Morgunblaðið - 12.07.2021, Page 27

Morgunblaðið - 12.07.2021, Page 27
_ Ian Jeffs er nýr þjálfari meistara- flokks kvenna í knattspyrnu hjá ÍBV og mun hann stýra liðinu út leiktíðina. Andri Ólafsson lét af störfum sem þjálfari kvennaliðs ÍBV um síðustu mánaðamót eftir rúmlega eitt og hálft ár í starfi. Jeffs, sem stýrði kvennaliði ÍBV frá 2015 til 2018, stýrði sínum fyrsta leik gegn Þór/KA á Akureyri í gær þar sem liðin gerðu 1:1-jafntefli. _ Martin Hermannsson, landsliðs- maður í körfubolta, er ekki á förum frá spænska stórliðinu Valencia, þrátt fyr- ir orðróm þess efnis. Þetta staðfesti Martin í samtali við Karfan.is. Martin er samningsbundinn Valencia út næsta tímabil en hann hefur m.a. verið orðaður við gríska stórliðið Pa- nathinaikos. Leikstjórnandinn samdi við Valencia á síð- asta ári eftir tvö góð ár hjá Alba Berlín í Þýska- landi. _ Handknattleiks- markvörðurinn Arnór Freyr Stef- ánsson er genginn til liðs við Stjörnuna og skrifaði hann undir samning við félagið til ársins 2024. Hann kemur til liðsins frá Aftur- eldingu en Arnór er uppalinn í Breið- holtinu og spilaði ungur með ÍR. Hann hefur einnig spilað í efstu deild með HK og Aftureldingu og þá lék hann sem atvinnumaður með Randers í Danmörku í tvö ár. Stjarnan endaði í 5. sæti í úrvalsdeild á síðustu leiktíð og tapaði gegn Haukum í undanúrslitum Íslandsmótsins. _ Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty hafði betur gegn hinni tékk- nesku Karolinu Pliskova í úrslitum í einliðaleik á Wimbledon-mótinu og vann þar með sitt fyrsta Wimbledon- mót og sinn annan risatitil á ferlinum. Barty vann 2:1-sigur í úrslitaleiknum en hún vann fyrsta settið 6:3, tapaði öðru settinu 6:7 og vann það þriðja, 6:3. Barty, sem er 25 ára gömul og í efsta sæti heimslistans, vann sinn fyrsta risatitil á Opna franska meist- aramótinu árið 2019. Hún varð um helgina fyrsta ástralska kona til þess að vinna á Wimbledon í meira en fjóra áratugi, en vinkona hennar og læri- meistari, Evonne Goolagong Cawley, gerði það síðast árið 1980. Í karla- flokki var það Serbinn Novak Djokovic sem hafði betur gegn Ítalanum Matteo Berrettini í úr- slitaleik. Djokovic vann leikinn 3:1 en Berrettini vann fyrsta settið 7:6. Djokovic vann hins vegar 6:4, 6:4 og 6:3 í næstu settum á eftir og tryggði sér þannig sigurinn. Djokovic hefur nú unnið mótið þrisvar í röð og sex sinn- um alls. Hann hefur fagnað sigri á tuttugu risamótum alls og er nú jafn Svisslendingnum Rodger Federer og Spánverjanum Rafael Nadal sem báðir hafa unnið tuttugu risatitla á ferlinum. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Domusnovav.: Leiknir R. – ÍA ............ 19.15 Meistaravellir: KR – Keflavík ............. 19.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Würth-völlur: Fylkir – Breiðablik ...... 19.15 Samsung-völlur: Stjarnan – Valur........... 20 Í KVÖLD! Vináttulandsleikir karla Frakkland – Spánn............................... 79:87 Bandaríkin – Nígería ........................... 87:90 Argentína – Ástralía............................. 84:87 Vináttulandsleikur kvenna Frakkland – Spánn............................... 80:75 >73G,&:=/D EM U19 kvenna B-deild í Norður-Makedóníu: Ísland – Hvíta-Rússland...................... 22:23 Vináttulandsleikir karla Egyptaland – Brasilía .......................... 32:25 Þýskaland – Egyptaland .................... 29:27 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Vináttulandsleikur kvenna Spánn – Rúmenía ................................. 32:19 E(;R&:=/D Rúmenía Meistarabikarinn: CFR Cluj – Universitatea Craiova......... 0:0 _ Uni. Craiova vann í vítakeppni: 4:2. - Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 45 mínúturnar með CFR Cluj. Bandaríkin Orlando Pride – Racing Louisville........ 1:1 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando Pride. _ Efstu lið: North Carolina 16, Orlando 16, Portland 16, Houston 13. Noregur Sandviken – Vålerenga .......................... 3:0 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður á 68. mínútu. Stabæk – Arna-Björnar .......................... 0:3 - Guðbjörg Gunnarsdóttir sat allan tím- ann á varamannabekk Arna-Björnar. _ Efstu lið: Rosenborg 24, Sandviken 22, Vålerenga 18, Lilleström 18. Svíþjóð B-deild: Kalmar – Sundsvall ................................. 1:0 - Andrea Thorisson lék fyrstu 80 mínút- urnar með Kalmar. Noregur Molde – Odd.............................................. 5:0 - Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki með Molde vegna meiðsla. Rosenborg – Kristiansund...................... 1:0 - Hólmar Örn Eyjólfsson var ekki í leik- mannahóp Rosenborg. - Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður á 87. mínútu hjá Kristiansund. Sandefjord – Sarpsborg ......................... 2:0 - Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Sandefjord og skoraði. - Emil Pálsson lék fyrstu 56 mínúturnar með Sarpsborg. Brann – Tromsö....................................... 1:1 - Adam Örn Arnarson var ekki í leik- mannahóp Tromsö. Vålerenga – Lilleström........................... 2:2 - Viðar Örn Kjartansson lék ekki með Vålerenga vegna meiðsla. Viking – Strömsgodset ........................... 1:1 - Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 82 mínúturnar með Viking. - Ari Leifsson lék allan leikinn með Strömsgodset, Valdimar Þór Ingimundar- son var ónotaður varamaður. Staðan: Molde 13 9 2 2 33:12 29 Bodø/Glimt 13 7 3 3 27:13 24 Vålerenga 13 5 6 2 24:17 21 Kristiansund 12 6 2 4 11:12 20 Rosenborg 13 5 4 4 23:18 19 Viking 12 5 3 4 22:24 18 Lillestrøm 10 5 2 3 14:13 17 Odd 11 4 4 3 15:16 16 Haugesund 10 4 3 3 12:9 15 Sandefjord 10 5 0 5 14:16 15 Strømsgodset 11 3 4 4 15:20 13 Sarpsborg 11 3 3 5 8:14 12 Mjøndalen 10 2 4 4 12:11 10 Tromsø 12 2 4 6 11:21 10 Stabæk 10 1 3 6 11:22 6 Brann 13 1 3 9 12:26 6 Ameríkubikar karla Úrslitaleikur: Brasilía – Argentína................................. 0:1 Leikur um bronsverðlaun: Kólumbía – Perú....................................... 3:2 KNATTSPYRNA EM 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ítalía er Evrópumeistari karla í knattspyrnu í annað sinn eftir dramatískan sigur gegn Englandi í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London í gær. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir ítalska liðið því Luke Shaw kom Englendingum yfir strax á 2. mín- útu. Kieran Trippier átti þá frábæra fyrirgjöf frá hægri á fjærstöngina þar sem vinstri bakvörðurinn var réttur maður á réttum stað og Shaw stýrði boltanum laglega með innan- fótarspyrnu í stöngina og inn. Englendingar voru sterkari að- ilinn í fyrri hálfleik, án þess þó að ná að ógna marki ítalska liðsins að ein- hverju ráði, og enska liðið leiddi því 1:0 í hálfleik. Ítalir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og Leonardo Bonucci jafnaði metin fyrir Ítali á 67. mínútu eftir hornspyrnu. Domenico Berardi tók þá horn- spyrnu sem Bryan Cristante skall- aði áfram á fjærstöngina. Þar var Marco Verratti mættur og hann átti fastan skalla sem Jordan Pickford í marki Englands varði frábærlega en Bonucci var fyrstur til að átta sig í teignum. Hann náði frákastinu, ýtti boltanum yfir marklínuna af stuttu færi, og staðan því orðin 1:1. Sjötti bikar Ítalíu Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum það sem eftir lifði leiks og því var gripið til framlengingar. Þar tókst hvorugu liðinu að koma bolt- anum í netið og því ljóst að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Þar voru það Ítalir sem höfðu bet- ur, 3:2, en Gianluigi Donnarumma í marki Ítala varði frá þeim Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka. Pickford í marki enska liðsins varði einnig tvær spyrnur í víta- keppninni; frá Andrea Belotti og Jorginho en það dugði ekki til. Ítalir fögnuðu vel og innilega í leikslok en Donnarumma í marki ítalska liðsins var valinn besti leik- maður mótsins í leikslok. _ Þetta er í sjötta sinn sem Ítalía vinnur stórmót í knattspyrnu en lið- ið hefur fjórum sinnum orðið heims- meistari og tvívegis Evrópumeistari. _ Ítalía varð síðast Evrópumeist- ari árið 1968 eftir sigur gegn gömlu Júgóslavíu í úrslitaeinvígi. Leikið var í Róm á Ítalíu en fyrri úrslitaleik liðanna lauk með 1:1-jafntefli eftir framlengingu og því mættust liðin öðru sinni, tveimur dögum síðar, þar sem Ítalir fögnuðu 2:0-sigri. _ Þetta var í annað sinn sem úrslit Evrópumótsins ráðast í víta- spyrnukeppni en það gerðist fyrst árið 1976 á EM í gömlu Júgóslavíu þegar Tékkland vann Vestur- Þýskaland í vítakeppni í Belgrad í Serbíu. _ Leonardo Bonucci, markaskor- ari Ítala í leiknum, er elsti leikmað- urinn til þess að skora í úrslitaleik á Evrópumóti en hann var 34 ára og 71 dags gamall þegar hann skoraði í gær. _ England hefur aðeins unnið tvær vítakeppnir af níu á stórmótum í knattspyrnu eða 22% vítakeppna sinna. Ítalir Evrópumeistarar - Ítalía hafði betur gegn Englandi í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London - Markvörðurinn Gianluigi Donnaromma varði þrjár spyrnur í vítakeppninni AFP 2 Ítalir fagna sigri með Evrópubikarinn á Wembley í gær en þetta er í annað sinn sem Ítalía verður Evrópumeistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.