Morgunblaðið - 16.07.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
✝
Atli Pálsson
fæddist á
Stóru-Völlum í
Landsveit 18.
ágúst 1933 og bjó
lengst af í Garða-
stræti 47. Hann
lést 11. júlí 2021.
Foreldrar hans
voru Páll Jónsson
og Sigríður Guð-
jónsdóttir. Systk-
ini Atla voru Jens
Ríkharður, Jón, Sigríður, Þór,
Óðinn, Vallaður, Gunnur,
Þýðrún, Ragnheiður, Ása og
Guðrún. Eiginkona Atla var
Margrét S. Einarsdóttir, f.
22.5. 1939, d. 16.7. 2020, en
þau giftust 30.11. 1957. For-
eldrar hennar voru Einar Guð-
mundsson og Jóhanna K.S.A.
Hallgrímsdóttir.
Börn Margrétar og Atla: 1)
Einar, f. 5.6. 1958, d. 28.6.
2015, blikksmíðameistari 2)
í Landsveit í stórum systkina-
hópi en alls voru systkinin 12
talsins. Af systkinahópnum
eru Gunnur, Ása og Guðrún
enn á lífi. Skólaganga Atla
var takmörkuð og lauk form-
legri skólagöngu um 12 ára
aldur. Hann var um tíma
vinnumaður í Múla í Landsveit
og sinnti sveitastörfum á
Stóru-Völlum en þegar móðir
hans brá búi árið 1950 flutti
Atli til Reykjavíkur. Atli starf-
aði um tíma á Keflavík-
urflugvelli og síðar sem bif-
reiðastjóri hjá
Sendibílastöðinni. Frá 1964
starfaði hann hjá Heildverslun
Björgvins Schram sem bif-
reiðastjóri, lager- og af-
greiðslumaður og síðar hjá
GÁP ehf. (sem keypti Heild-
verslun Björgvins Schram rétt
fyrir aldamótin 2000).
Atli var lengi áhugamálari,
sótti námskeið og hélt eina
málverkasýningu árið 1976.
Útför Atla fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag,
16. júlí 2021, klukkan 13.
Hallgrímur, f.
20.8. 1959, blikk-
smíðameistari.
Maki: Guðbjörg
Jónsdóttir. Börn:
Margrét Thelma,
börn hennar eru
Evert Krummi og
Þura Fanndís, og
Einar Atli. Stjúp-
synir Hallgríms og
synir Guðbjargar
eru Jón Árni
Árnason og Gísli Már Árnason,
dóttir hans er Jenný Freyja 3)
Guðjón, f. 1.8. 1964, fram-
kvæmdastjóri. Maki: Ana Iso-
rena Atlason. Börn: Bryndís
María, börn hennar eru Áróra
Dís, Þórinn Snær, Sara Ísey og
Hanna Mae 4) Atli, f. 8.10.
1966, viðskiptafræðingur.
Maki: Elín Svarrer Wang.
Börn: Elvar Wang, Eva Margit
Wang og Atli Wang.
Atli ólst upp á Stóru-Völlum
Faðir minn, Atli Pálsson, lést
11. júlí síðastliðinn saddur líf-
daga. Við kveðjum hann í dag,
16. júlí, á eins árs ártíð mömmu,
Margrétar S. Einarsdóttur.
Mamma og pabbi giftust 30.
nóvember 1957 og áttu því sam-
an tæp 63 ár. Þau bjuggu okkur
bræðrum gott heimili og voru
alltaf til staðar fyrir okkur. Á
æskuheimilinu gekk oft mikið á
enda við bræðurnir á stundum
óstýrilátir og lentum í ýmsum
ævintýrum sem þau þurftu oftar
en ekki að leysa úr með útsjón-
arsemi og visku.
Þau voru af þeirri kynslóð
sem þurfti að hafa talsvert fyrir
lífinu og unnu alla tíð mikið til
að halda heimilinu gangandi.
Auk heimilisstarfa og fullrar
vinnu sinnti mamma ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir hin ýmsu
félög og nefndir. Pabbi vann
lengst af meira en eitt starf og
má segja að heiðarleiki, dugn-
aður og samviskusemi hafi ein-
kennt hann. Er þess til dæmis
ekki minnst að hann hafi misst
dag úr vinnu á sínum starfsferli.
Frítími mömmu fór að mestu
í trúnaðar- og félagsstörf ýmiss
konar en hún var m.a. varaborg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
1974-1986, formaður Landssam-
bands sjálfstæðikvenna, formað-
ur Sjúkraliðafélagsins, í stjórn
Kvenréttindafélags Íslands, sat
í Tryggingaráði og síðar stjórn
Tryggingastofnunar í áratugi og
átti sæti í undirbúningsnefnd
fyrir fyrsta kvennafrídaginn ár-
ið 1975 svo eitthvað sé nefnt.
Þau voru mjög samrýmd og
studdi pabbi vel við mömmu í
hennar félagsstörfum alla tíð.
Frítími pabba fór að mestu í
að mála myndir framan af en
hann var frístundamálari og
hélt eina sýningu í Eden í
Hveragerði árið 1976. Eftir
hann liggja nokkrar myndir
sem eru okkur bræðrum og fjöl-
skyldum afar kærar. Pabbi var
berdreyminn og dreymdi oft
fyrir hinum ólíklegustu hlutum
og þá sá hann ýmislegt sem öðr-
um var hulið.
Árið 1980 fluttu þau sumar-
bústað fjölskyldunnar frá
Elliðavatni austur á Stóru-Velli
á æskuslóðir pabba. Þar bjuggu
þau sér sinn sælureit og undu
sér vel við gróðursetningu og
aðra dægrastyttingu og njótum
við bræðurnir nú verka þeirra
þar.
Það var þeim til mikillar gleði
og hamingju þegar barnabörnin
fóru að koma og þau minnast nú
afa og ömmu sem gaman var að
heimsækja og sækja sögur og
þekkingu til, en bæði voru þau
vel lesin og frændrækin og
þekktu því vel til ætta sinna.
Þau voru stolt af afrekum
barnabarnanna og áföngum í líf-
inu en alltaf til í að gefa góð ráð
og aðstoða þegar á þurfti að
halda. Heilsu þeirra beggja tók
að hraka hin síðari ár, sérstak-
lega eftir að Einar bróðir lést
árið 2015 og tók sorgin sinn
skerf af heilsunni hjá þeim báð-
um. Ég kveð þau með söknuði
en þakklæti fyrir allt það sem
þau voru mér og mínum alla tíð
og engin orð ná yfir.
Bænir okkar fylgja þeim yfir
móðuna miklu, að ströndinni
hinum megin, þar sem ríkir eilíft
vor, birta og friður. Megið þið
hvíla í friði.
Atli Atlason.
Í dag kveðjum við tengda-
föður minn, Atla Pálsson, og
langar mig að minnast hans með
fáeinum orðum. Ég kynntist
honum fyrir hátt í 30 árum og
hefur ekki borið skugga á okkar
samband öll þessi ár. Hann var
mér einstaklega góður og ljúfur
vinur. Austur í Landsveit
kenndi hann mér fjallahringinn
og sýndi mér náttúrufegurðina á
Stóru-Völlum, þar sem hann
sjálfur fæddist og bjó til 17 ára
aldurs. Í Reykjavík kynntist
hann eiginkonu sinni og frá
fyrstu tíð var hann hennar stoð
og stytta. Hann var afskaplega
stoltur af henni og öllu því sem
hún tók sér fyrir hendur. Þegar
Atli hætti að vinna aðstoðaði
hann okkur mikið með dóttur
okkar þegar hún var lasin og
komst ekki til dagmömmunnar.
Hann var einstaklega góður afi
og skipti til dæmis á bleyjum.
Það þótti Maggý óhemju
skemmtilegt en hún hafði enga
trú á að hann gæti gert það rétt.
En afar geta alveg lært, að
minnsta kosti ef þeir eru eins og
Atli, sem lærði allt lífið þrátt
fyrir stutta skólagöngu.
Hann var berdreyminn og eru
þær margar sögurnar um
drauma hans. Hann sagði okkur
frá þegar vandamál komu upp í
lífi okkar og hann hafði dreymt
að hlutirnir myndu fara vel. Það
var mikil hjálp í því og stuðn-
ingur. Hann var einstaklega
góður og ljúfur en samt maður
sem stóð fast á sínum skoðun-
um. Hann hafði áhuga á list,
málaði sjálfur falleg málverk og
eigum við nokkrar myndir eftir
hann. Hann var litblindur en lit-
irnir í málverkum hans báru
þess ekki merki. Hann þekkti
litina vel en var ekki alltaf með
sama heiti á þeim og við hin.
Hann gat sagt „þessi rauði eða
brúni litur þarna“ af því hann
vissi að við nefndum litina þess-
um nöfnum. Eina sem ég gat
sett út á var þegar hann tók sig
til einn daginn og málaði loftið í
eldhúsinu í Garðastræti í mjög
sérstökum grænum lit. Mig
grunar að hann hafi ætlað að
hafa hann drapplitan eða eitt-
hvað þvíumlíkt.
Atli var mjög handlaginn og
úrræðagóður, hann hafði ein-
staklega gott minni og gaman af
lífinu. Með árunum fóru að hrjá
hann ýmsir sjúkdómar og þrátt
fyrir að hann væri andlega
hress allt lífið var líkaminn far-
inn að gefa sig og undir lokin
langaði hann mest að komast yf-
ir móðuna miklu og hitta Maggý
á ný. Nú mun hann hvíla við hlið
hennar og Einars en við sem
eftir lifum eigum góðar minn-
ingar um ljúfan og glæsilegan
mann.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til sona hans, tengda-
dætra, barnabarna, barnabarna-
barna auk eftirlifandi systkina
hans. Blessuð sé minning Atla
Pálssonar.
Elin Svarrer Wang.
Við systkinin finnum nú fyrir
sárum missi okkar elskulega
afa, Atla Pálssonar. Afi var ljúf-
ur og góður við alla sem á vegi
hans urðu. Hann var einstak-
lega góður eiginmaður ömmu
okkar, Margrétar Sigríðar
Einarsdóttur, svo að fólki
fannst hjónaband þeirra til eft-
irbreytni. Í dag verður afi okkar
jarðsunginn, á eins árs ártíð
ömmu Maggýjar. Síðastliðið ár
án hennar hefur reynst afa erf-
itt og einmanalegt og því getum
við glaðst yfir sameiningu
þeirra á ný.
Afi passaði vel upp á okkur
og sýndi með umhyggju sinni
hve annt honum var um fjöl-
skyldu sína. Hann var glað-
lyndur maður með góða nær-
veru, alltaf hress og kátur.
Reynslubanki hans var fullur af
skemmtilegum sögum úr sveit-
inni, af mannlífi Reykjavíkur
eða af hinu yfirnáttúrulega.
Við eigum margar góðar
minningar með afa í bústaðnum
á Stóru-Völlum í Landsveit. Þar
var hann á heimavelli og þau
amma höfðu komið sér upp
prýðilegri aðstöðu. Hann sýndi
þar mikinn dugnað í gróður-
setningu og viðhaldi og setti
gott fordæmi með iðni og natni.
Rústirnar af bænum sem afi er
fæddur í standa enn á landinu,
sem áminning um fjarlægan
raunveruleika Íslendinga fyrr á
tímum. Fyrir okkur borgar-
börnin er gott að minnast ís-
lenskra róta sinna, og afi okkar
og Stóru-Vellir hafa verið ein
helsta táknmynd þeirra í okkar
lífi.
Á síðari árum heimsóttum við
ömmu og afa mikið í Garða-
bæinn og við afi fórum gjarnan í
göngutúra við sjóinn eða í
berjamó, síðan stoppuðum við í
bakaríinu á leiðinni heim. Þá
komum við með vínarbrauð til
baka til ömmu og áttum huggu-
lega stund saman. Við spiluðum
mikið eða áttum góð samtöl um
hitt og þetta úr lífi þeirra eða
okkar.
Við systkinin viljum senda
föður okkar, Atla, og bræðrum
hans, Guðjóni og Hallgrími,
innilegar samúðarkveðjur á
þessum tímum. Þá sendum við
að auki systkinum afa hlýjar
kveðjur og öðrum sem stóðu
honum nær.
Elsku afi, hvíl í friði.
Elvar, Eva Margit
og Atli Wang.
Fyrstu kynni mín af Atla
voru þegar hann var fenginn til
að dreifa vörum fyrir heildversl-
un Björgvins Schram. Heild-
verslunin hafði einn fastráðinn
bílstjóra en þegar ávaxtasend-
ingar bárust,
þurfti á liðsauka að halda og
sendibílar kallaðir til. Atli Páls-
son var sá fyrsti sem kallaður
var til á sínum Garant, austur-
þýzkum bíl með trégrind, hálf-
gerðum kassabíl. Atli vann sér
strax inn traust heildsölunnar
með heiðarleika sínum og glað-
værð. Síbrosandi, snar í snún-
ingum, greiðvikinn, vildi allt
fyrir alla gera, taldi ekkert eftir
sér. Þegar svo bílstjórastarfið
var laust hjá heildsölunni, var
Atla boðin staðan, sem hann
þáði. Varð eflaust feginn að
losna við kassabílinn og harkið
sem honum fylgdi. Betri starfs-
mann var ekki hægt að fá.
Hann vann alla tíð síðan hjá
heildsölunni, svo lengi sem hún
lifði og síðan hjá Adidas-umboð-
inu.
Þegar við kærustuparið
hugðumst stofna til heimilis fór-
um við á stúfana að leita að hús-
næði og leituðum víða þar til
einn daginn að Atli sagði: „Það
var að losna íbúð í stigagang-
inum í Árbæjarhverfinu þar
sem við Maggý erum kaupa
okkur íbúð“. Átti ekki að kosta
meir en 400 þúsund. Okkur leist
með vel á þessa lausn og ekki
skemmdi fyrir að vera í nábýli
við Atla og Maggý. Við gátum
tekið að okkur vinnu við bygg-
inguna sem gekk upp í kaup-
verð. Við byggingavinnuna
kynntust allir íbúarnir vel og
vinskapur myndaðist milli allra.
Sérstaklega var mikill samgang-
ur að Hraunbæ 68 og kynnt-
umst við því vel fjölskyldu Atla
og Maggýjar og strákunum
fjórum. Árbærinn var afskekkt-
ur að mati Vesturbæinga, nán-
ast uppi í sveit, eins konar þorp
úti á landi, meiri háttar ferðalag
að fara í bæinn. Þá var gott að
hafa góða sambýlinga og geta
þegið kaffisopa, spjallað og tek-
ið í briddsspil. Við þökkum góð
ár með góðu fólki.
Við vottum Hallgrími, Guð-
jóni, Atla og öðrum aðstand-
endum, okkar innilegustu
samúð. Elsti sonurinn, Einar,
lést 28. júní 2015. Blessuð sé
minning Atla, Maggýjar og
Einars.
Hekla og Björgvin.
Atli Pálsson
✝
Atli Benedikts-
son fæddist 30.
júní 1941 í Hvassa-
felli í Saurbæjar-
hreppi í Eyjafirði.
Hann lést á
hjúkrunar-
heimilinu Lög-
mannshlíð á Akur-
eyri 6. júlí 2021.
Foreldrar hans
voru Álfheiður
Jónsdóttir og
Benedikt Hólm Júlíusson.
Systkini samfeðra, Halla og
Haukur sem bæði eru látin og
Þuríður og Einar sem lifa
bróður sinn. Atli kvæntist 27.8.
1966 Steinþóru Vilhelmsdóttur
frá Siglufirði. Dætur Atla og
Steinþóru eru: 1) Álfheiður, f.
1966, maki Sigtryggur Sig-
tryggsson. Börn þeirra eru
Sólrún Hulda og Atli Þór. 2)
Kristveig, f. 1969, maki Heimir
Finnsson. Börn þeirra eru
Steinþóra Sif,
Finnur og Aldís
Ásta. 3) Þóra, f.
1980, maki Klara
Ósk Bjartmarz.
Sonur þeirra er
Óskar Þór. Barna-
barnabarn er
Heimir Atli Finns-
son.
Atli ólst upp í
Hvassafelli. Hann
fór í Mennta-
skólann á Akureyri og útskrif-
aðist þaðan 1962. Um haustið
fór hann til Danmerkur í land-
búnaðarskóla í eitt ár. Eftir að
hann kom heim fór hann að
læra húsasmíði, tók sveinspróf
1968 og árið 1971 fékk hann
meistarabréf. Atli starfaði við
húsasmíðar á Akureyri alla
sína starfsævi.
Útförin fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 16. júlí 2021,
klukkan 13.
Í dag kveðjum við kæran
pabba okkar. Hann háði harða
baráttu við Parkinson-sjúkdóm-
inn síðustu árin og það reyndi á
þrautseigan í þeirri viðureign.
Pabbi fæddist í Hvassafelli í
Saurbæjarhreppi í Eyjafirði.
Móðir hans, Álfheiður Jónsdóttir,
var þar systur sinni Rósu til að-
stoðar en hún var ljósmóðir í
sveitinni. Faðir hans var Bene-
dikt Hólm Júlíusson, eiginmaður
Rósu, en Benedikt og Rósa áttu
fjögur börn: Höllu, Hauk, Þuríði
og Einar. Þrátt fyrir að þetta
hljóti að hafa skapað einhverjar
flækjur þá leystust þær ljúflega,
sambýlið hélt áfram og systurnar
voru ætíð bestu vinkonur. Pabbi
ólst upp yngstur systkinanna og
að auki voru tvö frændsystkin,
Bragi og Hólmfríður, hluti af
hópnum en þau höfðu misst for-
eldra sína þegar þau voru tólf og
tíu ára. Börnin í Hvassafelli voru
því sjö, fædd á níu árum. Bragi og
pabbi voru sérlega góðir vinir alla
tíð.
Skák var pabba hugleikin og
hann var virkur félagsmaður í
Skákfélagi Akureyrar og tefldi
einnig fyrir UMSE. Við systur
munum skákmótin og ferðalögin
sem hann fór í og hversu mikil-
vægur félagsskapurinn og vinátt-
an sem skapaðist milli skák-
mannanna var fyrir pabba.
Annars hafði pabbi mikinn
áhuga á íþróttum almennt og
studdi Arsenal í ensku knatt-
spyrnunni og KA hér heima.
Eftir að pabbi varð fullorðinn fór
hann að stunda hlaup, hjólreiðar
og gönguskíði og fannst gott að
reyna á sig. Hann fór meðal ann-
ars í Vasa-skíðagönguna í Svíþjóð
þegar hann varð sextugur og það
var mikið ævintýri fyrir hann. Á
sjötíu ára afmælisdaginn fór
hann í sitt síðasta almennings-
hlaup, Akureyrarhlaupið. Þarna
var Parkinson-sjúkdómurinn far-
inn að láta nokkuð á sér kræla og
farið að halla undan fæti.
Pabbi kynntist mömmu á
Siglufirði 1962. Samband þeirra
þróaðist, mamma fór í
Hjúkrunarskólann og áður en
námi lauk fæddist fyrsta barnið
1966. Þau giftu sig sama ár og
1967 fluttu þau í Suðurbyggð 6 á
Akureyri þar sem þau bjuggu
mestallan sinn hjúskap. Á milli
þeirra ríkti samheldni og virðing.
Þau ferðuðust um landið með
okkur í tjaldútilegur og síðar út
fyrir landsteinana. Þessar ferðir
veittu þeim mikla ánægju.
Í Suðurbyggðinni ólumst við
systur upp við öryggi og ástúð. Á
heimilinu var líka Heiða amma
sem létti undir, passaði okkur
systur og fleira. Samband pabba
og Heiðu ömmu var sterkt og ein-
kenndist af hlýju. Pabbi var lið-
tækur við heimilisstörfin innan
dyra en var í essinu sínu utan
dyra. Þar sá hann um allt viðhald
og garðvinnu. Hann ræktaði
kartöflur og gulrætur og lagði
metnað sinn í að það gengi vel.
Barnabörnin muna sérstaklega
eftir dísætum gulrótum, nýupp-
teknum, sem þau gæddu sér á.
Við systur fengum hvatningu
til að mennta okkur og pabbi var
duglegur að hjálpa okkur við
námið. Hann var áhugamaður um
íslenskt mál og tungumál yfir-
leitt.
Eftir að heilsu pabba fór að
hraka varð smám saman erfiðara
að búa í einbýlishúsi með þeirri
vinnu sem því fylgir og 2018
fluttu mamma og pabbi í Breka-
tún 2, í íbúð sem hentaði þeim
betur. Mamma var óþreytandi að
aðstoða pabba og sinna hans
þörfum eftir því sem veikindin
ágerðust. Þau gerðu sér daga-
mun með því að fara í bíltúra og
þá var gjarnan farinn litli Eyja-
fjarðarhringurinn.
Pabbi náði að verða áttræður
tæpri viku áður en hann lést og
gat notið þess að vera með fólk-
inu sínu og bjóða til veislu á
hjúkrunarheimilinu Lögmanns-
hlíð þar sem hann dvaldi frá því í
apríl síðastliðinn. Minningin um
afmælisdaginn er okkur ofarlega
í huga og yljar um hjartarætur.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur hug þinn,
og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Álfheiður, Kristveig
og Þóra Atladætur.
Okkur langar að minnast Atla í
nokkrum orðum. Hann birtist
okkur sem hæglátur, einlægur en
jafnfram mjög jákvæður og hlýr
maður. Atli sýndi fjölskyldu okk-
ar alla tíð mikla hlýju og góðvild.
Heimili hans og Góu systur, að
Suðurbyggð 6, stóð okkur alltaf
opið þegar leiðin lá norður, hvort
sem það voru sumarfrí eða skíða-
ferðir um páska. Atli var mikill
útivistarmaður og eigum við
minningar um skemmtilegar
ferðir með honum og Góu víðs
vegar um landið. Það var farið á
skíði, gengið á fjöll, farið í frá-
bærar veiðiferðir og hjólaferðir
að ógleymdum berjaferðum í
Hólsgerði. Við eigum einnig
skemmtilegar minningar um ótal
utanlandsferðir með þeim hjón-
um um Evrópu og Bandaríkin.
Óhætt er að segja að upp úr
standi ferð okkar til Banda-
ríkjanna árið 2007 þar sem við
áttum ógleymanlegar stundir
saman. Hápunktar ferðarinnar
voru heimsóknir í þjóðgarða og
dvöl okkar í San Francisco þar
sem gengið og skokkað var yfir
Golden Gate-brúna.
Við minnumst Atla með mikl-
um hlýhug og þökkum fyrir ára-
langa samferð.
Minning um góðan vin mun
lifa.
Jakobína og Ólafur.
Elsku afi er dáinn.
Minningarnar úr Suðurbyggð
eru margar og góðar. Það var
alltaf nóg að gera með afa, hvort
sem það var í kartöflugarðinum,
taka upp gulrætur eða að fá að
brasa og smíða í bílskúrnum.
Einnig minnumst við skemmti-
legra stunda í Hólsgerði þar sem
hann keyrði okkur um í hjól-
börum, sló grasið og lék við
okkur.
Afi kenndi okkur systkinum að
tefla og þykir okkur vænt um
þær minningar. Við spiluðum líka
mikið og það mátti ekki missa af
spilakvöldum um jól og áramót.
Það var alltaf gott að koma í
Suðurbyggð til ömmu og afa, þar
var tekið á móti okkur með hlýju
og opnum örmum og ekki
skemmdi fyrir að fá nýsteiktar
kleinur og ferskar gulrætur.
Elsku afi, takk fyrir allar
stundirnar og allt sem þú kenndir
okkur. Við munum njóta góðs af
því í okkar lífi.
Steinþóra Sif, Finnur
og Aldís Ásta.
Atli Benediktsson