Morgunblaðið - 17.07.2021, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
✝
Eva Ólafs-
dóttir fæddist
22. október 1946 í
Kaupmannahöfn.
Hún lést á Land-
spítalanum 28. maí
2021.
Eva var einka-
dóttir hjónanna
Lise Gíslason, f.
Sveistrup,
hjúkrunarkonu, f.
26. febrúar 1920,
d. 2. febrúar 1995, og Ólafs
Gíslasonar raftæknifræðings, f.
14. júní 1913, d. 30. janúar
1994. Eva var stúdent úr mála-
deild MR 1966 og nam síðan
dönsku og danskar bókmenntir
við Kaupmannahafnarháskóla
1966-68. Hún lauk
námi í tækniteikn-
un frá Teknisk
Tegneinstitut í
Kaupmannahöfn
árið 1969 og vann
við það fyrst í
Kaupmannahöfn
og síðan í Reykja-
vik. Hún flutti aft-
ur til Íslands 1971
og lauk námi í
þjóðfélagsfræði frá
Háskóla Íslands 1977. Hún var
mikil tungumálamanneskja og
vann síðari ár ævinnar við þýð-
ingar.
Útför Evu fór fram að henn-
ar ósk í kyrrþey frá Laugar-
neskirkju 14. júní 2021.
Kveðja frá
bekkjarsystrum í MR
Sextíu ára samfylgd lokið, mis-
mikilli en alltaf góðri. Eva kom
okkur bekkjarsystrum úr 6. C í
MR alltaf fyrir augu sem ljúf
stúlka, sem vildi engum illt. Í
Faunu 1966 var Eva teiknuð dans-
andi á skautum með ljóst lokka-
flóð. Hún hafði fallegan vöxt og
hreyfingar eins og ballerína, enda
var hún í ballett á grunnskólaár-
unum. Stúdentsmynd af Evu
minnir okkur á að hún var gull-
falleg ung stúlka, í rauninni tísku-
sýningarmódel, en hún var hlé-
dræg og flaggaði ekki því sem hún
hafði. Hún hafði einlægan áhuga á
myndlist, tónlist og kvikmyndalist
og við fórum nokkrum sinnum á
sýningar saman. Í hæversku Evu
blundaði líka kímnigáfa, eins og
þegar hún sagðist vera úti að aka í
undirbúningnum fyrir bílprófið.
Eva var tvítyngd með dönsku
að móðurmáli. Gott gat verið að
leita til hennar ef dönsk hugtök
þvældust fyrir. Á seinni árum
fékkst hún eitthvað við þýðingar.
Þær sem voru með henni í ung-
lingadeildinni í Laugarnesskóla
muna þegar hún var beðin að lesa
upp í dönskutímum, enda vissu
fæstir nemendur þá hvernig
danska átti að hljóma. Þetta eru
góðar stundir að minnast.
Eftir stúdentspróf lengdist í
sambandinu því nemendur fóru í
allar áttir. Minning frá þeim tíma,
ekki eins skemmtileg, var þegar
Eva var í fríi heima á Íslandi en í
námi úti. Hún sagðist hafa verið
að gera verkefni og komist að því
að hún ætti á hættu að verða geð-
veik. Heimkominni fór að bera á
geðklofa hjá Evu.
Eva lærði tækniteiknun og var
stoð föður síns á rafteiknistofu
hans. Foreldrar hennar létust
með árs millibili, árin 1994 og
1995, í kjölfar talsverðra veikinda
beggja, og var Eva þeim mikill
stuðningur. Hún tókst þá á við
veikindi foreldra, auk sinna eigin.
Bekkurinn okkar stofnaði
saumaklúbb í kjölfar útskriftar til
að halda sambandi og þar hittum
við Evu. Veikindin teygðu hana
samt frá okkur um tíma, en hún
naut samverunnar betur seinni ár-
in. Þá var Eva gjarnan sótt í
saumaklúbbinn, í samfloti Frið-
gerðar og Hildar, og fylgdi henni
ætíð sérríflaska handa húsráð-
anda. Önnur skólasystir Evu,
Málfríður úr X-bekknum, reynd-
ist henni sem kær systir og hún og
fjölskylda hennar báru hag Evu
fyrir brjósti allt til lokadags.
Eva var mjög trúuð kona og
sagðist ekki óttast dauðann þótt
nálægur væri. Bekkjarsystir okk-
ar, þessi viðmótsljúfa kona, var
alltaf mikill einstæðingur og fáum
ljóst hvernig henni leið. En minn-
ingarnar og söknuðurinn auðga líf
okkar sem lifum Evu.
Guðrún Bjarnadóttir.
Víða til þess vott ég fann,
þótt venjist oftar hinu,
að guð á margan gimstein þann,
sem glóir í mannsorpinu.
(Bólu-Hjálmar)
Við Eva þekktumst frá því að
við vorum litlar stelpur og áttum
sameiginlega vinkonu sem bjó í
sömu götu og ég. Mæður Evu og
Súsíar voru danskar og var það
mikil upplifun fyrir mig að koma
inn á danskt heimili sem barn.
Ég vissi alltaf af Evu, en það
var fyrst þegar við vorum orðnar
16 ára að við lentum í sama bekk í
menntaskóla. Eva var glaðleg
stelpa, en eins og gengur og gerist
áttum við ekki sömu vinkonur
þannig að við umgengumst ekkert
fyrir utan skólann.
Eftir stúdentspróf fór Eva utan
og það er fyrst haustið 1969 að ég
flyst til Danmerkur og hitti þar
fljótt Evu og höfum við alltaf haft
samband síðan. Við heimsóttum
hvor aðra í Danmörku. Hún bjó í
íbúð niðri við Nörreport í Kaup-
mannahöfn og ég á Norður-Sjá-
landi á stúdentagarði. Ég man að
mér fannst hún huguð að búa
þarna. Maður þurfti að fara und-
irgöng til að komast í bakgarðinn
þar sem var inngangur upp stiga
til Evu. Við skiptumst á bókum
sem við vorum að lesa og ræddum
þær. Hún vann þá sem tækni-
teiknari. Hún tók afleysingar, var
ekki í fastri vinnu.
Árin liðu hratt. Ég var gift með
þrjú börn en Eva var alltaf ein-
hleyp. Eva mín átti oft erfitt. Dan-
mörk togaði mjög í hana. Hún
komst ekki eins oft þangað og hún
hefði viljað. Við sáumst alltaf
reglulega. Hún kom oftar til mín
en ég til hennar. Þegar á leið fór-
um við saman í saumaklúbba
skólasystra okkar. Seinustu ára-
tugina var það hefð hjá okkur að
hún kom alltaf í kaffi fljótlega eftir
að ég hætti að kenna á vorin og
hún bauð mér svo í kaffi í Flórunni
í Laugardalnum seinna um sum-
arið. Svo hittumst við alltaf á Þor-
láksmessu hjá henni þar sem við
skiptumst á smá jólagjöfum og
drukkum saman kaffi og borðuð-
um gjarnan smákökur sem Malla
hafði bakað. Hún Malla reyndist
Evu sú besta vinkona sem nokkur
getur hugsað sér að eignast. Hún
var alltaf til staðar fyrir Evu, al-
veg fram á síðustu stund.
Ég og fjölskylda mín sendum
ættingjum og vinum Evu innileg-
ar samúðarkveðjur.
Hildur Halldórsdóttir.
Eva Ólafsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir,
afi og langafi,
JÚNÍUS BJÖRGVINSSON,
Hátúni 6, Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 24. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð.
Björgvin Júníusson Íris Ósk Hafþórsdóttir
Sigurður Júníusson Ásta Kristinsdóttir
Katrín Björgvinsdóttir Víkingur Antonsson
systkini, barnabörn og barnabarnabarn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SÖLVA VÍKINGS
AÐALBJARNARSONAR,
Egilsstöðum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilanna
Fossahlíðar á Seyðisfirði og Dyngju á Egilsstöðum fyrir góða
umönnun.
Sigurborg Sigurbjörnsdóttir
Sigurþór Steinarsson Rakel Pétursdóttir
Una Sölvadóttir
Heiðar Víkingur Sölvason Björk Birgisdóttir Olsen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir,
amma, langamma og frænka,
KOLBRÚN VILBERGSDÓTTIR,
Miðvangi 6, Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 5. júlí, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 21. júlí klukkan 13.
Vilberg Guðmundsson Jóna Guðrún Vébjörnsdóttir
Ingigerður A. Kristjánsdóttir Sigfús B Ingólfsson
Þórhallur Arnar Vilbergsson
Þóra Vilbergsdóttir Júlíus Karlsson
Ásgerður Júlíusdóttir Marteinn Þór Harðarson
Signý Júlíusdóttir
Einar Karl Júlíusson Sandra Dögg Ólafsdóttir
Steinunn Gísladóttir Friðrik Pétursson
og aðrir aðstandendur
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
GUÐBERGS ELLERTS
HARALDSSONAR,
Árskógum 8,
sem var jarðsunginn 22. júní.
Regína Birkis Páll Guðbergsson
og aðrir aðstandendur
Okkar ástkæri
SÆMUNDUR ÁRNI TÓMASSON
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 5. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Katrín Björk Guðjónsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ARNÞRÚÐUR KRISTÍN INGVADÓTTIR,
Dalsbrún 9, Hveragerði,
lést á Fossheimum laugardaginn 10. júlí.
Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju
fimmtudaginn 22. júlí klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða Einstök börn.
Sigurjón Skúlason
Bryndís Sigurjónsdóttir Eðvarð Ingólfsson
Skúli Heimir Sigurjónsson Guðrún Linda Ólafsdóttir
Ingvi Arnar Sigurjónsson Jóhanna Ólafs
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓREY SKAGFJÖRÐ ÓLAFSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 15. júlí.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 26. júlí klukkan 13.
Stefanía Þorsteinsdóttir Gísli Pálsson
Kristín J. Þorsteinsdóttir Kristinn Sigurharðarson
Sigrún H. Þorsteinsdóttir Rögnvaldur Ólafsson
Ásdís Alda Þorsteinsdóttir Árni Þór Bjarnason
Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir Sigurþór Guðmundsson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURBORG BRAGADÓTTIR,
lést föstudaginn 9. júlí á Landspítalanum við
Hringbraut. Útförin fer fram í Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 20. júlí klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Hjartavernd.
Sigurþór Ellertsson
Sólveig Ragna Sigurþórsd.
Sigþrúður Sigurþórsdóttir Páll Þórir Ólafsson
Ellert Bragi Sigurþórsson Eva Arna Ragnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og
vináttu við andlát föður, tengdaföður, afa
og langafa okkar,
ÍVARS JÚLÍUSSONAR,
Höfðavegi 10, Húsavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk SAK fyrir
einstaka umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Júlíus, Aðalbjörg, Skarphéðinn, Elín og Hrönn
Ástkær systir okkar,
SIGRÍÐUR RAGNA BJÖRGVINSDÓTTIR,
lést á Sólteigi Hrafnistu mánudaginn 14. júní og var jarðsett í
Vestmannaeyjum þriðjudaginn 13. júlí.
Megi minning þín lifa.
Guðmunda Guðrún Björgvinsdóttir
Kristinn Ævar Andersen
Ólafur Sölvi Andersen
Sigurveig Margrét Andersen
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
EYGLÓ SIGURLIÐADÓTTIR
Strandvegi 9, Garðabæ,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 13. júlí.
Útför fer fram frá Víðistaðakirkju
föstudaginn 23. júlí klukkan 15.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans og Sjúkrahússins
á Akureyri.
Birgir Pálsson
Birgir Arnar Birgisson Sesselja Jóhannesdóttir
Sigurpáll Örn Birgisson Jóna Björt Magnúsdóttir
Ómar Már Birgisson
barnabörn og barnabarnabörn
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hraunvangi 7, Hafnarfirði,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. júlí.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
mánudaginn 19. júlí klukkan 15.
Sigurður Michaelsson Bensja Darayen
Guðrún Ósk Sigurðardóttir Kristján Kristjánsson
Guðmundur Helgi Sigurðar. Daníela Gretarsdóttir
Michael Steinn Dagbjartss. María Sif Guðmundsdóttir