Morgunblaðið - 07.07.2021, Qupperneq 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Hugmyndin að þessari sýningu
spratt upp úr einum hlut sem er í eigu
safnsins, kistlinum hans Helga litla
Guðmundssonar frá Arabæjar-
hjáleigu í Flóa, en hann var fimm ára
þegar hann dó úr botnlangabólgu að
talið er, árið 1937. Foreldrar hans
varðveittu kistilinn með gullinu hans,
litaboxi, boltum, bursta, skrifblokk og
fleiru. Kistillinn fór að foreldrum
látnum til systur
Helga litla og hún
geymdi hann þar
til hún var orðin
háöldruð kona, en
þá kom hann
hingað á safnið til
varðveislu. Ég
hugsaði með mér í
hvert sinn sem ég
sá ofan í kistilinn
að þessari fegurð
þyrfti að deila
með öðrum, því þetta snertir við fólki
og þessir gripir hafa mikið
tilfinningagildi,“ segir Linda Ásdísar-
dóttir en hún setti upp sýninguna
Missi, sem nú stendur yfir í Húsinu á
Eyrarbakka, Byggðasafni Árnesinga.
Á sýningunni er varpað ljósi á gripi
sem eru hlaðnir minningu þeirra sem
missa ástvin.
Í sýningarskrá kemur fram að
„þegar ástvinur deyr verða persónu-
legir hlutir gjarnan dýrgripir eftirlif-
enda og bera því oft mun dýpri sögu
en virðist í fyrstu. Þar sem hönd hélt
um leikfang eða vann við handverk
getur einhver seinna strokið um eða
virt fyrir sér og endurlifað nánd. Ein-
hverjir gripir hvíla í skúffum og kistl-
um hjá eftirlifendum, aðrir hanga á
veggjum. Á sýningunni er ljósinu
beint að þessum fallega sið og tilfinn-
ingagildi gripanna heiðrað. Sögð er
saga ólíkra persóna frá fyrri hluta 20.
aldar þegar ekki þótti sjálfsagt að all-
ir næðu háum aldri.“
Þá var engin sorgarmeðferð
Linda segir að næstum allir hlutir
á sýningunni séu úr eigu safnsins.
„Þetta eru átta manneskjur sem
gestir kynnast á sýningunni og munir
frá aðeins tveimur af þeim eru að
hluta til úr einkaeigu. Yngst meðal
þessara einstaklinga sem áttu hlutina
á sýningunni er hún Helga Eiríks-
dóttir frá Hátúni hér á Eyrarbakka,
en hún dó í bílslysi aðeins fjögurra
ára. Elst er Ólafía Lilja Sigurð-
ardóttir, eða Lóa eins og hún var
jafnan kölluð, sem bjó á Berghyl í
Hrunamannahreppi og dó vegna inn-
anmeins þegar hún var 42 ára. Á
þeim tíma sem flestir þessir ein-
staklingar dóu, við lok nítjándu aldar
og upphaf þeirrar tuttugustu, þá voru
ekki til margar ljósmyndir af fólki og
fyrir vikið verður hver og einn gripur
sem þeim tilheyrði mjög dýrmætur
fyrir eftirlifandi ástvini. Þá dóu líka
margir ungir og barnadauði var
miklu algengari en nú er, fyrir vikið
var algengt að fólk stæði frammi fyrir
mjög erfiðum áföllum. Þá var engin
sorgarmeðferð í boði og kannski eina
sem fólk gat gert var að halda upp á
hluti sem tilheyrðu þeim látnu og
orna sér þannig við minningarnar.
Við tengjum öll við þetta, því það er
sammannlegt að geyma hluti sem
minna á látna manneskju sem stóð
hjarta nær,“ segir Linda og bætir við
að gripir með tilfinningaþunga líkt og
þeir sem eru á sýningunni séu svo
mikilvægir fyrir fjölskylduna að þeir
fara ekki úr eigu þeirra fyrr en allir
eru dánir sem minnast þeirra. Þá
komi þeir á safn, eftir að hafa þjónað
tilgangi sínum.
Ástarsagan á sýningunni
Linda sat löngum stundum í leit að
þessu fólki og einhverju sem tengdist
því. Hún segist afar þakklát fyrir
góða samvinnu við ættingja, ekki síst
syskini Helgu litlu. Hún segir sög-
urnar á bak við hlutina og eigendur
þeirra gefa þeim dýpri merkingu.
„Á þessum tíma var lífshættulegt
að fæða barn, og ein af þessum átta
manneskjum, Kristín Stefánsdóttir
Stephensen frá Laugardalshólum í
Laugardalshreppi, lést af barns-
förum aðeins 36 ára. Hún dó frá sex
ungum börnum. Þetta var því miður
allt of algengur veruleiki. Jóhann
Kristinn Guðmundsson frá Iðu í Bisk-
upstungum lést 39 ára og kona hans
Bríet stóð þá ein uppi með stóran föð-
urlausan barnahóp. Heimili Bríetar
var ekki leyst upp og börnunum ekki
komið fyrir á öðrum bæjum, heldur
hlupu sveitungar hennar í Ung-
mennafélaginu undir bagga með
henni og skiptu niður á sig kindunum
hennar, veturinn sem Jóhann veikt-
ist, til að fóðra þær. Prestshjónin
tóku af skarið og útveguðu Bríeti
ráðsmann, Loft Bjarnason, til að
hjálpa henni við búskapinn. Hann var
hjá henni og sinnti þessari fjölskyldu
það sem eftir var hans ævi, en þau
voru samt aldrei hjón. Ég held að
Bríet hafi verið eins manns kona,
enda bera gripirnir sem Bríet geymir
eftir hann ást hans vitni. Þetta eru
gripir sem hann skar nafn Bríetar
fagurlega í, enda var hann mikill hag-
leiksmaður. Eftir að Bríet féll frá
varðveittu börnin þeirra þessa hluti
áfram. Mér finnst saga Bríetar og Jó-
hanns vera ástarsagan á sýningunni.“
Á meðal þeirra þriggja frá Eyrar-
bakka sem fjallað er um á sýningunni
er Kristinn Á. Sigurðsson frá Túni,
en hann var í blóma lífsins, 19 ára,
þegar hann fórst á sjó með bátnum
Sæfara árið 1927.
„Bátnum hlekktist á í innsigling-
unni á Eyrarbakka og sökk í briminu
með átta manna áhöfn. Hið drama-
tíska er að Kristinn hafði slasast á
hendi og átti ekki að fara í þessa sjó-
ferð, en hann var sóttur fyrir ein-
hvern misskilning,“ segir Linda og
bætir við að Sigurður yngri bróðir
hans hafi geymt minningarskjöld og
ljósmynd af Kristni bróður sínum.
„Hann hengdi þetta tvennt upp við
rúmið sitt, svo það væri það fyrsta
sem hann sæi þegar hann vaknaði á
morgnana. Það er virkilega dýrmætt
að fá að vita þessa sögu um gripina.“
Sýningin Missir er opin í sumar kl.
11-18 alla daga vikunnar.
Gripir sem eru hlaðnir minningu
- Þegar ástvinur deyr verða persónulegir hlutir gjarnan dýrgripir eftirlifenda - Sýningin Missir, í
Húsinu á Eyrarbakka, varpar ljósi á þann sið að varðveita gripi og tilfinningagildi þeirra er heiðrað
Gull Foreldrar Helga litla varðveittu gullin hans í kistli drengsins til minn-
ingar um hann. Þar eru boltar hans, bursti, litir, teikningar og fleira.
Minning Brúða Helgu Eiríksdóttur, samúðarkort, sendibréf, baukur og
kjóll hennar eru í einkaeign systra hennar. Hún lést 4 ára í bílslysi 1964.
Helgi Bóndasonurinn Helgi frá Arabæjarhjáleigu í Flóa var næstyngstur í
hópi fimm systkina. Dó úr botnlangabólgu að talið er, árið 1937, fimm ára.
Fallegt Margrét Aldís Árnadóttir lést átta ára 1909. Faðir hennar smíðaði
leikföngin en hún saumaði útsauminn. Jólaskór hennar líka varðveittir.
Linda
Ásdísardóttir
Prúðbúin Margrét Aldís frá Eyrar-
bakka var einkabarn foreldra sinna.
Listasmíð Hagleiksmaðurinn Jóhann skar út prjónastokk handa Bríeti
konu sinni með nafni hennar, einnig heklunálar, lítinn ask og blóm.
Kristinn Var frá Eyrarbakka, fórst
19 ára þegar Sæfari sökk 1927.