Morgunblaðið - 07.07.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
breytingar á eldri hú
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9-12. Bónusbíllinn, frá Árskógum 6-8
kl. 12.55. Dansleikfimi kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala
kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími 411 2600.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Frjáls spila-
mennska kl. 12.30-15.45. Opið kaffihús kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi, spjall og blöðin kl.
8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin
Listasmiðja kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með-
læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Pool-hópur í Jóns-
húsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bridse í Jónshúsi kl. 13.
Hreyfihópur í garði Ísafoldar, farið frá Jónshúsi kl. 13.30. Smiðjan,
Kirkjuhvoli opin kl. 13-16.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn-
unni. Félagsvist frá kl. 13. Útifjör, ganga, teygjur og fleira með Höllu
Karenu og Bertu, frá kl. 13 fer eftir veðri hvort farið er út. Alltaf allir
velkomnir.
Gjábakki Botsía verður alla miðvikudaga í sumar kl. 10. Opin vinnu-
stofa í allt sumar á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl.13 og 15.
Á staðnum verður boðið upp á málningu, pensla og blöð.
Gullsmári Systurnar Ingibjörg og Herdís Linnet munu flytja íslensk
þjóðlög og dægurlög föstudaginn 9 júlí kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Dans- og stólaleikfimi með Auði Hörpu kl. 10. Fram-
haldssaga kl. 10.30. Opin vinnustofa kl.13-16.
Korpúlfar Gönguhópur Korpúlfa leggur af stað frá Borgum kl. 10,
þrír styrkleikahópar og kaffispjall að lokinni göngu. Útifjör fyrir alla
hressa verður kl. 9.30-10.20. Félagsvist kl. 13 í Borgum. Skákhópur
Korpúlfa kl. 12-16. Njótum og höfum gaman.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, Botsía í salnum, Skóla-
braut kl. 10. Handavinna og samvera í salnum, Skólabraut kl. 13,
Samfélagsmiðlanámskeið í salnum, Skólabraut kl. 13.30.
Smáauglýsingar
» Smíðavinna
» Múrvinna
» Málningarvinna
Þjónustum einstaklinga,
fyrirtæki og húsfélög
prostone@prostone.is
519 7780
» Jarðvinna
» Drenlagnir
» Hellulagnir
» Þökulagnir
Þjónustum einstaklinga,
fyrirtæki og húsfélög
prostone@prostone.is
519 7780
GarðarHúsviðhald
✝
Helga Guð-
mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
þann 18. febrúar
1938. Hún lést á
hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi
í Hafnarfirði 20.
júní 2021.
Helga var dóttir
hjónanna Elínar
Jónasdóttur, f.
1914, d. 2002, og
Guðmundar Sigurvins Sigurðs-
sonar, f. 1913, d. 1984. Þau
sem dó aðeins þremur dögum
eftir fæðingu hans, f. 1954, d.
1954.
Helga giftist Magnúsi Magn-
ússyni, f. 1935, árið 1957. Þau
eignuðust þrjú börn, Guðmund
Sigurvin, f. 1957, d. 2017, Rúnar
Magnús, f. 1959, og Elínu Ragn-
heiði, f. 1965. Helga og Magnús
bjuggu lengst af á Móaflöt 6 í
Garðabæ en fluttu síðar á
Norðurbakka 17 í Hafnarfirði.
Helga var í barnaskóla Aust-
urbæjar og fór svo í Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar en útskrif-
aðist síðar sem læknaritari og
vann sem slíkur út starfsævina.
Helga fór snemma að vinna og
starfaði á Vífilsstöðum, svo á
Landspítalanum.
Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey.
bjuggu fyrst á
Vífilsgötu 18 í
Reykjavík en
byggðu svo hús-
næði í Bólstaðar-
hlíð 35 í Reykjavík
þar sem Helga bjó
stærstan hluta upp-
vaxtarára sinna.
Helga var elst fjög-
urra systkina.
Systkini hennar
eru Sigurður Guð-
mar, f. 1941, Guðríður Júlíanna,
f. 1947, og óskírður drengur
Elsku systir okkar og mág-
kona, Helga, er látin. Þó við
vitum að það bíði okkar allra,
þá erum við aldrei viðbúin þeg-
ar ástvinur okkar kveður. Við
kveðjum hana með þakklæti og
virðingu fyrir öll góðu árin og
geymum þau í hjarta okkar.
Margar góðar minningar
fylla hug okkar í dag þegar við
minnumst Helgu. Helga var
hæglát kona og tranaði sér
ekki fram. Við minnumst þess
ekki að hún hafi talað mikið um
sjálfa sig, hún spurði frekar
um hag annarra og hlustaði.
Aldrei heyrði maður hana tala
illa um nokkurn mann.
Helga var mikil hannyrðakona
og það var sama hvort það voru
vettlingar, sokkar, lopapeysur,
útsaumur rókókóstóla eða mynd-
ir, allt var þetta listavel gert.
Eftir að Helga hætti að vinna
nutu þau Maggi þess að fara í
sund nánast á hverjum degi,
einnig fór hún að læra að pútta
og þegar hún var spurð hvort
hún ætlaði ekki að fara að spila
úti á velli eftir langan tíma í
púttinu þá svaraði hún: Maður
verður nú að kunna að pútta
fyrst.
Það var mikið áfall þegar
Helga og Magnús misstu Guð-
mund Sigurvin son sinn á besta
aldri 2017. Helga sagði: Það er
alltaf sárt að missa en að missa
barnið sitt, sem ætti að lifa
mann, ætti ekki að gerast. En þú
tókst þessu með æðruleysi eins
og öllu öðru.
Helga naut lengst af góðrar
heilsu. Síðustu árin voru erfið
eftir að hún missti sjónina og gat
því ekki prjónað, lesið né annað
það sem hún hafði ánægju af.
Síðasta ár dvaldi Helga á Hjúkr-
unarheimilinu Sólvangi.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki.
Auga sem glaðlega hlær.
Hlýja í handartaki,
hjartað sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef því úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Um leið og við þökkum
Helgu fyrir samfylgdina send-
um við Magga og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Guðríður og Hallgrímur
Sigurður og Helga.
Helga Guðmundsdóttir, eig-
inkona Magnúsar Magnússon-
ar og móðir þriggja barna, lést
þann 20. júní sl.
Við hjónin vorum góðir vinir
á Móaflötinni í Garðabæ hvor í
sínu einbýlishúsinu frá árinu
1967.
Börn þeirra Helgu og Magn-
úsar voru þrjú; Guðmundur,
Rúnar og Elín. Guðmundur dó
úr veikindum fyrir fáum árum.
Við höfum ætíð haldið góðu
sambandi við Helgu og Magn-
ús og ræddum oft gömlu góðu
dagana.
Helga var dugnaðarkona og
vann meðal annars við umönn-
unarstörf. Þá var Helga góð
heim að sækja og allir fundu
sig velkomna á heimili þeirra
hjóna.
Dagarnir eru minnisstæðir á
Móaflötinni í afmælum, á há-
tíðisdögum og á spilakvöldum,
þegar húsin voru ólæst og
örugg.
Sólarhornin voru falleg og
minnisstæð til suðurs með litlu
börnunum þeirra og okkar,
hressum og fallegum.
Það hefur alltaf verið gott
að vera Garðbæingur.
Ferðir að sumarlagi með
kaffibrúsa, flatkökur og
pönnukökur eru eftirminnileg-
ar. Seljalandsfoss, Gljúfrabúi
og Vík í Mýrdal svo fátt eitt sé
nefnt.
Helga hefur kvatt okkur þar
til við hittumst öll að nýju.
Guð gefi fjölskyldunni styrk.
Gísli og Ida.
Helga
Guðmundsdóttir
Amma mín, hún
Rannveig, var alveg
frábær. Hún var
svona ekta amma.
Eftir að hafa fyllt á magann var
laumað að manni þúsund kalli við
brottför. Alltaf var svo gott að
koma í heimsókn, það voru svo
mikil rólegheit og ég fann hvað hún
elskaði mig mikið. Mér leið alltaf
vel hjá henni og alltaf tók hún mér
Rannveig G.
Kristjánsdóttir
✝
Rannveig G.
Kristjánsdóttir
fæddist 24. nóv-
ember 1929. Hún
lést 17. júní 2021.
Útför Rann-
veigar fór fram 5.
júlí 2021.
opnum örmum. Hún
opnaði dyrnar fyrir
mér og minni fjöl-
skyldu þegar við
þurftum mest á því
að halda og það gerði
okkur svo sannarlega
nánari. Eitt sinn þeg-
ar ég var að reyna að
strauja skyrtuna
mína varð amma, þá
86 ára, mjög hneyksl-
uð á mér því ég gerði
það vitlaust. Amma stökk til og
kenndi mér þar með að strauja.Ég
á margar ljúfar og góðar minning-
ar um þig og okkur saman og þær
mun ég geyma að eilífu. Þín verður
saknað, ég elska þig ávallt.
Stefán Hólm.
✝
Ólafía Alberts-
dóttir, alltaf
kölluð Lóa, fædd-
ist í Hafnarfirði 9.
maí 1930. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi í
Hafnarfirði 27.
júní 2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Al-
bert Erlendsson, f.
1896, d. 1979, og
María Þórðardóttir, f. 1894, d.
1971.
Systur hennar eru Margrét,
f. 1926, d. 2012, Erla, f. 1932,
d. 1991, Kristín Árný, f. 1941,
d. 2014, og Ingveldur, f. 1943.
Þann 9.11. 1968 giftist Lóa
Gunnari Guðmundssyni, f.
1925, d. 2002. Foreldrar hans
voru Guðmundur Árnason, f.
Friðbert Guðmundsson, þeirra
dætur eru: a) Helena, f. 1995,
maki Arnór Freyr Styrmisson,
þeirra dóttir er Sara María, f.
2021, og b) Rakel, f. 2003. Áð-
ur átti Friðbert soninn Eyþór,
f. 1987, hans synir eru Aron
Rafn, f. 2011, og Hafsteinn
Mikael, f. 2017. Fyrir átti
Gunnar soninn Sævar Björn, f.
1948.
Lóa bjó alla sína ævi í
Hafnarfirði. Sem barn bjó hún
á Selvogsgötu 10 ásamt for-
eldrum sínum og systrum, en
þegar hún kynntist eiginmanni
sínum byggðu þau sér heimili
að Köldukinn 23. Þar bjó hún
alla tíð eða þar til hún flutti á
Sólvang 2013, þar sem hún
lést.
Eftir barnaskólapróf fór
Lóa að vinna. Hún starfaði
megnið af sinni starfsævi við
fiskvinnslu, lengstan hluta í
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og
Norðurstjörnunni.
Útför Lóu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7.
júlí 2021, kl. 13.
1877, d. 1954, og
Árnína Marzibil
Björnsdóttir, f.
1889, d. 1940.
Börn þeirra eru:
1) Viðar, f. 1957,
maki Þuríður Jóns-
dóttir, þeirra dæt-
ur eru: a) Halla, f.
1981, maki Bjarni
Þór Pétursson,
þeirra dóttir er
Ylfa Katla, f. 2016,
b) Hanna, f. 1981, maki Dagur
Gunnarsson, þeirra börn eru
Karen, f. 2008, Gunnar Kári, f.
2010, og Viðar Máni, f. 2018, c)
Kristín Lóa, f. 1987, maki Víg-
lundur Mettinisson, þeirra dæt-
ur eru Emilía, Rut f. 2013, og
Sara Björk, f. 2018, d) Sigrún,
f. 1990, og e) Hildur Ýr, f.
1994. 2) María, f. 1969, maki
Elsku amma Lóa.
Ég var svo heppin að hafa
þig þegar ég ólst upp. Ég hef
saknað þín í langan tíma. Það
er sárt að kveðja þig en á sama
tíma er gott að þú sért komin til
afa og líði loksins betur.
Við vorum mikið saman og
áttum góðar stundir.
Smátt og smátt tók alzheimer
þig meira frá okkur, en þrátt
fyrir það hugsaðir þú alltaf
fyrst um fjölskylduna á meðan
þú gast. Ég minnist þess hversu
einstaklega góð þú varst við alla
og húmorinn aldrei langt und-
an.
Ég á ótal minningar af okkur
saman. Endalausir göngutúrar
um Hafnarfjörð niður að tjörn
þar sem fuglarnir slógust um
brauðið. Þú varst alltaf tilbúin
til að eyða tíma með mér þar
sem þú hugsaðir vel um mig og
kenndir mér margt. Í Köldu-
kinn var líka alltaf til góður
matur, þar á meðal „ömmumat-
ur“ sem ég komst að síðar að
heitir Engjaþykkni. Ömmumat
fæ ég mér í spari og hugsa allt-
af til þín, elsku amma mín.
Sara María dóttir mín kom í
heiminn í apríl síðastliðnum og
þú fékkst að hitta hana á af-
mælinu þínu. Því miður fær hún
ekki að kynnast þér en ég mun
segja henni frá þér þegar hún
eldist.
Fjölskyldan þín er svo lán-
söm að hafa átt þig að.
Þú ert og munt alltaf vera
fyrirmyndin mín.
Helena Friðbertsdóttir.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Lóu systur minnar
sem er nú horfin til Sumar-
landsins, níutíu og eins árs.
Lóa var næstelst okkar fimm
systra og var alltaf í mjög góð-
um tengslum við okkur Stínu og
var nær daglegur gestur til
okkar og foreldra okkar á
æskuheimilið á Selvogsgötu 10.
Lóa var mjög félagslynd og átti
margar vinkonur og héldu
æskuvinkonur hennar af Sel-
vogsgötunni úti saumaklúbbi og
var mér stundum boðið á þessar
skemmtilegu kvöldstundir, þar
sem mikil gleði og hlátur ríkti.
Lóa og Binna vinkona hennar
fóru saman á húsmæðraskólann
Hverabakka í Hveragerði og
þar bættust margar vinkonur í
hópinn. Sögur Lóu um dvölina
þar urðu til þess að Erla systir
fetaði í fótsporin næsta ár á eft-
ir. Lóa kynntist Gunnari sínum
ung og um svipað leyti kynntist
Erla systir Einari. Fóru þau
mikið saman í ferðalög og úti-
legur. Lóa vann lengst af í fiski
í Bæjarútgerðinni, bæði við
snyrtingu og vélar enda hörku-
dugleg, ósérhlífin og gleðigjafi í
hópi samstarfsmanna.
Upp úr sjötugu fór að bera á
Alzheimersjúkdómnum, sem
smám saman ágerðist, eins og
gerist með þennan erfiða sjúk-
dóm. Lóa kvartaði þó aldrei og
lengst af þekkti hún mig og allt-
af tók hún á móti mér með sínu
fallega brosi. En núna er hún
komin til betri staðar södd líf-
daga og megi hún hvíla þar í
guðs friði. Starfsfólkinu á Sól-
vangi, þar sem Lóa dvaldi, bið
ég guðs blessunar og bestu
þakkir fyrir þá frábæru alúð
sem það sýnir heimilisfólkinu
sem þar dvelur. Elsku Lóa,
takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman og elsku
Viðar og María, fjölskyldum
ykkar sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur og megi sorg
ykkar verða að fallegum minn-
ingum um góða konu.
Ingveldur
(Inga) systir.
Ólafía
Albertsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðr-
um miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar