Morgunblaðið - 07.07.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 07.07.2021, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 157. tölublað . 109. árgangur . KJÖTSÚPAN SELST VEL VIÐ GOSSTÖÐVAR Í ÚRSLIT EFTIR VÍTA- SPYRNUKEPPNI GRIPIR HLAÐNIR MINNINGUM SIGUR ÍTALA 22 MISSIR, SÝNING Í HÚSINU 24VIÐSKIPTAMOGGINN Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is „Þetta er stór samgöngudagur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, en hann og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í gær yfirlýsingu um lagningu Sunda- brautar. Stefnt er að því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og brautin verði tekin í notkun árið 2031. Ríki og borg sammælast um það í yf- irlýsingunni að Sundabraut verði lögð alla leið í Kjalarnes í einni samfelldri framkvæmd og að alþjóðleg hönnun- arsamkeppni verði haldin um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. Sigurður Ingi segir að yfirlýsingin staðfesti sameiginlega sýn borgar og ríkis. Næsta skref verkefnisins verður að gera félagshagfræðilega greiningu á þverun Kleppsvíkur en að henni lok- inni verði hafist handa við að undir- búa breytingar á aðalskipulagi borg- arinnar, sem feli í sér endanlegt leiðarval Sundabrautar. Sigurður Ingi nefnir einnig að eftir sé að leggj- ast í umhverfismat og samtal við íbúa og aðra hagaðila. „Þetta mun síðan að lokum leiða til útboðs,“ segir Sigurður Ingi og bætir við að þessi vinna muni taka um fjögur til fimm ár. Fjármagna með veggjöldum Í vetur var kynnt skýrsla starfs- hóps um legu Sundabrautar, en í henni sátu fulltrúar Vegagerðarinn- ar, Reykjavíkurborgar, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóahafna. Þar voru metnir tveir valkostir við þverun Kleppsvík- ur, annars vegar Sundabrú, sem tengist Sæbraut til móts við Holtaveg og hins vegar Sundagöng. Niðurstaða hópsins var að Sundabrú væri um 14 ma.kr. ódýrari kostur en Sundagöng miðað við frumkostnaðaráætlun eða um 69 milljarðar. Sigurður Ingi segist gera ráð fyrir að frekar verði lagst í gerð Sundabrúar heldur en jarðgöng fyrir legu Sundabrautar. Í yfirlýsingunni er staðfest að Sundabraut verði fjármögnuð með veggjöldum og ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdarinnar úr ríkissjóði. Gjaldtaka skal þó ekki hefj- ast fyrr en framkvæmdum lýkur og stendur að hámarki í 30 ár. „Þetta er miklu betri tenging milli borgarhluta og myndar öryggisleið út úr borginni. Þetta mun einnig tengja Vesturland mun betur við höfuðborg- ina,“ segir Sigurður Ingi og bætir við að Sundabraut muni einnig hafa mikil áhrif á umferðarflæði. „Stór samgöngudagur“ - Yfirlýsing undirrituð um lagningu Sundabrautar - Framkvæmdir hefjast árið 2026 - Áætlaður kostnaður ef gerð verður Sundabrú um 69 milljarðar MSundabraut að veruleika »4 Kollafjörður Saltvík Eiðsvík Leirvogur Viðey Geldinga- nes GRAFARVOGURHOLTAVEGUR MOSFELLS- BÆR KJALARNES ÁlfsnesÞerney Fyrirhuguð lega Sundabrautar Grunnkort/Loftmyndir ehf. Heimild: Samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið/Vegagerðin Seiglurnar komu í höfn í Reykjavík eftir hring- ferð sína umhverfis Ísland á fimmtíu feta segl- skútunni Esju um miðjan dag í gær. Hafn- sögubáturinn Magni tók á móti skipinu og sprautaði vatni til að heiðra áhöfn skipsins sem var tilkomumikil sjón. Framtakið hefur vakið nokkra athygli en 36 konur á öllum aldri tóku þátt í siglingunni. Markmið verkefnisins var meðal annars að virkja konur til siglinga. Morgunblaðið/Eggert Seiglurnar fengu hlýjar móttökur í Reykjavík Guðmundur Daði Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir að með því að yfir tíu þúsund farþegar séu farnir að koma dag hvern á Keflavíkur- flugvöll sé umferðin aftur farin að standa undir stækkun flugvallarins. Hann segir aðspurður að til sam- anburðar hafi 10-20 þúsund farþeg- ar farið um flugstöðina að meðaltali dag hvern í janúar á árunum 2017 til 2019. Því sé fjöldi farþega á flugvellinum farinn að nálgast fjöldann á rólegum vetrarmán- uðum. Hluti af stærra markmiði Alls tuttugu flugfélög hafa hafið flug til Keflavíkurflugvallar. „Markmiðið var að fá sem flest flugfélög til að hefja aftur flug til Íslands, í stað þess að leggja aðal- áherslu á að þau ættu að vera með sama framboð af sætum og áður,“ segir Guðmundur Daði í samtali við ViðskiptaMoggann. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Unnur Karen Taka flugið Play er meðal flug- félaga á Keflavíkurflugvelli. Stendur nú undir stækkun - Tuttugu flugfélög fljúga til Keflavíkur _ Vigdís Hauksdóttir, borgar- fulltrúi Miðflokksins, hefur áhyggjur af leikskólamáli Reykja- víkurborgar. Að hennar mati er um framúrkeyrslumál að ræða: „Það er farið af stað með ein- hverja frumkostnaðaráætlun sem virðist bara vera gerð út í loftið. Síðan stenst hvorki eitt né neitt og þetta er komið hundruð millj- óna fram úr áætlunun. Allt í sam- bandi við börnin okkar þarf að vera gert að vel ígrunduðu máli eins og sjá má af Fossvogsskóla- málinu.“ Pawel Bartoszek, borgar- fulltrúi Viðreisnar og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir ótímabært að tala um fram- úrkeyrslu og segir nýbyggingar ekki alltaf hentugustu lausnina: „Ég skil þau sjónarmið en ef við tökum til dæmis Kársnesskóla sem var rifinn fyrir nokkru síðan vegna mygluvandamála. Sá skóli er enn þá í færanlegu húsnæði. Þetta eru snúin mál. Þau mál sem varða myglu eru aldrei auðveld viðureignar.“ »2 „Braggalykt“ af leikskólamálinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.