Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021
KOMDUÚT
AÐHJÓLA
EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM
Skoðaðu úrvalið á orninn.is
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
Frábært fjölnota hjól
Álstell, 16 gírar
Vökvabremsur
Radioactive Red
99.990 kr.
MARLIN6
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Læsanlegur dempari
Gunmetal
109.990 kr.
DS2
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Matte Dnister Black
104.990 kr.
FX2Disc
Þeim sem skráðir eru í þjóðkirkj-
una fækkaði um 75 frá 1. desember
á síðasta ári, samkvæmt yfirliti á
vef Þjóðskrár. Eru alls 229.642
skráðir í þjóðkirkjuna eða 61,8%
landsmanna.
Dregið hefur úr þessari fækkun
síðustu mánuði en frá 1. desem-
ber2019 til 1. desember 2020 fækk-
aði skráðum meðlimum í þjóðkirkj-
unni um 1.437.
Kaþólska kirkjan er næst fjöl-
mennasta trúfélagið með 14.699
meðlimi. Þeim fjölgaði um 48 frá 1.
desember 2020.
Mesta fjölgunin var í Ásatrúar-
félaginu en meðlimum þess fjölgaði
um 215. Zúistum fækkaði mest, um
165.
Fámennasta trúfélagið er ennþá
Vitund með þrjá skráða meðlimi.
Fast á hæla því kemur Nýja Avalon
með fimm skráningar.
Alls standa nú 28.665 utan trú- og
lífsskoðunarfélaga og 56.755 með
ótilgreinda skráningu.
Dregur úr
fækkun í
þjóðkirkju
- Skráningum utan
trúfélaga fjölgar
Morgunblaðið/Eggert
Þjóðkirkjan Biskupsstofa flutti árið
2019 í nýtt húsnæði í Katrínartúni.
Hnúfubakur, sem sást 19. júní
síðastliðinn í Faxaflóa, hafði áður
verið myndaður við Grænhöfða-
eyjar vestur af Afríku þremur
mánuðum fyrr, en vegalengdin á
milli þessara staða er 5.400 kíló-
metrar.
Fram kemur á vef Hafrann-
sóknastofnunar að hvalurinn sást
í Faxaflóa í siglingu hvalaskoð-
unarfyrirtækisins Special tours.
Þökk sé alþjóðlegu samstarfi og
skráningu hnúfubaka við Græn-
höfðaeyjar, sem samtökin
BIOS.cv og Frederick Wenzel
annast, hafi verið hægt að sjá að
þessi hvalur var myndaður við
Grænhöfðaeyjar þremur mán-
uðum áður.
Alþjóðlegt samstarf
Hafrannsóknastofnun segir að
alþjóðlegt samstarf sé nauðsyn-
legt þegar komi að því að meta
far dýra eins og hnúfubaks sem
ferðast langar vegalengdir.
Hnúfubakar í Atlantshafi eyði yf-
irleitt sumrum sínum á fæðuslóð í
norðri, til dæmis við strendur Ís-
lands og Noregs. Á veturna haldi
þeir sig við miðbaug, frá Kar-
íbahafi til Grænhöfðaeyja.
Íslenska hnúfubakaskráin, sem
er að finna á Hafrannsóknastofn-
un, geymir skráningar á yfir
1.500 hnúfubökum frá 1980 til
dagsins í dag. Þeim hefur verið
safnað í leiðöngrum Hafrann-
sóknastofnunar og af ýmsum
samstarfsaðilum sem sent hafa
inn myndir af hnúfubökum ásamt
upplýsingum um staðsetningu.
Hnúfubakur fljótur í förum
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sýning Hnúfubakur leikur listir sínar í Eyjafirði fyrir nokkrum árum.
- Synti frá Grænhöfðaeyjum til Íslands á 3 mánuðum
Eldur kviknaði í
rusli við Grett-
isgötu í Reykja-
vík síðdegis í
gær.
Samkvæmt
upplýsingum frá
Slökkviliði höf-
uðborgarsvæð-
isins var um
minniháttar eld
að ræða.
Eldurinn kviknaði í rusli í gömlu
húsi sem brann í mars 2016. Það er
ónýtt og hefur síðan staðið autt og
þykir lýti á hverfinu en til stendur að
rífa það.
„Það hefur verið eitthvert dót þar
sem hefur brunnið og kom einhver
reykur af,“ segir varðstjóri.
Dagurinn hefur verið annasamur
hjá slökkviliðum á suðvesturhorninu
í dag að sögn varðstjóra og mikið um
minniháttar verkefni.
Eldur kvikn-
aði í rusli við
Grettisgötu
Húsarústirnar við
Grettisgötu.