Morgunblaðið - 16.07.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.07.2021, Qupperneq 26
Morgunblaðið/Unnur Karen Mikilvægt Árni Vilhjálmsson á leið upp að marki Racing þar sem Dwayn Holter, til hægri, felldi hann og fékk rauða spjaldið. Árni skoraði síðan, 2:0. EVRÓPUKEPPNI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik og FH tryggðu sér í gær sæti í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta með sterkum sigr- um en Stjarnan er úr leik eftir dapra frammistöðu í Dublin. Ísland verður með þrjá fulltrúa í 2. umferð því Val- ur bætist við eftir tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni. Breiðablik vann öruggan 2:0-sigur á Racing Union frá Lúxemborg á Kópavogsvelli og einvígið samanlagt 5:2 eftir magnaða endurkomu í fyrri leiknum ytra. Um leið og Jason Daði Svanþórsson kom Kópavogsliðinu yfir á 50. mínútu var ekki að spyrja að leikslokum. Árni Vilhjálmsson gulltryggði sigurinn á 74. mínútu, fimm mínútum eftir að Dwayn Hol- ter í liði gestanna sá rautt spjald, fyrir að brjóta á Árna sem var ný- kominn inn á sem varamaður. „Heildarbragurinn á Breiðabliks- liðinu var góður í kvöld og það var greinilega einum gæðaflokki fyrir ofan mótherjana. Við verðum þó að taka tillit til þess að lið Racing er ný- komið úr sumarfríi, deildinni í Lúx- emborg lauk í maí og hefst ekki aft- ur fyrr en í ágúst. En frammistaðan og úrslitin tala sínu máli. Breiðablik fór allsannfærandi í gegnum þetta einvígi þrátt fyrir að lenda 2:0 undir snemma í fyrri leiknum,“ skrifaði Víðir Sigurðsson m.a. um leikinn á mbl.is. Breiðablik mætir Austria Vín frá Austurríki í næstu umferð. Lennon aftur hetjan Skoski framherjinn Steven Len- non sá alfarið um að skora mörk FH í 3:1-samanlögðum sigri á Sligo Ro- vers frá Írlandi. FH vann 2:1- útisigur í gær eftir að Lennon kom liðinu í 2:0. Forskoti FH var ekki ógnað að ráði, þrátt fyrir að Írarnir hafi minnkað muninn undir lokin. Lennon kom FH yfir á 44. mínútu með marki gegn gangi leiksins og hóf síðan seinni hálfleikinn á að skora úr víti á 49. mínútu. Johnny Kenny minnkaði muninn á 84. mín- útu. Sligo er í öðru sæti írsku úrvals- deildarinnar, með átta stigum meira en Bohemians sem Stjarnan mætti. Það áttu því flestir von á að einvígið yrði gríðarlega snúið fyrir FH, en Hafnarfjarðarliðið kláraði verkefnið að lokum með sannfærandi hætti. „Eftir fremur erfiðan fyrri hálf- leik þar sem FH komst varla í sókn en náði samt að skora eitt mark var allt annað að sjá til liðsins í þeim síð- ari. Líflegur sóknarleikur var þar í forgrunni, auk þess sem varn- arleikur liðsins var mjög góður lang- stærstan hluta leiksins,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. um Ljósmynd/Inpho Photography Sigur Matthías Vilhjálmsson, Jónatan Ingi Jónsson og Pétur Viðarsson fagna í leikslok í Sligo eftir að FH lagði heimaliðið að velli, 2:1. leikinn á mbl.is. FH mætir Rosen- borg frá Noregi í 2. umferð. Stjörnumenn yfirspilaðir Stjarnan bauð upp á afar dapra frammistöðu gegn írska liðinu Bo- hemians á útivelli, en lokatölur urðu 3:0 Írunum í vil og 4:1 samanlagt. Stjörnumenn voru hikandi og var- kárir frá fyrstu mínútu og virkuðu stressaðir á hinum magnaða Aviva- velli, þjóðarleikvangi Íra. Írska liðið var ögn betra í 1:1-jafnteflinu í fyrri leiknum og miklu betra í gær. „FH sýndi með sigrinum á Sligo að íslensk lið geta hæglega slegið út írska andstæðinga, en til þess þarf að spila vel. Stjarnan gerði það alls ekki. Liðið skapaði sér lítið sem ekki neitt og var algjörlega undir á mið- svæðinu,“ skrifaði undirritaður m.a. um leikinn á mbl.is. Að ná í fjóra sigra af sex mögu- legum í einvígunum þremur er afar kærkomið fyrir íslenskan fótbolta, eftir einn sigur í átján tilraunum þar á undan. Ísland verður aðeins með þrjú lið í Evrópukeppni á næstu leik- tíð, þar sem íslenska deildin var fall- in niður í 53. sæti á styrkleikalista UEFA. Með sigrunum fjórum er Ís- land komið upp í 49. sæti, í bili hið minnsta, og fær því fjögur lið í Evr- ópukeppni á þarnæsta tímabili ef frá heldur sem horfir. Hver Evrópu- sigur er dýrmætur og það birtir til í íslenskum fótbolta að ná í fjóra á skömmum tíma. Liðin þurfa hins- vegar að spila gríðarlega vel gegn sterkum andstæðingum í næstu um- ferð, ef þeir eiga að verða fleiri í ár. _ FH vann sinn 23. leik í Evr- ópukeppni, af 71, og er komið með fimm sigurleikjum meira en næsta íslenska félag, KR. Þetta var um leið tólfti sigurleikur FH á útivelli og fé- lagið hefur því unnið fleiri útisigra en heimasigra í Evrópukeppni. Ár- angur FH í 35 útileikjum er 12 sigr- ar, 11 jafntefli og 12 töp. _ Þá hefur FH nú komist fjórtán sinnum áfram í Evrópukeppni, oftast allra íslenskra liða. KR kemur næst, hefur komist tólf sinnum áfram. _ Steven Lennon skoraði öll þrjú mörk FH í einvíginu við Sligo. Hann er þar með orðinn næstmarkahæsti FH-ingurinn í Evrópukeppni frá upphafi með átta mörk. Atli Guðna- son skoraði 11. Lennon fór uppfyrir Atla Viðar Björnsson sem skoraði sjö Evrópumörk fyrir FH. _ Markaskorarar Blika, Jason Daði Svanþórsson og Árni Vil- hjálmsson, skoruðu báðir sitt fyrsta mark fyrir félagið í Evrópukeppni. _ Breiðablik hefur nú unnið sex af 17 Evrópuleikjum sínum, tapað sjö sinnum, og er með besta sigurhlut- fall allra íslenskra liða í Evr- ópukeppni í karlaflokki. Tvö af þremur áfram - Breiðablik sannfærandi á heimavelli - Glæsilegur sigur FH á Írlandi - Döpur frammistaða Stjörnumanna í Dublin - Ísland fer upp styrkleikalista UEFA 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021 Lengjudeild karla Fram – ÍBV............................................... 1:1 Selfoss – Kórdrengir................................ 0:1 Grótta – Fjölnir ........................................ 2:1 Afturelding – Víkingur Ó......................... 6:1 Staðan: Fram 12 10 2 0 34:10 32 ÍBV 12 7 2 3 21:12 23 Kórdrengir 12 6 4 2 19:14 22 Grindavík 11 5 4 2 22:20 19 Grótta 12 5 2 5 23:20 17 Fjölnir 12 5 2 5 14:14 17 Afturelding 12 4 4 4 27:24 16 Vestri 11 5 1 5 16:21 16 Þór 11 4 3 4 23:18 15 Selfoss 12 2 3 7 19:28 9 Þróttur R. 11 2 1 8 20:28 7 Víkingur Ó. 12 0 2 10 15:44 2 2. deild karla KV – Kári .................................................. 2:0 Staðan: Þróttur V. 11 7 3 1 25:11 24 KV 12 6 4 2 24:16 22 Njarðvík 11 5 5 1 26:12 20 KF 11 5 2 4 20:17 17 Völsungur 11 5 2 4 22:23 17 ÍR 11 4 4 3 22:18 16 Haukar 11 4 3 4 25:24 15 Reynir S. 11 4 3 4 22:21 15 Magni 11 3 4 4 21:24 13 Leiknir F. 11 4 0 7 17:27 12 Kári 12 1 3 8 15:28 6 Fjarðabyggð 11 0 5 6 6:24 5 3. deild karla Ægir – Augnablik..................................... 3:0 Staðan: Höttur/Huginn 11 7 2 2 17:13 23 Augnablik 12 6 3 3 27:18 21 Ægir 12 5 5 2 18:12 20 KFG 11 5 4 2 17:14 19 Elliði 11 6 0 5 26:16 18 Sindri 11 5 3 3 23:17 18 Dalvík/Reynir 11 4 2 5 18:16 14 Víðir 11 3 4 4 16:19 13 ÍH 11 2 5 4 16:23 11 Tindastóll 11 2 4 5 22:23 10 KFS 11 3 1 7 13:26 10 Einherji 11 2 1 8 14:30 7 Lengjudeild kvenna KR – Augnablik ........................................ 3:2 Staðan: KR 10 8 1 1 28:13 25 FH 10 6 2 2 20:9 20 Afturelding 10 5 4 1 23:11 19 Víkingur R. 10 3 4 3 18:18 13 Grótta 10 4 1 5 15:18 13 Haukar 10 3 3 4 14:15 12 ÍA 10 3 1 6 9:22 10 HK 9 2 3 4 13:20 9 Grindavík 10 1 5 4 12:18 8 Augnablik 9 1 2 6 12:20 5 Sambandsdeild Evrópu 1. umferð, seinni leikir: Sligo Rovers – FH ........................... 1:2 (1:3) Bohemians – Stjarnan..................... 3:0 (4:1) Breiðablik – Racing Union.............. 2:0 (5:2) Newtown – Dundalk ........................ 0:1 (0:5) Ararat Jerevan – Fehérvár ............ 2:0 (3:1) Struga – Liepaja .............................. 1:4 (2:5) Kauno Zalgiris – Europa................. 2:0 (2:0) Gagra – Sutjeska.............................. 1:1 (1:2) KuPS Kuopio – Noah Jerevan........ 5:0 (5:1) Uratru – Maribor............................. 0:1 (0:2) Valmiera – Suduva........................... 0:0 (1:2) Dinamo Batumi – Tre Penne .......... 3:0 (7:0) Santa Coloma – Mons Calpe........... 4:0 (5:1) St. Joseph’s – Levadia Tallinn........ 1:1 (2:4) NSÍ Runavík – Honka..................... 1:3 (1:3) Petrocub – Sileks ............................. 1:0 (2:1) Dila – Zilina ...................................... 2:1 (3:6) FCSG – Partizani Tirana ................ 2:3 (4:8) The New Saints – Glentoran........... 2:0 (3:1) Gzira – Sant Julia........ 1:1 (5:3 í vítakeppni) Lac – Podgorica ............................... 3:0 (3:1) Llapi – Shkupi .................................. 1:1 (1:3) Swift Hesperange – Domzale ......... 1:1 (1:2) Puskás Akadémia – Inter Turku.... 2:0 (3:1) Larne – Bala..................................... 1:0 (2:0) Spartak Trnava – Mosta ................. 2:0 (4:3) La Fiorita – Birkirkara ................... 1:1 (1:2) Decic – Drita .................................... 0:1 (1:3) Vllaznia – Siroki Brijeg ................... 3:0 (4:3) KÍ Klaksvík – RFS Riga ........ (frl.) 2:4 (5:6) Slask Wroclaw – Paide .................... 2:0 (4:1) Sarajevo – Milsami .......................... 0:1 (0:1) Coleraine – Velez Mostar................ 1:2 (2:4) _ Samanlögð úrslit í svigum, sigurliðin fara í 2. umferð keppninnar. 4.$--3795.$ EM U19 kvenna B-deild í N-Makedóníu: A2-riðill: Ísland – Pólland.................................... 24:24 Hvíta-Rússland – Finnland ................. 32:17 _ Lokastaðan: Hvíta-Rússland 6, Pólland 3, Ísland 3, Finnland 0. %$.62)0-# Úrslitakeppni NBA Fjórði úrslitaleikur: Milwaukee – Phoenix ....................... 109:103 _ Staðan er 2:2 og fimmti leikur í Phoenix aðfaranótt sunnudags. 4"5'*2)0-# BREIÐABLIK – RACING 2:0 1:0 Jason Daði Svanþórsson 50. 2:0 Árni Vilhjálmsson 74. Rautt spjald: Dwayn Holter (Racing) 69. Dómari: Vitaliy Romanov, Úkraínu. Áhorfendur: 710. _ Breiðablik áfram, 5:2 samanlagt, og mætir Austria Vín 22. og 29. júlí. SLIGO ROVERS – FH 1:2 0:1 Steven Lennon 44. 0:2 Steven Lennon 49.(v) 1:2 Johnny Kenny 84.(v) Dómari: Luis Teixeira, Portúgal. Áhorfendur: 400, uppselt. _ FH áfram, 3:1 samanlagt, og mætir Rosenborg 22. og 29. júlí. BOHEMIANS – STJARNAN 3:0 1:0 Georgie Kelly 34. 2:0 Georgie Kelly 54. 3:0 Liam Burt 75. Dómari: Jason Barcelo, Gíbraltar. Áhorfendur: 6.000, uppselt. _ Bohemians áfram, 4:1 samanlagt, og mætir Dudelange 22. og 29. júlí. _ Liðsuppstillingar, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti. Ljósmynd/Inpho Photography Dublin Daníel Laxdal fyrirliði og miðvörður Stjörnunnar stöðvar sókn- armann Bohemians á síðustu stundu á Aviva-leikvanginum í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.