Morgunblaðið - 17.07.2021, Page 10
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það er eitthvað að gerast. Í fyrra-
dag veiddust 24, svo 16 í gær. Þetta
er allt í lagi,“ segir Rafn Valur Al-
freðsson leigutaki Miðfjarðarár um
ganginn í veiðinni fyrir norðan. Á
miðvikudag höfðu veiðst þar 206
laxar og þar af samtals í síðustu
viku 132, um 1,4 laxar á stöng á dag
að meðaltali. Á sama tíma í fyrra
hafði 337 verið landað í Miðfirðinum
en eins og allir vita sem fylgjast
með laxveiðinni þá hefur laxinn
gengið afar seint í flestar ár lands-
ins í sumar og vonuðust margir eft-
ir sterkum göngum í stóstreyminu í
upphafi liðinnar viku.
„Það kom alveg inn einhver slatti
af fiski,“ svarar Rafn þegar spurt er
um hverju þessi síðasti stóri
straumur hafi skilað. „Og það er
komið svolítið af smálaxi, fínir fisk-
ar, vel haldnir og fallegir.“
Rafn segir erfitt að spá um fram-
haldið, hver útkoman verði hvað
laxagöngur sumarsins varðar, það
sé engin leið fyrr en líður á ágúst-
mánuð. Hann minnir á að lengi hafi
síðasta vika júlímánaðar og þær
fyrstu í ágúst þótt vera þær bestu í
Miðfjarðará, þá hafi mest gengið af
laxi. „Ég vona að þannig verði það
núna,“ segir hann. „En það veit
enginn. Það gæti komið ein gusa
núna og svo allt verið búið…“
Aðstæður hvað vatn og veður
varðar segir Rafn hafa verið „ömur-
legar“ undanfarnar vikur. „Það er
mjög lítið vatn og hefur verið mjög
heitt, vatnshitinn farið í 18 gráður,“
sem er ekki vænlegt í laxveiði.
„Vegna vatnsleysis erum við líka
bara að veiða hluta af ánni, það er
svo lítið vatn í Vesturá að enn hefur
ekki sést fiskur fyrir ofan Túnhyl.
Þetta eru rosalega erfiðar að-
stæður.
Veiðin í Austurá hefur hins vegar
verið mjög fín,“ bætir Rafn við en
hún nýtur vatnsmiðlunar úr vötnum
á Arnarvatnsheiði.
Afar rólegt í Rangánum
Samkvæmt síðustu vikutölum
Landsambands veiðifélaga hefur
mest veiðst við Urriðafoss í Þjórsá
en á miðvikudaginn var höfðu 668
laxar verið færðir þar til bókar á
dagsstangirnar fjórar. 533 laxar
höfðu veiðst í Norðurá, þar er nú
veitt á 15 stangir. 400 höfðu veiðst á
stangirnar 14 í Þverá-Kjarrá, og
265 á sex stangir í Haffjarðará.
Þegar horft er á hinar vikulegu
veiðitölur í ánum er mikilvægt til að
átta sig á ganginum að skoða á
hversu margar stangir er veitt og
hver er meðalveiðin á stöng. Þannig
lauk holl í Haffjarðará veiðum í gær
með 34 landaða laxa sem gerir tvo
að meðaltali á stöng á dag sem er
stórfín veiði. Svipað má segja um
Elliðaárnar en 97 laxar veiddust í
vikunni, rúmlega tveir á stöng á
dag. 132 laxar veiddust í liðinni viku
í Þverá/Kjarrá, um 1,4 laxar á dag.
Við aflahæsta veiðistað sumarsins
til þessa, Urriðafoss, var meðalveiði
á hverja stöng tæpir þrír laxar.
Það er ljóst að staðan í Rang-
ánum er allt önnur og veiðin rólegri
en allir aðstandendur ánna von-
uðust til. Veiðimaður sem rætt var
við við Ytri-Rangá í gær sagði stíg-
anda vera þar en „engar stórar
göngur“. Í Ytri veiddust 105 laxar í
liðinni viku, sem er minna en lax á
stöng á dag, ef veitt er á allar 18
dagsstangirnar, en í Eystri-Rangá
veiddust á sama tíma 131 lax, sem
er nokkurn veginn lax á hverja
dagsstöng. Á miðvikudaginn var
höfðu veiðst 319 laxar í Eystri-
Rangá og 171 í Ytri-Rangá og
vesturbakka Hólsár. Á sama tíma í
fyrra höfðu veiðst í þessum systur-
ám 1.572 og 575 laxar.
„Þetta eru rosalega
erfiðar aðstæður“
- Laxveiðin hefur glæðst en engar risagöngur komið í ár
Happafengur Lukkulegur veiðimaður með sannkallaðan stórlax sem hann
veiddi á svæði 2 í Miðfjarðará í vikunni. Nú gengur þar líka smálax.
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
and i v e
35%
AFSLÁTTUR
35%
AFSLÁTTUR
100%
NÁTTÚRULEGAR
AFURÐIR
20%
FERSKT
KJÖT
Kauptúni 3, Garðabæ | www.fisko.is
Opið: Mán.-Fös. 10-19, Laug. 10-18, Sun. 12-18
..kíktu í heimsókn
DENTAL
CARE
SKIN
COMPLEX
STRENGTH
& VITALITY
Árleg skötumessa í Garði í Suð-
urnesjabæ verður næstkomandi
miðvikudag, 21. júní, en hefð er fyrir
því að veislan sé á þeim degi vik-
unnar næst Þorláksmessu á sumri
sem er jafnan 20. júlí. Samkoman
verður í Gerða-
skóla og hefst kl.
19. Að venju er
boðið upp á
skötu, saltfisk og
plokkfisk með til-
heyrandi tólg,
kartöflum, rófum
og rúgbrauði.
Dagskrá
kvöldsins er fjöl-
breytt og góð.
Þórólfur Þor-
steinsson og Baldvin Arason leika á
harmóníkur, Páll Rúnar Pálsson frá
Heiði í Mýrdal syngur og félagarnir
Davíð Guðmundsson og Óskar
Ívarsson taka lagið. Ræðumaður
kvöldsins verður Óttar Guðmunds-
son geðlæknir. Þá tekur ung söng-
kona frá Hellu, Karen Guðmars-
dóttir, nokkur lög en hún stundar nú
söngnám í London. Jarl Sigur-
geirsson tónlistarmaður stjórnar
fjöldasöng. Í lokin flytja Rúnar Þór
og hljómsveit hans nokkur þekkt
lög. „Styrkur Skötumessunnar birt-
ist í því að það eru allir sem koma og
leggja okkur lið sem eru þátttak-
endur í því að leggja okkar veikari
bræðrum og systrum lið og góðum
samfélagslegum málum,“ segir í
fréttatilkynningu um verkefni þetta,
þar sem Ásmundur Friðriksson al-
þingismaður er í forystu.
Árlega hafa um 450 manns mætt á
Skötumessuna, sem er orðin föst í
sessi. Messan er nú í þriðja skipti
haldin í sameinuðum Suðurnesjabæ
og er því tækifæri fyrir íbúa að gera
þetta að sinni árlegu bæjarskemmt-
un, mæta vel og styðja við góð mál-
efni. Styrkir kvöldsins, sem eru veg-
legir, fara meðal annars til þeirra
sem standa höllum fæti eftir kór-
ónuveirufaraldurinn. Þá eru greidd-
ar skólamáltíðir fyrir ungt fólk og
aðstoð veitt á ýmsan hátt.
Aðgöngumiði á hátíðina kostar
5.000 kr. og best þykir að greiða fyr-
irfram á reikningsnúmerið 0142-05-
70506 með kennitölunni 580711-
0650. Helstu bakhjarlar Skötumessu
eru Fiskmarkaður Suðurnesja, Ice-
landair Cargo, Suðurnesjabær og
Algalíf. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Guðni Einarson
Veisla Skötumessan er jafnan fjölsótt og sjávarfanginu eru gerð góð skil.
Skötumessan
nú haldin 21. júlí
- Gleði í Garðinum á Þorláksmessu
Karen
Guðmarsdóttir
Sundlaugin að Krossnesi á Strönd-
um var opnuð að kvöldi föstudagsins
9. júlí eftir gagngerar endurbætur.
Meðal annars var byggt við búnings-
klefana og sturtuaðstaðan end-
urbætt. Einnig var aðstaða fyrir
starfsfólk sundlaugarinnar bætt.
Breytingarnar á klefunum urðu
meiri en gert hafði verið ráð fyrir í
byrjun en ekkert hafði verið gert
fyrir þá síðan sundlaugin var byggð
árið 1954.
Verkið hófst um miðjan ágúst í
fyrra og var unnið að því í haust og
vetur. Til verksins fékkst veglegur
styrkur frá Öndvegissjóði brot-
hættra byggða. Reynt var að hafa
laugina opna af og til meðan á fram-
kvæmdunum stóð, að því er fram
kemur á Facebook-síðu laugarinnar.
Krossneslaug er ein af sérstæð-
ustu sundlaugum landsins. Hún
stendur í fjörunni og fær heitt vatn
úr hverum ofar í hlíðinni. Sundlaug-
argestir geta notið einstaks útsýnis
út á opið hafið og stundum má sjá
hvali og seli í sjónum. Sundlaugin
hefur verið opin allt árið frá kl. 7.00-
23.00 að því er segir á vefnum
strandir.is. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Krossneslaug Búningsklefarnir og sturtuaðstaðan voru endurbætt og
stóðu framkvæmdir yfir í haust og vetur. Laugin var nýlega opnuð aftur.
Krossneslaug löguð
- Búningsklefar stækkaðir - Sturtu-
aðstaðan löguð - Einstakt útsýni