Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 16

Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir LKINUGEFÐU DAGAMUN Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Það er augljóst að RÚV er byrjað að reyna að stjórna ís- lenskri pólitík til vinstri eða troða Samfylkingunni og stjórnarandstöðunni fram í fréttatímum. Manni verður hálfillt að hlusta á fréttatíma eða þætti sem eiga að tilheyra fréttum hjá RÚV. 12. júní sl. var viðtal við formann Sósíalistaflokksins, því- líkt bull frá einum manni, þetta átti að vera frétt en var bara áróð- ur sem ég vona að fáir hafi hlustað á. Ég hef velt því fyrir mér af hverju þetta fólk sem býður sig fram til Al- þingis þarf ekki að leggja fram ferilskrá eins og aðrir sem sækja um vinnu. Ég vildi glaður sjá fer- ilskrá formanns Sósíalistaflokksins, GE. Ég hef ekki kom- ist hjá því að fylgjast með þeim manni. Þá má einnig nefna Samfylkinguna sem hefur enga stefnuskrá, allavega getur formaðurinn, LE, ekki skýrt hvað flokkurinn myndi gera á okkar erfiðu tímum eða flokkssystir hans, HV. Þvílíkir bullukollar! Svo koma Píratar og Viðreisn sem halda að þau viti allt en vita ekkert en geta bullað og bullað um allt og ekki neitt. Manni verður hálfillt að hlusta á þetta fólk. Í fréttum 6. júlí var rætt við fjármálaráðherra út af skýrslu OECD, sem gefur mjög jákvæða mynd af fjármálastöðu okkar Ís- lendinga, sem er mjög jákvætt. Strax á eftir talaði fréttamaður RÚV við formann Samfylkingar og einhvern Pírata sem ég veit ekk- ert hvað heitir og hvað höfðu þeir að segja: Alls ekki neitt en reyndu að finna eitthvað til að kasta ryki á skýrsluna og á ríkisstjórn Ís- lands. Ætlar fólk á okkar fallega landi virkilega að kjósa og treysta þessum blaðurskjóðum sem halda að það sé bara nóg að komast á Alþingi Íslendinga, þá viti þau allt! Ég hef aldrei kosið VG en ég er mjög ánægður með forsætisráð- herrann okkar og þessa ríkisstjórn og ég vil meina að þau hafi staðið sig mjög vel á Covid-tímum, hugs- að um allar hliðar þjóðfélagsins, fólkið í landinu og atvinnulífið. Þríeykið stóð sig mjög vel og rík- isstjórn Íslands hlustaði á þríeykið og fór eftir þessu góða fólki og öll- um sérfræðingum sem málið varð- ar. Við sjáum útkomuna. Ég vona að Íslendingar séu það vitibornir að kjósa ekki Samfylk- inguna, Viðreisn og ég tala ekki um Pírata og Sósíalistaflokkinn. Hvílík hneisa það yrði fyrir ís- lenskt samfélag. Meirihluti Íslend- inga vill sömu ríkisstjórn áfram og vona ég að svo verði. Ég persónulega styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur til Alþingis og veit að þar er heilsteypt kona á ferð sem fer ekki í manngrein- arálit. Þá skil ég ekki hvernig það má vera að kona sem vildi flytja inn ófrískar konur vegna fóstur- eyðinga sem hefði kostað þjóðina of fjár skuli skipa fyrsta sætið í stjórnmálaflokki fyrir Reykjavík. Það er ábyggilega ekki allt í lagi heima hjá þingmönnum stjórn- arandstöðunnar eftir því hvernig þau bulla. Ég held að það væri rétt að stjórnarandstaðan tæki ákveðin samtök sér til fyr- irmyndar og færi í 12 spora vinnu. Það myndi allavega ekki spilla fyr- ir og þau hættu þessu bulli. Eftir Friðrik I. Óskarsson Friðrik I. Óskarsson » Þá má einnig nefna Samfylkinguna sem hefur enga stefnuskrá, allavega getur formað- urinn, LE, ekki skýrt hvað flokkurinn myndi gera á okkar erfiðu tím- um eða flokkssystir hans, HV. Höfundur er eldri borgari og fyrrver- andi framkvæmdastjóri. Hverjum er hægt að treysta í pólitíkinni á Íslandi? Endurtekin vanda- mál vegna vatnselgs í Vaðlaheiðargöngum sem skiptu Steingrím J. engu máli vekja spurn- ingar um hvort heppi- legra hefði verið að taka göngin undir heið- ina í beinu framhaldi af Leiruveginum norðan Akureyrarflugvallar. Þessi vandamál vekja líka spurningar um hvort enn stærri sprungur geti síðar meir opnast eftir að vatn byrjaði að streyma út úr gangamunnanum í Fnjóskadal. Mörg voru vandamálin sem hlóðust upp á stuttum tíma í göngunum undir Vaðlaheiði án þess að Vegagerðin og þingmenn Norð- austurkjördæmis hafi eitthvað af sín- um fyrri mistökum lært. Talið var að þessi vandamál gætu tafið vinnu við þetta samgöngumannvirki svo mán- uðum skipti með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að þessi kostnaður hlaupi á mörgum milljörðum króna. Daglega hækk- aði kostnaðurinn við gangagerðina milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals án þess að fyrrverandi andstæð- ingur Fjarðarheiðar- og Norðfjarðarganga úr Þistilfirði vilji um ókom- in ár svara fyrir mistök sín sem skrifast á reikn- ing skattgreiðendanna. Uppreiknuð áætlun var 13,9 milljarðar króna og heildarkostnaður 16,3 milljarðar, þegar ítrekað var í sveitunum norðan heiða að of lítil umferð væri austan Vaðlaheiðar og á Eyjafjarðarsvæðinu til að 1.500 króna vegtollur gæti stað- ið undir fjármögnun samgöngu- mannvirkja á landsbyggðinni. Ég spyr: Hverjar hefðu afleiðingarnar fyrir ríkissjóð og heimilin í landinu orðið ef enn fleiri vatnsæðar hefðu opnast og hækkað áætlaðan kostnað upp í 25 milljarða? Nú er það ljóst að allar forsendur fyrir þessari mis- heppnuðu fjármögnun Vaðlaheiðar- ganga með innheimtu veggjalds á hvern bíl, sem Steingrímur J. blekkti Alþingi til að samþykkja sumarið 2012, eru brostnar og standast aldrei allt tímabilið sem þarf til að borga upp svona rándýrt samgöngu- mannvirki í fámennum sveit- arfélögum. Fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, Stein- grímur J., sem gerði misheppnaða til- raun til að sýna fram á að gang- agröftur undir Vaðlaheiði myndi að fullu klárast haustið 2015, situr uppi með skömmina eftir að hafa fallið á reikningsprófinu, og á nú mörgum spurningum ósvarað. Mín skilaboð til Steingríms J. og Kristjáns L. Möller eru þau að þessir landsbyggð- arþingmenn hefðu frekar átt að verja miðstöð sjúkraflugsins á Akureyri og Reykjavíkurflugvöll fyrir tilefnis- lausum árásum Jóns Gnarrs, Dags B. Eggertssonar og forstjóra Landhelg- isgæslunnar, sem þola illa hvað flug- mennirnir hjá Mýflugi standa sig vel og hafa þvert á allar hrakspár bjarg- að mörgum mannslífum þegar neyð- artilfelli koma upp með stuttu milli- bili. Stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga og þingmenn fyrr- verandi og núverandi stjórnarflokka, sem gátu með falsrökum troðið þess- ari framkvæmd fram fyrir brýnustu verkefnin á Mið-Austurlandi, Vest- fjörðum og í Suðurkjördæmi, reikn- uðu vitlaust og verða nú fyrir hverju áfallinu af öðru þegar það sannast að þessi veggöng gegnt Akureyri gátu kostað samanlagt 10 milljörðum meira en Héðinsfjarðargöngin, sem urðu 17% dýrari en upphafleg kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á. Kostn- aðurinn við málaferlin sem útboð jarðganganna norður í Fjallabyggð snerist upp í tók líka sinn toll þegar Vegagerðin féll á reikningsprófinu og sveik íslensku aðalverktakana um þetta umdeilda samgöngumannvirki, sem verður aldrei þjóðhagslega hag- kvæmt. Engu svaraði jarðfræðing- urinn úr Þistilfirði þegar hann var spurður hvort heppilegra hefði verið að bregðast fyrst við slysahættunni sunnan Múlaganga og í Almenn- ingum vestan gömlu Strákaganganna með þingsályktunartillögunni um tví- breið jarðgöng 2 km norðan Dalvíkur og milli Siglufjarðar og Fljóta áður en tími Vaðlaheiðarganga kæmi. Fyrr væri búið að stöðva einangrun Fjalla- byggðar við Eyjafjörð og Skagafjörð ef þessi tvíbreiðu göng sunnan Múla- ganga og undir Siglufjarðarskarð hefðu strax verið sett inn á sam- gönguáætlun vegna slysahættunnar, sem er alltof mikil norðan Dalvíkur og í Almenningum vestan Fjalla- byggðar. Nógu langir verða biðlist- arnir eftir þessum göngum til að nýja sveitarfélagið norðan Lágheiðar ein- angrist við landsbyggðina örfáum dögum áður en gengið er til næstu al- þingiskosninga. Stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga reiknuðu vitlaust Eftir Guðmund Karl Jónsson »Mörg voru vanda- málin sem hlóðust upp á stuttum tíma í göngunum undir Vaðla- heiði án þess að Vega- gerðin og þingmenn Norðausturkjördæmis hafi eitthvað af sínum fyrri mistökum lært. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.