Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Tvær eins kílómetra langar sviflínur
með farþegasætum verða næsta vor
væntanlega komnar í Kambana, við
austurbrún Hellisheiðar. Bæjarráð
Hveragerðis fól bygginganefnd
sveitarfélagsins
sl. fimmtudag að
fara í skipulags-
vinnu, skv. fyr-
irliggjandi gögn-
um Kambagils
ehf. Jafnframt
stendur til að
reisa útsýnispall
skammt frá þjóð-
veginum í Kömb-
unum, það er á
barmi Svartagljúfurs í Reykjadal,
sem þarna er falið í landslaginu.
Hátt yfir löngu og djúpu gilinu
Hugmyndin er sú að fólk fari í ról-
urnar frá útsýnispalli sem setja á
upp örskammt frá þjóðveginum í
Kömbum, nærri fossunum tveimur
sem eru við efstu beygjuna þar og
blasa við vegafarendum sem leið
eiga um. Í Svartagljúfri er hár foss,
flestum falinn en verður sýnilegur
þegar sviflínurnar verða komnar
upp. Hugsunin er sú að frá pallinum
í Kömbum verði svifið í rólu hátt yfir
löngu og djúpu gilinu niður í dalinn
og lent nærri bílastæði við veit-
ingastofu sem er í Reykjadal. Auk
sæta á línunni verður einnig hægt að
bruna niður hana á sleða, það er
liggjandi með höfuðið á undan.
Auk lendingarstaðar og aðstöðu-
húss í Reykjadal er þar margvísleg
önnur uppbygging fyrirhuguð, en
staðurinn er fjölsóttur vegna heitra
náttúrulauga sem eru þar í grennd-
inni og marga vilja njóta.
„Þetta er spennandi verkefni sem
ánægjulegt er að hafi fengið grænt
ljós í Hveragerði,“ segir Hallgrímur
Kristinsson, forsvarsmaður Kamba-
gils, í samtali við Morgunblaðið.
Svifbraut með sætum, svokallaðar
zip-línur, er til dæmis við Perluna í
Öskjuhlíð í Reykjavík, svo fyr-
irmynd sé nefnd.
Miklar öryggiskröfur
Allt verður stærra í sniðum við
Kambana en í Öskjuhlíð og kostn-
aður við fyrirhugaða uppbyggingu
þar hleypur á hundruðum milljóna
króna.
Ætlunin er sú að í Reykjadal yrði
ekið að brekkurótum með fólk, sem
svo þyrfti að ganga upp gil og
brekku að áðurnefndum palli þar
sem flugferðin hefst. „Þetta væri
þægileg ganga og leið flestum fær,“
segir Hallgrímur. Í verkefni þessu
starfa forsvarsmenn Kambagils ehf.
með kanadísku fyrirtæki sem víða
um veröld hefur staðið að uppsetn-
ingu sviflína og tengdra tækja.
„Miklar öryggiskröfur eru gerðar
og að mörgu þarf að hyggja. Við
leggjum til dæmis mikið upp úr því
að allt sem gert verður sé end-
urkræft í umhverfi Reykjadals,
Svartagljúfurs og Kamba. Und-
irbúningur hefur staðið lengi yfir,
helstu teikningar og gögn eru tilbúin
og fara nú í yfirferð vegna deili-
skipulagsvinnu sem tekur einhverja
mánuði. Við stefnum ótrauð á að
þessi ævintýraveröld verði tilbúin að
ári,“ segir Hallgrímur.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmd Útsýnispallur verður neðan við efstu beygjuna í Kömbum, sem er næst á þessari mynd. Hér rennur
Hengladalsáin fram og áfram niður Svartagljúfur, en yfir henni yrði sviflínan sem fólk færi á frá áðurnefndum palli.
Sviflína í Kömbunum
- Zip-line í Svartagljúfri - Við þjóðveg - Flugið í Reykja-
dal 1 km - Hveragerðisbær samþykkir - Stór fjárfesting
Morgunblaðið/Eggert
Róla Flugferð á línu yfir stórbrotna
náttúru verður ögrun í tilverunni.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Við lítum svo sannarlega til bjart-
aritíma en heimsfaraldurinn var
heilmikill skóli,“ segir Guðmundur
Heiðar Helgason,
upplýsinga-
fulltrúi og mark-
aðsstjóri Strætó
bs., um stöðu
fyrirtækisins í
dag. „Það var
ansi þungt,“ segir
Guðmundur.
Árið 2020 var
fyrirtækið rekið
með 454 milljóna
króna tapi sam-
anborið við tæplega 37 milljóna tap
árið áður. Guðmundur segir þó að
fyrirtækið hafi ekki gripið til upp-
sagna á síðasta ári. „Við sluppum
ágætlega en þurftum að skerða að-
eins launakostnað. Á skrifstofunni
tókum við til dæmis á okkur 10%
launalækkun í smá tíma og þá
minnkaði öll yfirvinna,“ segir Guð-
mundur.
Áætlanir fyrirtæksins gerðu ráð
fyrr því að tekjur af fargjöldum yrðu
492 milljónir króna fyrstu þrjá mán-
uði þessa árs en þær urðu 438 millj-
ónir króna. Guðmundur nefnir að
fjöldi farþega í apríl 2020 hafi verið
sögulega lágur.
„Apríl í fyrra var alveg hræðilegur
en þá fækkaði farþegum um allt að
helming. Apríl hefur hins vegar tekið
við sér í ár en 77% aukning var á
milli apríl 2020 og apríl 2021.“
20% ferðuðust minna
Í könnun sem gerð var fyrir
Strætó í mars sl. kom í ljós að innan
við helmingur, eða 47,3%, hafði farið
í strætó á síðustu 12 mánuðum. Þeg-
ar spurt var um ástæður þess að við-
komandi notaði ekki strætó oftar
sögðu um 20% að þau hefðu ferðast
minna vegna faraldursins. Segir
fyrirtækið, að áherslur í markaðs-
málum í sumar og haust miði sér-
staklega að því að sækja aftur á
þennan 20% hóp. Þar sé leiðakerf-
ið lykilatriði og forðast verði að
skerða þjónustu á næstu misserum.
„Við erum bjartsýn á að skólarnir
fari að skila sér í haust en þeir eru
náttúrlega gríðarlega stór hópur hjá
okkur. Það hafði gríðarlega mikil
áhrif á reksturinn hve skólarnir voru
lokaðir lengi og mikið um fjar-
kennslu,“ segir Guðmundur og nefn-
ir einnig alla þá vinnustaði sem hafi
lagt áherslu á fjarvinnu.
„Það er mjög stór hluti af fólki
sem er að taka strætó í vinnu. Við er-
um því bjartsýn á að farþegum fjölgi
með haustinu,“ segir Guðmundur.
„Við erum bara nokkuð brött. Nú
tekur við hjá okkur vinna að nýju
leiðaneti sem aðlagar strætókerfið
að borgarlínuverkefninu. Markmiðið
er að borgarlínuleiðirnar verði svo-
kallaðar stofnleiðir og strætóleiðirn-
ar verða inni í hverfunum sem tengj-
ast svo við borgarlínukjarna. Við
lítum svo á að þetta séu ekki tvö að-
skilin kerfi heldur verður þetta í
framtíðinni eitt almenningssam-
göngunet.“
Heimsfaraldurinn heilmikill skóli
- 454 milljóna króna tap á rekstri Strætó í fyrra - Sluppu við uppsagnir - Tekjur af fargjöldum
drógust saman um 25% - 20% segjast ferðast minna með strætó vegna Covid-19 - Bjartsýn á haustið
Farþegafjöldi Strætó
Þúsundir farþega eftir mánuðum
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
2018 2019 2020 2021
Heimild: Strætó bs.
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
731
383
725
1.102
1.204
829
572610
956
1.077
Guðmundur Heiðar
Helgason
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra telur fulla ástæðu til að ráð-
ast í rannsókn á starfsemi vöggu-
stofa í Reykjavíkurborg eins og
borgarstjóri hef-
ur boðað. Mun
hún beita sér fyr-
ir því að þingið
aðstoði í þeim
málum.
Þann 7. júlí
síðastliðinn til-
kynnti Dagur B.
Eggertsson
borgarstjóri að
borgin hygðist
hefja úttekt á
vöggustofum. Sagði Dagur þá að
rannsóknin yrði mögulega háð því
að Alþingi veitti rannsóknarteym-
inu lagaheimild til að hægt yrði að
rannsaka málið til fullnustu, enda
eru sjúkraskýrslur og önnur per-
sónugreinanleg gögn nauðsynleg í
framgangi málsins.
Katrín segir borgina hafa aðra
stöðu en þingið og framkvæmda-
valdið í því og þar af leiðandi mik-
ilvægt að samstarf ríki milli þeirra
tveggja við rannsókn málsins.
„Borgarstjóri hefur rætt það við
mig að það kunni að þurfa einhvers
konar lagaheimildir til þess að slík
rannsókn gæti orðið fullnægjandi og
ég mun að sjálfsögðu reyna að
greiða veg þess sem þörf er á.“
Óhugnanlegar lýsingar
Stefnir borgarstjóri á að rann-
saka Vöggustofuna að Hlíðarenda
og Vöggustofu Thorvaldsensfélags-
ins. Fimmmenningarnir Árni H.
Kristjánsson, Fjölnir G. Bragason,
Hrafn Jökulsson, Tómas V. Alberts-
son og Viðar Eggertsson hafa hvatt
til þess að starfsemi vöggustofanna
verði rannsökuð.
Sendu þeir greinargerð til
borgarstjórnar þar sem greint var
frá ómannúðlegum starfsháttum
sem voru þar við lýði. Kom meðal
annars fram í greinargerðinni að
börn hefðu verið látin liggja af-
skiptalaus í rúmum sínum og starfs-
fólki bannað að taka þau upp að
nauðsynjalausu. Fengu foreldrar
ekki að heimsækja börn sín nema á
fyrirfram ákveðnum tímum og börn-
in voru þá höfð bak við glerskilrúm.
Vill beita sér fyr-
ir rannsókninni
- Vill að Alþingi veiti lagaheimildir til
að auðvelda rannsókn á vöggustofum
Katrín
Jakobsdóttir
Hallgrímur
Kristinsson