Morgunblaðið - 16.07.2021, Page 12

Morgunblaðið - 16.07.2021, Page 12
BAKSVIÐ Logi Sigurðarson logis@mbl.is Ferðaþjónustan virðist vera að koma til baka hraðar en áætlað var og ferðamenn eru þyrstir í að heim- sækja skemmtileg íslensk söfn. Hjörtur Gísli Sigurðsson, safnstjóri Hins íslenzka reðasafns, segir að loksins sé aðsókn í safnið að aukast til muna. „Það er bara bein leið upp loksins; það er stöðug aukning. Við erum með okkar hlutdeild og þetta helst bara í hendur við þann fjölda sem kemur til landsins. Það eru svona 4-5% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands sem heimsækja safnið,“ segir Hjörtur. Hann segir að ferðamannastraum- urinn hafi byrjað í safnið seinni hluta maí en nú í júlí hafi aðsókn margfald- ast og hátt í tvo hundruð ferðamenn sótt safnið heim á degi hverjum. „Við finnum fyrir daglegri aukn- ingu; okkar kúnnar eru 99,5% er- lendir ferðamenn þannig þetta er al- gjörlega háð þeim.“ Hjörtur segir að þau hafi ekki ver- ið viðbúin fyrir þessum hraða við- snúningi og séu nú undirmönnuð eft- ir samdrátt vegna faraldursins. „Við þurftum að draga svo mikið saman í gegnum Covid-tímabilið því þá var allt nánast stopp hjá okkur. Ferðamennirnir sem eru að koma eru alls staðar frá en þetta eru mikið Bandaríkjamenn, sérstaklega í júní en fjölbreytnin er að aukast núna í júlí.“ Bindur vonir við næstu ár Hann segist vera fullur bjartsýni fyrir komandi mánuði. „Þetta fer hraðar af stað en maður þorði að vona og hefur skilað sér hraðar til okkar þannig við erum bara bjartsýn.“ Hjörtur bindur vonir við að á næstu tveimur árum verði ferða- þjónustan komin á sama stað og 2018 sem var þeirra besta ár en er ánægð- ur með stöðuna núna. „Þegar sem flestir heimsóttu safn- ið komu dagar þar sem sáum 300-400 manns mæta til okkar. Árið 2018 komu 90.000 manns á safnið, þannig þú sérð að það er langt í það. Við er- um flutt síðan þá og erum með miklu betri aðstöðu.“ Hann bætir við að árið 2020 hafi verið fyrsta árið í langan tíma þar sem safnið var rekið í tapi en nú horfi til betri vegar. Hann býst við hagn- aði á þessu ári og segir að Íslend- ingar megi vera duglegri að heim- sækja safnið. „Þetta var fyrsta lélega árið í mörg ár en við búumst við hagnaði í ár, þar að auki erum með bestu kaffi- vél landsins.“ Þóra Matthildur Þórðardóttir, rekstrarstjóri hjá Special Tours sem rekur hvalasafnið á Granda, tekur undir með Hirti og segir aðsóknina hafa verið stigvaxandi síðan í maí og segist hafa séð gríðarlega aukningu á heimsóknum í þessari viku. „Straumurinn byrjaði í júní og hefur aukist jafn og þétt og núna finnum við virkilega fyrir því að hlut- irnir eru byrjaðir að rúlla aftur. Þetta er ekki orðið eins mikið og fyr- ir Covid en það er allt komið í gang og á réttri leið,“ segir Þóra. Hún bætir við að þau hafi líklega verið aðeins of bjartsýn. „Ég held við höfum verið svolítið bjartsýn, við héldum að þetta myndi fara aðeins hraðar af stað í júní en þetta er ekkert langt frá því sem við bjuggumst við.“ Þóra segir að í maí hafi um 90% gesta verið Íslendingar en það hafi aldeilis breyst í júlí þar sem nú eru um 70% gesta safnsins ferðamenn, aðallega frá Bandaríkjunum. „Suma daga erum við með yfir 200 gesti sem koma til okkar. Við búumst við því að þetta muni halda áfram að aukast í ágúst, svo í september og október ættum við að vera komin á fína siglingu, sérstaklega á meðan landamærin haldast nokkuð opin. Ég held það sé langsótt að búast við að við verðum á sama stað og fyrir Co- vid strax. Ætli það taki ekki 2-4 ár að ná því. Þetta fer alla vega vel af stað og við vonum það besta.“ Hraður viðsnúning- ur í ferðaþjónustu - Aðallega Bandaríkjamenn - Stöðug aukning síðan í maí Morgunblaðið/Árni Sæberg Safn Reðasafnið er vinsæll ferðamannastaður í höfuðborginni, safnstjóri safnsins segir Íslendinga ekki nógu duglega að koma í heimsókn. Hjörtur Gísli Sigurðsson Þóra Matthildur Þórðardóttir 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla INNFLUTNINGUR AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM VERKSTÆÐI VARAHLUTIR STUTT « Hlutabréfaverð flugfélaganna tveggja, Icelandair og Play, lækkaði talsvert í Kauphöll Íslands í kjölfar frétta af aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Upp- lýsingafundur almannavarna var haldinn kl. 11 í gær- morgun og eftir því sem línur skýrðust á vettvangi hafði það meiri áhrif á hlutabréfaverðið. Þegar upp var staðið höfðu bréf Play lækkað um tæp 7% í ríflega 74 milljóna króna viðskiptum. Hafa bréfin ekki endað á lægra dagslokaverði frá því að þau voru skráð á First North-markaðinn í liðinni viku. Bréf Icelandair hófu daginn á nokkurri lækkun en hjörnuðu við uns klukkan sló 11 og tóku þá nokkuð snarpa dýfu. Dagslokaniðurstaðan var 3,4% lækkun í tæplega 96 milljóna króna viðskiptum. Þótt talsverðar sveiflur hafi verið á bréfum flugfélaganna bliknuðu þær í samanburði við það hrun sem varð á bréfum Solid Clous sem lækk- uðu um 14,9% í takmörkuðum viðskiptum upp á 4,3 milljónir króna. Hafa bréf félags- ins misst 36% af verðgildi sínu frá hlutafjárútboði sem fyrirtækið réðst í undir lok júní- mánaðar. Flugfélögin tóku á sig högg í Kauphöll í kjölfar frétta af aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Miðbaugur ehf., sem sinnir heild- og smásölu á gleraugum, m.a. undir merkjum Optical Studio, skilaði 82,9 milljóna króna hagnaði á árinu 2020 og jókst hagnaðurinn um 25,4 millj- ónir frá árinu 2019 þegar hann nam 57,5 milljónum. Líkt og fram kemur í skýrslu stjórnar með ársreikningi Miðbaugs hafði heimsfaraldur kórónuveirunnar talsverð áhrif á rekstur fyrirtækisins sem m.a. hefur rekið um langt árabil verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Þannig má sjá á reikningum félagsins að vörusala nam 788,5 milljónum króna og dróst sam- an um 128,3 milljónir króna eða 14%. Á sama tíma dróst kostnaðarverð seldra vara saman um 44 milljónir og nam 311,3 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld námu 248,8 milljónum og drógust saman um 82,1 milljón króna. Ársverk hjá fyrirtækinu voru 25 en líkt og fram kemur í fyrrnefndri skýringu var starfsmannafjölda haldið í lágmarki á liðnu ári vegna stöðu mála í samfélag- inu. Annar rekstrarkostnaður dróst saman um tæpar 50 milljónir og nam 102,7 milljónum. Eigið fé Miðbaugs nam 161,3 milljónum í lok árs 2020 og hafði aukist um tæpar 50 milljónir frá árslokum 2019. Eigandi Miðbaugs er Kjartan Bragi Kristjánsson. Gleraugnasalan góð - Optical Studio hagnast um 82,9 milljónir þrátt fyrir tals- verðan samdrátt í sölu - Reksturinn skapar 25 ársverk Gleraugnasala Optical Studio hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð í gleraugnasölu á Íslandi. Hefur verslunin í Keflavík notið mikilla vinsælda. Morgunblaðið/Árni Sæberg « Elmar Ásbjörnsson hefur verið ráðinn í starf fram- kvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands. Elmar hefur gegnt starfinu án auglýsingar frá ársbyrjun, eða frá þeim tíma þegar Finnur Sveinbjörnsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri bankasviðs, lét af störfum. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní. Elmar hóf störf hjá Fjármálaeftirlitinu árið 2011 sem sérfræðingur og var frá 2014-2020 forstöðumaður áhættugreininga fjár- málafyrirtækja hjá FME og síðar sameinaðri stofnun Seðla- banka Íslands. Elmar er með MSc.-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Há- skóla Íslands og hefur auk þess lokið löggildingu í verð- bréfamiðlun. Elmar Ásbjörnsson tekur við stöðu framkvæmda- stjóra bankasviðs hjá Seðlabanka Íslands Elmar Ásbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.