Morgunblaðið - 16.07.2021, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sanntrúaðir
vinstrimenn
voru forðum
fastheldnir á áróð-
ur sem þeir höfðu
kokgleypt um
framfarir og fé-
lagslegt forskot í
Sovétríkjunum sálugu. Fram-
bjóðandinn Bernie Sanders var
baráttuglaður og beittur og með
mikla yfirferð eins og sýndi sig í
prókjörsbaráttu hans í flokki
demókrata í Bandaríkjunum
þegar velja skyldi forseta-
frambjóðanda. Og honum var
ekki auðveldlega haggað frá
þeirri mynd af sósíalismanum
sem hann hafði gefið sér ungur.
Hann fór í brúðkaupsferð til
Moskvu forðum fyrir rúmri
hálfri öld og hann réttlætti
„ástandið á Kúbu“ eftir áratuga
valdaeinokun þeirra Kastró-
bræðra. Benti hann á að Fidel
hefði náð góðum árangri við að
láta kenna kúbönskum börnum
lestur.
Við hér þekkjum svipaða
réttlætingu á sovétinu með vís-
un til fjölda lækna þar í sam-
anburði við Vesturlönd, skv.
„áreiðanlegum“ opinberum töl-
um eystra. Á daginn kom að
ekki var heil brú í þeim frægð-
arsögum yfirvalda. Fæst
sjúkrahús þar eystra hefðu
reyndar fengið starfsleyfi á
Vesturlöndum vegna lélegs að-
búnaðar, hraklegs tækjakosts
og reyndar fárra lækna! Og þau
fáu hús sem kannski hefðu get-
að þrengt sér í gegnum slíkt
mat voru einungis fyrir allra
æðstu spírur flokksins. Á
Vesturlöndum tók samheitið
„nomenklatura“ til þessarar
hæstu hirðar kommúnista-
flokksins í ríki jöfnuðarins.
Obama forseti slakaði veru-
lega á þeim þrýstingi sem báðir
stóru flokkarnir voru lengst af
einhuga um að beita skyldi
stjórnvöld á Kúbu og draga ekki
af nema að einræðisstjórnin í
Havana slakaði á klónni gegn
almenningi. Sendiskrifstofur
voru opnaðar í löndunum. En
ekki löngu síðar kom í ljós að
leyniþjónusta Kastróbræðra
hafði beint hættulegum geislum
að sendiráðinu í Havana svo
fjöldi starfsmanna þar sýktist
og þurfti að kalla þá heim!
Lengi vel leituðust Kreml-
verjar við að styrkja Kúbu svo
hún kæmist yfir hungurmörk í
þessu sólarríki og allsráðendur í
Venesúela og Íran lögðu sig
fram um að halda Kastró-
stjórninni gangandi og nokkur
ríki á Vesturlöndum fóru í þann
félagsskap. Þótt Rússland hafi
enn taugar til Kúbustjórnar
hefur það ekki afl til þess að
beita sér. Einræðisstjórnum
sósíalista í Venesúela tókst að
koma einu ríkasta olíuríki heims
á kaldan klaka svo
það hefur orðið að
draga að sér hönd-
ina og hefur jafnvel
sjálft þurft að fá að-
stoð varðandi elds-
neyti frá Íran!
Vegna veirufarald-
urs hefur enn þrengt að kröpp-
um kjörum almennings á Kúbu
sem mátti ekki við miklu.
Óánægja og reiði brýst út á göt-
um og torgum þrátt fyrir þá
miklu hættu sem slíku fylgir,
enda hika yfirvöld ekki við að
beita þegna sína harðræði.
Tekið er eftir því í Bandaríkj-
unum hversu slöpp og bitlaus
viðbrögðin þeirra sem sjá um
ákvarðanir Hvíta hússins hafa
verið.
Demókratar hafa tapað bar-
áttunni um Flórída í tvennum
forsetakosningum í röð og hin
veiku andmæli gegn hörku yfir-
valda í Havana eru ekki líkleg
til að breyta afstöðunni til
demókrata í bráð. Sérlega at-
hyglisvert er að fylgjast með at-
beina marxísku hreyfingar-
innar, Black Lives Matter, við
harðneskjunni á Kúbu. BLM
styður yfirvöld á Kúbu opin-
berlega og fordæmir afstöðu
Bandaríkjastjórnar, þótt hún
geti ekki verið veikari og vand-
ræðalegri.
Það er reyndar einkennilegt
að fylgjast með hvernig hóp-
viðbrögð eru austan Atlantshafs
við hverju einu sem blásið er
upp í Bandaríkjunum og virðist
litlu breyta hversu mikill fárán-
leikinn er.
Í aðdraganda kosninganna
2016 fóru samtökin BLM í að
knýja demókrata til uppgjafar
við stefnu sína með því að
hleypa upp fundum einstakra
frambjóðenda. Þeir frambjóð-
endur demókrata sem hálf-
hræddir stundu því upp að „öll
líf skiptu máli“ gerðu það ekki
nema einu sinni. Þeir voru
hundeltir fund af fundi sem
voru eyðilagðir þar til þeir
beygðu sig undir kröfuna um að
einungis „black lives matters“.
Þó gæti það ekki átt við þegar
líf týndust í stórum stíl í skot-
árásum bræðra og systra sín á
milli. BLM á samkvæmt skil-
greiningunni einni aðeins við
særist litaður maður eða falli
fyrir hvítum manni, helst lög-
reglumanni. Eru þau tilvik þó
sárafá miðað við hin tilvikin!
Það gerir svo vitleysuna að
hreinum fáránleik þegar knatt-
spyrnumenn í Evrópu telja sig
nauðbeygða til að hefja hvern
leik þar á að falla á annað hnéð
vegna upplausnarinnar í Banda-
ríkjunum og lýsa þar með yfir
samstöðu með hreinum öfga-
samtökum vestan hafsins! Þar
eiga meðvirkir fjölmiðlar illan
hlut að.
Það er áhyggjuefni
hve fjölmiðlar í
Evrópu gleypa flest
hrátt sem berst
þeim austur yfir haf}
Fara út af
í fyrstu beygju
L
andbúnaður er ein stærsta
atvinnugrein Íslands.
Samkvæmt vefsíðu at-
vinnuvegaráðuneytisins
teljast eftirfarandi grein-
ar til landbúnaðar: garðyrkja, alifugla-
rækt, eggjaframleiðsla, æðarrækt,
svínarækt, geitfjárrækt, hrossarækt,
jarðrækt, loðdýrarækt, nautgriparækt,
sauðfjárrækt og skógarframleiðsla.
Landbúnaður er jafnframt ein
stærsta atvinnugreinin í Norðvest-
urkjördæmi og því skiptir miklu máli
fyrir okkur sem þar búa hvernig um-
gjörð stjórnvalda um málaflokkinn er
háttað. Í núverandi skiptingu ráðu-
neyta deila sjávarútvegur og landbún-
aður heimili. Það er að vissu leyti skilj-
anlegt þar sem báðar atvinnugreinarnar eiga margt
sameiginlegt eins og að stuðla að matvælaframleiðslu. Þó
virðist þessi sambúð þeirra hafa orðið til þess að landbún-
aðurinn hafi því miður gleymst, a.m.k. að hann hafi ekki
fengið þá athygli og þá þyngd innan ráðuneytisins sem
honum ber. Sú ákvörðun um sameiginlegt sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneyti er, eins og öll önnur verk okkar,
ekki meitluð í stein og henni er vel hægt að breyta sé fyrir
því vilji. Sá sem tekur við málaflokki landbúnaðarins á
næsta kjörtímabili mun mæta mörgum áskorunum og
krefjandi verkefnum, og að okkar mati er gríðarlega mik-
ilvægt að málaflokkurinn fái þá athygli sem honum svo
sannarlega ber. Því teljum við að sú skipting ráðuneyta
sem nú er viðhöfð verði breytt og aftur verði komið á sér-
stöku landbúnaðarráðuneyti með sérstökum ráðherra. Ís-
lenskur landbúnaður á það skilið.
Landbúnaður og sjávarútvegur
skipta höfuðmáli fyrir fæðu- og mat-
vælaöryggi Íslendinga, en vegna þess
hve harðbýlt er á Íslandi þurfa þessar
atvinnugreinar töluvert meiri stuðn-
ing en á suðlægari svæðum. Einnig
eru íslensku búfjárstofnarnir við-
kvæmir fyrir sjúkdómum vegna
marga alda einangrunar, en það hefur
einnig stuðlað að miklu heilbrigði ís-
lenskra dýra sem og minni þörf á
lyfjanotkun í landbúnaði. Á Íslandi er
lyfjanotkunin í landbúnaði sú minnsta
í heiminum. Á síðasta ári kom bersýni-
lega í ljós hversu viðkvæm staða okkar
getur verið þegar flutningur milli landa
raskaðist verulega í kjölfar Covid-19.
Heimsfaraldurinn varð til þess að innflutningur og út-
flutningur vara var óstöðugur og þar kom mikilvægi þess
að lönd tryggi eigin matvælaframleiðslu vel í ljós.
Við viljum viðhalda sterkum landbúnaði sem landsmenn
geta treyst á. Íslenskur landbúnaður á að vera sterkur og
unninn með sjálfbærni að leiðarljósi. Það er mikilvægt fyr-
ir umhverfið, fyrir fæðuöryggið, fyrir byggðirnar, fyrir
neytendur og fyrir framtíðina.
Framtíðarsýn landbúnaðarins verður að vera okkur öll-
um skýr og við viljum tryggja það að hann fái aukna at-
hygli hjá næstu ríkisstjórn. Það gerum við m.a. með nýju
öflugu ráðuneyti landbúnaðarmála.
Pistill
Íslenskur landbúnaður á sjálfstætt
landbúnaðarráðuneyti skilið
Höfundar eru varaþingmenn Framsóknar og sitja
í 1. og 2. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Stefán Vagn Stefánsson
og Lilja Rannveig
Sigurgeirsdóttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
T
alið er líklegt að Grímsvötn
hlaupi á þessu ári. Litlar
líkur eru taldar vera á mjög
stóru hlaupi nema í upphafi
öflugs eldgoss sem yrði á vatnasviði
Grímsvatna en utan öskjunnar. Í því
tilviki gæti flóðtoppur orðið stór ef
vatnið sem fer af stað verður heitt
vegna eldgoss. Síðast hljóp úr Gríms-
vötnum í júní 2018.
Þetta kemur fram í greinargerð
Finns Pálssonar verkfræðings og
Eyjólfs Magnússonar, vísindamanns
hjá Jarðvísindastofnun HÍ (JH). Þeir
fengu styrk úr Rannsóknasjóði Vega-
gerðarinnar til að rannsaka Gríms-
vatnahlaup. Aðstæður í Grímsvötnum
voru kannaðar í fyrra og vatnshæð,
flatarmál og rúmmál Grímsvatna
mæld. Vegagerðin gaf skýrsluna út í
júní 2021 og er hún aðgengileg á vef
stofnunarinnar.
Mikið vatn er nú að safnast í
Grímsvötn. Í ársbyrjun 2020 voru þar
0,4 km3 vatns. Nú í júní 2021 voru þar
0,67-0,72 km3. Ef ekki hleypur úr
vötnunum bætast við 0,1-0,2 km3
fram á haustið.
„Þröskuldur í Grímsvatnaskarði
hefur þykknað um ~10 m síðan í síð-
asta jökulhlaupi haustið 2018 og skýr-
ir líklega af hverju nú hefur safnast
meira vatn í Grímsvötn en verið hefur
síðan 2004. Líklegt er að vatn hlaupi
úr Grímsvötnum á árinu og að flóð-
toppur verði nokkru hærri en í hlaup-
inu 2010 (~3000 m3s-1) og geti orðið
4000-5000 m3s-1. Í ljósi þessa er haft
vakandi auga með vatnshæðinni á
mælistöðvum bæði JH og Veðurstofu
á íshellu Grímsvatna og óróa á
skjálftamæli Veðurstofunnar á
Grímsfjalli,“ segir í skýrslunni.
Óvíst að eldstöðin sé tilbúin
Þá segja þeir að vatnshæð í
Grímsvötnum sé nú hærri en fyrir
gosið í maí 2004. Þá er talið að skyndi-
legur þrýstiléttir vegna jökulhlaups
hafi breytt spennusviði efst í skorp-
unni þannig að gos hófst. „Þrýstilétt-
irinn virkaði eins og gikkur á eldstöð-
ina sem var „tilbúin“ til að gjósa, hvað
varðar kvikusöfnun og þrýsting í
kvikuhólfi“.
„Það er aðallega tvennt sem við
getum notað til að meta hvort
Grímsvötn eru tilbúin í gos. Það er
annars vegar landris og tilfærsla á
mælistöðinni á Grímsfjalli. Hún er
komin í hærri stöðu en var fyrir síð-
asta gos en landrisið og tilfærslan
hefur ekki verið sérlega mikil síðasta
árið.
Hitt sem er jafnvel mikilvægara
er að samkvæmt reynslunni vex
jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum
fyrir gos. Síðasta árið hefur ekki ver-
ið tiltakanlega mikil skjálftavirkni
þar. Hún hefur ekki aukist eins og
fyrir gosin 1998, 2004, og 2011,“
sagði Magnús Tumi Guðmundsson,
prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ.
Hann sagði það því alls óvíst að
eldstöðin sé tilbúin til að gjósa. Það
geti komið hlaup úr Grímsvötnum,
án eldgoss, og mögulega geti hlaup
úr vötnunum nægt til að hleypa af
stað eldgosi.
„Það vantar aukninguna í
skjálftavirkninni og landrisið
hefur ekki verið eins greinilegt
og fyrir undanfarin gos þannig
að það er mjög óvíst hvernig
þetta verður,“ sagði Magnús
Tumi. Hann sagði að óvissan um
hvort vænta mætti goss væri
mikil. „Sérstaklega hefur
jarðskjálftavirknin ekki
verið tiltakanlega mikil síð-
asta árið. Það vantar skýra
forboða og jafn skýrir for-
boðar og komu fyrir síðustu
gos hafa ekki komið fram.“
Grímsvatnahlaup líklegt
en óvíst með eldgos
Grímsvötn eru virkasta eldstöð
Íslands og eru þekkt meira en
60 eldgos í og við Grímsvötn frá
því um 1200. Jafnframt eru þau
eitt öflugasta jarðhitasvæði
landsins, að því er segir í ritinu
Náttúruvá á Íslandi (Reykjavík
2013). Grímsvötn eru í Vatna-
jökli nálægt norðurenda sam-
nefnds eldstöðvakerfis sem er
yfir 100 kílómetra langt og nær
suður fyrir Lakagíga. Stór hluti
þess er undir Vatnajökli.
Stöðuvatn er í öskju Gríms-
vatna undir jöklinum. Það
endurnýjast stöðugt vegna
jarðhitans og eldgosa.
Bræðsluvatn safnast þar
fyrir þar til það sprettur
fram í jökulhlaupum sem
kennd eru við Gríms-
vötn eða
Skeiðará.
Stærstu
Gríms-
vatnahlaup
eru miklar
hamfarir.
Virkasta eld-
stöð Íslands
GRÍMSVÖTN
Magnús Tumi
Guðmundsson
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Grímsvatnagos Gosmökkurinn reis hátt upp úr skýjunum þegar Gríms-
vötn gusu síðast í maí 2011. Gos hafa verið tíð í Grímsvötnum.