Morgunblaðið - 12.07.2021, Page 20
✝
Pétur Hafstein
Skaptason
fæddist í Reykjavík
21. janúar 1945.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 23. júní
2021 eftir skamm-
vinn en erfið veik-
indi.
Foreldrar hans
voru hjónin Mar-
grét Borghild Haf-
stein, f. 1919, d. 2008, og Skapti
Jónsson, skipstjóri frá Hrísey,
f. 1914, d. 1986. Systkini Péturs
eru Elín Ebba Skaptadóttir, f.
1941, d. 2020, Þórunn Sóley
Skaptadóttir, f. 1943, og Jón
Skaptason, f. 1951.
Pétur kvæntist hinn 11. sept-
ember 1965 Huldu Guðbjarts-
dóttur, sem lést fyrir aldur
og Óðin Hanssyni, og Ína Björk
á þrjú börn, Laufeyju Ebbu,
Þóri Sólbjart og Ellert Orra. 3)
Gerður fræðslustjóri, f. 11. des.
1969, maki Jón Ben Einarsson,
þau eiga Maríu og Skapta
Benjamín. 4) Guðbjartur, veit-
ingamaður í Danmörku, f. 11.
des. 1969, maki Ragnheiður
Jónsdóttir, þau eiga þrjár dæt-
ur, Anitu, Soffíu Huldu og
Helgu Sigurbjörgu. 5) Hulda
Sóley, framkvæmdastjóri Sam-
skipa í Englandi, f. 6. okt. 1973,
maki Leslie Robbins, Hulda á
tvö stjúpbörn, Jessicu og Luke.
6) Iðunn viðskiptafræðingur, f.
23. ág. 1974, maki Stefán Krist-
inn Guðlaugsson, Iðunn á tvö
börn, Svövu Tönju og Jón
Georgsbörn, og Stefán á Fríðu,
Kristin Frans og Atla Dag.
Langafabörn Péturs eru nú 14
talsins.
Pétur bjó í Reykjavík fyrstu
fjögur ár ævi sinnar en fluttist
síðan með fjölskyldu sinni til
Akureyrar. Þegar Skapti, faðir
Péturs, réð sig til starfa hjá
Matvælastofnun Sameinuðu
þjóðanna árið 1957 fluttist fjöl-
skyldan til Indlands. Síðan bjó
Pétur einnig með foreldrum
sínum í Úrúgvæ og Argentínu
en fluttist aftur til Íslands til að
ljúka gagnfræðaskólanámi.
Pétur lauk námi í vélvirkjun
frá Iðnskólanum í Reykjavík
árið 1962 og hlaut meist-
araréttindi í sömu grein árið
1982.
Pétur starfaði hjá Vélsmiðj-
unni Héðni í Reykjavík meðan
á námi stóð og eftir að hann út-
skrifaðist og starfaði hann þar
alls í 12 ár. Pétur hóf störf í
Vélsmiðjunni Kópi í Innri-
Njarðvík eftir að fjölskyldan
fluttist til Keflavíkur árið 1974.
Árið 1979 hóf Pétur störf sem
verkstjóri hjá vélaverkstæði
Keflavíkurbæjar og starfaði
þar í 18 ár. Síðustu ár starfs-
ævinnar vann hann hjá Teiti
Jónassyni við farþegaflutninga
og í Skipasmíðastöð Njarðvík-
ur.
Útför Péturs fer fram 12. júlí
2021 kl. 13.30 í Kálfatjarnar-
kirkju í Vogum.
fram árið 2005.
Foreldrar hennar
voru hjónin Svava
Arnórsdóttir, f.
1919, d. 1989, og
Guðbjartur Stef-
ánsson, bókari hjá
Tollstjóraembætt-
inu, f. 1919 í
Reykjavík, d. 1975.
Börn Huldu og
Péturs eru: 1)
Svava, lektor við
Háskóla Íslands, f. 10. feb.
1966, maki Gunnar Halldór
Gunnarsson, Svava á tvo syni,
Pétur og Jón Guðmundssyni.
Gunnar á þrjár dætur, Kristínu
Hrönn, Lilju Björgu og Berg-
þóru Sól. 2) Margrét, löggiltur
endurskoðandi, f. 1. jan. 1968,
maki Ína Björk Hannesdóttir.
Margrét á tvo syni, Hans Þór
„Nei, þetta má ekki gerast,
hann er uppáhaldsmanneskjan
mín í öllum heiminum,“ sagði
systir hans er ég bar henni frétt-
ir af alvarlegum veikindum föður
míns. Pabbi var mikill ljúflingur,
hjálpsamur með eindæmum,
glettinn og skemmtilegur sögu-
maður. Líf pabba var kaflaskipt
eins og flestra í þessari veröld.
Æskan var í byrjun tíðindalítil,
fæddist í Reykjavík, fluttist til
Akureyrar og gekk þar í barna-
skóla í tvö ár. Árið 1957 dró til
tíðinda þegar öll fjölskyldan
fylgdi Skapta afa mínum til Ind-
lands vegna starfa hans. Pabbi
fór bara einn dag í skóla í Ind-
landi, að hans sögn, kennarinn
sló hann utan undir, hann sló til
baka og amma sagði stopp. Pabbi
eyddi því dögunum í að skoða
umhverfið og lenda í ævintýrum.
Einn vetur var hann sendur
heim í Héraðsskólann á Laug-
arvatni en náði bara tæpri önn
því nú fluttist fjölskyldan til Arg-
entínu og síðar Úrúgvæ. Ömmu,
sem sjálf var stúdent frá MR,
fannst ómögulegt að pabbi fengi
ekki menntun og sendi hann
heim „til að verða eitthvað“ eins
og pabbi sagði. Hann fór í Gaggó
Vest, kláraði verklega línu og
„datt síðan inn í Vélsmiðjuna
Héðin“ sem var á næstu grösum.
Þar og í Iðnskólanum í Reykja-
vík lauk hann prófi í vélvirkjun
og ílengdist í Héðni næstu árin.
Þá var komið að næsta kafla,
pabbi kynntist ungri Reykjavík-
urmey, Huldu Guðbjartsdóttur,
sem starfaði á Tollstjóraembætt-
inu. Tilhugalífið var stutt og giftu
þau sig 11. september 1965.
Fyrsta barnið kom í heiminn í ár-
ið 1966 og átta árum síðar voru
ungu hjónin orðin sex barna for-
eldrar. Fyrstu árin bjuggu þau í
húsnæði foreldra pabba eða til
1974 þegar þau fjárfestu í sínu
fyrsta húsnæði. Fyrir valinu varð
viðlagasjóðshús í Keflavík, fjarri
ættingjum og vinum, svo segja
má að þau hafi einangrast fé-
lagslega. En þau voru samhent
og kvörtuðu aldrei. Þeirra bestu
stundir voru í sumarbústað fjöl-
skyldu mömmu í Þrastaskógi.
Síðar keyptu þau sér tjaldvagn
og ferðuðust um landið. Skyndi-
lega dró ský fyrir sólu, mamma
lést eftir skammvinn veikindi að-
eins 59 ára gömul. Þetta fékk
mikið á pabba og hann þurfti að
finna nýjan takt. Gamlir
draumar voru dregnir fram, að
keyra þvert yfir Indland á mót-
orhjóli var of langsótt en draum-
urinn um að eignast húsbíl rætt-
ist. Það var eins og pabbi
endurfæddist á þessum árum,
hann varð félagslyndari og sótti
mikið til barna sinna og varð tíð-
ur gestur á heimili systra sinna,
sem áttu í honum trúnaðarvin.
Lokakaflinn hófst árið 2008 þeg-
ar hann tók það gæfuspor að
flytjast í Voga á Vatnsleysu-
strönd. Okkur öllum að óvörum
tók hann ríkan þátt í starfi eldri
borgara og eignaðist marga góða
vini. Fyrir fjórum árum fluttist
hann í Álfagerði, íbúðir eldri
borgara. Pabbi varð fljótt mað-
urinn sem íbúar leituðu til, það
þurfti t.d. að stilla hita í íbúð-
unum og skutla til læknis og hon-
um líkaði vel að geta aðstoðað
nágranna sína. Á móti fékk hann
félagsskap og lífsfyllingu.
Það er sorg í hjarta mínu
vegna fráfalls pabba, en jafn-
framt þakklæti fyrir að hafa átt
svona góðan föður. Farðu í friði,
elsku pabbi.
Meira á www.mbl.is/andlat
Gerður Pétursdóttir.
Elsku pabbi minn er farinn yf-
ir móðuna miklu eins og hann
átti sjálfur til að segja.
Þegar ég hugsa um tímann
sem ég hef átt með pabba frá því
að mamma kvaddi fyllist ég svo
miklu þakklæti en ég og pabbi
vorum bestu vinir og áttum sam-
an margar góðar stundir. Pabbi
hafi mjög gaman af því að ferðast
og fórum við stundum saman til
útlanda, m.a. nokkrum sinnum á
sólarströnd og það var aldrei
stund sem okkur leiddist. Pabbi
vissi næstum því bara allt held
ég og fróðari mann hef ég engan
hitt. Það var alveg sama hvar
drepið var niður, saga, stjórn-
mál, landafræði, hann vissi það
og var snillingur að setja nútíma-
atburði í sögulegt samhengi
þannig að unun var að hlusta á
hann og fræðast. Pabbi hafði líka
gaman af því að segja sögur af
eigin lífi og lífi foreldra sinna, þá
sérstaklega frá framandi lönd-
um, Indlandi, Argentínu og Úrú-
gvæ þar sem þau bjuggu um
tíma. Stundum voru sögurnar
lyginni líkastar og hann hafði
einnig gaman af því að krydda
þær með smá ýkjum þannig að
oft vorum við í vafa um hvort
þær voru sannar. Þá sögðum við
„nei þetta er nú lygasaga“ og þá
glotti hann og sagði „en ég lýg
aldrei.“ Þannig gátum við setið
heilu dagana, ég að hlusta á hann
segja sögur og við að ræða um
menn og málefni. Ég sagði alltaf
við strákana mína að „afi vissi
allt“ og að við ættum bara að
hringja í hann ef okkur vantaði
að vita eitthvað. Ég held svei
Pétur Hafstein
Skaptason
HINSTA KVEÐJA
Afi minn hann frábær er,
alltaf er gaman með þér.
Ólsen-ólsen við spilum og
gaman það er.
Á ísrúnt ég fer með þér
og gaman það er.
Afi minn á hjarta úr gull
því hann er enginn vingull.
Afar sjaldan segir hann bull
og hjartað enn úr gull.
Í veganesti hann gefur mér
allar þær sögur og ný orð
til að segja þér og mér.
Afi minn Pétur gull af manni er.
Ávallt þykir mér vænt um þig.
Í hjarta mér og öðrum þú ert.
Mundu að þú bestur ert.
Svava Tanja Georgsdóttir.
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021
✝
Ívar Júlíusson
fæddist 1. jan-
úar 1935 á Húsavík.
Hann lést 30. júní
2021 á gjörgæslu-
deild Sjúkrahússins
á Akureyri.
Foreldrar hans
voru Júlíus Sig-
urjónsson, f. 1903,
d. 1974, og Aðal-
björg Kristjáns-
dóttir, f. 1910, d.
1941. Systir Ívars er Bjargey, f.
1940.
Ívar var kvæntur Björgu
Skarphéðinsdóttur, f. 23.11.
1936, d. 12.1. 2018, og eignuðust
þau fimm börn: 1) Júlíus, f. 1956,
kvæntur Guðrúnu Elsu Finn-
bogadóttur, f. 1955. Þau eiga
fjögur börn: a. Valdimar, f. 1973,
kvæntur Svandísi Ríkharðs-
dóttur. Þau eiga tvo syni, b. Ívar,
f. 1978, kvæntur Sæunni Mar-
geirsdóttur. Þau eiga tvær dæt-
ur. c. Elva, f. 1980. Hún á tvö
tvo syni: a. Máni, f. 2001, kærasta
hans er Embla Sól Logadóttir, b.
Dagur, f. 2006.
Ívar fæddist á Húsavík eftir að
foreldrar hans höfðu hætt bú-
skap í Naustavík árið 1934. Hann
ólst upp og bjó allt sitt líf á
Höfðaveginum á Húsavík. Ívar
fæddist á Höfðavegi 17, for-
eldrar hans byggðu á Höfðavegi
13, þar bjó hann líka fyrstu árin
með Björgu. Síðar byggðu þau
sitt eigið hús á Höfðavegi 10 þar
sem hann bjó til æviloka.
Ívar stundaði sjómennsku
lengstan hluta ævi sinnar. Hann
var fyrst um sinn á vertíðum í
Keflavík, á bátum sem báru nafn-
ið Hilmir. Ívar kynnist eiginkonu
sinni, Björgu Huldu Skarphéð-
insdóttir, á þessum árum í Kefla-
vík.
Árið 1961 fer Ívar í útgerð
ásamt frændum sínum úr Nátt-
faravíkum. Bátur þeirra fékk
nafnið Fanney ÞH 130 og urðu
bátarnir tveir með því nafni. Út-
gerðin var farsæl alla tíð. Ívar
vann við veiðarfæragerð og
beitningu á Húsavík eftir að
hann hætti útgerð.
Útför Ívars fer fram frá Húsa-
víkurkirkju í dag, 12. júlí 2021,
og hefst athöfnin klukkan 14.
börn. d. Hlynur, f.
1990, kvæntur
Yönnu Bartolata. 2)
Aðalbjörg, f. 1961,
gift Gylfa Sigurðs-
syni, f. 1962. Þau
eiga þrjú börn: a.
Björgvin, f. 1978,
kvæntur Jónu Birnu
Óskarsdóttur. Þau
eiga tvö börn. b.
Hrannar, f. 1984, í
sambúð með Eygló
Sófusdóttur. Þau eiga þrjú börn.
c. Líney, f. 1993, í sambúð með
Kristjáni Elinóri Helgasyni. 3)
Skarphéðinn, f. 1966, í sambúð
með Arnhildi Pálmadóttur, f.
1972. Þau eiga tvö börn: a. Björg,
f. 1989, b. Arnar, f. 1998, í sam-
búð með Emblu Óðinsdóttir. 4)
Elín, f. 1968, gift Benedikt Krist-
jánssyni, f. 1970. Þau eiga þrjú
börn: a. Rut, f. 1998, b. Hrund, f.
2000, c. Kristján, f. 2005. 5)
Hrönn, f. 1978, gift Hafsteini
Halldórssyni, f. 1972. Þau eiga
Það var seinnipartur októ-
bermánaðar árið 1981 niðri við
Húsavíkurhöfn. Það var komið
kvöld og Húsavíkurbátarnir
voru að tínast í land, einn af
öðrum.
Við vorum að leggja upp að
bryggju á Sæborginni. Ég stóð
frammá, tilbúinn að hoppa í
land með springinn. Það skopp-
aði eitthvert klink upp úr úlpu-
vösum mínum þegar ég lenti á
bryggjunni. Líklega bara krón-
ur og aurar. Ég veitti manni
sem stóð álengdar enga athygli
og gekk frá endum á okkar bát.
Sem ég er að fara um borð aft-
ur, er klappað létt á öxlina á
mér. „Þú misstir þetta vinur.“
Stór maður, dökkur á brún og
brá rétti fram hönd með klink-
inu sem hafði hrokkið úr vösum
mínum. Ég tók eftir höndunum,
stórum og þykkum. Svo sá ég
góðlátlegt andlit og stór óvenju
ljósblá augu í skini frá vinnu-
ljósum Sæborgar. Ég tók við
klinkinu, svolítið vandræðaleg-
ur. Ég spurði strákana um
borð, hver þetta hefði verið.
„Þetta var Íbbi á Fanney“ var
svarað. Nokkru seinna var ég
gestkomandi sunnudag einn á
Höfðavegi 10.
Kærastan vildi kynna mig
fyrir foreldrum sínum. Hús-
freyja var að taka af borðinu
eftir hádegismatinn. Ég sá bak
og forsíðu Moggans lóðrétt við
borðið, sem stórar þykkar
hendur héldu um.
Mogganum var flett og ég
beið, svolítið óstyrkur. „Hmm
… voruð þið að fiska í gær?“
var loks spurt.
Ég varpaði öndinni léttar.
Þarna var eitthvað sem ég gat
talað um við pabba hinnar
heittelskuðu, hugsaði ég með
mér. „Já, við vorum með 3,5
tonn,“ svaraði ég.
Aftur þögn. Það var greini-
lega eitthvert bitastætt efni í
Mogganum - kannski Fiski-
fréttir.
Ég beið enn. Að lokum sigu
bak og forsíða niður og ég sá í
stór ljósblá augu og sólbrúnt,
hýrt og góðlegt andlit.
Þarna var þá kominn Íbbi á
Fanney, sem síðar varð tengda-
faðir minn.
Hann var af gamla skólanum.
Stór maður og sterkur og harð-
duglegur til allra verka. Hann
fór ungur á vertíð suður með
sjó, til Keflavíkur, og þar hitti
hann konuna í lífi sínu, hana
Björgu, sem flutti svo með hon-
um til Húsavíkur. Þar reistu
þau sér hús og Ívar stofnaði út-
gerð með frændum sínum árið
1961. Útgerðin og sjórinn áttu
hug hans allan í tæp 30 ár.
Fanneyjarútgerðin hafði orð á
sér fyrir að vera vel rekin og
sjómenn sóttust eftir því að fá
pláss á Fanney ÞH 130.
Ívar var hafsjór af fróðleik.
Minnugur og hafði gaman af
því að rifja upp síldarárin
gömlu. Hann var afar glaðvær,
þreyttist aldrei á að segja sög-
ur og átti fjölda vina. Eftir að
þeir Naustavíkurfrændur hættu
útgerð árið 1988 fór hann að
vinna við veiðarfæragerð. Þar
var hann á heimavelli og hætti
ekki þar fyrr en um sjötugt.
Hann fór í berjamó þegar berin
urðu blá og hafði afar gaman af
að koma færandi hendi með ber
í fötu. Það var ekki rusl í berja-
fötunni hans Ívars Júlíussonar.
Ívar setti svip á bæjarlífið,
einkum „neðan við Bakkann“
sem var bryggjan og bátarnir,
og hvert sem hann fór var hann
hrókur alls fagnaðar. Hann gat
talað við alla og það skipti ekki
máli hvort hann þekkti viðmæl-
andann eða ekki.
Hann dáði börn sín og barna-
börn og taldist svo að afkom-
endur sínir og Bjargar væru
orðnir 30 og nr. 31 á leiðinni. Á
Höfðaveginum var oft mann-
margt og ósjaldan var boðið
upp á nýsteiktar kleinur og
fleira góðgæti.
Ívar hélt í sinn síðasta róður
síðasta dag júnímánaðar, sáttur
við lífshlaup sitt, Guð og menn.
Ljúfur og góður maður er
genginn og ég kveð tengda-
pabba minn með söknuði.
Megi hann hvíla í friði.
Gylfi
Sigurðsson.
Elsku afi. Takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli frá Uppsölum)
Hvíldu í friði, við söknum
þín.
Rut, Hrund og
Kristján.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæll á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Við erum/vorum á leiðinni til
hans eins og undanfarin ár síð-
an við fengum húsbílinn 2009. Á
hverju sumri, oft yfir sumarið,
á Höfðaveginn, þar sem hann
tók frá stæði við húsið sitt fyrir
okkur, enginn mátti taka stæð-
ið okkar þegar við vorum vænt-
anleg. Það var mikið grínast
með þetta stæði, og síðan var
hann búinn að hella upp á
kaffið og taka til brauðið í
ristina á morgnana. Síðan beið
hann eftir að við dröttuðumst á
fætur og kæmum inn í morg-
unkaffið. Það voru gæðastundir
fyrir okkur. Hann hafði svo
gaman af að stríða mér og við
grínuðumst mikið saman. Síðan
sátu þeir Jón tímunum saman
og ræddu áhugamál þeirra
beggja, sjómennsku og sjávar-
útvegsmál.
Jóni fannst hann einhver sá
vænsti maður sem hann hafði
kynnst, og hann var búinn að
hlakka til að koma á Höfðaveg-
inn í sumar eins og vanalega,
þeim varð svo vel til vina. En
svona fór þetta, okkur finnst
þetta ótrúlegt, sorglegt og er-
um ekki búin að meðtaka þetta.
Okkar sumarferðir verða ekki
þær sömu í framtíðinni.
Hann kom inn í líf fjölskyldu
minnar þegar hann náði í kær-
ustuna sína systur mína,
Björgu frá Syðri-Tungu, þar
sem við bjuggum þá. Hann fór
með hana norður til Húsavíkur
og hún varð eiginkonan hans,
og þar bjuggu þau alla tíð.
Þau voru yndisleg hjón sam-
an, alltaf jafn hamingjusöm
með hvort annað, ég sagði oft
að þau væru alltaf eins og
nýtrúlofuð. Foreldrar okkar
Bjargar, tengdaforeldrar hans,
og hann voru mikilir vinir og
þar var sko gagnkvæm vinátta.
Hann Ívar missti svo mikið
þegar Björg lést. En hann hélt
ótrauður áfram, og hans bestu
stundir voru þegar börnin hans,
afabörnin, og langafabörnin
voru hjá honum, eða hann hjá
þeim. Það var alltaf mikið fjör
og margt um manninn á Höfða-
veginum á Mærudögunun, allir
að skemmta sér saman.
Þau elskuðu að fara til Gran
Canaria, þar sem við áttum
margar góðar stundir saman.
Vinir okkar þar urðu líka vinir
þeirra, þeir biðja margir fyrir
samúðarkveðjur til ættingja
hans.
Við Jón þökkum fyrir vinátt-
una við þennan mæta mann og
biðjum góðan Guð að blessa
hann og Björgu, og minningu
þeirra sem aldrei var önnur en
góð.
Börnunum hans sem hafa
verið mér eins og systkini, afa-
börnunum, langafabörnunum
yndislegu sem voru honum svo
mikils virði, vottum við samúð
okkar, þeirra missir er mikill.
Rakel mágkona og Jón
svili og vinur.
Leiddu mig nú til lífsins hæða áný,
í ljóssins geim.
Lýstu mér Drottinn loks er aftur sný,
úr langför heim.
Vísa mér leið og varða mína för.
og við mér tak er ýti nú úr vör.
Ívar eða Íbbi í Vogum eins
og hann var oftast nefndur átti
ættir að rekja handan yfir
Skjálfandaflóann til Naustavík-
ur þar sem Náttfari nam land
nokkru áður en Ingólfur settist
að í Reykjavík. Í Naustavík bjó
afi Íbba góðu búi og þar var
faðir hans fæddur og upp alinn
en hann fluttist síðan til Húsa-
víkur og settist að í Vogum við
Höfðaveginn á Húsavík þar
sem Íbbi fæddist og ólst upp
með systur sinni Bjargey hjá
föður sínum, ömmum og afa en
móður sína misstu þau mjög
ung að árum. Í Vogum bjó
hann síðan sín fyrstu búskap-
arár en byggði sér svo reisu-
legt hús handan Höfðavegarins
og bjó þar til æviloka. Sem
sagt fæddist, ólst upp og bjó
alla tíð við götuna sína ef frá
eru taldar nokkrar vertíðir sem
hann stundaði sjó frá Keflavík.
Ívar
Júlíusson