Morgunblaðið - 07.07.2021, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021
WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS
STÖKKTU TIL TENERIFE
09. - 20. JÚLÍ
FLUG OG GISTING
VERÐ FRÁ:
66.500 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUG, GISTING, INNRITAÐUR
FARANGUR OG HANDFARANGUR
AÐRA LEIÐ TIL TENERIFE
09. JÚLÍ , INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUG OG HANDFARANGUR
FLUG
VERÐ FRÁ:
9.900 KR.*
BEINT FLUG
9.900 KR.
AÐRA LEIÐ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur S. Blöndal
baldurb@mbl.is
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Við-
reisnar og formaður skipulagsráðs
Reykjavíkurborgar, hefur enn þá
tröllatrú á uppbyggingu leikskóla við
Kleppsveg í húsnæðinu sem áður
hýsti Adam og Evu og arkitektastof-
una Arkís, þrátt fyrir að ný kostn-
aðaráætlun geri ráð fyrir að verkið
muni kosta borgina tæpan milljarð.
Það er um helmingi meira en upp-
hafleg áætlun gerði ráð fyrir.
„Ég hef alltaf samúð með því þeg-
ar fólk hefur áhyggjur af kostnaði.
Ég held samt að þegar hér verði
kominn glæsilegur leikskóli með lóð
sem mun nýtast fyrir nærumhverfið
verði raddir þeirra sem vildu gera
eitthvað annað á svæðinu ekki rétt-
um megin sögunnar,“ segir Pawel.
Pawel segist, aðspurður hvort um
forsendubrest fyrir kaupunum sé að
ræða, ekki vilja ganga svo langt. „Ég
myndi ekki lýsa því þannig, ég vil
alla vega ekki taka svo til orða. Ég
hefði verið töluvert glaðari ef niður-
staðan væri sú að verkefnið hefði
verið ódýrara en frumkostnaðar-
áætlun gerði ráð fyrir. Ég held engu
að síður að þetta sé gott verkefni,
það mun styrkja hverfið og verða því
til sóma þegar upp er staðið.“
Húsin of dýru verði keypt
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi
Miðflokksins, er ekki jafn hrifin og
Pawel af verkefninu og segir „megna
braggalykt“ af því: „Ég skildi aldrei í
því hvers vegna þessir hjallar voru
keyptir svona dýru verði. Borgin
vissi að það væru raka- og myglu-
skemmdir í húsinu þegar það var
keypt,“ segir Vigdís.
Pawel segir borgina meðal annars
vera að horfa til sjálfbærni: „Það er
líka ákveðin hugmyndafræði, við er-
um sem samfélag orðin meira fyrir
það að nýta það sem fyrir er. Þarna
er kjarni sem er með ákveðna sögu
og það er umhverfisvænna að nýta
steypu sem þegar er á staðnum.
Samt kemur alltaf til álita að rífa og
byggja nýtt.“
Vigdís blæs á þau rök. „Að við-
halda einhverju sem er haldið bæði
raka og myglu og reyna að uppræta
það, áður en farið er með börn inn í
húsnæðið, er ekki forsvaranlegt mið-
að við ástandið á húsinu. Þá spyr ég
líka um ábyrgð þeirra sem tóku út
húsið og ábyrgð meirihlutans og
borgarstjóra fyrir að fara af stað
með þessar breytingar vitandi að
þessi heilsuspillandi galli væri í
þessu húsnæði,“ segir Vigdís.
Pawel vísar auk umhverfissjónar-
miða til lengri verktíma og segir það
flýta mikið fyrir verkinu að gera við
gamla húsnæðið í stað þess að ráðast
í byggingu nýs leikskóla. Segir hann
að miðað við núverandi áætlun væri
hægt að taka við börnum í leikskól-
ann að ári liðnu sem er töluvert hrað-
ar en ef allt væri byggt frá grunni.
Vigdís kveðst ekki sammála
þessu: „Það er hægt að koma ný-
byggingum mjög hratt upp í stað
þess að eyða fleiri og fleiri mánuðum
í að rífa burt veggi og losna við
myglu.“ Segir hún meirihlutann því
vera á miklum villigötum í málinu.
Borgin vill nýta þá steypu sem er til
- Borgarfulltrúarnir ósammála um ágæti viðgerða - Pawel segir ástand húsanna ekki vera forsendu-
brest - Vigdís segir „megna braggalykt“ af málinu - Ódýrara að jafna við jörðu og byggja nýtt
Morgunblaðið/Eggert
Leikskóli Húsnæðið þykir í löku ásigkomulagi og ágreiningur er um kostnað.
Pawel
Bartoszek
Vigdís
Hauksdóttir
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í
síðustu viku Vátryggingafélag Ís-
lands til þess að greiða manni bætur
úr slysatryggingu vegna slyss sem
hann lenti í við störf sín á sjó.
Ágreiningur aðila stóð um hvort
sjómaðurinn ætti rétt á bótum úr
slysatryggingu sjómanna vegna lík-
amstjóns sem hann varð fyrir þegar
hann féll niður á leið sinni í vélarrúm
skips þar sem hann starfaði, Tjaldi
SH-270, í janúar árið 2018.
Komu samstarfsmenn mannsins
að honum vönkuðum og blóðugum í
vélarrúmi skipsins. Skipinu var siglt
til Rifs á Snæfellsnesi og maðurinn
fluttur með sjúkrabíl á spítala. Í
sjúkraskrá sjómannsins segir að
hann hafi fengið aðsvif í vélarrúmi og
liðið hafi yfir hann og var hann-
greindur með brot í hálshrygg og op-
ið sár í hársverði.
Varanlegur miski var metinn 5
stig og varanleg örorka 7%.
Sjómaður hafði
betur gegn VÍS
- Fær bætur vegna slysfara á sjó
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Rétt rúmlega tveir mánuðir eru frá
því að um 56 hektara svæði í Heið-
mörk varð eldi að bráð. Þrátt fyrir
að skammur tími sé liðinn frá brun-
anum, virðist náttúran byrjuð að
taka við sér. Ágúst H. Bjarnason
grasafræðingur gerði sér ferð í
Heiðmörk nú á dögunum og kannaði
ástandið á svæðinu. „Það er ótrúlegt
hve margar plöntur hafa skotið rót-
um þarna, vaxið upp og myndað
breiðu yfir hluta svæðisins,“ segir
Ágúst. „Það eru þarna stórar breið-
ur af blágresi og krossmöðru.“ Báð-
ar fyrrnefndar plöntur eru æð-
plöntur, oft kallaðar háplöntur. Þá
segir Ágúst blágresi nú hafa sprottið
þar sem lúpínan var áður.
Ekki allt sloppið jafn vel
Ágúst segir þó að ekki sé allt
svæðið byrjað að taka við sér. „Þar
sem að gamburmosinn lá yfir, þar er
nú þykkt svart lag og lítið komið
upp.“ Ágúst segir ástæðuna fyrir
þessu vera að mosinn skýtur ekki
niður rótum, en í tilfelli háplantn-
anna hafa ræturnar lifað af eldinn og
því auðveldara fyrir gróðurinn að
taka við sér. „Ræturnar virðast hafa
lifað af í moldinni og eldurinn hefur
ekki náð að hita jarðveginn nægilega
mikið upp og ræturnar því sloppið.“
Þrjár til fimm mínútur
Hann bendir á að hver fermetri sé
í raun bara eldsmatur í svona þrjár
til fimm mínútur og svo haldi hann
áfram. Sökum þess hve lítið eldurinn
hefur náð að skaða jarðveginn telur
Ágúst að svæðið verði orðið „iðja-
grænt aftur eftir þrjú ár“. Sú væri
ekki raunin hefði eldurinn náð að
hita jarðveginn upp. Hann bendir
einnig á að svæðið sem varð eldinum
að bráð sé svona víðfeðmt vegna
þess hve stuttan tíma það tekur eld-
inn að éta upp hvern fermetra.
Plöntur farnar að
vaxa í Heiðmörk
Ljósmynd/Ágúst H. Bjarnason
Blágresisbreiður Blágresi vex nú þar sem áður óx lúpína.
- Rætur plantnanna sluppu - Mosabreiður gereyðilagðar
Morgunblaðið/Eggert
Sinubruni í Heiðmörk 56 hektarar urðu sinueldi að bráð í byrjun maí. Náttúran er þó farin að taka við sér.