Morgunblaðið - 12.07.2021, Page 12

Morgunblaðið - 12.07.2021, Page 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Ljósmyndakeppni mbl.is Vilt þú vinna farsíma frá Samsung eða glæsilegan ferðavinning frá Icelandair? Allar myndir sem sendar eru inn birtast á mbl.is og þemað er flug. Það er líka hægt að taka þátt á Instagrammeð myllumerkinu #mblflug 1.-2. Sæti Samsung Galaxy s21+ 3. Sæti 100.000 kr. gjafakort frá Icelandair 12. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.36 Sterlingspund 170.63 Kanadadalur 98.72 Dönsk króna 19.673 Norsk króna 14.148 Sænsk króna 14.363 Svissn. franki 134.8 Japanskt jen 1.1215 SDR 175.82 Evra 146.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.49 Hrávöruverð Gull 1803.4 ($/únsa) Ál 2435.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.67 ($/fatið) Brent « Samkvæmt drögum að nýjum reglum um skatta á eldsneyti vilja ráðamenn innan Evrópusambandsins smám saman hækka álögur á bens- ín, díselolíu og flugvélaeldsneyti á næstu tíu árum. Að sögn Financial Times verða drögin kynnt síðar í vik- unni og verði þau samþykkt af aðild- arríkjum ESB yrði það í fyrsta skipti sem samræmdur skattur yrði lagður á flugvélaeldsneyti í Evrópu. Er skattabreytingunum ætlað að hjálpa ríkjum Evrópusambandsins að ná því marki að minnka kolefnis- losun sína um 55% fyrir árið 2030. Verði breytingarnar að veruleika mun kolefnishlutlaust eldsneyti ekki vera skattlagt, né heldur flugvélaeldsneyti sem framleitt er með sjálfbærum hætti. Til að reglurnar taki gildi mun þurfa einróma samþykki allra 27 aðild- arríkja ESB. Talsmenn fluggeirans benda á að þær breytingar sem lagðar eru til geti í reynd haft neikvæð umhverfis- og efnahagsáhrif og að betra væri að fara þá leið að selja losunarheimildir á markaði. Sérstakur skattur á flug- vélaeldsneyti innan ESB myndi skekkja samkeppnisstöðu flugfélaga bæði innan Evrópu og á flugleiðum til annarra heimsálfa. ai@mbl.is ESB vill hærri gjöld á flugvélaeldsneyti STUTT BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fulltrúi Frakklands notaði tækifær- ið á fundi fjármálaráðherra G20- ríkjanna í Feneyjum um helgina og lagði til að í stað þess að sammælast um 15% lágmarksskatt á hagnað al- þjóðafyrirtækja yrði stefnt að 25% skatti. Þegar fjármálaráðherrar G7- hópsins funduðu í London fyrr í sumar féllust þeir á tillögu Banda- ríkjanna um breytingar á skattlagn- ingu alþjóðafyrirtækja til að tryggja að þau greiði að lágmarki 15% skatt af hagnaði sínum. Líkt og Við- skiptaMogginn fjallaði um sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, við það tækifæri að 15% skattagólf væri bara byrjunin og að Frakkland myndi beita sér fyrir því að lágmarkið yrði eins hátt og kostur er. Í dag þurfa frönsk fyrirtæki að greiða ríkinu 32% af þeim hagnaði sem þeim tekst að skapa og á Íslandi er hlutfallið 20%. Af Evrópuríkjum sem lenda undir 15% markinu má nefna Írland, Liechtenstein, Búlgaríu og Ung- verjaland sem leggja 9 til 12,5% skatt á félög. Samið um undanþágur Á fundinum samþykktu ráðherrar G20-ríkjanna megindrætti fyrirhug- aðs skattasamstarfs en enn á eftir að útfæra ýmis smáatriði og stefnt er að því að reglurnar verði fullmót- aðar í lok október þegar þjóðarleið- togar G20-ríkjanna funda í Róm. Að sögn Reuters eiga nýju skattareglurnar m.a. að fela í sér að ríki geti lagt 20-30% skatt á „um- framhagnað“ fyrirtækja sem verður til í hverju landi fyrir sig. Er „um- framhagnaður“ skilgreindur sem hagnaður sem er hærri en 10% af tekjum. Munu reglurnar gilda um fyrirtæki sem velta meira en 20 milljörðum evra á heimsvísu en veltumörkin verði færð niður í 10 milljarða að sjö árum liðnum, að því gefnu að skattasamráðið gefi góða raun. Reuters hefur eftir Paolo Gentil- oni, fjármálaráðherra ESB, að á þessu stigi sé m.a. deilt um hvort miða eigi við 20 eða 10 milljarða evra veltu og eins hvort þurfi að undanskilja ákveðnar greinar eins og iðnaðarfyrirtæki, en þegar hefur verið samþykkt að hlífa námafyr- irtækjum og fyrirtækjum í fjár- málageira við reglum um sam- ræmdan lágmarksskatt. Bíða með sérskatta á stafræna þjónustu Mörg Evrópuríki hafa lengi haft horn í síðu alþjóðlegra tæknirisa sem hafa hagnast vel á sölu á vörum og þjónustu á evrópskum mörkuð- um en bókfært hagnaðinn í öðrum löndum þar sem skattbyrðin er minni. Voru sum lönd langt á veg komin með að innleiða nýja skatta á stafræna þjónustu og var Evrópu- sambandið með frumvarp þar að lútandi í smíðum. Financial Times segir að í kjölfar fundarins í Fen- eyjum hafi ráðamenn í Brussel til- kynnt að hugmyndir um skatta á stafræna þjónustu verði settar á ís a.m.k. fram á haust til að auka lík- urnar á að ríki heims sammælist í staðinn um þær breytingar sem G20-hópurinn vinnur að. Upphaflega stóð til að kynna drög að nýjum ESB-reglum um skatta á stafræna starfsemi í þess- ari viku en síðar var kynningunni frestað til 20. júlí. FT hefur eftir starfsmanni ESB að endanleg ákvörðun um skatta á stafræna þjónustu hafi ekki verið tekin og velti framhaldið m.a. á niðurstöðu fundar Janet Yellen, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, og Ursulu von der Leyen, forstjóra fram- kvæmdastjórnar ESB, sem fram fer í dag. Frakkland vill taka upp 25% lágmarksskatt AFP Stórhuga Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, mætir til fund- arins í Feneyjum. Ríki heims hafa sýnt skattasamráðinu mikinn áhuga. Yfirboð » Deilt er um hvort nýjar regl- ur eigi að gilda um fyrirtæki með 20 eða 10 milljarða dala veltu. » Fjármála- og námafyrirtæki verða undanskilin. » Evrópusambandið mun bíða með reglur um sérskatt á staf- ræna þjónustu til að liðka fyrir verkefni G20-hópsins. - Línurnar teknar að skýrast um undanþágur og útfærslur skattasamráðs Breski auðkýfingurinn Richard Branson, stofnandi Virgin-sam- steypunnar, fékk á sunnudag far með geimflaug Virgin Galactic upp að ystu mörkum lofthjúps jarðar. Með þessu skaut hann Jeff Bezos, stofnanda Amazon, ref fyrir rass en Bezos hyggst taka þátt í geimskoti eldflaugafyrirtækis síns Blue Origin 20. júlí næstkomandi. Financial Times segir útspil Bran- sons marka kaflaskil í sölu og mark- aðssetningu á flugferðum út í geim. Fyrir tveimur vikum var ákveðið í snarhasti að Branson skyldi taka þátt í tilraunaflugi sunnudagsins þegar ljóst var að Bezos væri á leið út í geim, en upphaflega stóð til að Branson myndi ferðast með Virgin Galactic síðar á árinu. Með því að flýta för sinni kom Branson í veg fyr- ir að flug hans félli í skugga geim- ferðar Bezos en fréttir af uppátæki Bransons voru áberandi á öllum helstu fréttavefjum um helgina. Tvær leiðir að sama marki Mikill munur er á geimflugstækni Blue Origin og Virgin Galactic: Geimflaug Bransons er borin af stórri móðurflugvél upp í u.þ.b. 14 km hæð og er þá eldflaugarhreyfill ræstur, geimflaugin losuð frá móðurflugvélinni og henni flogið undir eigin afli upp í 80 km hæð. Bæði móðurflugvélin og geimflaugin lenda á flugvelli í lok ferðarinnar. Blue Origin notar hins vegar eld- flaug til að bera farþegahylki upp að mörkum lofthjúpsins. Hylkið er los- að frá eldflauginni í ákveðinni hæð og á hylkið að komast meira en 100 km frá yfirborði jarðar. Eldflaugin er margnota og lendir lóðrétt á fyrir- framákveðnum lendingarstað en hylkið svífur til jarðar í fallhlíf. Í báðum tilvikum fá farþegar að upplifa þyngdarleysi í um það bil fjórar mínútur. Bæði Blue Origin og Virgin Galactic hyggjst hefja farþegaflug á næsta ári. ai@mbl.is AFP Draumur Branson var að vonum glaður eftir ferðalagið. Branson út í geim á undan Bezos - Hitnar í kolunum á markaði fyrir far- þegaflug út í geim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.