Morgunblaðið - 17.07.2021, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
18. júlí er merk-
isdagur í sögunni, því
deild íslenska fjár-
hundsins í Hundarækt-
arfélagi Íslands helgar
hann íslenska fjár-
hundinum. Og dag-
urinn er hátíðisdagur
um víða veröld, allra
eigenda fjárhundsins
íslenska, en hann er
víða elskaður og dáður.
Dagurinn er afmælisdagur afreks-
mannsins Marks Watson sem var
breskur heiðursmaður og einstakur
bjargvættur fjárhundsins okkar. En
Watson fæddist 18. júlí 1906. Hann
ferðaðist mikið um Ísland á árunum
eftir 1930 og hreifst mjög af þessum
fagra hundi með hringaða rófu, og
skynjaði að kynið var komið í útrým-
ingarhættu svona eins og geirfugl-
inn og haförninn síðar. Watson bjó
einnig í Kaliforníu og víða en í björg-
unarstörfum sínum flutti hann bæði
hunda og tíkur héðan vestur um haf
til að rækta og varðveita stofninn.
Íslenski hundurinn var þá enn til inn
til dala en stofninn kominn að dauða-
mörkum. Páll A Pálsson yf-
irdýralæknir skynjaði málið og gekk
til liðs við Watson sem
síðar flutti ræktun sína
til Englands og leyfi
fékkst svo til að flytja
par hingað heim til
framræktunar. Heið-
urskonan Sigríður Pét-
ursdóttir á Ólafsvöllum
í Skeiðahreppi hóf svo
sitt mikla rækt-
unarstarf með íslenska
fjárhundinn og gerði
það í samstarfi við bæði
Watson og Pál A. Páls-
son. Sigríði fylgdi svo
hópur ræktunarfólks bæði í sveitum
og þéttbýli.
Snati kom með
Ingólfi Arnarsyni
Saga íslenska hundsins hófst með
landnáminu. Landnámsmenn tóku
með sér búsmala, þar á meðal
hunda. Lítið er ritað um hunda í Ís-
lendingasögunum og nánast ekkert
um fjárhunda. Sámur Gunnars á
Hlíðarenda fær veglega umfjöllun
því hann er öðruvísi hundur og tal-
inn hafa verið írskur úlfhundur með
afl og vitsmuni manns. En íslenski
hundurinn varð eigi að síður mjög
frægur sem gersemi, ekki síst á mið-
öldum. Í Bretlandi var íslenski
hundurinn þekktur meðal heldra
fólks. Marteinn Beheim skrifar 1492
að Íslendingar selji hunda sína háu
verði en gefi börn sín svo þau fái
mat. Enn fremur skrifaði Olaus
Magnus 1555 að íslenskir hundar
séu vinsælir hjá aðalsfrúm og prest-
um. Shakespeare nefnir einnig ís-
lenskan hund í leikriti sínu um Hin-
rik V. Þórhildur Bjartmarz minntist
Mark Watson fyrir sex árum með
þessum orðum. „Að láta drauma
sína rætast og gera þá að veruleika á
þann hátt sem Mark Watson gerði
hér á landi er einstakt. Að sjá örfáa
hunda af fágætu hundakyni í fjar-
lægu landi og ákveða svo að bjarga
kyninu frá því að deyja út segir
margt um einstakan mann.“ Hún
bætir við; „Mannsins sem hvatti til
stofnunar og var heiðursstofnfélagi í
Hundaræktarfélagi Íslands. Ekki
nóg með það hann studdi baráttu
dýraverndunarsinna á Íslandi, gaf
þjóðinni dýraspítala og ómetanlegan
arf.“ Mark Watson var heiðraður
með fálkaorðunni, stórriddarakrossi
með stjörnu 1965.
Stöndum vörð um
fjárhundinn okkar
Það var gæfa mín sem alþingis-
manns og síðar landbúnaðarráð-
herra að koma að baráttunni um
verndun og ræktun íslenska fjár-
hundsins. Ég flutti þingsályktun
með nokkrum mætum þingmönnum
um að vernda fjárhundinn og hrein-
rækta hann. Þarna átti ég ógleym-
anlegt samstarf við Pál A. Pálsson
yfirdýralækni, Sigríði Pétursdóttur
á Ólafsvöllum, Guðrúnu Guðjónssen,
formann félagsins, Guðríði Þ. Val-
geirsdóttur, hundaræktanda á Arn-
arstöðum í Flóa, og Stefán Að-
alsteinsson, doktor í búfjárfræðum.
Og síðar marga forystumenn bæði
karla en ekki síst kvenna í Íslands-
deildinni um fjárhundinn. Að hafa
getað verið þjónn þessa fólks í mik-
ilvægum björgunarstörfum var
ógleymanlegt. Alþingismenn gerðu
sér þá flestir grein fyrir að hætta
var á ferðum og fjárhundurinn
komst til ríkisstjórnarinnar og alla
leið í landbúnaðarráðuneytið. Sjálf-
sagt fannst einhverjum málið bros-
legt og sögðu mig „kominn í
hundana.“ En Friðjón Þórðarson, sá
snjalli höfðingi og hagyrðingur,
gladdi þingheim með ódauðlegri
vísu:
Ó, íslenski fjárhundur, lifandi listaverk
með ljómandi augu sem höfða til rétt-
lætiskenndar.
Með hringaða rófu og hálsband um
loðna kverk,
nú heiti ég á þig að komast til allsherj-
arnefndar.
Vinir íslenska fjárhundsins draga
fána að húni á sunnudaginn og gleðj-
ast með hundaræktarfólki hér heima
og erlendis. Hann er í dag ræktaður
um víða veröld og er talinn með
bestu varðhundum heimsins. For-
feðrum okkar var hann tryggur vin-
ur í harðri lífsbaráttu. Í dag er hann
stolt eigenda sinna í sveit og borg.
Stöndum vörð um dýrmætan félaga
forfeðranna og einstakan vin eig-
enda sinna. Friðrik mikli Prússa-
konungur sagði svo forðum þessi
fleygu orð: „Því meir sem ég kynnist
mannfólkinu þykir mér vænna um
hundinn minn.“
Eftir Guðna
Ágústsson » Það var gæfa mín
sem alþingismanns
og síðar landbúnaðar-
ráðherra að koma að
baráttunni um verndun
og ræktun íslenska
fjárhundsins.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra.
18. júlí er dagur íslenska fjárhundsins!
Inga Björg Gunnarsdóttir
Tignarlegur Arnarstaða-Askur
er hér á myndinni en hann er
af tegund íslensks fjárhunds.