Morgunblaðið - 07.07.2021, Síða 23

Morgunblaðið - 07.07.2021, Síða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021 Alls verða fjórir íslenskir keppendur á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast 23. júlí í Jap- an. Þrír karlar og ein kona en þetta er fámennasta sveit Ís- lands á sumarólympíuleikum í 57 ár. Ísland átti síðast fjóra kepp- endur á Ólympíuleikum árið 1964 á leikunum í Tókýó en þá voru einmitt þrír karlar og ein kona í sveitinni. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee var sá eini af nú- verandi keppendum Íslands sem náði lágmarki fyrir leikana. Ás- geir Sigurgeirsson, skotfimi, Guðni Valur Guðnason, frjálsar íþróttir, og sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir komust öll inn á leikana í gegnum svokallað kvótakerfi sem gerir minni þjóð- um kleift að komast á leikana. Á leikunum í Ríó í Brasilíu ár- ið 2016 átti Ísland átta fulltrúa og á leikunum í London 2012 átti Ísland hvorki meira né minna en 27 fulltrúa. Reyndar voru átján þeirra hluti af karlalandsliði Ís- lands í handknattleik en engu að síður voru fulltrúar úr öðrum íþróttagreinum alls níu. Kórónuveirufaraldurinn hefur gert íslensku afreks- íþróttafólki afar erfitt um vik enda hefur það reynst þrautinni þyngra að taka þátt í keppn- ismótum á erlendri grundu vegna faraldursins. Raunveru- leikinn er sá að íþróttafólk hér á landi er ekki samkeppnishæft þegar kemur að styrkjum og fjár- veitingum eins og í löndunum í kringum okkur. Íslenskt stjórnmálafólk verður að vakna núna og hugsa betur um afreksíþróttafólkið okkar, sem hefur verið stolt þjóð- arinnar í ansi mörg ár. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Guðmundur Steinn Hafsteinsson er genginn til liðs við knattspyrnulið Fylkis í Árbænum en hann fékk leikheimild með Árbæingum í gær. Framherjinn, sem er 32 ára gamall, lék með Abtswind í þýsku E- deildinni síðasta vetur en alls á hann að baki 145 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 37 mörk, en hann hefur leik- ið með uppeldisfélagi sínu Val, HK, Víkingi frá Ólafsvík, Fram, ÍBV, Stjörnunni og KA hér á landi. Fylk- ir er með 11 stig í níunda sæti úr- valsdeildarinnar eftir tíu leiki. Framherji í Árbæinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Fylkir Guðmundur skoraði 6 mörk í 17 leikjum með KA síðasta sumar. Ómar Ingi Magnússon, landsliðs- maður Íslands í handknattleik og leikmaður Magdeburg í Þýska- landi, var valinn í lið ársins í þýsku 1. deildinni í stöðu hægri skyttu, en liðið var opinberað í gær. Selfyss- ingurinn átti frábært tímabil með Magdeburg og stóð uppi sem markakóngur deildarinnar með 274 mörk í 38 leikjum. Magdeburg hafnaði í þriðja sæti deildarinnar með 53 stig, 15 stigum minna en Kiel og Flensburg, en Ómar var þrí- vegis valinn í lið mánaðarins síð- ustu fimm mánuði tímabilsins. Morgunblaðið/Eggert Lið ársins Ómar Ingi fór á kostum í Þýskalandi á keppnistímabilinu. Skaraði fram úr í Þýskalandi SELFOSS – VALUR 1:2 0:1 Mist Edvardsdóttir 48. 1:1 Hólmfríður Magnúsdóttir 55. 1:2 Elín Metta Jensen 77. M Guðný Geirsdóttir (Selfossi) Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfossi) Eva Núra Abrahamsdóttir (Selfossi) Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfossi) Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfossi) Mist Edvardsdóttir (Val) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val) Ída Marín Hermannsdóttir (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Dómari: Aðalbjörn H. Þorsteinsson – 7. Áhorfendur: 107. ÞRÓTTUR R. – BREIÐABLIK 2:3 0:1 Tiffany McCarthy 28. 1:1 Linda Líf Boama 64. 2:1 Katherine Cousins 76. 2:2 Agla María Albertsdóttir 87. 2:3 Vigdís Edda Friðriksdóttir 90. M Íris Dögg Gunnarsdóttir (Þrótti) Linda Líf Boama (Þrótti) Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þrótti) Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Áslaug M. Gunnlaugsdóttir (Breiðabliki) Chloé Vande Velde (Breiðabliki) Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðabliki) Tiffany McCarty (Breiðabliki) Dómari: Helgi Ólafsson – 6. Áhorfendur: Um 200. STJARNAN – TINDASTÓLL 0:1 0:1 María Dögg Jóhannesdóttir 8. MM Amber Michel (Tindastóli) María Dögg Jóhannessdóttir (Tindastóli) M Betsy Hassett (Stjörnunni) Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjörnunni) Bryndís Rut Haraldsdóttir (Tindastóli) Kristrún maría Magnúsdóttir (Tindastóli) Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóli) Jacqueline Altschuld (Tindastóli) Dómari: Þórður Már Gylfason – 7. Áhorfendur: 137. FYLKIR – ÍBV 1:2 0:1 Þóra Björg Stefánsdóttir 44. 0:2 Olga Sevcova 47. 1:2 Bryndís Arna Níelsdóttir 78. M Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Fylki) Shannon Simon (Fylki) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylki) Delaney Baie Pridham (ÍBV) Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Hanna Kallmair (ÍBV) Liana Hinds (ÍBV) Viktorija Zaicikova (ÍBV) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8. Áhorfendur: 213. KEFLAVÍK – ÞÓR/KA 1:2 0:1 Jakobína Hjörvarsdóttir 21. 0:2 Margrét Árnadóttir 66. 1:2 Amelía Rún Fjeldsted 89. M Natasha Anasi (Keflavík) Dröfn Einarsdóttir (Keflavík) Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA) Colleen Kennedy (Þór/KA) Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Hulda Karen Ingvarsdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Dómari: Guðmundur P. Friðbertsson – 8. Áhorfendur: 135. Ótrúleg endurkoma Blika Breiðablik skoraði tvö mörk á lokamínútunum og tryggði sér dramatískan 3:2-sigur gegn Þrótti úr Reykjavík þegar liðin mættust á Eimskips-vellinum í Laugardal. „Blikar þurftu að grafa djúpt til þess að ná að knýja fram þennan sig- ur og virtist um tíma í síðari hálf- leiknum sem liðið myndi tapa þriðja leik sínum af síðustu fjórum,“ skrif- aði Gunnar Egill Daníelsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. _ Agla María Albertsdóttir skor- aði sitt áttunda mark í deildinni í sumar og er markahæst ásamt Elínu Mettu Jensen. Langþráður sigur Tindastóls María Dögg Jóhannesdóttir reyndist hetja Tindastóls þegar liðið vann afar óvæntan 1:0-sigur gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ. „Stjörnukonur fengu mun fleiri færi en Amber Michel fór á kostum í marki Tindastóls. Hún varði hvað eft- ir annað glæsilega og á stærstan þátt í góðum sigri,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. _ Þetta var annar sigurleikur Tindastóls í deildinni í sumar en fyrir leik gærdagsins var Tindastóll án sig- urs í síðustu sex deildarleikjum sín- um, þar af hafði liðið tapað fimm þeirra. _ Sauðkrækingurinn María Dögg Jóhannesdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Eyjakonur nýttu færin sín ÍBV er komið í sjötta sæti deild- arinnar eftir 2:1-útisigur gegn Fylki á Würth-vellinum í Árbænum. Leikurinn var bæði opinn og skemmtilegur en Eyjakonur nýttu færin sín betur en Árbæingar og var það stærsti munurinn á liðunum að mati Stefáns Stefánssonar sem fjallaði um leikinn á mbl.is. _ Eyjakonan Þóra Björg Stef- ánsdóttir, sem er fædd árið 2004, skoraði sitt annað mark í sumar og jafnframt annað mark í efstu deild á ferlinum í 30 deildarleikjum. Þriðji útisigur Þórs/KA Þór/KA vann sinn þriðja deild- arleik í sumar þegar liðið heimsótti Keflavík á HS Orku-völlinn í Keflavík en leiknum lauk með 2:1-sigri Ak- ureyringa. „Þegar á heildina er litið þá var sigur Þór/KA verðskuldaður þar sem þær spiluðu betur megnið af leiknum og náðu að skapa sér betri færi,“ skrifaði Skúli B. Sigurðsson m.a. í umfjöllin sinni um leikinn á mbl.is. _ Akureyringurinn Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild en hún er fædd árið 2004 og á að baki 23 leiki í efstu deild þrátt fyrir ungan aldur. - Tindastóll vann sinn annan leik í efstu deild gegn Stjörnunni - ÍBV á beinu brautina eftir sigur í Árbænum - Akureyringar gerðu góða ferð til Keflavíkur Seiglusigrar toppliðanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Átök Agla María Albertsdóttir og Linda Líf Boama takast á í Laugardal. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skalli Eyjakonan Delaney Baie Pridham í baráttunni í Árbænum. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Elín Metta Jensen reyndist hetja Vals þegar liðið heimsótti Selfoss í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Jáverk- völlinn á Selfossi í 9. umferð deild- arinnar í gær. Elín Metta skoraði sigurmark leiksins í síðari hálfleik en Vals- konur eru með 20 stig og tveggja stiga forskot á Breiðablik á toppi deildarinnar eftir úrslit gærdagsins. „Valskonur voru beittari, sköp- uðu fleiri færi og unnu sanngjarnan sigur,“ skrifaði Guðmundur Karl Sigurdórsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. _ Eftir rólega byrjun á tíma- bilinu hefur Elín Metta skorað sjö mörk í síðustu fjórum deild- arleikjum Vals. Evrópumeistaramót í liðakeppni áhugakylfinga fer fram á fjórum stöð- um í Evrópu í karla-, kvenna-, pilta- og stúlknaflokki í vikunni. Karlalið Íslands keppir í efstu deild á Evrópumeistaramóti í liðakeppni á PGA Catalunya-vellinum á Spáni dagana 6.–10. júlí en liðið er skipað þeim Kristófer Karli Karlssyni, Dag- bjarti Sigurbrandssyni, Hlyni Bergs- syni, Sverri Haraldssyni, Hákoni Erni Magnússyni og Aroni Snæ Júl- íussyni. Kvennalandslið Íslands keppir í efstu deild á Evrópumeistaramóti í liðakeppni á Royal County Down GC- vellinum á Norður-Írlandi dagana 6.– 10. júlí en liðið er skipað þeim Ragn- hildi Kristinsdóttur, Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, Huldu Clöru Gests- dóttur, Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur, Andreu Ýri Ásmundsdóttur og Andreu Bergsdóttur. Þá keppir piltalið Íslands á Estoni- an G&CC í Eistlandi dagana 6.–10. júlí í næstefstu deild en liðið er skipað þeim Gunnlaugi Árna Sveinssyni, Degi Fannari Ólafssyni, Bjarna Þór Lúðvíkssyni, Birni Viktori Viktors- syni, Böðvari Braga Pálssyni og Aroni Inga Hákonarsyni. Stúlknalið Íslands keppir svo á Montado Golf Resort í Portúgal dag- ana 6.–10. júlí í efstu deild en liðið er skipað þeim Söru Kristinsdóttur, Maríu Eiri Guðjónsdóttur, Katrínu Sól Davíðsdóttur, Berglindi Erlu Bald- ursdóttur, Perlu Sól Sigurbrands- dóttur og Helgu Signýju Pálsdóttur. Golflandsliðin á ferð og flugi í vikunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.