágústi Kristjánssyni á Kaskáda-golf- mótinu í Áskorendamótaröð Evrópu sem lauk í Brno í Tékklandi í gær. Guð- mundur lék fjórða og síðasta hringinn á 73 höggum, tveimur höggum yfir pari. Hann fékk fimm fugla og tvo skolla en 15. holan skemmdi algjörlega fyrir honum því hann lék hana á 10 höggum, fimm höggum yfir pari. Hann endaði því í 57. sæti á samanlagt tveimur höggum yfir pari. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Dalvíkurvöllur: KA – KR..................... 19.15 Víkingsvöllur: Víkingur R. – ÍA .......... 19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Jáverkvöllur: Selfoss – Þór ...................... 18 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – ÍBV ........... 18 Framvöllur: Fram – Kórdrengir ........ 19.15 Vivaldi-völlur: Grótta – Víkingur Ó .... 19.15 Grindavík: Grindavík – Afturelding ... 19.15 2. deild karla: Ásvellir: Haukar – Kári ....................... 19.15 Í KVÖLD! Úrslitakeppni NBA Austurdeild, úrslit: Atlanta – Milwaukee ........................ 107:118 _ Milwaukee vann einvígið 4:2 og mætir Phoenix Suns í úrslitum. >73G,&:=/D Vináttulandsleikir kvenna Frakkland – Noregur ......................... 21:30 - Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs. Holland – Svíþjóð ................................. 23:28 E(;R&:=/D EM karla 2021 8-liða úrslit: Tékkland – Danmörk ............................... 1:2 Úkraína – England................................... 0:4 _ Danmörk og England mætast í undan- úrslitum á Wembley á miðvikudagskvöldið. Bandaríkin Houston Dash – OL Reign ...................... 2:0 - Andrea Rán Hauksdóttir var ekki í leik- mannahópi Houston Dash. Columbus Crew – New England ........... 2:2 - Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá New England á 78. mínútu. CF Montréal – Inter Miami..................... 1:0 - Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leik- mannahópi Montréal. Svíþjóð Norrköping – Malmö............................... 3:2 - Ari Freyr Skúlason skoraði annað mark Norrköping eftir sendingu Ísaks B. Jó- hannessonar en þeir léku báðir allan leik- inn. Jóhannes Kristinn Bjarnason var vara- maður hjá Norrköping. Hammarby – Halmstad........................... 1:1 - Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby. Häcken – AIK........................................... 2:1 - Oskar Tor Sverrisson kom inn á hjá Häc- ken á 58. mínútu og Valgeir Lunddal Frið- riksson á 74. mínútu. Sirius – Mjällby ........................................ 2:1 - Aron Bjarnason var ekki í leikmanna- hópi Sirius. Staðan: Malmö 10 6 2 2 20:16 20 Djurgården 8 5 2 1 13:6 17 Norrköping 9 4 2 3 13:9 14 Degerfors 9 4 2 3 12:8 14 AIK 9 4 2 3 11:10 14 Kalmar 9 3 5 1 9:8 14 Elfsborg 9 4 1 4 12:11 13 Hammarby 9 3 3 3 15:14 12 Sirius 9 3 3 3 11:14 12 Halmstad 9 2 4 3 8:9 10 Mjällby 9 2 4 3 7:9 10 Gautaborg 8 1 6 1 8:7 9 Häcken 9 2 3 4 12:13 9 Östersund 9 2 2 5 12:11 8 Varberg 9 2 2 5 11:18 8 Örebro 8 2 1 5 5:16 7 Djurgården – Linköping ........................ 2:2 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården. Örebro – Rosengård................................ 0:0 - Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir léku allan leikinn með Örebro. - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Staðan: Rosengård 11 9 2 0 23:2 29 Häcken 11 7 2 2 30:7 23 Kristianstad 11 5 4 2 18:14 19 Hammarby 11 5 3 3 23:15 18 Linköping 11 4 5 2 17:13 17 Eskilstuna 11 4 4 3 11:10 16 Vittsjö 11 4 3 4 11:9 15 Djurgården 11 3 2 6 10:17 11 Örebro 11 3 2 6 9:19 11 Piteå 11 3 1 7 11:20 10 AIK 11 2 3 6 9:34 9 Växjö 11 0 3 8 3:15 3 B-deild: Uppsala – Kalmar.................................... 2:3 - Andrea Thorisson lék í 78 mínútur með Kalmar og skoraði eitt markanna. Noregur Vålerenga – Rosenborg.......................... 1:2 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn og skoraði markVålerenga. Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður á 65. mínútu. Arna-Björnar – Avaldsnes ..................... 3:0 - Guðbjörg Gunnarsdóttir var varamark- vörður hjá Arna-Björnar. KNATTSPYRNA EM 2021 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Englendingar og Danir mætast í af- ar áhugaverðum undanúrslitaleik á Evrópumóti karla í fótbolta á Wem- bley í London á miðvikudagskvöldið. Þetta lá fyrir að loknum átta liða úr- slitum keppninnar á laugardaginn þegar Danir lögðu harðsnúna Tékka í Bakú, 2:1, og Englendingar fóru merkilega létt með Úkraínumenn í Rómarborg, 4:0. Bæði lið ættu að mæta full sjálfs- trausts í þennan stórleik. Englend- ingar hafa enn ekki fengið á sig mark á mótinu og eru með markatöl- una 8:0 eftir fimm leiki. Þeir fóru létt í gegnum eina leik sinn í keppninni sem þeir leika utan heimalandsins og eru því komnir heim á ný. Danir eru fyrsta lið sögunnar sem kemst í undanúrslit eftir að hafa tap- að fyrstu tveimur leikjum sínum í lokakeppninni en þeir hafa nú skor- að tíu mörk í þremur sigurleikjum í röð gegn Rússlandi, Wales og Tékk- landi. _ Thomas Delaney og Kasper Dolberg komu Dönum í 2:0 gegn Tékkum í fyrri hálfleik í Bakú. _ Patrik Schick minnkaði muninn fyrir Tékka í byrjun síðari hálfleiks en þeir náðu ekki að jafna metin og Danir voru nær því að bæta við marki þegar leið á leikinn. _ Harry Kane skoraði tvö marka Englands gegn Úkraínu, það fyrra strax á 4. mínútu leiksins. _ Harry Maguire og Jordan Henderson skoruðu annað og fjórða markið en Englendingar skoruðu þrjú síðari mörkin öll með skalla. Uppgjöf Úkraínumanna var al- gjör, þeir reyndu ekki að pressa Englendingana á lokakafla leiksins og Felix Brych dómari linaði þján- ingar þeirra með því að sleppa upp- bótartímanum. Danska liðið hefur heldur betur spjarað sig vel án Christians Er- iksens og er í undanúrslitum í fyrsta sinn frá árinu 1992 þegar Danir urðu óvænt Evrópumeistarar. Þá mætt- ust einmitt Danir og Englendingar í fyrsta og eina skiptið til þessa í loka- keppni EM og gerðu þar markalaust jafntefli. Englendingar náðu þá ekki að skora hjá Peter Schmeichel og á miðvikudag þurfa þeir að glíma við son hans, Kasper Schmeichel, í danska markinu. Þeir markahæstu farnir heim _ Cristiano Ronaldo frá Portúgal og Patrik Schick frá Tékklandi eru markahæstir á EM með 5 mörk hvor en þeir eru báðir farnir heim með sínum liðum. _ Karim Benzema frá Frakk- landi, Emil Forsberg frá Svíþjóð og Romelu Lukaku frá Belgíu eru allir með 4 mörk en þeir hafa líka allir lokið keppni. _ Þeir sem hafa skorað 3 mörk og eru enn með á EM eru Englending- arnir Harry Kane og Raheem Sterl- ing og Daninn Kasper Dolberg. Fyrri viðureign undanúrslitanna milli Ítalíu og Spánar fer fram á Wembley annað kvöld en leikirnir hefjast kl. 19 bæði kvöldin. Úrslita- leikur sigurliðanna fer síðan fram á Wembley á sunnudagskvöldið kem- ur. Hvað gerist á Wembley? - Danir og Englendingar mæta þangað fullir sjálfstrausts eftir góða sigra á laugardaginn - Fyrsta viðureign á EM frá 1992 - Ítalía og Spánn annað kvöld AFP Heitir Raheem Sterling og Harry Kane fagna fyrsta marki Englands gegn Úkraínu. Þeir hafa skorað sex af átta mörkum Englands á EM. Guðjón Þórðarson, einn reyndasti og sigursælasti knattspyrnuþjálfari landsins, er kominn í slaginn á ný. Hann var í gær ráðinn þjálfari Vík- ings í Ólafsvík til loka tímabilsins 2022 og tekur við af Gunnari Ein- arssyni sem sagði starfinu lausu fyrir helgina. Víkingar eru á botni 1. deildar með aðeins eitt stig. Guðjón, sem er 65 ára gamall, var áður með lið Víkings frá miðjum júlí 2020 til loka tímabils- ins. Áður átti hann góðu gengi að fagna sem þjálfari KA, ÍA og KR, þjálfaði karlalandsliðið og var síðan m.a. knattspyrnustjóri Stoke City, Barnsley, Notts County og Crewe í enska fótboltanum. Síðan þjálfaði hann lið BÍ/Bolungarvíkur, Grinda- víkur og NSÍ í Færeyjum. Ljósmynd/Þröstur Albertsson Ólafsvík Jóhann Pétursson og Guðjón Þórðarson handsala samninginn. Guðjón snýr aftur Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hlynur Andrésson langhlaupari frá Vestmannaeyjum setti sitt áttunda Íslandsmet í fimm greinum á einu ári á laugardaginn. Hann hljóp þá 5.000 metra á 13:45,20 mínútum á sterku móti í Belgíu og bætti þriggja mánaða gamalt met Baldvins Þórs Magn- ússonar um 46/100 úr sekúndu. Hlynur vann B-flokk mótsins og varð alls í 13. sæti af 53 sem luku keppni. Hlynur hóf metasyrpuna 10. júlí 2020 og hefur frá þeim tíma þríveg- is bætt Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi, tvisvar í 10.000 metra hlaupi ásamt því að slá metin í 5.000 metrum, maraþonhlaupi og hálfu maraþoni. Fjögur metanna komu á árinu 2020 og fjögur hafa komið á síðustu fjórum mánuðum, eitt í mars, eitt í maí, eitt í júní og eitt í júlí. Hlynur er nú handhafi sex Ís- landsmeta en auk fimm áð- urnefndra greina á hann Íslands- metið í 10 km götuhlaupi frá árinu 2019. Áttunda Íslandsmet Hlyns á einu ári Ljósmynd/FRÍ Methafi Hlynur Andrésson náði metinu í 5.000 metrum á ný.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.