Morgunblaðið - 12.07.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.07.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Útsalan heldur áfram Verið velkomin Björn Bjarnason fjallar á vef sín- um um fláræði vegna Sunda- brautar. Hann bendir á að eftir und- irritun samkomulags við borgarstjóra hafi samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra ver- ið afdráttarlaus og sagt framkvæmdina í raun hafna. - - - Borgarstjóri hafi verið loðnari: „Nú held ég að við séum kannski í fyrsta skipti komin með raunhæfa tímaáætlun. En auðvitað þarf að hafa í öllum svona stórum og flóknum verkefnum fyr- irvara varðandi umhverfismat og skipulagsþáttinn og það samráð sem framundan er.“ - - - Þarna er öllu haldið opnu um að svíkja samkomulagið og það sem Björn rekur í framhaldinu veldur enn frekari óvissu um verkefnið: „Í sam- tali við málgagn Samfylkingarinnar og meirihluta borgarstjórnar, Kjarn- ann, föstudaginn 9. júlí sagði svo Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Við- reisnar og formaður skipulags- og samgönguráðs, að hugsanlega yrði aldrei ráðist í að leggja Sundabraut.“ - - - Þar var haft eftir Pawel að ef til vill kæmi í ljós að þjóðhagslega hagkvæmara væri að gera ekkert og að „á meðan að formleg ákvörðun hefur ekki verið tekin þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að það verði ekki ráðist í þessa framkvæmd“. - - - Þessi orð hljóta að koma sam- göngu- og sveitarstjórnarráð- herra á óvart. Hann hefur talið að hugur fylgdi máli hjá meirihluta borgarstjórnar. Nú eru allar líkur á að samkomulagið um Sundabraut hafi aðeins verið gert til að ýta borg- arlínunni áfram. Dagur B. Eggertsson Svikin um Sunda- braut undirbúin STAKSTEINAR Pawel Bartoszek Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þórunn Egilsdóttir al- þingismaður lést sl. föstudagskvöld, 56 ára að aldri, eftir lang- vinna baráttu við krabbamein. Sigurður Ingi Jó- hannsson, formaður Framsóknarflokksins, minntist Þórunnar á Facebook-síðu sinni á laugardag. „Þórunn Egilsdóttir var einn þeirra stjórnmála- manna sem teljast til héraðshöfðingja. Hún var öflugur talsmaður sinna hugsjóna og sinna kjós- enda,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Þórunn fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1964, dóttir Egils Ás- grímssonar bólstrara og Sigríðar Lúthersdóttur. Þórunn lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1984 og kennaraprófi frá Kennarahá- skólanum árið 1999. Hún vann sem sauðfjárbóndi frá árinu 1986 og grunnskólakennari frá 1999 til 2008. Þá var hún skólastjórnandi frá 2005 til 2008. Þórunn var verk- efnastjóri hjá Þekkingarneti Aust- urlands, nú Austurbrú, 2008-2013. Þá sat hún í sveitarstjórn Vopna- fjarðarhrepps árin 2010 til 2014, þar af sem oddviti frá 2010 til 2013. Þórunn settist á þing fyrir Framsókn- arflokkinn árið 2013 og var oddviti flokks- ins í Norðaustur- kjördæmi í síðustu al- þingiskosningum. Hún gegndi for- mennsku í þing- flokknum árin 2015 og 2016, síðan aftur árið 2018. Hún var 2. varaforseti Alþingis 2015 til 2016, 1. varaforseti árin 2016 til 2017, 5. varaforseti Al- þingis 2017 og 4. varaforseti Al- þingis 2017-2019. Þórunn sat í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2010- 2014. Þá sat hún sveitarstjórnar- ráði Framsóknarflokksins 2010- 2014 og í miðstjórn flokksins frá 2010. Hún sat í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011- 2015, og í hreindýraráði 2011- 2016. Eftirlifandi eiginmaður Þór- unnar er Friðbjörn Haukur Guð- mundsson. Þau eignuðust þrjú börn: Kristjönu Louise, Guðmund og Heklu Karen. Andlát Þórunn Egilsdóttir Landamæraeftirlit gekk töluvert betur í gær en á laugardeginum að sögn Arngríms Guðmundssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns á Keflavík- urflugvelli. Hann segir að flugvélar hafi komið jafnt og þétt í gær sem hafi komið í veg fyrir langar raðir og tafir eins og raunin var á laugardeg- inum. „Helgarnar eru yfirleitt lang- stærstar, annars eru allir dagar hjá okkur stórir um þessar mundir. Það munu aftur koma stórir dagar svo það munu aftur myndast langar bið- raðir eins og var á laugardag,“ segir Arngrímur. Langar raðir á laugardag Hann segir fólk hafa orðið nokkuð óþreyjufullt á laugardeginum þegar langar raðir mynduðust þar sem sannreyna þurfti hin ýmsu vottorð. „Það er þreytandi að þurfa að standa í röð inni í þungu lofti. Þetta bjarg- ast þó allt að lokum og ég held að all- ir hafi verið orðnir þokkalega sáttir undir lokin.“ Spurður hve lengi flugstöðin þoli fyrirkomulagið er Arngrímur hvergi banginn. „Við reynum auðvitað að aðlaga okkur eins og hægt er. Það er mikilvægt að tryggja að þeir sem koma til landsins og fara héðan upp- fylli allar kröfur sóttvarnareglna.“ 85 komur og brottfarir flugvéla eru á áætlun í dag. Gekk betur í gær en deginum áður - Óþreyjufullir farþegar á laugardeginum - Jafnara álag á sunnudeginum Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Leifsstöð iðar af lífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.