Morgunblaðið - 16.07.2021, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Þetta er svokallaður súlukaktus með
nokkrum öngum. Ég fékk hann í af-
mælisgjöf frá bestu vinkonu minni,
þegar ég varð 25 ára, svo hann er að
verða sextugur. Hann var ósköp lítill
þegar ég fékk hann, átta eða níu
sentimetrar, en nú er hann um það bil
einn metri á hæð. Mig óraði ekki fyrir
framtíð hans og vexti,“ segir Jenný
Karlsdóttir um kaktus þann sem leik-
ur hlutverk á sýningu hennar, Ég
nálina þræði, sem opnuð verður á
Hótel Djúpavík á morgun, laugardag
17. júlí, kl. 16. Á sýningunni er að
finna útsaumsverk Jennýar gerð með
nál þessa merka kaktuss sem hefur
fylgt listakonunni í tæplega 60 ár.
„Kaktusinn er með mjög stóra og
svera gadda svo ég fékk vinkonu
mína, snillinginn Lene Zachariassen
á Hjalteyri, til að vita hvort hún gæti
ekki borað auga á þessa gadda. Lena
getur ýmislegt sem aðrir geta ekki og
hún átti örfínan bor svo henni tókst
að bora auga, en það er mjög hart í
þessum göddum. Þegar augað var
komið var mér ekkert að vanbúnaði
að nota kaktusnálina til að sauma út,
en mig hafði lengi dreymt um að gera
það.“
Þegar Jenný er spurð að því hvort
það hafi ekki verið sérstök og gleðileg
tilfinning að nýta afurð af sínum
kaktusi til útsaums, játar hún því að
bragði.
„Jú, það spruttu fram ýmsar hug-
renningar við þá iðju. Þetta hefur
verið mikið ævintýri.“
Mikið verið talað við kaktusinn
Kaktusinn á þó nokkra sögu, hann
var lengi í fóstri hjá kunningja Jenný-
ar, Ásgrími Ágústssyni ljósmyndara,
sem rak ljósmyndastofuna Norður-
mynd á Akureyri.
„Hann var í nokkuð mörg ár hjá
honum á stofunni en þegar Ásgrímur
hætti rekstrinum fór hann heim með
kaktusinn. Hann lenti stundum í
vandræðum með hann þar, því kakt-
usinn var orðinn ansi stór og með
þessum ofsalega stóru göddum.
Hann rak sig stundum í hann og
stakk sig, en var ekkert að kippa sér
upp við það heldur sagði „fyrirgefðu
góði“. Það hefur verið talað mikið við
þennan kaktus, enda er hann mikill
höfðingi. Kona Ásgríms hafði stund-
um orðið fyrir stungum frá kaktus-
num og lýsingar Ásgríms voru á þá
leið að „það lá við að nálarnar kæmu
út um bakið á henni“. Dag einn þurfti
hann að losa sig við kaktusinn og mér
fannst ekki annað hægt en taka hann
heim til mín. Það var ekki einfalt
verk, hann var í litlum plastpotti og
mikil yfirvigt, þannig að ég var komin
með öll handklæði heimilisins og eitt-
hvað af rúmfötum líka, svo ég gæti
komið honum í almennilega stöðugan
pott. Hann hefur verið hjá mér síðan í
góðu yfirlæti og þegar hann varð
fimmtugur þá fékk hann rauða slaufu
og hann vill ekki sleppa henni aftur.
Hann á sitt heiðurssæti hjá mér á sól-
stofunni og engin hætta á að fólk
skaði sig á honum þar,“ segir Jenný
og bætir við að kaktusinn hafi
blómstrað tveimur blómum í fyrsta
sinn í sumar.
Feikilega miklar kjarnakonur
Ekki er það tilviljun að Jenný velur
Djúpavík á Ströndum sem sýningar-
stað fyrir verkin sem hún hefur
saumað út með kaktusnálinni, því hún
á margar formæður í þeim lands-
hluta. Hún tileinkar sýninguna Jens-
ínu Óladóttur (1825–1911), langömmu
sinni í Ófeigsfirði, og Karólínu Guð-
brandsdóttur (1858–1947), ömmu
sinni, sem var með búskap á Felli í
Norðurfirði 1889–1896.
„Mér fannst það vel við hæfi, en ég
hef lengi haft mikinn áhuga á sögu
þessara formæðra minna. Ég ólst
upp með Karólínu, ömmu minni, en
ég sá aldrei Jensínu, langömmu mína.
Ég hef lengi spáð í sögu Jensínu og
lífskjör fólks yfirleitt hér áður. Þetta
voru feikilega miklar kjarnakonur og
mér finnst það einkenni á mörgum
þarna á Ströndum, að það bar meira
á þessum sterku konum en körlum,
þær voru frekar nefndar en menn-
irnir þeirra, sem er svolítið sérstakt.
Kannski vegna harðrar lífsbaráttu á
þessu landsvæði, það var svo mikið af
karlmönnum sem fóru í sjóinn, þær
þurftu að standa á sínu og gerðu það.
Þessar konur voru geysilegar hetjur
sem reru til fiskjar og sáu um börn og
bú. Þær áttu yfirleitt hóp af börnum
og oft komst ekki nema helmingur
þeirra upp. Amma mín eignaðist níu
börn, en aðeins fjögur þeirra komust
upp, þetta var ekki óalgengt. Fólk
þurfti að gera allt sjálft og hvert
heimili varð að vera sér nægt um allt
sem þurfti, fatnað og annað. Spurn-
ingin var ekki hvað fólk langaði til að
gera, heldur hvað þurfti að gera og
hvort það gæti komið því í verk. Þá
var allur fatnaður heimaunninn og
sauðkindin sá fólkinu fyrir mjólk í
mat og ull í fat. Öllum flíkum var slit-
ið, þær voru algjörlega notaðar þar til
ekkert var eftir af þeim. Fyrir vikið
hefur ekki margt varðveist af hvers-
dagsklæðum frá fyrri tímum.“
Ása Ketils ætlar að kveða
Jenný hefur alla tíð sinnt fjöl-
breyttu handverki meðfram heimilis-
og kennslustörfum og hún hefur lengi
safnað gömlum munstrum og hand-
verki.
„Fólk var að fá hjá mér munstur af
hinu og þessu svo ég fór að taka þetta
saman í einföld hefti, til að koma ein-
hverju af þessu gamla handverki og
upplýsingum um það inn í nútíma
handverksvakningu. Ég vildi að fólk
gæti á auðveldan hátt nálgast þetta
og unnið með þetta áfram, hannað og
kynnst þessu. Ég á óhemjumikið safn
af textíl sem vinkona mín var að skrá-
setja með mér í vetur og draumurinn
er að það geti einhvern tíma verið til
sýnis, því mér finnst svo mikilvægt að
þessi menningararfur og handverkið
sé sýnilegt,“ segir Jenný og bætir við
að vinkona hennar, kvæðakonan Ása
Ketilsdóttir á Laugalandi í Skjald-
fannardal, ætli að koma og kveða
glænýtt frumort ljóð við opnun sýn-
ingarinnar. Sjálf setti Jenný saman
eftirfarandi vísu, þaðan sem heiti sýn-
ingar hennar kemur:
Ég nálina þræði um nóttlaust vor
og nýt þess að vera til.
Ég hugsa um kynslóða horfin spor
og hendur er struku þil.
„Þessi vísa kom nú bara óvart, en
þegar maður er orðin svona gamall
þá fylgir því kæruleysi, maður lætur
bara vaða og tekur sjálfan sig ekki
eins hátíðlega og maður gerði hér áð-
ur. Það er mikið frelsi. Mér finnst líka
ákveðið frelsi í því að ég er ekki
myndlistarmenntuð og ekki í neinum
kreðsum eða klafa. Ég er frjáls að því
að gera það sem mig langar til og mér
finnst ég vera að leika mér alla daga.“
Sýningin, Ég nálina þræði, stendur
fram í miðjan september.
Kaktusinn Hann fékk rauða slaufu
þegar hann varð fimmtugur.
Jenný „Ég er frjáls að því að gera það sem mig langar til.“
Útsaumur Eitt af verkum Jennýjar sem hún saumaði út með kaktusnál.
„Þetta hefur verið mikið ævintýri“
- Jenný Karlsdóttir notaði nál af sextugum kaktusi sínum til að sauma út verk sem hún sýnir á Hótel
Djúpavík - Hún tileinkar sýninguna formæðrum sínum á Ströndum, hetjum sem reru til fiskjar
Franski myndlistarmaðurinn
Christian Boltanski lést í fyrradag,
14. júlí, 76 ára að aldri. Hann var
fæddur árið 1944 í París, hóf feril-
inn sem myndlistarmaður og varð
frægur fyrir innsetningar sínar,
sem hann setti upp um allan heim.
Boltanski var áberandi í frönsku
samtímalistasenunni og sérstak-
lega frægur fyrir verk sín þar sem
missir, minni og áföll komu fyrir.
Síðari heimsstyrjöldin hafði mikil
áhrif á list hans, enda var faðir
hans gyðingur og ólst hann því upp
við sögur af afdrifum fjölskyldu og
vina. Faðir hans hafði til dæmis
verið falinn undir gólfborðum í
íbúð fjölskyldunnar í eitt og hálft
ár. Sýningar hans tengdar helför-
inni vöktu mikla athygli. Hann
vann meðal annars með gríðar-
stórar fatahrúgur, sem áttu að
minna á fórnarlömbin, sem og mik-
ið safn ljósmynda af gyðingabörn-
um, teknum á árunum fyrir heims-
styrjöldina og meðan á henni stóð.
Allur Christian Boltanski er látinn.
Christian Boltanski látinn, 76 ára