Morgunblaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavíkurflugvöllur Flugskýlið rúmar ekki allan flugflota Landhelgisgæslunnar og aðstaða er bágborin.. Nýja skýlið á að rísa suðaustan við það gamla.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Félagið Öryggisfjarskipti ehf., sem er
félag í eigu ríkisins, hefur sótt um
leyfi til að byggja nýtt flugskýli á
Reykjavíkurflugvelli fyrir björg-
unarþyrlur Landhelgisgæslunnar.
Umsóknin var tekin til afgreiðslu á
síðasta fundi byggingafulltrúa
Reykjavíkurborgar og var málinu
vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Fróðlegt verður að fylgjast með
viðbrögðum borgarinnar, en Pawel
Bartoszek, formaður skipulagsráðs,
hefur sagt að rétt sé að beina framtíð-
aruppbyggingu Gæslunnar annað og
nefnt Hvassahraun á Reykjanesi sem
líklegasta staðinn fyrir nýjan flugvöll.
Fram kemur í gögnum málsins að
sótt sé um leyfi til að byggja flugskýli
fyrir tvær þyrlur og gera tengibygg-
inu á tveimur hæðum, sem tengist
núverandi flugskýli og á að hýsa
skrifstofur, mötuneyti starfsmanna,
búningsklefa og hvíldarrými fyrir
stafsfólk, á lóð nr. 68B við Nauthóls-
veg. Stærð flugskýlis og tengibygg-
ingar verður 2.881,6 fermetrar.
Flugdeild Landhelgisgæslu Ís-
lands(LHG) hefur frá upphafi starf-
semi sinnar haft aðstöðu til geymslu
og viðhalds á flugvélum og þyrlum í
flugskýli nr. 2 á Reykjavíkurflugvelli.
Flugskýlið er 2.355 fermetrar að
stærð og að stofni til frá árinu 1943.
Þörf á að bæta aðstöðuna
Fram kemur í byggingarleyfis-
umsókninni að frá því LHG tók við
flugskýlinu hafi verið leitast við að
bæta aðstöðu til viðhalds og fyrir
starfsmenn með viðbyggingum innan
og utan skýlisins. Dugði það þokka-
lega fram yfir aldamótin, eða allt þar
til þyrlusveitin var efld og björg-
unarþyrlum fjölgað. Síðasta áratug
hafi blasað við að bæta þyrfti veru-
lega aðstöðu til að sinna viðhaldi á
þyrlunum og geymslu þeirra svo þær
séu jafnan tiltækar og flughæfar þeg-
ar útkall berst. Þá sé aðstaða starfs-
manna með öllu óviðunandi.
Og eins og fram kom nýlega í frétt-
um, rúmar núverandi flugskýli ekki
allan flugflota Landhelgisgæslunnar,
þ.e. flugvél og þrjár björgunarþyrlur.
Leitað var eftir breytingum á deili-
skipulagi á athafnasvæði LHG svo
heimilt yrði að byggja frekar yfir
starfsemina með viðbyggingu við
flugskýli 2. Þessi heimild fékkst með
breytingu á deiliskipulagi, sem gildi
tók með auglýsingu í Stjórnartíð-
indum í júní 2014.
„Í tilvitnaðri breytingu á deili-
skipulaginu er með skýrum hætti
kveðið á um heimild til að byggja nýtt
flugskýli með innbyggðum skrif-
stofum og tengibyggingu við það
eldra, allt að 1.750 fermetrum suð-
austan við flugskýli 2. Heimildin er
skilyrt á þann veg, að viðbyggingar
við gamla flugskýlið verði rifnar,“
segir í umsókninni.
Þá segir jafnframt að nýbyggingar
séu til bráðabirgða og skuli fjarlægðar
í síðasta lagi árið 2022, á kostnað eig-
enda, eins og tiltekið sé í Aðalskipu-
lagi. Nú hefur starfsemi Landhelgis-
gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli
verið framlengd a.m.k. til ásins 2032.
Frá því deiliskipulaginu var breytt
hefur LHG unnið að undirbúningi að
umræddri viðbyggingu og m.a. notið
aðstoðar Framkvæmdasýslu ríkisins
og Eflu verkfræðistofu við þarfa-
greiningu að umræddri viðbyggingu.
Bjarni Snæbjörnsson arkitekt er að-
alhönnuður að viðbyggingunni. Sú
ákvörðun að leigja þrjár björg-
unarþyrlur af gerðinni Airbus H225
geri það að verkum að óhjákvæmilegt
sé að auka verulega aðstöðu viðhalds-
deildar. Þær séu mun öflugri og
stærri en fyrri þyrlur.
Öryggisfjarskipti fjármagna
Hinn 16. júní sl. var gengið frá
samkomulagi milli Landhelgisgæsl-
unnar og félagsins Öryggisfjarskipti
ehf., sem er í eigu ríkisins og fjár-
magnað hefur búnað og séð um upp-
byggingu á húsnæði og mannvirkjum
Neyðarlínunnar um land allt.
Í samkomulaginu er kveðið á um
að Öryggisfjarskipti ehf. fjármagni
og byggi flugskýli í þágu LHG.
Enn fremur að byggingin verði
þannig úr garði gerð að hana megi
taka niður og flytja þegar flug-
starfsemi leggist af á Reykjavík-
urflugvelli og starfsemi flugdeildar
LHG fái aðstöðu annars staðar.
Sótt um leyfi til að byggja
flugskýli fyrir Gæsluna
- Tekið niður og flutt þegar flugstarfsemi leggst af á Reykjavíkurflugvelli
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
Litirnir eru fjölmargir
og hægt að fá
sérblandaða hjá okkur.
HÁGÆÐA
VIÐARVÖRN FRÁ
SLIPPFÉLAGINU
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
Hafrannsóknastofnun hefur óskað
eftir því að fá sýni af hnúðlöxum en
þeir eru farnir að veiðast í ám þetta
sumarið. Stofnunin segir best að fá
heila fiska til rannsókna, mega vera
frosnir. Sýni verða þá tekin til
rannsókna m.a. á vaxtarhraða, kyn-
þroska og erfðafræði.
Stofnuninni barst hnúðlax sem
Viktor Guðmundsson veiddi í Sogi
við Syðri-Brú. Fiskurinn var
hrygna, 49,8 cm löng og 1.596 g að
þyngd. Hrygnan var komin nærri
hrygningu en hrygningartími
hnúðlaxa er mun fyrr en annarra
laxa. Telur stofnunin mikilvægt að
auka þekkingu á dreifingu, líffræði
og áhrifum hnúðlaxa. Veidda hnúð-
laxa þarf að skrá í veiðibók eins og
aðra veiði.
Hafró vill upplýs-
ingar um hnúðlaxa
Hnúðlax Viktor Guðmundsson með væn-
an hnúðlax sem hann veiddi nýverið.
Fjögur tilboð bárust í byggingu brúa
yfir Hverfisfljót og Núpsvötn í
Skaftárhreppi ásamt endurgerð
vegakafla beggja vegna við brýrnar.
Tæpir 17 kílómetrar eru á milli
þessara tveggja vatnsfalla en verkin
voru boðin út saman.
Lægsta tilboðið áttu ÞG verktak-
ar, Reykjavík, 1.425.616.785 krónur.
Var það mjög nálægt áætluðum
verktakakostnaði, sem hljóðaði upp
á tæpar 1.423 milljónir. Ístak hf.,
Mosfellsbæ bauð1.468.108.228 krón-
ur, Eykt, Reykjavík 1.540.716.808
krónur og Íslenskir aðalverktakar
hf., Reykjavík 1.671.860.903 krónur.
Vegagerðin mun nú yfirfara tilboðin.
Stefnt er að því að framkvæmdir geti
hafist síðar á þessu ári og verkinu
skal að fullu lokið 15. nóvember 2022.
Nýju brýrnar munu leysa af hólmi
einbreiðar brýr á Hringvegi, þar
sem mörg alvarleg bílslys hafa orðið.
Umferðaröryggi á svæðinu mun
stóraukast við þessar framkvæmdir.
Í verklýsingu Vegagerðarinnar
kemur fram að við Hverfisfljót felist
verkið í byggingu nýrrar 74 metra
langrar og tvíbreiðrar brúar. Hún
verður samverkandi stálbitabrú með
steyptu gólfi í þremur höfum. Einnig
er innifalin vegagerð til að tengja
nýja brú við núverandi vegakerfi.
Nýr vegur og ný brú verða í nýju
vegstæði á 1,1 kílómetra löngum
kafla og endurbyggður vegur í nú-
verandi vegstæði á 1,1 kílómetra
löngum kafla. Byggja á nýjan áning-
arstað.
Við Núpsvötn felst verkið í bygg-
ingu nýrrar 138 metra langrar, tví-
breiðrar brúar ofan núverandi brú-
arstæðis, auk tengivega við
núverandi vegakerfi beggja vegna.
Brúin verður eftirspennt, stein-
steypt brú með steyptu gólfi í fimm
höfum. Nýr vegur og ný brú verða í
nýju vegstæði á 1,9 kílómetra
löngum kafla. Einnig verður byggð-
ur nýr áningarstaður. sisi@mbl.is
Ljósmynd/Vegagerðin
Núpsvötn Nú er þar einbreið brú
þar sem allmörg slys hafa orðið.
Tvær einbreiðar
brýr lagðar af
- Fjögur tilboð bárust í brúarsmíðina
Einn Íslendingur fékk 2 milljónir
króna í vinning fyrir fimm réttar
jókertölur þegar dregið var í Euro-
jackpot í gær. Þrír voru með fjórar
réttar tölur í röð og fær hver um
sig 100 þúsund krónur í vinning.
Miðinn með öllum jókertölunum
var seldur á lotto.is. Hundrað þús-
und kallarnir renna til vinnings-
hafa sem keypti miða í Vídeó-
markaðnum í Kópavogi, á N1 á
Hvolsvelli og á lotto.is. Aðalvinn-
ingurinn í Eurojackpot, upp á heila
4,8 milljarða króna, gekk ekki út í
gærkvöldi.
Tvær milljónir fyrir
allar jókertölurnar