Morgunblaðið - 16.07.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
Hollenski blaðamaðurinn Peter R.
de Vries er látinn eftir að hafa orðið
fyrir skotárás á götu úti í Amst-
erdam í síðustu viku. Vries, sem var
64 ára, er hvað þekktastur fyrir að
hafa komið upp um glæpagengi og
eiturlyfjahringi og hefur hann að-
stoðað lögreglu við rannsókn fjöl-
margra áberandi sakamála.Vries
var skotinn fimm sinnum, meðal
annars í höfuðið, er hann yfirgaf
upptökuver eftir að hann kom fram í
spjallþætti. Tveir voru handteknir í
kjölfar árásinnar, annar er 35 ára
Pólverji og hinn er 21 árs Hollend-
ingur. „Peter barðist alveg til enda
en hann gat ekki unnið baráttuna,“
segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu
blaðamannsins. Hann hafi látist í
faðmi fjölskyldu sinnar.
Trúnaðarmaður lykilvitnis
Vries fjallaði á ferli sínum um fjöl-
mörg áberandi sakamál, meðal ann-
ars ránið á bjórjöfrinum Freddy
Heineken árið 1983. Árið 2013 var
William Holleeder, maðurinn sem
rændi Heineken, dæmdur fyrir að
hóta Vries. Holleeder var dæmdur
árið 2019 í lífstíðarfangelsi fyrir þátt
sinn í fimm morðum. Þá hefur Vries
áður notið verndar lögreglu í kjölfar
hótana vegna aðkomu hans að saka-
málum sem rannsóknablaðamaður. Í
fyrra gerðist hann trúnaðarmaður
lykilvitnis í máli gegn einum af ill-
ræmdustu glæpamönnum Hollands,
Ridouan Taghi, sem er efstur á
handtökulista lögreglu. Lögmaður
vitnisins var skotinn til bana fyrir
framan heimili sitt fyrir tveimur ár-
um. Fjölmiðlar hafa því tengt Taghi
við morðið á Varies.
AFP
Morð Vries varð fyrir skotárás á
götu úti í Amsterdam í síðustu viku.
Hollenski blaða-
maðurinn látinn
- Vries var skotinn fimm sinnum
Yfirvöld á Kúbu hafa tímabundið
aflétt tollum af mat, lyfjum og öðr-
um nauðsynjarvörum. Stærstu mót-
mæli frá stjórnarbyltingunni á
sjötta áratugnum standa nú yfir í
landinu, en mikil óánægja ríkir
gagnvart stjórnvöldum. Skortir
landsmenn rafmagn, vatn og mat,
svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma
hefur ástandið í heilbrigðiskerfinu
versnað vegna fjölgunar Covid-19-
smita. Frá og með næsta mánudegi
verða engar takmarkanir á inn-
flutningi ferðamanna á nauðsynja-
vörum.
KÚBA
Tollum aflétt á
nauðsynjavörum
Mótmæli Óánægja ríkir á Kúbu.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Fleiri tugir manna eru látnir af völd-
um flóða og úrhellisrigninga í vest-
urhluta Evrópu og tuga til viðbóta er
saknað. Að minnsta kosti 59 eru látn-
ir í Þýskalandi og átta í Belgíu.
Ástandið er einna verst í sam-
bandsríkjunum Rheinland-Pfalz og
Nordrhein-Westfalen í Þýskalandi en
flóð herja einnig á austurhluta Belg-
íu, Lúxemborg, Holland og Frakk-
land.
Ár hafa flætt yfir bakka sína eftir
metúrkomu á svæðinu. Flóðin hafa
hrifið með sér hús og vatn streymir
stríðum straumum eftir götum og eru
því margir vegir lokaðir. Þá eru þús-
undir heimila án rafmagns og skólar í
vesturhluta Þýskalands lokaðir. Veð-
urspár gera ráð fyrir að ekki dragi úr
úrhellinu fyrr en í kvöld.
„Þetta er sturlað“
Hundruð björgunarmanna eru við
störf en meðal látinna eru tveir
slökkviliðsmenn sem unnu að björg-
un fólks í nauðum. Þá taka hermenn
einnig þátt í björgunarstörfum í
Þýskalandi. Lögregla þar í landi hef-
ur komið á neyðarlínu þar sem fólk
getur tilkynnt um ástvini sem er
saknað. Fólk er beðið um að senda
inn myndir og myndbönd sem geta
aðstoðað björgunaraðila við leitina.
„Enginn átti von á þessu, hvaðan
kom öll þessi rigning? Þetta er sturl-
að,“ sagði Annemarie Müller, eftir-
launaþegi í Mayen í sambandsríkinu
Rheinland-Pfalz, þar sem hún stóð á
svölum í íbúð sinni og horfði yfir bíl-
skúrinn og garðinn sem var á floti.
Müller segir miklar drunur hafa fylgt
flóðinu og hún óttaðist um tíma að
flóðið myndi brjóta sér leið inn í íbúð-
ina. AFP hefur eftir forsætisráðherra
Rheinland-Pfalz að óveðrið og afleið-
ingar þess eigi sér engin fordæmi í
ríkinu. Kanslari Þýskalands, Angela
Merkel, er stödd í Bandaríkjunum en
hún segir hug sinn vera hjá Þjóðverj-
um. Þá sendi hún aðstandendum lát-
inna samúðarkveðjur. „Við vitum
ekki enn hversu margir eru látnir, en
það verða margir. Allt verður gert til
þess að finna þá sem enn er saknað.“
Hún segir mörg önnur lönd hafa boð-
ið fram aðstoð sína. Meðal leiðtoga
sem hafa boðið fram aðstoð er forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, Ursula von der Leyen, og
Boris Johnson, forsætisráherra Bret-
lands.
Samgöngur í lamasessi
Íbúar í öðrum löndum Vestur-Evr-
ópu hafa einnig fengið að kenna á
flóðunum. Verst er ástandið í Liege-
héraði í Belgíu. Þar hafa fjórir fund-
ist látnir. Íbúar Liege-borgar eru
beðnir um að yfirgefa svæðið og þeir
sem komast ekki í burtu eru beðnir
um að dvelja á efri hæðum húsa
sinna. Þá er lestarkerfi Belgíu í lama-
sessi. Yfirvöld í hollenska bænum
Valkenburg, sem stendur nærri
landamærum Þýskalands og Belgíu,
rýmdu hjúkrunarheimili og líknar-
deild þegar aðalgata borgarinnar
umbreyttist í fljót. Óvenjumikið regn
hefur sömuleiðis fallið í Norðaustur-
Frakklandi og valdið samgöngutrufl-
unum. Síðustu tvo daga hafa sum
svæði þurft að þola regn sem jafn-
gildir tveggja mánaða úrkomu.
Tugir látnir eftir flóð og
úrhelli í Vestur-Evrópu
- Flóðin hafa hrifið með sér hús og vatn streymir stríðum straumum eftir götum
AFP
Flóð Á sumum svæðum í Vestur-Evrópu hefur úrkoma undanfarinna daga verið á við tveggja mánaða úrkomu.
Björgunaraðgerðir Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Mál bandarísku
söngkonunnar
Britney Spears
var tekið fyrir í
dómstólum í
fyrradag og
sagðist Spears
vilja kæra föður
sinn fyrir að mis-
nota aðstöðu sína
sem for-
ráðamaður henn-
ar. Söngkonan hefur verið undir
forsjá föður síns frá árinu 2008.
Spears gaf vitnisburð í gegnum
síma fyrir dómstólnum. „Ég er hér
til að leggja fram ákæru. Ég er reið
og ég mun fara alla leið,“ sagði
Spears. Dómarinn í máli hennar
hefur samþykkt að veita henni leyfi
til að ákveða sjálf hvaða lögmaður
flytur mál hennar. Fyrri lögfræð-
ingur Spears sagði nýverið af sér
en hann hafði séð um mál söngkon-
unnar frá árinu 2008.
BANDARÍKIN
Britney
Spears
Britney Spears vill
kæra föður sinn