Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik máfinnaávefokkar STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 697.500kr. 25% afsláttur BREKKA34 - 9 fm Tilboðsverð 369.750kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einndag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þessir fallegu hestar undu sér vel í breiðu af skógarkerfli ofarlega í Elliðaárdalnum. Plantan fjölgar sér kynlaust með rót- arskotum og einnig kynjað með fræjum. Höf- uðborgarbúar geta séð hvernig skógarkerfill hefur tekið yfir stór svæði í Esjunni. Skógarkerfill, alaskalúpína og bjarnarkló eru innfluttar og ágengar plöntutegundir sem hafa víða fest rætur. Alaskalúpínan og skógarkerfillinn eru fyrstu dæmin um ágengar plöntutegundir sem hafa breiðst út hér á landi, samkvæmt skýrslu Nátt- úrufræðistofnunar og Landgræðslunnar (2010). Umhverfisstofnun (UST) hefur unnið að eyðingu skógarkerfils og alaskalúpínu innan friðlýstra svæða undanfarin ár. „Þetta er fyrst og fremst lúpína en skóg- arkerfill á örfáum stöðum. Hann er hvergi til stórra vandræða innan friðlýstra svæða,“ sagði Hákon Ásgeirsson, teymisstjóri nátt- úruverndar hjá UST. „Við sláum lúpínuna og kerfilinn á hverju ári áður en þau mynda fræ, til að koma í veg fyrir að þau dreifi sér. Svo stingum við kerfilinn upp til að fjarlægja hann alveg. Hann er mjög erfiður við- ureignar,“ sagði Hákon. Hann sagði að það tæki mörg ár að uppræta kerfilinn. Auk þess að uppræta skógarkerfil innan friðlýstra svæða hefur UST veitt ráð um eyðingu hans á öðrum svæðum. Nokkur sveitarfélög hafa sagt skógarkerfli stríð á hendur, t.d. Stykk- ishólmsbær og Fjarðabyggð. Fram kom í svari umhverfis- og auðlind- aráðherra, á 149. löggjafarþinginu við fyr- irspurn um útbreiðslu skógarkerfils, að þá hafi verið unnið gegn útbreiðslu hans í frið- landinu Andakíl, fólkvanginum Böggvist- aðafjalli, friðlandinu í Svarfaðardal, fólk- vanginum Krossanesborgum, við Mývatn og í Aðaldal, við Skútustaðagíga og við Gullfoss. Morgunblaðið/Árni Sæberg Barist við skógarkerfil sem breiðist út Ari Páll Karlsson Ragnhildur Þrastardóttir „Við erum eiginlega svolítið undr- andi og þetta er gríðarlegt áfall,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gisti- þjónustu og framkvæmdastjóri Center hótela, um minnisblað Þór- ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra en þar er lagt til hertra aðgerða við landamærin vegna fjölgunar smita. Í samtali við mbl.is játaði Þórólfur að til skoðunar væri að krefja alla ferðamenn og Íslendinga, jafnt bólu- setta sem óbólusetta, um neikvæðar niðurstöður úr PCR-prófi við kom- una hingað til lands. Verulega íþyngjandi „Þetta er verulega íþyngjandi fyr- ir okkar gesti sem eru búnir að kaupa miða hingað í góðri trú,“ segir Kristófer og bætir við að PCR-próf séu orðin oft og tíðum það dýr að þau fari fram úr ferðakostnaði. Það dragi vitanlega úr ferðavilja fólks. Yfir 85 prósent Íslendinga 16 ára eða eldri eru nú fullbólusett og engar takmarkanir hafa verið í gildi innan- lands síðan 24. júní og engar á landa- mærunum síðan 1. júlí. Það gæti aft- ur á móti breyst innan nokkurra daga fari heilbrigðisráðherra eftir tilmælum sóttvarnalæknis. Kristófer segist undrandi og lýsir eftir lokamarkmiði sóttvarnayfir- valda. „Hvert erum við að fara? Fyrst var okkur sagt að það ætti að vernda heilbrigðiskerfið, nú er búið að því. Um daginn var talað um að við vær- um að ná hjarðónæmi, það er búið. Hvað á að hækka ránna oft? Ég lýsi eftir lokamarkmiðinu, hvert er stefnt?“ spyr Kristófer. 30 smit síðustu tvær vikur Í gær var tilkynnt um að sjö hefðu greinst með kórónuveiruna innan- lands síðasta sólarhring. Allir hinna smituðu voru bólusettir. Því hafa alls 30 greinst með veiruna innanlands það sem af er júlímánuði og eru lang- flest þeirra af Delta-afbrigði veir- unnar. „Það er eiginlega sama hvað við gerum hér, ef við fáum alltaf jafnt flæði af veirunni inn náum við aldrei almennilegum tökum á þessu,“ sagði Þórólfur og bætti við að það hefði sýnt sig í gegnum faraldurinn að frumskilyrði til þess að ná tökum á honum innanlands væri að hafa góð tök á landamærunum. Bólusetning skipti sköpum Þórólfur benti þó á að bólusetn- ingin veitti góða vernd þótt hún veitti ekki fulla vernd. Bólusetningin væri því að gera sitt. „Það má ekki líta þannig á það að bólusetningin hafi verið til einskis. Ef við hefðum ekki bólusett svona vel værum við örugglega komin með mjög strangar og harðar aðgerðir hér innanlands eins og við gripum til í mars síðastliðnum,“ sagði Þórólfur Guðnason ennfremur í samtali við mbl.is í gær. Aðgerðir á landa- mærum til skoðunar - Ferðaþjónustan undrandi - 85% Íslendinga fullbólusett Morgunblaðið/Eggert Landamærin Farþegar í Leifsstöð, nái tillaga sóttvarnalæknis fram að ganga gætu aðgerðir þar verið hertar að nýju. Ferðaþjónustan er ósátt. Þórólfur Guðnason Kristófer Oliversson Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut í gærkvöldi verðlaunin frumlegasta myndin á alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Cannes. „Við vorum öll hérna á fremstu bekkjum þegar verðlaunin voru tilkynnt, og það eru allir bara svakalega kátir,“ segir Hrönn Kristinsdóttir, framleiðandi myndarinnar. Spurð hvort um sé að ræða mikla viðurkenningu fyrir hóp- inn segir Hrönn: „Jú alveg tryllt við- urkenning fyrir okkur.“ Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni og skrifaði hann einnig handritið í sam- vinnu við Sjón. Myndin segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingv- ari. Þegar dularfull vera fæðist á bænum ákveða hjónin ala hana upp sem eigið afkvæmi. Myndin verður frumsýnd hérlendis í september. Dýrið frumlegasta myndin í Cannes - Verðlaunin hluti af aðaldagskránni Ánægð Valdimar Jóhannsson leik- stjóri ásamt framleiðendum og kvikmyndatökumanni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.