Morgunblaðið - 16.07.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.2021, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Andrés Magnússon andres@mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meiri- hluta þjóðarinnar, en fengi ekki þing- styrk til þess að halda velli ef kosið yrði í dag. Raunar blasir við að rík- isstjórnarmyndun yrði flóknari en nokkru sinni fyrr, því svo virðist sem níu stjórnmálaflokkar næðu kjöri á Alþingi. Þetta er meðal þess, sem lesa má úr niðurstöðum spurningavagns MMR. Ríkisstjórnin nýtur sem oftast áður meirihlutastuðnings kjósenda, en samkvæmt könnuninni styðja 55% ríkisstjórnina en 45% ekki. Hins vegar ná stjórnarflokkarnir ekki meirihluta, hvorki þegar horft er til samanlagðs fylgis, né dreifingar þingsæta. Þeir fá samanlagt 48% fylgi, en miðað við fylgisdreifingu allra flokka kæmi þá aðeins 31 þing- maður í hlut stjórnarflokkanna. Þó ber að geta að útreikningur á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu, en fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur ráðið hvernig þingsæti falla. Þegar þrjú framboð eru á mörkunum að ná 5% þröskuldinum eins og nú geta sáralitl- ar breytingar haft mikil áhrif. Enginn sigurvegari Þegar litið er á fylgi flokkanna er erfitt að halda fram að þar sé nokkur sigurvegari. Sósíalistar gætu að vísu hrósað sigri yfir að ná inn á þing, en sem fyrr segir er afar mjótt á munum og ekkert í hendi. Eins gætu Píratar fagnað því að bæta við sig þremur prósentustigum og tveimur þingsæt- um, nú eða Samfylkingin, sem fengi tvö ný sæti fyrir aðeins eins prósentu- stigs fylgisaukningu. Það má kalla góða nýtingu. Framsóknarmenn og sjálfstæðis- menn hafa án efa vonast eftir meiri árangri en þeim að halda sama fjölda þingsæta. Og hvað geta Vinstri græn þá sagt, flokkur hins vinsæla for- sætisráðherra í stjórn, sem flestum ber saman um að hafi komist betur í gegnum heimsfaraldurinn og senni- lega kórónukreppuna en flest önnur stjórnvöld geta státað af. Færu kosningar á þessa leið í haust gætu núverandi stjórnarflokkar leit- að liðsinnis hvaða annars þingflokks sem væri til að mynda fjögurra flokka stjórn. Á hinn bóginn væri svo auðvit- að hægt að reyna að mynda ríkis- stjórn án Sjálfstæðisflokksins, en hún þyrfti þá að vera fimm flokka hið minnsta, en þar yrðu Píratar á meðal, sem óvíst er að myndu þola stjórn- arsamstarf vel. Eða aðrir flokkar samstarfið við þá. Án bæði Sjálfstæð- isflokks og Pírata þyrfti hins vegar að mynda sex flokka ríkisstjórn og væri hún þó með tæpan meirihluta, rétt yf- ir 51% fylgi og aðeins 33 þingmenn, svo sú stjórn gæti verið í gíslingu tveggja stjórnarþingmanna. Þetta sýnir hversu þröng staðan væri með níu flokka á þingi, þar sem meðalfylgi annarra flokka en Sjálf- stæðisflokks er um 9% og meðal- þingflokkurinn með 6 manns. 8 16 6 3 3 9 7 8 3 B Framsókn 12,9% (+2,2%) 8 (0) ÞINGSÆTI C Viðreisn 9,4% (+2,7%) 6 (+2) ÞINGSÆTI D Sjálfstæðisflokkur 24,6% (-0,7%) 16 (0) ÞINGSÆTI M Miðflokkur 5,2% (-5,7%) 3 (-6*) ÞINGSÆTI P Píratar 12,2% (+3,0%) 8 (+2) ÞINGSÆTI S Samfylking 13,1% (+1,0%) 9 (+2) ÞINGSÆTI V Vinstrigræn 10,7% (-6,2%) 7 (-4*) ÞINGSÆTI F Flokkur fólksins 5,1% (-1,8%) 3 (+1*) ÞINGSÆTI 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% ’21’20’19’18K 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% ’21’20’19’18K 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% ’21’20’19’18K 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% ’21’20’19’18K 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% ’21’20’19’18K 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% ’21’20’19’18K 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% ’21’20’19’18K 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% ’21’20’19’18K J Sósíalistar 5,6% (—) 3 (+3) ÞINGSÆTI 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% ’21’20’19’18K **Þingstyrkur er reiknaður samkvæmt aðferð D’Hondt en miðast við heildartölur. Útkoman tekur ekki mið af mismiklu fylgi flokka í einstökum kjördæmum, sem getur haft áhrif á þingmannafjölda. *Bæði Flokkur fólksins og Vinstri grænmisstu tvo þingmenn úr þingflokknum sínum á kjörtímabilinu, en Miðflokksmönnum fjölgaði um tvo þegar þingmenn fluttu sig milli flokka. 24,6% 12,9% 5,2% 9,4% 5,1% 13,1% 10,7% 12,2% 5,6% 1,29% Fylgi flokka og áætlaður þingstyrkur** úr spurningavagni MMR 8. - 14. júlí Stjórnarmyndun ákaflega erfið - Með níu flokka á þingi og flesta smáa gæti reynst snúið að berja saman ríkis- stjórn og viðbúið að 4-8 flokka þyrfti til - Stjórnarflokkar ná ekki meirihluta Könnun þessi á fylgi stjórn- málaflokkanna er sú fyrsta í sam- starfi rannsóknafyrirtækisins MMR við mbl.is og Morgunblaðið. MMR stundar umfangsmiklar markaðsrannsóknir og gerir einnig reglulegar fylgismælingar og tíð- ari en aðrir rannsóknaraðilar. Mælingarnar gefa mikilvægar vísbendingar um hið pólitíska landslag. Samstarfið mun gefa mbl.is og Morgunblaðinu kost á að dýpka og bæta fréttaflutning til lesenda. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí og var hluti af spurninga- vagni MMR. Í úrtakinu voru ein- staklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR sem valdir eru úr þjóðskrá. Reglulegar fylgiskannanir SAMSTARF MMR OG MBL.IS OG MORGUNBLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.