Morgunblaðið - 07.07.2021, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021
Sjálfsævisögulegi heimildasöngleik-
urinn Góðan daginn faggi var for-
sýndur á menningarhátíð á Café
Dunhaga á Tálknafirði um helgina.
Sýningin er samstarfsverkefni
Þjóðleikhússins og leikhópsins
Stertabendu og eru höfundar og að-
standendur verksins Bjarni Snæ-
björnsson leikari, Gréta Kristín Óm-
arsdóttir leikstjóri og Axel Ingi
Árnason tónskáld.
„Góðan daginn faggi er einleikur
þar sem fertugur söngleikjahommi
leitar skýringa á skyndilegu tauga-
áfalli sem hann fékk upp úr þurru
einn blíðviðrisdag. Eftir vandasaman
leiðangur um innra líf sitt, fortíð og
samtíma rekst hann á rætinn homma-
hatara á óvæntum stað. Sýningin er berskjaldandi leiðangur um skömm og
mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra. Hlátur, grátur og
glæný söngleikjatónlist sem lætur engan ósnortinn,“ segir í tilkynningu og
að sýningin hafi verið í vinnslu í þrjú ár og unnin í nánu samtali við Tálkn-
firðinga, en Bjarni Snæbjörnsson ólst upp á Tálknafirði. Verkið var forsýnt
þar um helgina þar sem sveitungum Bjarna og öðrum gestum gafst tæki-
færi til að sjá sýninguna fyrstum allra og taka þátt í umræðum. Sýningin
verður frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum 5. ágúst.
Bréfið Bjarni að lesa bréfið sem hann
skildi eftir undir kodda móður sinnar. Með
þessu bréfi kom hann út úr skápnum.
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Forsýning á Góðan daginn faggi
R
agnheiður Gestsdóttir
sendi frá spennusöguna
Úr myrkrinu fyrir um
tveimur árum og nú
heldur hún áfram á sömu braut
með bókinni Farangri.
Hvenær fremur maður glæp og
er réttlætanlegt að fara á svig við
lögin, jafnvel brjóta þau, í þeim til-
gangi að gera heiminn betri?
Flestir svara sennilega seinni
spurningunni á jákvæðan hátt og
sínum augum lítur hver á silfrið
eru hugsanleg viðbrögð við þeirri
fyrri.
Farangur fjallar um þessi við-
fangsefni.
Ylfa, helsta
sögupersónan,
hefur búið með
Sture, drykk-
feldum ofbeld-
ismanni, í Sví-
þjóð undan-
farin ár.
Sambandið
hefur verið
erfitt og hún
hyggst stinga af. Þá gerist ým-
islegt sem kemur flatt upp á hana,
hún veltir málinu fyrir sér, vegur
og metur möguleika, skynjar
hættu hér og þar, en lætur hyggju-
vitið ráða för. Fyrsti fimmtungur
sögunnar einkennist af hugarangri
Ylfu. Hvernig á hún að bregðast
við? Hvað á hún að gera? Hvað ef?
Hún spyr sig siðferðislegra spurn-
inga og tekur ákvarðanir í kjölfar-
ið. Eðlileg viðbrögð? Því verða les-
endur að svara. Hvað myndi ég
gera í slíkum aðstæðum? Þegar
taka þarf ákvörðun á svipstundu
getur eitt feilspor skipt miklu máli
en auðvelt er að vera vitur eftir á.
Siðfræðin er merkileg og mik-
ilvæg og þessi kafli er gott innlegg
í þarfa umræðu. Lausnin er ekki
jafn vel ígrunduð og vandamálið
afgreitt á frekar auðveldan hátt.
Samt leynast þar áfram ýmsar
spurningar og svör um til dæmis
tengsl fólks og hvaða áhrif þau
hafa á gjörðir þess, þegar það á
hlut að máli. Ástin á sér engin tak-
mörk og spennan, sem getur verið
óbærileg á stundum, heldur les-
andanum við efnið.
Geymt en ekki gleymt
Spennusaga
Farangur bbbnn
Eftir Ragnheiði Gestsdóttur.
Kilja. 266 bls. Björt 2021.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Höfundur Ragnheiður Gestsdóttir.
Umskiptingur, nýtt barnaleikrit
eftir Sigrúnu Eldjárn, verður
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á næsta
leikári, í lok janúar, og var það
valið úr 150 leikverkum sem bár-
ust þegar Þjóðleikhúsið kallaði
eftir leikritum og hugmyndum að
leikritum fyrir börn. Ragnhildur
Gísladóttir semur tónlistina en
hún hefur áður samið tónlist við
barnaleikritin Pílu Pínu og Glám
og Skrám í Sælgætislandi. Sara
Marti leikstýrir verkinu og segir í
tilkynningu að í því sé brugðið á
leik með minnið um umskipting-
ana úr þjóðsögunum. Þetta er
annað barnaverk Sigrúnar á fjöl-
um Þjóðleikhússins, það fyrsta var
Kuggur og leikhúsvélin sem var
sett upp árið 2014.
Þjóðleikhúsið auglýsti í fyrra
eftir handritum eða vel útfærðum
hugmyndum að barnaleikritum til
að efla starfsemi leikhússins í
þágu barna og hvetja til ritunar
nýrra, íslenskra barnaleikrita og
var það jafnframt í fyrsta sinn
sem auglýst var eftir barna-
leikritum með þessum hætti og
viðbrögðin létu sannarlega ekki á
sér standa, segir í tilkynningu en
sem fyrr segir bárust 150 umsókn-
ir.
„Í Umskiptingi segir frá systk-
inunum Sævari og Bellu. Einu
sinni sem oftar þarf Sævar að
gæta litlu systur sinnar, sem satt
að segja getur verið alveg ferleg
frekjudolla! En Bella er alveg ein-
staklega krúttleg og þegar tröll-
skessa með óslökkvandi fegurð-
arþrá sér hana ákveður hún að
skipta á henni og hinum stór-
gerða, uppátækjasama og hjarta-
hlýja syni sínum, tröllastráknum
Steina. Nú eru góð ráð dýr, en í
ljós kemur að hjálpar má vænta
úr ólíklegustu áttum!“ segir um
efni barnaleikrits Sigrúnar.
Barnaleikrit eftir Sigrúnu Eldjárn sýnt í Þjóðleikhúsinu
Samstarfskonur Sara Marti leikstýrir verki Sigrúnar Eldjárn.
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn
Richard Donner er allur, 91 árs að
aldri. Donner leikstýrði mörgum
kvikmyndum sem náðu bæði mikl-
um vinsældum og aðsókn og má þar
nefna fyrstu Superman-kvikmynd-
ina frá árinu 1978, Lethal Weapon-
myndirnar, sem urðu fjórar, The
Goonies og Scrooged. Fyrsta smell-
inn, Superman, gerði Donner þegar
hann var að nálgast fimmtugt og
hafði þá leikstýrt fjölda sjónvarps-
þátta og kvikmynda allt frá árinu
1960. Margir vinir og samstarfs-
menn hafa minnst Donners, m.a.
kollegi hans, Steven Spielberg, með
þeim orðum að Donner hafi verið
afar hæfileikaríkur og varðveitt
barnið í hjarta sér.
Richard Donner dáinn, 91 árs að aldri
Allur Richard Donner leikstýrði
mörgum bíósmellinum.
Vikulegar hádegisleiðsagnir verða veittar á miðviku-
dögum kl. 12 -12.30 í júlí og ágúst um sýninguna Eilíf
endurkoma í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.
Á sýningunni mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals þráð
sem tengir tvenna tíma og er verkum hans teflt fram
með verkum myndlistarmanna sem sett hafa svip sinn á
íslenskt listalíf hin síðustu ár.
Aðgöngumiði á safnið gildir í leiðsögnina og frítt er
fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og
Menningarkorts Reykjavíkur.
Hádegisleiðsagnir í júlí og ágúst
Jóhannes S. Kjarval