Morgunblaðið - 12.07.2021, Qupperneq 4
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Hulda Þórhallsdóttir var jarð-
sungin við fallega athöfn frá Húsa-
virkjukirkju í gær, 11. júlí. Útförin
fór fram á sunnudegi þar sem
Hulda hefði átt 100 ára afmæli í
gær hefði hún lifað.
Til stóð að halda upp á afmælið í
gær og höfðu afkomendur Huldu,
sem búa víða um heim, ferðast til
Íslands til þess að fagna deginum
með henni, segir Hörður Jónasson,
sonur Huldu, í viðtali við Morgun-
blaðið. Af því varð þó ekki því
Hulda lést 4. júlí síðastliðinn á
dvalarheimilinu Hvammi á Húsa-
vík.
Ættingjar og vinir Huldu komu
því saman í gær til að fylgja henni
til grafar. Þótt tilefnið hafi verið
sorglegt var athöfnin falleg að sögn
Harðar.
„Hluti af kirkjukór Húsavíkur
söng í athöfninni ásamt Rangár-
bræðrum. Svo var haldin erfi-
drykkja á eftir þar sem boðið var
upp á heimabakaðar kleinur og
kökur að hætti mömmu.“
Fylgdist með til síðasta dags
Hörður er einn af sex börnum
Huldu og minnist hann móður sinn-
ar með miklum hlýhug. „Hún var
hógvær, hafði áhuga á öllu í sínu
umhverfi og fólk sótti mikið í að
vera í kringum hana,“ segir hann.
„Hún gekk sér til ánægju, mundi
öll ferðalög sem hún hafði farið í og
þekkti allt landslag hvert sem hún
fór. Hún las mikið, heklaði fínasta
garn, fylgdist vel með fréttum og
var einhvern veginn alltaf með á
nótunum, alveg fram á síðasta dag.
Maður er þakklátur fyrir að hún
hafi bara fengið að sofna og að hún
hafi verið heil heilsu fram á síðustu
mínútu.“
Fáein dæmi þess að fólk hafi
látist stuttu fyrir aldarafmæli
Samkvæmt upplýsingum frá Jón-
asi Ragnarssyni ritstjóra, sem hef-
ur umsjón með Facebook-síðu um
langlífi, er vitað um sjö dæmi þess
að fólk hafi látist fáum dögum fyrir
100 ára afmælið. Einn þeirra, Páll
Valdason, var jarðsunginn í kyrr-
þey árið 2000, daginn sem hann
hefði orðið 100 ára. Jónas segir
ekki útilokað að einhverjir aðrir
hafi verið bornir til grafar á aldar-
afmælinu.
Guðný Jónasdóttir, húsfreyja í
Beingarði í Hegranesi í Skagafirði,
dó sama dag og hún náði hundrað
ára aldri. Hún var fædd 8. október
1897 og dó 8. október 1997. Ekki er
vitað um neinn annan en Guðnýju
sem hefur látist á aldarafmælinu.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Útför Fjölskylda Huldu fylgdi henni til hinstu hvílu frá Húsavíkurkirkju.
Fylgt til hinstu hvílu á
100 ára afmælisdaginn
- Hulda Þórhallsdóttir var jarðsungin á aldarafmæli sínu
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
595 1000
ur
br
s
á
60+
meðBirgitte Bengston
Benidorm
Verð frá kr.
189.900
FRÁBÆRT VERÐ!
16. eða 23. september í 16 nætur
Bændur í Flóa og á Skeiðum á Suðurlandi byrjuðu um helgina
að flytja fé á fjall. Slíkt er jafnan gert í júlíbyrjun þegar af-
réttur er orðinn góður, grænn og grösugur. Um helgina var
farið með um 200 fjár frá bænum Syðra-Velli í Flóa í þessa
sumarhaga. Féð var flutt á vögnum að hálendisbrúninni innst
í Þjórsárdal, þar sem ærnar voru fyrst settar í gerði til að
lemba sig; það er að finna afkvæmi sín. Eftir það tóku ær og
lömb sprettinn til fjalla. Í septemberbyrjun er svo farið á fjall
og Reykjaréttir á Skeiðum verða 11. september. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sauðféð rekið í sumarhaga á góðum og grösugum afrétti
Makrílveiðar ganga ágætlega í
Síldarsmugunni svonefndu að sögn
Grétars Arnar Sigfinnssonar,
rekstrarstjóra útgerðar hjá Síldar-
vinnslunni í Neskaupstað. Ekkert
bólar á makríl í íslenskri lögsögu en
Hafrannsóknastofnun er um þessar
mundir í árlegum leiðangri um
Norðurhöf í leit að makríl.
„Við erum komin með fimm skip í
þennan hring svo vinnslan helst vel
gangandi og er búin að gera það síð-
an við byrjuðum,“ segir Jón Már.
Samherji tók nýlega Börk II NK á
leigu til makrílveiða í Smugunni. Á
vegum Síldarvinnslunnar fara meðal
annars Beitir NK, Bjarni Ólafsson
AK og Börkur NK.
Grétar vonast til þess að makríll
komi í leitirnar við Íslandsstrendur:
„Þetta er allt of langt að fara og svo
er veiðin mjög misjöfn þarna.“
Aðspurður segist Grétar ekkert
hafa heyrt af makríl við Íslands-
strendur, hann bindi þó vonir við að
eitthvað finnist í leiðangri Hafrann-
sóknastofnunar svo hægt sé að byrja
að veiða í íslenskri lögsögu.
Rannsóknaskipið Árni Friðriks-
son lagði af stað í rannsóknarleið-
angur 5. júlí og siglir við eystri mörk
íslenskrar fiskveiðilögsögu. Meðal
meginmarkmiða verkefnisins er að
meta magn og útbreiðslu makríls,
kolmunna og norsk-íslenskrar síld-
ar.
Allt of langt að
fara í Smuguna
- Útgerðarmenn vonast eftir makríl nær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Makríll Veiðar á makríl hafa gengið
þokkalega í Síldarsmugunni.