Morgunblaðið - 05.07.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 05.07.2021, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Ein af eftirtektarverðum sýningum á hátíðinni Reykjavík Fringe í ár er uppistand Rússans Oleg Denisov. Hann kemur fyrst fram annað kvöld, þriðjudaginn 6. júlí, og síðan aftur 9., 10. og 11. júlí. Denisov er búsettur í Moskvu og verður þetta fyrsta sýn- ing hans erlendis í yfir fjórtán mán- uði. Fyrir faraldurinn sýndi hann um alla Evrópu, m.a. á ýmsum Fringe- hátíðum, t.d. í Edinborg, Gautaborg og Turku í Finnlandi. Sýningar hans hafa verið afar fjölsóttar. „Ég er að koma til Íslands í fyrsta sinn en mér líður ekki eins og það sé algjörlega framandi því þar verða kunnugleg andlit,“ segir grínistinn þegar blaðamaður nær til hans í Moskvu símleiðis. Hann segir grín- istasamfélagið í Evrópu mjög skemmtilegt og að þar séu allir til- búnir að hjálpa. „Mig langar að koma fram fyrir hönd Rússlands án þess að ýta undir þær staðalímyndir sem fólk hefur um Rússa, ég nota til dæmis ekki rúss- neskan hreim til þess að auka áhrifin eins og flestir rússneskir uppistand- arar gera. Það fær fólk vissulega til að hlæja en það væri ekki af réttum ástæðum. Ég tala auðvitað eitthvað um staðalímyndir en reyni að ýta ekki undir þær,“ segir Denisov. Talar um menningarmun „Það fyrsta sem rússneskir uppi- standarar eru spurðir um er hvort þeir segi brandara um Pútín. Ég segi alveg einhverja Pútín-brandara en það er ekki í aðalhlutverki eins og hjá mörgum rússneskum grínistum sem koma fram erlendis. Þeirra sýningar eru einungis pólitískar. Ég er hins vegar pólitískur þegar ég kem fram í Rússlandi en þegar ég er á alþjóða- vettvangi þá tala ég mikið um menn- ingu og menningarmuninn á Vestur- löndum og fyrrum Sovétríkjum. Ég held að fordómarnir sem fólk á Vesturlöndum hefur um Rússa og Rússar hafa um fólk á Vesturlöndum nái dýpra en sem nemur pólitík eins manns eða einnar stjórnar, þetta er dýpri menningarmunur sem á rætur sínar margar kynslóðir aftur,“ útskýrir Denisov og heldur áfram: „Fólk sem bjó í Sovétríkjunum hefur til dæmis sérstakt samband við upp- lýsingapólitík og það hvort maður kannar uppruna þeirra upplýsinga sem maður fær frá stjórnvöldum. Þetta snýst ekki bara um Pútín eða Trump. Ég tala um þennan menning- armun í uppistandinu, til dæmis áhrif klassískra rússneskra bókmennta. Þær geta mótað mann mjög mikið ef maður elst upp við að lesa þær. Hvers konar manneskja mótast við allt þetta tal um að vilja taka eigið líf? Og hvernig getum við miðlað þessu til fólks í öðrum löndum með alþjóð- legum vísunum?“ Saga uppistands í Rússlandi er að sögn Denisovs líklega ekki lengri en tíu til tólf ár. Hann segir það hafa verið ágætt að stunda uppistand þar í landi undanfarið en þegar hann byrj- aði fyrir fimm árum gat fólk tekið því illa ef grínistar gagnrýndu stjórn- völd. Að hans sögn hefur orðið fram- þróun síðan þá. „Í stærri borgum landsins, eins og Moskvu og St. Pét- ursborg, styður fólk pólitískt grín, en það á bara við um að standa á sviði, maður getur ekki farið með þetta efni í sjónvarpið og ef maður fær of mikla athygli gæti maður lent í vand- ræðum. Það er búið að setja ný lög um að ekki megi valda fólki í ríkis- stjórninni skaða og maður getur fengið sekt ef maður segir eitthvað sem er hægt að túlka þannig. Maður getur líka lent í því að myndbönd- unum manns er eytt. Svo það er verið að loka á alls konar tjáningu póli- tískra skoðana. En uppistandarar sem troða upp á sviði hafa enn sem komið er ekki orðið fyrir miklum áhrifum af þessu.“ Rætt um stjórnmál í eldhúsinu Denisov segir mikla hugsjón vera með þessu gríni sínu. „Ég er líka framleiðandi og bókari og stofnaði minn eigin klúbb í Moskvu sem er fyrsti þrítyngdi uppistandsklúbb- urinn í Evrópu. Þar eru reglulega sýningar á rússnesku, ensku og spænsku,“ segir Denisov og bætir við til útskýringar að margt fólk frá Suður-Ameríku sé búsett í Moskvu. Hann vill hafa áhrif með gríninu og opna umræðuna í rússnesku sam- félagi. „Samfélagið var þannig að fólk deildi ekki pólitískum skoðunum sín- um utan síns nánasta hrings, treysti oft ekki vinnufélögum eða nágrönn- um, auk þess sem það fór ekki mikið af bæ, á veitingastaði eða kaffihús til dæmis. Þess vegna er talað um „eld- hústal“ þegar átt er við pólitíska um- ræðu. Og þetta hefur að einhverju leyti haldist svona til dagsins í dag. Í mörgum Evrópulöndum hittist fólk á hverfiskaffihúsinu og skiptist á skoð- unum en þetta gerist ekki í Rúss- landi. Svo hvers kyns viðburðir, svo sem uppistand og fyrirlestrar, þar sem fólk kemur saman og getur hlustað á og deilt hugmyndum, þeir færa samfélagið fram á við og það er mikilvægt, sérstaklega í Rússlandi og öðrum fyrrum Sovétríkjum.“ Grín öruggasti miðillinn Denisov játar því að það sé örugg- ara að tala opinskátt um stjórnmál undir formerkjum uppistands en ef um pólitíska aðgerðahyggju væri að ræða. „Ég held það sé öruggasti mið- illinn til þess að reyna að hafa áhrif. Stjórnendur landsins hafa fundið leiðir til að gera opinber mótmæli ólögleg. Grín og listir og hvers kyns menningarafurðir eru þess vegna eina nokkuð örugga leiðin til að tjá pólitískar skoðanir. Það er alltaf hægt að búa til smá fjarlægð og segja að það sem maður segi á sviði sé ein- ungis til skemmtunar, ekki manns raunverulegu skoðanir eða tilraun til að hafa áhrif á skoðanir annarra.“ Denisov sýnir tvær ólíkar sýningar á Fringe, annars vegar Russian Troll sem hann hefur farið með um alla Evrópu og sýnt sextíu sinnum og hins vegar Economy Vodka sem er glæný sýning um atburði síðasta árs. Hann segir Rússa almennt hafa verið nokkuð rólega yfir heimsfaraldrinum og lausa við miklar allsherjarlokanir en mikil hræðsla sé hins vegar við bólusetningar, vegna þess að þar hafi verið byrjað að bólusetja áður en lyf- in höfðu farið í gegnum síðustu próf- anir. Fólk treysti þess vegna ekki bóluefninu. Denisov segir að verið sé að þvinga fólk til þess að láta bólu- setja sig með ýmsum leiðum, t.d. geti fólk átt á hættu að missa vinnuna sé það ekki bólusett. Nánari upplýsingar um sýningar Denisovs má finna á rvkfringe.is. Uppistandari Hinn rússneski Oleg Denisov á sviði í St. Pétursborg. Hann reynir að hafa áhrif í heimalandinu með gríninu og segir það, enn sem komið er, vera tiltölulega örugga leið til þess að tjá stjórnmálaskoðanir sínar. Tjáir stjórnmálaskoðanir með gríni - Rússneskur uppistandari, Oleg Denisov, kemur fram á Reykjavík Fringe - Talar um menningu og menningarmun - Segir uppistand mikilvægan miðil í landi þar sem lítið tjáningarfrelsi ríkir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.