Morgunblaðið - 07.07.2021, Side 28

Morgunblaðið - 07.07.2021, Side 28
Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Hjartasteinn til heiðurs tónlistar- manninum Björgvini Halldórssyni var afhjúpaður við Bæjarbíó í Hafn- arfirði í gær. Um er að ræða heið- ursverðlaun tónlistarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar sem hefst í kvöld og fer nú fram í fimmta sinn. Hátíðin er haldin í Bæjarbíói og mun Björgvin stíga þar á svið í kvöld. Fyrir um tveimur árum lét Hafn- arfjarðarbær fjarlægja stjörnu sem var sett í gangstéttina fyrir framan Bæjarbíó til heiðurs Björgvini vegna kvörtunar frá Viðskiptaráði í Holly- wood í Kaliforníu. Þótti ráðinu stjörnunni svipa mjög í útliti til þeirra sem er að finna á Frægð- argötunni í Hollywood (e. Hollywood Walk of Fame). Ráðið sagði þetta gert í heimildarleysi og því ætti bær- inn að láta af öllu slíku þegar í stað. Fyrsta hellan af mörgum „Þá kviknaði sú hugmynd að búa til okkar eigin virðingarvott og þá var farið í logo Hafnarfjarðar sem er hjarta, hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Björgvin í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Það eiga væntanlega margar svona hellur eftir að koma, þetta verða ekki bara tónlistarmenn held- ur hafnfirskir listamenn, sem er náttúrulega alveg æðislegt því það er nóg af þeim í Hafnarfirði,“ segir Björgvin. „Hugmyndin er að gæða miðbæ Hafnarfjarðar lífi sem sífellt fer stækkandi, setja svona virðing- arvott eftir allri Strandgötunni, þá verður þetta svolítið sérstakt.“ Páll Eyjólfsson, rekstraraðili Bæjarbíós, segir hátíðina Hjarta Hafnarfjarðar hafa farið stækkandi á síðustu árum. Hann segir hátíðina núna vera stærstu tónlistarhátíðina á landinu, en hún mun standa næstu þrjár vikurnar, til 24. júlí. „Við höfum haldið í ákveðnar hefðir, Björgvin Halldórsson opnar alltaf hátíðina enda ekki tilefni til neins annars,“ segir Páll. Fjöldi tón- listarmanna mun koma til með að troða upp á hátíðinni, þar á meðal Stebbi og Eyfi, Stjórnin, JóiPé og Króli, Sóldögg og Eyþór Ingi og Lay Low. Þá lýkur hátíðinni á PAPA- böllum föstudaginn 23. og laug- ardaginn 24. júlí. Páll segir að reynt sé að halda tryggð við hafnfirska listamenn eins og Friðrik Dór sem er bæjar- listamaður Hafnarfjarðar í ár og mun einnig koma fram á hátíðinni. „Við erum í samstarfi við bæinn, þau koma að þessu með okkur. Við erum með hérna risastórt útisvæði á bak- við Bæjarbíó þar sem við munum einnig varpa tónleikunum út á stórum LED-skjá. Þar verður einnig um 200 manna tjald og er frítt inn á útisvæðið fyrir þá sem ekki komast inn. Svo verðum við með böll og diskótek um helgar. Það er því óhætt að segja að þetta er risastór hátíð,“ segir Páll. Ljóst er að tónlistarhátíðin er eitt- hvað sem landsmenn mega ekki láta fram hjá sér fara, enda nánast þrjár vikur stútfullar af húllumhæ. „Fyrir mig er þetta hjartans mál, hérna sem ungur strákur fór ég í bíó og sá allar helstu myndirnar í þessu bíói, sem er enn í dag alveg eins og það var fyrir um 55-60 árum. Þess vegna er ég mjög stoltur af strákunum fyr- ir að hafa tekið að sér Bæjarbíó sem er orðið eitt vinsælasta tónleikahús landsins,“ segir Björgvin. „Hafnarfjörður hefur svo mikið upp á að bjóða og fólk flykkist að til að búa hérna, svo við erum bara í skýjunum með þetta,“ segir Björg- vin að lokum og Páll tekur undir. Hlýtur fyrsta Hjarta- stein Hafnarfjarðar - Björgvin heldur fyrstu tónleikana í Bæjarbíói í kvöld Morgunblaðið/Eggert Hjartasteinn Þeir Björgvin Halldórsson og Páll Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri Bæjarbíós, voru kátir við afhjúpun steinsins á Strandgötunni í gær. www.rafkaup.is MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 188. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Valur er með tveggja stiga forskot á toppi úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, eftir 2:1- sigur gegn Selfossi á Jáverk-vellinum á Selfossi í 9. umferð deildarinnar í gær. Á sama tíma vann Breiðablik afar dramtískan 2:1-sigur gegn Þrótti úr Reykjavík á Eimskipsvellinum í Laugardal en Blikar voru 1:2-undir þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þá vann Tindastóll gríðarlega mikilvægan sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ. ÍBV lagði Fylki að velli í Árbæn- um og Þór/KA vann Keflavík í Keflavík. »23 Topplið úrvalsdeildar kvenna lentu bæði í kröppum dansi á útivelli ÍÞRÓTTIR MENNING Tónleikar á vegum Jazzklúbbsins Múlans verða haldnir í kvöld, 7. júlí, kl. 20 í Flóa í Hörpu. Á þeim koma fram söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, sem kallar sig GDRN, og Magnús Jóhann. Þau kynntust í Tónlistarskóla FÍH þeg- ar leiðir þeirra lágu saman á ABBA-tónleikum á vegum skólans og hafa upp frá því unnið saman að fjölda verk- efna. Bæði hafa gefið út tvær sólóplötur og komið mik- ið fram saman undanfarin ár og þá bæði sem tvíeyki og með hljómsveit. Þau hafa lengi vel unnið að hljómplötu þar sem íslenskar tónlistarperlur eru í forgrunni og munu gefa forsmekkinn að henni í kvöld og jafnvel flytja nokkrar af perlum ABBA. GDRN og Magnús í Múlanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.