Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 6

Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021 Bílds 577- Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þessi niðurstaða kemur mér á óvart,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka og fyrr- verandi bæjarstjóri, um þá ákvörð- un Skipulagsstofnunar að fyrirhug- uð uppbygging á íþróttasvæði Hauka að Ásvöllum skuli fara í um- hverfismat. Hafnarfjarðarbær hyggst breyta uppbyggingaráformum á íþrótta- svæði Hauka. Á vesturhluta svæð- isins á að byggja 100-110 íbúðir og á austurhluta þess fjölnota íþrótta- hús og bílastæði. Knatthúsið verður 25 metra hátt, 82,5 metra breitt og 120 metra langt, alls um 10.000 m2. Fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur að friðlandsmörkum Ástjarn- ar. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennast af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Magnús telur að Skipulagsstofn- un horfi aðallega til umhverfis- áhrifa stóra knatthússins í ákvörð- un sinni. „Það var búið að leggja fram mjög ítarleg gögn til að mæta þeim athuga- semdum sem komu fram. VSÓ Ráðgjöf vann þá vinnu fyrir Hafn- arfjarðarbæ. Nú þurfum við að vinda okkur í að komast að því hvað Skipulags- stofnun telur þurfa að skoða betur. Við vonum að þetta leysist hratt og vel,“ sagði Magnús. Hann sagði að nýja knatthúsið muni falla ágætlega að landinu. Gert var samkomulag við Hafnar- fjarðabæ um að hann fái lóðir undir íbúðir til að þétta byggð við kjarna sem þarna er. Því var knatthúsið fært austast á athafnasvæði Hauka. „Það er virkileg þörf á þessu knatthúsi. Okkur var úthlutað þessu svæði 1980 og það var byggt upp í samvinnu við bæinn. Við höf- um verið með nánast óbreytta að- stöðu síðustu 25 árin en þurfum að mæta þeirri gríðarlegu íbúafjölgun sem hefur orðið hér í næsta ná- grenni,“ sagði Magnús. „Knatthúsið er liður í því að skapa enn betri að- stöðu fyrir æskuna. Það verður af bestu gerð og mun þjóna okkur næstu áratugina. Gert er ráð fyrir því að hleypa dagsbirtunni inn í húsið og byggingin verður mjög reisuleg.“ Umhverfisstofnun sagði í umsögn að fjalla þurfi um framkvæmdir á Ásvöllum í heild til að gefa rétta mynd af áhrifunum, meðal annars á vatnafar Ástjarnar. Þá verði knatt- húsið mjög áberandi í landslaginu. Hafrannsóknastofnun telur að mannvirkin geti haft mjög neikvæð áhrif á grunnvatn á svæðinu. Tölvuteikning/ASK arkitektar Ásvellir Fyrirhugað knatthús Hauka á að bæta úr brýnni þörf. Það gæti litið nokkurn veginn svona út. Uppbygging Hauka í umhverfismat - Haukar hyggjast reisa 10.000 m2 knatthús á Ásvöllum í Hafnarfirði Magnús Gunnarsson „Pósthólfið mitt er fullt frá því í gær og síminn hættir ekki að hringja! Ég kíkti í Morgunblaðið og það er greinilegt að einhverjir hafa fundið fótsporið sem ég skildi eftir mig þeg- ar björgunarsveitarmennirnir komu og sóttu mig í Surtsey.“ Svo hljóðar upphaf tölvupósts sem Morgunblaðið fékk í kjölfar umfjöll- unar þann 3. júlí um vísindaleið- angur rannsóknarmanna í Surtsey, sem nú stendur yfir, en þar ætlar kanadískur steingervingafræðingir meðal annars að rannsaka rúmlega 50 ára gömul fótspor sem enn sjást í eyjunni. Pósturinn var frá Frakkanum Gérard Vautey en hann var fyrsti maðurinn til að dvelja einn í eyjunni yfir nótt og dvaldi þar raunar fimm nætur í tjaldi í september árið 1964, þegar gosið var enn í fullum gangi. Gérard var þá að vinna í Vest- mannaeyjum og bauðst að heim- sækja eyjuna ásamt hópi fólks. Höfðu áhyggjur Gérard, sem var þá 21 árs gamall, hafði með sér vistir og hlýjan klæðn- að ásamt tjaldi. Sló hann upp búðum í nánd við gosið og ætlaði að dvelja þar í viku. Tveimur dögum fyrir áætlaða brottför Frakkans mætti þó Lóðsinn í Vestmannaeyjum út í Surtsey ásamt liði björgunarsveit- armanna til að sækja hann. Heima- menn höfðu þá haft miklar áhyggjur enda var farið að hvessa í veðri og óvíst með matarbirgðir hjá piltinum. Gérard var ekki alsæll með þessa ákvörðun en bauð mönnunum þó gin og þáði heimfarið. Gérard Vautey varð síðar þekktur hér á landi þegar hann sá árið 1971 um frönskukennslu í Ríkissjónvarp- inu ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, síðar forseta Íslands. hmr@mbl.is Surtsey Gérard Vautey hjá tjaldbúðunum sem hann kom upp úti í Surtsey Þriggja manna teymi á vegum breska ríkisútvarpsins BBC hef- ur nýlokið tökum í Surtsey en fjölmiðillinn fékk leyfi til að dvelja þar í fjóra daga í þessari viku. Í leyfi Umhverfisstofnunar kemur fram að tilgangur ferð- arinnar sé að taka upp efni fyrir heimildarþætti og ferðuðust þremenningarnir til eyjunnar á báti og gistu þar í tjaldi. Var það mat stofnunarinnar að ferðin væri ekki líkleg til að valda um- hverfisspjöllum á eyjunni. hmr@mbl.is Tökulið BBC út í Surtsey HEIMILDARMYND Gisti í tjaldi við gosið í Surtsey - Franskur maður veltir því fyrir sér hvort fótspor í eyjunni séu eftir hann Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Fyrr í vikunni ræddi Morgunblaðið við Helga Gunnlaugsson, afbrota- fræðing og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um ásakanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum. Helgi taldi víst að þolendur kynferð- isbrota upplifðu réttarkerfið van- máttugt til að taka á reynslu þeirra og veigruðu sér því við því að leita réttar síns. Því vanti nýjan vettvang fyrir þolendur til að leita réttar síns, ákveðið millistig á milli réttarkerf- isins og samfélagslegrar umræðu. „Ég tel að þetta millistig gæti ver- ið skipað af fagaðilum af ýmsu tagi, svo sem fé- lagsráðgjöfum, sálfræðingum eða öðrum úr fé- lagsvísindum sem sérhæfa sig í samskiptum af ýmsu tagi. Þessir aðilar myndu sinna ákveðinni sáttamiðlun þar sem aðilar fengju tækifæri til að hittast og gera grein fyrir hlið sinni,“ segir Helgi og nefn- ir að þetta úrræði ætti heima utan hins eiginlega réttarkerfis sem hafi þröngt nálarauga fyrir reynslu þol- enda. Hugsað fyrir vægari brot „Þetta væri fyrst og fremst hugs- að fyrir vægari brot, ámælisverða hegðan og áreitni en alvarleg, klár- lega refsiverð háttsemi yrði áfram í réttarvörslukerfinu. Oft nægir að gerendur viðurkenni ábyrgð sína eða greiði í einhverjum tilfellum miska- bætur til þolanda,“ segir Helgi og bætir við að þessi sáttamiðlun yrði að sjálfsögðu að vera háð samþykki þolenda og gerenda. „Úrræðið er ekki ólíkt sáttamiðlun sem til er í löggjöf hér á landi en lítið notað. Ég legg þó til að úrræðið verði utan réttarkerfisins til að það verði vænlegri kostur fyrir báða aðila.“ Sáttamiðlun vægari brota Helgi Gunnlaugsson - Aðilar hittist og geri grein fyrir sinni hlið málsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.