Morgunblaðið - 16.07.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
„HVAÐA DROLL ER ÞETTA Á ÞÉR MAÐUR.
HENTU FRISBÍ DISKNUM!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... húðflúr fyrir hana.
DÓMARI, VIÐ HÖFUM
KOMIST AÐ NIÐURSTÖÐU …
ÞESSI FÆR
POTTÞÉTT SOKKA
ÓÞEKKUR! „JÓLI Í KVIÐDÓMI“ SNÝR
AFTUR EFTIR AUGLÝSINGAR
ÉG GET EKKI
SOFIÐ!
ÉG GET EKKI HÆTT AÐ
HUGSA UM ÞESSA TÍU
FÉLAGA SEM VIÐ GLÖTUÐUM
Í BARDAGANUM
Í DAG!
VINN
FYRIR
MAT
GET ÉG
EINHVERN
VEGINN?
HJÁLPAÐ
JÁ! FINNDU ÞESSA
TÍU LIÐHLAUPA!
„ÉG ÞARF AÐ HITTA FASTEIGNA-
MATSNEFND Í HÁDEGINU. GETUR ÞÚ
LEYST MIG AF?“
þingið og mínir menn í Sjálfstæðis-
flokknum og Framsókn sýndu þessu
gríðarlega andstöðu og þess vegna
fór þetta ekki lengra en raun bar
vitni. Svo er vandamálið líka það að
við erum ekki að tala um sömu hlut-
ina. Sauðfjárbændur og Land-
græðslan eru ekki sammála um hvað
sé sjálfbær landnýting,“ segir Elli og
bætir við að ef bændur væru að níð-
ast á landinu, myndi það koma þeim
sjálfum fyrst í koll.
„En við sjáum þetta, sem höfum
farið þarna um hálendið árum saman,
að það er gífurlegur munur á gróð-
urþekju, sem er á blússandi ferð þótt
sauðfé sé að bíta gras. Það er okkar
tilfinning, en við förum um landið
sjálft og skoðum það, en sitjum ekki
fyrir sunnan í tölvum og metum land-
ið þaðan. Þótt tölvur séu góðar þá
þarf að lesa landið sjálft í þessum
málum.“
Elli lifir og hrærist í búskapnum og
segir að það sé bæði starfið og helsta
áhugamálið. „En það er líka svo sem
ekkert launungarmál að ég hef mjög
gaman af íþróttum, þótt maður hafi
ekkert getað í þeim,“ segir hann kím-
inn og bætir við að síðan sé mjög
gaman að ferðast um landið. „Maður
þyrfti að gera meira af því.“
Fjölskylda
Eiginkona Erlendar er Guðlaug
Berglind Guðgeirsdóttir, f. 29.4. 1976,
bóndi í Skarði á Landi. Foreldrar
hennar eru hjónin Guðgeir Sum-
arliðason, f. 29.10. 1937, og Anna Sig-
ríður Þorbergsdóttir, f. 23.7. 1938, d.
10.1. 2013, bændur í Austurhlíð í
Skaftártungu. Börn Erlendar og
Berglindar eru Sumarliði, f. 21.12.
2006; Helga Fjóla, f. 26.2. 2009, og
Anna Sigríður, f. 28.12. 2012. Alsystk-
ini Erlendar eru drengur Ingvarsson,
f. 19.11. 1984, d. 19.11. 1984, og Guðni
Ingvarsson, f. 15.7. 1986. Samfeðra
systkini Eru Guðlaug, f. 7.5. 1963;
Ingólfur, f. 20.7. 1966, og Sæmundur,
f. 19.2. 1969.
Foreldrar Erlendar eru hjónin
Eggert Ingvar Ingólfsson, f. 15.5.
1940, d. 21.2. 2010, og Helga Fjóla
Guðnadóttir, f. 7.11. 1957, búsett í
Skarði.
Erlendur
Ingvarsson
Helga Fjóla Pálsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sæmundur Sæmundsson
kaupmaður í Reykjavík
Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir
húsfreyja í Skarði á Landi. Hún hlaut fálkaorðuna
fyrir safnaðar- og félagsmálastörf
Guðni Kristinsson
bóndi í Skarði á Landi
Helga Fjóla Guðnadóttir
verkakona og fv.
hreppsnefndarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks,
bús. í Skarði á Landi
Sigríður Einarsdóttir
ljósmóðir og húsfreyja í Skarði
Kristinn Guðnason
hreppstjóri og bóndi í Skarði á Landi
Lilja Elínborg Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Eggert Thorberg Grímsson
sjómaður og verkamaður í Reykjavík
Þorbjörg Eggertsdóttir
húsfreyja í Neðri-Dal undir Eyjafj. og síðar á Hvolsvelli
Ingólfur Ingvarsson
b. í Neðri-Dal undir Eyjafjöllum, síðar bús. á Hvolsvelli
Guðbjörg Ólafsdóttir
húsfreyja í Neðri-Dal undir Eyjafjöllum
Ingvar Ingvarsson
bóndi í Selshjáleigu og Neðri-Dal undir Eyjafjöllum
Úr frændgarði Erlendar Ingvarssonar
Eggert Ingvar Ingólfsson
vélvirkjameistari á Hvolsvelli,
síðar bús. í Skarði á Landi
Á laugardag orti Guðmundur
Arnfinnsson á Boðnarmiði og
kallaði „Gosvísu“:
Rýkur á Reykjanesi,
rennur hraun og brennur,
dylur móða dali,
drunur fylgja bruna,
gneistar fljúga og gnestur
grjóts í ölduróti,
djúpt í heljardýpi
djöflar væla og æla.
Jóhnn Sveinsson frá Flögu segir
svo í Vísnasafni: „Sagnir hafa geng-
ið um að Bólu-Hjálmar hafi heim-
sótt Bjarna amtmann Thorarensen
á Möðruvöllum í Hörgárdal. Er þá
venjulega talið, að förin hafi verið
farin vegna þjófnaðarmáls þess, er
Hjálmar lenti í. Þá er sagt að Bjarni
hafi kveðið:
Margur heimsins girnist glys
og gálaust eftirlæti.
En Hjálmar hafi átt að svara:
Hæg er leið til helvítis;
hallar undan fæti.
Aðrir hafa talið vísuna eftir
Hjálmar einan. Fylgir þá sú sögn,
að hann hafi dottið, er hann kom út
úr búðinni í Grafarósi, og hafi þá
kveðið vísuna. Er þá fyrri helming-
urinn með nokkuð öðru orðalagi:
Oft hefur heimsins gálaust glys
gert mér ama úr kæti.
Eggert J. Levy orti um „þraut-
seigju“ á sunnudag:
Nú skal fá sér blíðan blund
binda hugarflæði
vakna eftir stutta stund
starta nýju kvæði.
Broddi B. Bjarnason orti á
sunnudag, – gott ef hann var ekki á
Djúpavogi eða austanlands að
minnsta kosti:
Dagar ljúfir líða
lekur bjór af krana.
Enn er blessuð blíða
bregður ekki vana.
Ágúst H. Bjarnason yrkir, – og
karlinn á Laugaveginum tekur
þetta ekki til sín!
Söguburður komst á kreik
og karlinn spurði frétta.
Heyra vild‘ann hálfsannleik
heldur en það rétta.
Hér er limra eftir Vigfús M. Vig-
fússon:
Dag einn hún laushenta Lóa Sig
lamdi af festu hann Bóas Sig.
Honum til ama.
svo heyrðist hann stama
að hún skyldi reyna að róa sig.
Benedikt Jóhannsson birtir mynd
af ryðguðum hjólbörum á hvolfi í
grjóturð:
Efnið nagar tímans tönn
það tærist upp og gleymist,
meðan andans afurð sönn
í efnisleysi geymist.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Rýkur á Reykjanesi