Morgunblaðið - 16.07.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
S
tina Jackson stimplaði sig
rækilega inn í heimi glæpa-
sagna með Silfurveginum
og hún heldur áfram á svip-
aðri braut í Norður-Svíþjóð í Leys-
ingum. Ekki er aðeins um spennu-
sögu að ræða heldur raunsæja
frásögn af ógnvænlegri veröld sem
leynist víðar en margir vilja vera
láta.
Lífið getur verið undarlegt ferða-
lag. Börn fæðast saklaus en um-
hverfið hefur síðan áhrif á gang
mála. Margar sögur eru til af bar-
áttu einstæðra mæðra, ást og mis-
notkun, einelti, smáglæpum barna
og unglinga sem
þróast í alvarleg
afbrot, ofríki,
hatri og dómstól
götunnar. Stina
Jackson tekur á
þessu öllu í Leys-
ingum, kryfur
málin og kemur
með lausnir.
Oft er það svo
að það sem virðist vera slétt og fellt
á yfirborðinu þolir illa eða ekki dags-
ljósið. Eins er með ýmislegt sem er á
allra vitorði. Þöggunin ræður ríkj-
um. Þannig er um ýmislegt í fá-
menna þorpinu Ödesmark. Misjafn-
lega brotnar fjölskyldur og einstak-
lingar halda sig að sínu, samskipti
þess utan eru lítil enda vandinn
nægur heima fyrir. Hver hefur sinn
djöful að draga.
Eymdin hefur misjöfn áhrif á fólk.
Vanja er bjartasta vonin, fimm ára
dóttir Liams, sem deilir framtíðar-
óskum hennar þrátt fyrir að vera
djúpt sokkinn í heim, sem hann vill
yfirgefa en gengur illa. Þrátt fyrir
erfitt líf föðurins er dóttirin helsta
haldreipi hans, eina vonin um bjarta
framtíð.
Liv er líka einstætt foreldri, en öf-
ugt við Liam virðist hún hafa gefist
upp, sætt sig við orðinn hlut. Hún
hefur þurft að þola margt, átt sér-
lega erfitt, en í öllu svartnættinu
leynist birta. Þar sem er vilji þar er
von.
Sagan hverfist að miklu leyti um
baráttu eða baráttuleysi þessara
einstaklinga. Þeir bogna stöðugt og
það er aldrei til góðs, en samt er ein-
hver neisti í þeim, sem heldur þeim
gangandi. Ákveðin þrá smýgur í
gegnum allt mótlætið en erfitt er að
horfast í augu við það sem liðið er og
viðburðir líðandi stundar bæta ekki
ástandið.
Spennusagan Leysingar er mögn-
uð bók. Höfundur tekur á mörgum
mikilvægum þáttum mannlífsins,
baráttu lífs og dauða. Þegar öllu er á
botninn hvolft er fólkið ekki svo ólíkt
rándýrunum en það eru fleiri dýr í
skóginum og þau eru ekki öll grimm
og vond.
Ljósmynd/Stefan Tell
Mögnuð Leysingar Stinu Jackson er mögnuð bók og höfundur tekur á mikilvægum þáttum mannlífsins.
Eitraður heimur hat-
urs, ofbeldis og ástar
Spennusaga
Leysingar bbbbm
Eftir Stinu Jackson.
Friðrika Benónýsdóttir íslenskaði.
Kilja, 356 bls. Ugla, 2021.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Dagskrá tónlistarhátíðarinnar
Innipúkans liggur nú fyrir og eru á
henni 22 tónlistarmenn og hljóm-
sveitir. Nýjasta viðbótin eru Aron
Can, Ásta, BSÍ, Good Moon Deer,
Karitas og sideproject. Hátíðin fer
að venju fram um verslunarmanna-
helgina og auk fyrrnefndra flytj-
enda má nefna Bjartar sveiflur,
Bríeti, Emmsjé Gauta, Flona,
GDRN, Hipsumaps, Mammút,
Reykjavíkurdætur og Teit Magn-
ússon. Á opnunarkvöldi hátíð-
arinnar munu Birgitta Haukdal og
hljómsveitin Moses Hightower og
koma fram saman í fyrsta sinn.
Innipúkinn fer fram á nýjum
stað, fer frá Grandanum yfir í Ing-
ólfsstræti og fer aðaltónleika-
dagskráin fram innandyra, eins og
nafnið gefur til kynna, í Gamla bíói
og á efri hæð Röntgen. Á svæðinu
verður hátíðarstemning og fara
tónleikar fram föstudags-, laug-
ardags- og sunnudagskvöld, 30. júlí
til 1. ágúst. Miðasala á hátíðina er
hafin og fer fram á tix.is.
GDRN Tónlistarkonan kemur fram á Inni-
púkanum um verslunarmannahelgina.
Dagskrá Innipúkans liggur fyrir
Sigursveit Músíktilrauna í ár, Ólafur
Kram, kemur fram á fimmtu tón-
leikum raðarinnar Sumartónleikar í
garðinum, í dag kl. 17. Garðurinn er
fyrir aftan verslunina 12 tóna sem
stendur fyrir tónleikunum. Ólafur
Kram er skipuð Birgittu Björgu, Ey-
dísi Kvaran, Guðnýju Margréti, Ið-
unni Gígju og Sævari Andra. Segir á
síðu tónleikanna á Facebook að þau
spili furðulega tónlist sem erfitt sé
að skilgreina með súrrealískum
textum og undir alls konar tónlistar-
áhrifum. Dísætur söngur heyrist í
bland við djöflaöskur og fíflagang,
djass hljómi með diskótakti og ým-
islegt fleira bíði þeirra sem koma og
hlusta. Verslunin 12 tónar er við
Skólavörðustíg 15.
Sigursveit Hljómsveitin Ólafur Kram,
sigurvegari Músíktilrauna 2021.
Ólafur Kram á sumartónleikum
Ný sýning verður opnuð á morgun,
laugardag, kl. 15 í galleríinu Y í
Hamraborg í Kópavogi. Á henni má
sjá verk eftir Þór Sigurþórsson og
er titill sýningarinnar Ferð. Um
sýninguna segir í tilkynningu að
verkin á henni hafi öll með framrás
tímans að gera. „Höfuðpúðarnir
eru ferðalagið, flæðandi, hlykkj-
óttur tími. Í klukkuverkunum
benda vísarnir á vísindalegri, rök-
rænni hugmynd um tíma. Þyrp-
ingar vísanna vísa í fjölvíddir tíma
og rúms. Skafmiðaefnið hylur tíma-
bundið efni, fréttir dagsins. Huldir
undir skafmiðaefninu eru atburðir
dagsins sveipaðir dulúð. Naum-
hyggjan tekur við af ofhlæði upp-
lýsinga, hlutirnir eru einfaldaðir.
Atburðir líðandi stundar eru gerðir
óræðir,“ segir um verkin og sýn-
inguna. Y er í rými sem áður hýsti
bensínstöð Olís.
Í Y Þór Sigurþórsson myndlistarmaður.
Ferð Þórs Sigurþórssonar í Y