Morgunblaðið - 07.07.2021, Side 6
„Að sjálfsögðu verðum við klár
með það.“
Heilbrigðismálin í deiglu
Sigmar segir að þó að Evrópumál-
in verði vissulega ofarlega á blaði
hjá sínum flokki blasi við að heil-
brigðismálin verði eitt helsta kosn-
ingamálið, það eigi við um flesta ef
ekki alla flokka.
„Þessi ríkisstjórn sem nú situr
ætlaði sér stóra hluti í heilbrigðis-
málum, en að þessum fjórum árum
liðnum eru biðlistar úti um allt.“
Hann segir ótrúlegan og óútkljáðan
núning milli ríkisstjórnarflokkanna
um eðli og uppbyggingu heilbrigð-
iskerfisins. „Það er einhvers konar
kennisetning og trúarkreddur hjá
heilbrigðisráðherranum um að það
megi hvergi vera einkarekstur í heil-
brigðiskerfinu. – Við erum ekki
þar,“ segir hann um stefnu Viðreisn-
ar.
Sigmar segir engin einkavæðing-
aráform felast í því, heldur sé um að
ræða að einkarekstur eigi víða við í
heilbrigðiskerfinu nú þegar og gegni
lykilhlutverki á ýmsum sviðum.
„Umræðan um heilbrigðiskerfið er
kannski á hugmyndafræðilegri nót-
um oft. Og ef við ætlum að bæta
þjónustuna og fjölga úrræðum, þá
getur einkarekstur komið að góðum
notum víða.“
Hann segir einkarekstur sem slík-
an ekki vera sérstakt keppikefli,
málið eigi að snúast um þjónustu
ekki kreddu.
Lýðréttindi og stjórnarskrá
Sigmar segir bakgrunn sinn í fjöl-
miðlum óneitanlega hafa töluverð
áhrif á afstöðu hans í ýmsum málum
og nefnir t.d. tjáningarfrelsið og
önnur lýðréttindi, sem ekki megi
taka sem gefnum hlut, og nefnir auk
þess sjúkrahótelin.
„Ég var mjög hugsi yfir því hvað
það var auðvelt fyrir fólk að sætta
sig við að borgarar væru lokaðir inni
án þess að regluverkið í kringum
það væri í lagi. Að vegna ytri ógnar
væri hægt að ýta til hliðar sjálfsögð-
um lýðréttindum.“
Það bendi til þess að lýðréttindin
séu veikari en fólk almennt telji,
reynslan úr bæði faraldrinum og
hruninu sé umhugsunarverð í því
samhengi.
Athygli vakti fyrir ekki löngu að
þingflokksformaður Viðreisnar vék
frá stefnu flokksins í stjórnarskrár-
málum og þurfti formaðurinn að
árétta hana. Sigmar segir „margt
ágætt í stjórnarskránni og margt
mjög gott í nýju stjórnarskránni,“
en hann telji það varhugavert þegar
grunnlög landsins séu í húfi, að
„víkja þeim öllum í burt í einu lagi og
láta eitthvað annað koma í staðinn.“
Hann segir miklu skipta að góð og
víðtæk sátt ríki um stjórnarskrána,
en það megi ekki koma í veg fyrir að
henni sé breytt í takt við tímann.
Evrópumálin áfram á oddinum
- Sigmar Guðmundsson í viðtali í Dagmálum - Viðreisn vill taka upp aðildarviðræður við ESB á ný
- Binding krónu við evruna enn á dagskrá - Ætla að gefa upp viðmiðunargengi fyrir kosningar
Morgunblaðið/Hallur
Viðreisn Sigmar Guðmundsson segir heilbrigðismál verða kosningamál í haust, þau megi ekki fylgja trúarkreddu.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Sigmar Guðmundsson, 2. maður á
lista Viðreisnar í Suðvesturkjör-
dæmi, segir að Evrópumálin verði
áfram ofarlega á blaði flokks síns í
komandi kosningum. „Við teljum að
hagsmunum Íslands sé betur borgið
innan Evrópusambandsins en utan
þess.“ Hann segir mikilvægt að Ís-
lendingar fái að taka afstöðu til þess
í eitt skipti fyrir öll og til þess þurfi
að ljúka aðildarviðræðum við Evr-
ópusambandið (ESB).
Sigmar segir að ókostir íslensku
krónunnar sem gjaldmiðils kalli á
aðrar lausnir og þar sé hin augljósa
lausn að leita samstarfs við ESB um
að binda krónuna við evruna.
Þetta er meðal þess, sem fram
kemur í viðtali við hann í Dagmálum,
streymisþáttum á mbl.is, sem opnir
eru öllum áskrifendum Morgun-
blaðsins.
Sigmar vill ekki tilgreina nú á
hvaða gengi hann eða Viðreisn vilja
binda íslensku krónuna við evruna,
það sé útfærsluatriði. „Ég er ekki
með einhverja tölu hér til þess að
henda fram í því, enda er hagfræði-
menntað fólk betur til þess fallið að
reikna það út,“ segir Sigmar.
Við blasir að það skipti verulegu
máli fyrir efnahagslíf landsins og
peningamál á hvaða gengi krónan
væri bundin við evruna ef slíkt
myntráð yrði ofan á. „Það þarf að
vera á gengi, sem tryggir gott jafn-
vægi milli allra atvinnugreina,“ segir
Sigmar en ítrekar að það verði gert
skýrt í komandi kosningabaráttu.
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Brúarfoss, nýjasta skip Eimskipa-
félagsins, lagðist að bryggju í Sunda-
höfn í gær eftir siglingu frá Árósum,
en í farteski skipstjórans, Jóns Inga
Þórarinssonar, var íslenskur fáni,
sem Sveinn Björnsson, fyrsti forseti
lýðveldisins, hafði áritað. Mun fán-
inn vera annar tveggja með áritun af
þessu tagi, en Sveinn gaf fánana á
uppboð til styrktar uppgjafar-
hermönnum úr síðari heimsstyrjöld.
Gripurinn var nýverið boðinn upp
hjá danska uppboðshúsinu Bruun
Rasmussen og voru hæstbjóðendur
Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar
og saga, en áður hafði þjóðminja-
vörður í samráði við starfsmenn
safnsins lagt mat á gildi fánans fyrir
safneignina. Þá var einnig gengið úr
skugga um að áritun Sveins væri
sannarlega hans.Var m.a. leitað til
Þjóðskjalasafnsins í því skyni.
Vinafélagið leitaði samstarfs við
Eimskipafélagið um kaup á fán-
anum, en það þótti ekki síst viðeig-
andi í ljósi þess að Sveinn Björns-
son var kjörinn fyrsti formaður
stjórnar Eimskipafélagsins á stofn-
fundi þess þann 17. janúar árið
1914.
Jón Ingi skipherra afhenti í gær
Stefáni Einari Stefánssyni, for-
manni Minja og sögu, fánann. Fór
afhendingin fram á brúarþaki Brú-
arfoss, en stefnt er að því að Þjóð-
minjasafnið veiti fánanum formlega
viðtöku síðar í sumar.
Í fréttatilkynningu frá Vinafélagi
Þjóðminjasafnsins segir að margir
hafi lagt hönd á plóg við að koma
fánanum heim til Íslands.
Þannig tók Helga Hauksdóttir,
sendiherra Íslands í Kaupmanna-
höfn, vel í erindi Minja og sögu um
að vitja fánans hjá Bruun Rasmus-
sen og koma honum í hendur starfs-
manna Eimskipafélagsins.
Fáninn var sendur til Árósa með
sjóflugvél, og síðan fluttur yfir hafið
með Brúarfossi eins og áður er getið.
Skipið hóf þjónustu í siglingakerfi
Eimskips í október 2020 og er ásamt
systurskipi sínu, Dettifossi, stærsta
gámaskip sem tilheyrt hefur íslensk-
um kaupskipaflota. Það er 180 metra
langt, 31 metri að breidd og getur
borið 2.150 gámaeiningar.
Vinafélag Þjóðminjasafnsins var
stofnað árið 1988. Meðal skil-
greindra verkefna þess er að afla
safninu merkra muna sem að áliti
sérfræðinga eru best varðveittir í
safninu. Þjóðfáninn með eiginhand-
aráritun Sveins Björnssonar bætist
senn í hóp margra gripa sem félagið
hefur áður afhent safninu.
Einstakur fáni til landsins
- Brúarfoss kom til landsins í gær með fána áritaðan af
Sveini Björnssyni - Vinafélag Þjóðminjasafnsins keypti
Morgunblaðið/Unnur Karen
Afhendingin Sverrir Kristinsson, fyrrum formaður Minja og sögu, Stefán Einar Stefánsson, núverandi formaður
félagsins, Jón Ingi Þórarinsson, skipstjóri á Brúarfossi, og Stefán Árni Auðólfsson, stjórnarmaður Minja og sögu.
Greiðsluskjól
Hótels Sögu
rennur út í dag.
Að sögn Sigurðar
Kára Kristjáns-
sonar, lögmanns
og umsjónar-
manns með fjár-
hagslegri endur-
skipulagningu
hótelsins, er enn
óvíst hver næstu skref verða. „Við-
ræður eru enn í gangi við þá sem við
höfum verið í einkaviðræðum við,“
segir Sigurður og bætir við að þó að
greiðsluskjólið sé runnið út þýði það
ekki að fasteignin þurfi að vera seld.
„Við erum að reyna að vinna málið
hratt og vel áfram, þetta er auðvitað
stórt og flókið verkefni sem tekur
tíma.“
Hótel Saga er í eigu Bændasam-
taka Íslands en meðal þeirra sem
hafa viljað kaupa fasteignina er Há-
skóli Íslands. Fasteignamat hótels-
ins er tæpir 4,6 milljarðar króna.
Framtíð Hótel
Sögu enn óráðin
- Greiðsluskjól hótelsins rann út í gær
Sigurður Kári
Kristjánsson