Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 14

Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar kórónu- veirufar- aldurinn hófst vöknuðu strax spurningar um hvort veiran hefði komið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. Sú tilgáta var fljótt slegin út af borðinu og staðhæft að veiran hefði farið úr dýrum í menn, sennilega á útimarkaði í borginni. En kenningin hefur nú verið endurvakin og í Bandaríkj- unum stendur nú yfir rann- sókn á því hvort verið geti að veiran hafi með einhverjum hætti borist af rannsóknar- stofu í borginni. Í millitíðinni var hins vegar lítið gert úr tilgátunni og látið að því liggja að hún kæmi úr ranni lítt marktækra samsær- iskenningasmiða. Athyglisvert er að skoða hvernig það gerð- ist. Einn þátturinn í þeirri at- burðarás var rakinn í þýska tímaritinu Der Spiegel fyrir viku og er það mjög upplýs- andi frásögn. Í janúar í fyrra birtu tveir kínverskir vísindamenn stutta grein á vefsíðu fyrir efni, sem ekki hefur farið í gegnum síu fagtímarita, þess efnis að veir- an kæmi líklega úr rannsókn- arstofu. 11. janúar birtu Kín- verjar raðgreint erfðamengi veirunnar á netinu. 31. janúar skrifaði Kristian Andersen, dansk-bandarískur örveru- og ónæmisfræðingur, Anthony Fauci, sóttvarnalækni Banda- ríkjanna, tölvupóst þar sem hann sagði að ákveðinn hluti erfðamengisins væri ekki í samræmi við það sem ætla mætti út frá þróunar- kenningunni. Umræðan snýst hins vegar við eftir að læknatímaritið The Lancet birti yfirlýsingu 27 að- ila þar sem lýst var stuðningi við kínverska lækna og vís- indamenn, sem stæðu í fremstu víglínu í baráttunni við kórónuveiruna. Ekki var látið þar við sitja. „Við for- dæmum í sameiningu með ýtr- asta krafti samsæriskenningar um að Covid-19 eigi sér engan náttúrulegan uppruna,“ bættu höfundarnir við. Í lokin kemur fram að höfundarnir eigi engra annarlegra hagsmuna að gæta. Nú er litið svo á að þessi ákveðni tónn hafi orðið til þess að kæfa umræðuna um upp- runa veirunnar. Bandaríkja- maðurinn Jamie Metzl, sem er demókrati og ráðgjafi Alþjóða- heilbrigðisstofnunar Samein- uðu þjóðanna, gengur svo langt að segja að eftir á að hyggja sé þessi niðurstaða frekar „áróður en vísindi“. Látið hafi verið að því liggja að til- gáta, sem ekki væri hægt að sýna fram á að stæðist ekki, væri heila- spuni. Í fagtímaritinu Nature Medicine birtist síðan um miðjan mars bréf fimm vís- indamanna, þar á meðal eftir áðurnefndan Andersen, þar sem tekið er undir niðurstöð- una í yfirlýsingunni í Lancet vegna þess að alla eiginleika Sars-CoV-2 sé að finna í skyld- um kórónuveirum í nátt- úrunni. Þar er Andersen búinn að snúa baki við grunsemdum sínum um að veiran sé mann- gerð. Þrátt fyrir þessa atburðarás hljóðnuðu efasemdirnar aldrei og nú er svo komið að tilgátan um að veiran sé upprunin á rannsóknarstofu er aftur tekin alvarlega. Nú er líka farið að skoða yfirlýsinguna í Lancet í öðru ljósi. Meðal höfunda hennar var maður að nafni Peter Das- zak. Daszak er dýrafræðingur og hefur átt í nánu samstarfi við rannsóknarstofuna í Wuh- an, sem grunur leikur á að veiran komi frá. Hann stjórnar stofnun sem nefnist Eco- Health Alliance. Stofnunin sækir um opinbera rannsókn- arstyrki og veitir þá síðan til stofnana og rannsóknarstofa heima og erlendis. Frá árinu 2014 hefur stofnunin veitt 800 þúsund dollara (næstum 100 milljónir króna) úr opinberum bandarískum sjóðum til rann- sóknarstofunnar í Wuhan. Nú hafa komið í ljós tölvupóstar sem sýna að hann var ekki bara einn af þeim sem skrifuðu undir yfirlýsinguna, heldur er hann höfundur hennar og helsti hvatamaður. Þá sé eng- an veginn hægt að segja að hann hafi enga annarlega hagsmuni og í júní á þessu ári birtist athugasemd við grein- ina á vef Lancet þar sem hann gerir grein fyrir því hvaðan hann hafi tekjur og samstarfi EcoHealth Alliance við rann- sakendur í Kína. Þetta er aðeins lítið brot af flókinni og viðamikilli sögu, sem sennilega verður aldrei skýrð með fullnægjandi hætti. Þetta sögubrot sýnir hins veg- ar hvernig hægt er að nota yfirvarp vísinda til að stýra umræðu og kæfa. Þá er rétt að hafa í huga að hér er ekki bara um sagnfræði að ræða því að það skiptir máli upp á fram- haldið – varnir gegn farsóttum framtíðarinnar – að vita fyrir víst hver uppruni kórónuveiru- faraldursins var. Í skjóli vísinda var reynt að stýra umræðunni frá tilraunastofu- kenningunni} Uppruni veirunnar F yrir helgi sendi þverpólitískur hópur alþingismanna frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella nið- ur ákæru á hendur rannsóknar- blaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Juli- an Assange. Assange hefur verið innilokaður ásamt hryðjuverkamönnum og morðingjum í hinu alræmda Belmarsh-fangelsi í tvö ár vegna ákæru sem gefin var út á hendur hon- um en hann hafði þá í sjö ár dvalið í stofufang- elsi í sendiráði Ekvador í London. Sakarefnið eru njósnir, að hafa opinberað stríðsaðferðir Bandaríkjahers og birt gögn sem lekið hafði verið til Wikileaks. Áður en til handtökunnar kom hafði Barack Obama náðað Chelsea Manning, sem setið hafði í fangelsi í tæp sjö ár fyrir að leka gögnunum til Wikileaks. Julian Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa birt gögn sem sýndu umheiminum að starfsaðferðir Bandaríkjahers í Írak og Afganistan voru ekki í samræmi við alþjóðalög. Heimsbyggðin stóð á öndinni yfir þessum uppljóstrunum þar sem fylgst var með samtali hermanna og slátrun þeirra á almennum borgurum á götum úti. Yfirlýsing íslenskra þingmanna með áskorun um niðurfellingu ákærunnar er ekki einsdæmi því áður hafa þingmannahópar annarra ríkja gert slíkt hið sama. Er þetta liður í þrýstingi á bandarísk stjórnvöld að virða tjáningarfrelsi og rétt fjölmiðla til að birta upplýsingar í þágu lýðræðis. Á tímum stöðugrar fréttaveitu óform- legra fjölmiðla og fréttaóreiðu er mikilvægt að staðinn sé vörður um fjölmiðla sem þora, sem ekki birta eingöngu það sem ríkjandi stjórnvöldum er þóknanlegt heldur allt það sem varðar almenning. Það að eitt voldugasta ríki heims beiti slíkum aðferðum ætti að fá stjórnvöld allra landa til að rísa upp og mót- mæla. Þetta ástand er því miður ekki eins- dæmi, því við sjáum viðlíka í Norður-Kóreu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi en Bandaríkin hafa löngum þótt standa þeim ríkjum framar þegar kemur að lýðræðinu. En ofsóknir á hendur stofnanda Wikileaks benda því miður til annars. Það réttarbrot sem Assange hefur mátt þola er töluvert. Heilsu hans hefur hrakað verulega og almenn mannréttindi hans, sem ódæmds manns sem haldið er bak við lás og slá árum saman, alvarlega brotin. Er því óhætt að fullyrða að þarna eigi sér stað hvort tveggja alvarleg aðför að mannréttindum hans sem og aðför gegn frjálsum fjölmiðlum og lýðræði. Þeir sem vilja kynna sér tilurð málsins geta meðal annars lesið sér til í Stundinni, en þar er farið yfir málið og grundvöll saksóknar með aðstoð íslensks margdæmds afbrota- manns sem viðurkennt hefur að hafa blekkt bandarísk stjórnvöld í málinu. Íslensk stjórnvöld ættu nú í kjölfar yfirlýsingar þingmannahópsins að veita Julian Assange vernd á Íslandi. Það væri sómi að því. Helga Vala Helgadóttir Pistill Sjálfstæðir fjölmiðlar sem þora Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Ú rskurðarnefnd vátrygg- ingamála hefur birt yfirlit yfir úrskurði í deilum um tryggingabætur á árinu sem leið. Má þar sjá sögur af ýmsum atvikum sem fólk hefur lent í. Tveir bílar rákust á þar sem öku- maður annars bílanna var að aka fram úr yfir óbrotna miðlínu en hinn var að beygja inn á afleggjara. Ökumaður bílsins sem beygði kvaðst ekki hafa orðið var við fram- úrakstur bílsins fyrir aftan sig. Hann bjóst ekki við framúrakstri á þessum stað þar sem óbrotin miðlína var á veginum og ekki megi aka yfir óbrotna miðlínu. Ökumaður bílsins sem ætlaði að taka fram úr benti á að ökumenn sem ætli sér að beygja eigi að vera varir um umhverfi sitt og gefa stefnu- ljós en það hafi hann ekki gert. Vildu báðir ökumennirnir meina að hinn bæri fulla ábyrgð á árekstrinum en niðurstaða úrskurðarnefndar var að sök skyldi skiptast til helminga enda brutu þeir báðir umferðarreglur. Slegin með fötu í hnakkann Kona fékk þunga plastfötu í hnakkann fyrir tilstilli samstarfs- félaga og krafðist bóta úr ábyrgð- artryggingu vinnuveitandans. Í fyrstu var frásögnin sú að sam- starfsfélagi hennar hefði slegið hana með fötunni í hnakkann en svo var at- vikum lýst þannig að samstarfsfélag- anum hefði brugðið svo við hrekk annarra vinnufélaga að hann kastaði fötunni sem lenti á hnakka konunnar. Úrskurðarnefnd sagði að hvort sem fötunni var slegið eða kastað væri háttsemin svo langt frá eðlilegum vinnuskyldum að vinnuveitandinn gæti ekki talist bera á þessu skaða- bótaábyrgð gagnvart konunni. Óvissa um ósléttan veg Maður ók á lausan stein á óhefl- uðum vegi með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bílnum sem lenti utan vegar. Við það skemmdist bíll- inn. Maðurinn vildi fá tjónið bætt úr kaskótryggingu sinni en í skilmálum var tekið fram að tryggingin næði ekki til tjóns sem verður þegar ekið er á ósléttum vegi. Maðurinn hafði lýst veginum þannig að hann minnti helst á þvottabretti og að þar hefðu verið steinar á stærð við hálfs lítra gosflösku. „Ósléttur vegur“ væri þó allt of teygjanlegt hugtak til að vera í svona skilmála. Úrskurðarnefnd taldi að þessi vegur hlyti að falla undir hugtakið. Fékk maðurinn því engar bætur. Gamnislagur við yfirmann Maður sem vinnur á þvotta- og bónstöð stóð inni í kaffistofu þegar yfirmaður hans kom aftan að honum og knúsaði hann. Göntuðust þeir þarna sín á milli. Yfirmaðurinn herti svo takið með þeim afleiðingum að maðurinn rifbeinsbrotnaði. Fór hann rakleitt upp á bráðadeild. Í sjúkra- skýrslu kom fram að hann hefði rif- beinsbrotnað í gamnislag við yfir- mann sinn. Vildi maðurinn fá skaðabætur frá vinnuveitendum sín- um. Úrskurðarnefnd var viss um að það væri ekki þáttur í starfsskyldum yfirmannsins að taka utan um starfs- menn með þessum hætti. Atvikið væri því komið út fyrir þau mörk að geta talist falla undir ábyrgð vinnu- veitanda. Fljúgandi umferðarskilti Umferðarskilti fauk og skall á bíl. Vegagerðin mótmælti skaðabóta- ábyrgð en úrskurðarnefndin var því ekki sammála og sagði að skiltið hefði verið mjög nálægt veginum og aðeins fest með einum sandpoka og nokkr- um gúmmístöndum. Fékk maðurinn því bætur. Plastfata, gamnislagur og „ósléttir vegir“ Ljósmynd/ Morgane Perraud Plastfata Kona fékk þunga plastfötu í hnakkann en fékk ekki bætur. Úrskurðarnefndin tekur af- stöðu til þess hvernig sök skiptist milli aðila og hvort neytendur eigi rétt á bótum frá vátryggingafélaginu sínu eða ekki í hverju tilviki. Er þetta sí- lifandi þrætuefni og því var sett á fót sérstök nefnd sem sérhæfir sig í vátrygginga- málum frekar en að öll málin fari beint til dómstóla. Í ár voru afgreidd 443 mál, ekki liggur enn fyrir hvernig hlutfallið var milli þess hvenær neytendur höfðu betur eða þá vátryggingafélagið. Síðustu ár hefur skiptingin þó verið um það bil sjötíu prósent á móti þrjátíu prósentum, vátrygg- ingafélögum í vil. Til þess að fá úr máli sínu skorið fyrir nefndinni þarf fyrst að borga málskotsgjald sem nemur níu þúsund og tvö hundruð krónum og tekur það um sex vikur að fá málið af- greitt. 443 mál af- greidd 2020 ÚRSKURÐARNEFND Í VÁTRYGGINGAMÁLUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.