Morgunblaðið - 17.07.2021, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
hr
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Ástæða þess að þú ert svo
gleyminn þessa dagana er að þú ert með
of mörg járn í eldinum. Brettu upp erm-
arnar.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú hefur þurft að sleppa hendinni
af ýmsu á liðnum árum og orðið hafa
kaflaskipti í lífi þínu. Taktu stjórnina í þín-
ar hendur og fáðu svo útrás fyrir tilfinn-
ingarnar með skaplegum hætti.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Næg hreyfing heldur andlegu
hliðinni í jafnvægi. Taktu það að þér því
þú munt finna til mikillar fullnægju við að
vinna þetta verk.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ekki er gott að lifa í draumheimi
en þó eru margir sem velta draumum fyr-
ir sér og vilja taka á þeim mark. Allir sem
þú talar við auka við þekkingu þína og vit-
urleika.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ef þú ætlar að fara í ferðalag á
næstunni er þér ráðlagt að fara á stað
sem þú hefur komið á áður.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það getur stundum verið erfitt að
fá sannleikann fram og ekki víst að öllum
líki útkoman jafn vel. Ef þú hefur stjórn á
því veit yfirmaðurinn að þú ert þroskaður
leiðtogi.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú þarft að endurskoða ferðaáætl-
anir þínar og áætlanir sem tengjast list-
sköpun og vinnu með börnum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er ekki amalegt útlitið
hjá þér í dag. Gerðu sömu kröfur til ann-
arra og þú gerir til sjálfs þín.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þér vegnar vel ef þú vinnur
undirbúningsvinnnuna þína og ef þú vilt
ekki staðna verðurðu að sýna dirfsku.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það vantar ekki mikið upp á að
þér takist að ljúka því verkefni sem þér
hefur verið falið.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Fólkið sem þú umgengst gæti
litið þig öðrum augum en þú það. Reynsla
þín, skoðanir, trú og tilfinningar eru alger-
lega einstakar.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er furðulegt hvernig velgengni
getur hrist meira upp í manni en það að
fá ekki það sem maður þráir. Góð sam-
skipti eru ómetanleg.
ég byrjaði ekki að semja að ráði fyrr
en eftir fimmtugt og hef haldið því
áfram síðan með auknum þunga. Ég
gleðst yfir því að margir fremstu tón-
listarmenn landsins hafi flutt sönglög
mín á tónleikum og hljóðritað þau.
Stundum slæ ég á léttari strengi eins
og í djassballöðunni Álfangar við
kvæði Kristjáns Hreinssonar, en
hana hafa þeir hljóðritað Egill Ólafs-
son, Jónas Þórir Þórisson og Jón
Rafnsson.“
Nú stendur til að Lilja Guðmunds-
dóttir, Bjarni Thor Kristinsson og
Eva Þyri Hilmarsdóttir flytji laga-
flokk Þorvalds Hann er eins og vorið,
átta lög við kvæði átta íslenskra
skálda, og Berta Dröfn Ómarsdóttir
mest um efnahagsumbætur, stjórn-
skipun, auðlindir, viðskipti og vöxt og
viðgang efnahagslífsins víða um lönd.
„Ég var kosinn á Stjórnlagaþing 2010
og tók skipun Alþingis í Stjórnlag-
aráð sem samdi og samþykkti ein-
róma stjórnarskrárfrumvarp sem var
afhent forseta Alþingis 29. júlí 2011
og lagt í þjóðaratkvæði 20. október
2012 þar sem 67% kjósenda lýstu
stuðningi við frumvarpið.“
En Þorvaldur á sér aðra og mjög
listræna hlið og hefur samið yfir 100
sönglaga sem hafa mörg verið flutt á
opinberum tónleikum og í útvarpi og
sjónvarpi.„Ég hef lifað og hrærst í
tónlist alla ævi einkum fyrir áhrif föð-
ur míns og Þorsteins, bróður míns, en
Þ
orvaldur Gylfason fæddist
18. júlí 1951 í Reykjavík.
„Ég ólst upp í prófessora-
bústöðunum í friðsælli al-
úð hugulsamra og sam-
hentra foreldra minna og eldri
bræðra, Þorsteins sem var níu árum
eldri en ég og Vilmundar sem var
þrem árum eldri en ég.“ Hann gekk í
Melaskóla og síðar Hagaskóla á vet-
urna en var í sveit á sumrin hjá góðu
frændfólki á Stóra-Vatnsskarði í
Skagafirði. Eftir stúdentspróf frá
stærðfræðideild MR 1970 fór Þor-
valdur til Manchester í Englandi til
náms í hagfræði og lauk BA-prófi
1973, og vann heima á sumrin í Seðla-
bankanum og Þjóðhagsstofnun.
„Áhugi minn á hagfræði kviknaði
strax á unglingsárum þótt hagfræði
væri þá hvergi að finna í námsskrá
Menntaskólans, en faðir minn, hag-
fræðingurinn, og nokkrir samstarfs-
menn hans og vinir bættu mér það
upp.“ Doktorsnámi lauk Þorvaldur í
Princeton-háskóla í Bandaríkjunum
1976. Hann starfaði í Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum í Washington í fimm ár
eftir útskrift en hefur starfað óslitið í
Háskóla Íslands sem prófessor í hag-
fræði frá 1983, auk þess að vera gisti-
prófessor í Princeton-háskóla 1986-8
og rannsóknarfélagi í Stokkhólmshá-
skóla og CEPR í London svo eitthvað
sé nefnt. Hann hefur verið mjög virk-
ur í fræðasamfélaginu og birt yfir 300
ritgerðir í erlendum tímaritum og
bókum, skrifað 20 bækur, auk yfir
1.000 greina í blöðum heima og er-
lendis. Hann er einn af þremur höf-
undum bókarinnar Markaðsbúskapur
(Understanding the Market Eco-
nomy), sem gefin var út af Oxford
UP, 1992 og kom út á 17 tungumálum,
þar á meðal rússnesku og kínversku,
og var ein fyrsta kennslubókin í hag-
fræði sérsamin fyrir íbúa fyrrverandi
kommúnistalanda. Meðal annarra
bóka hans má telja Principles of
Economic Growth sem var einnig gef-
in út af Oxford UP, 1999. Þá eru ótalin
ýmis ráðgjafastörf fyrir Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn, Alþjóðabankann, Sam-
einuðu þjóðirnar, ESB og EFTA,
námskeiðahald og fyrirlestrar víða
um heim. Hann hefur heimsótt 100
lönd. Rannsóknir Þorvalds nú snúast
og Sigurður Helgi Oddsson búast
einnig til að flytja Ítölsku söngvabók-
ina, 24 lög við kvæði Kristjáns
Hreinssonar í ítalskri þýðingu Olgu
Clausen, fyrst í Reykjavík á þessu ári
og síðan á Ítalíu 2022.
Þorvaldur er áhugasamur um
sögu. Hann samdi í félagi við Jón Egil
Bergþórsson þáttaröðina Að byggja
land fyrir sjónvarp en þar voru þeir
Jón Sigurðsson, Einar Benediktsson
og Halldór Laxness brotnir til mergj-
ar. Í fyrra birti hann á bók þríleikinn
Skáldaskil um samskipti fjandvin-
anna Einars Benediktssonar og Þor-
steins Gíslasonar, afa Þorvalds, og
hann gaf einnig út, ásamt Önnu konu,
sinni óbirta lykilskáldsögu Þorsteins
Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði – 70 ára
Hjónin Anna Karitas og Þorvaldur í Bolungarvík. Ljósmynd: Pálmi Gestsson.
Söngelski hagfræðingurinn
Bræðurnir Þorvaldur, Þorsteinn og
Vilmundur í Þýskalandi 1953.
Myndina tók Gylfi. Þ. Gíslason.
Chaplin félagið Með æskuvinunum Baldvini Einarssyni, verkfræðingi og
Helga Torfasyni jarðfræðingi 2019. Myndina tók Anna K. Bjarnadóttir.
Þýskaland 1954 Þorvaldur á öxl-
um föður síns í Þýskalandi 1954.
Til hamingju með daginn
50 ÁRA Sigríður fæddist 17. júlí 1971
á Landspítalanum í Reykjavík. Hún
bjó á Kolfreyjustað á Fáskrúðsfirði
fyrstu ár ævinnar en flutti svo til Ísa-
fjarðar 1974 og gekk í Barnaskólann á
Ísafirði. „Ég flutti suður á unglingsár-
unum og fór þá í Langholtsskóla. Það-
an lá leiðin í Menntaskólann við Sund
en ári eftir útskrift flutti ég til Heidel-
berg að læra þýsku.“
Sigríður var flugfreyja hjá Air Atl-
anta um nokkurt skeið og dvaldi í Sádi-
Arabíu. Hún var einnig flugfreyja hjá
Icelandair 2019. „Ég lauk BA-gráðu í
þjóðfræði og þýsku, lærði leiðsögn og
stunda nú mastersnám í hagnýtri rit-
stjórn og útgáfu við HÍ, með vinnu. Ég
hef að mestu unnið við blaðamennsku,
byrjaði hjá Tímanum, var lengi hjá
Fróða sem blaðamaður á Nýju lífi og
ritstjóri sérblaða, starfaði hjá Lifum
betur – Í boði náttúrunnar en vinn núna hjá Fréttablaðinu. Við fjölskyldan
bjuggum lengi í útlöndum, eða í Danmörku, Sviss og Singapúr. Mesta ævintýr-
ið var að búa í Asíu og við notuðum tækifærið til að ferðast um álfuna. Það er
alltaf gaman að eiga notalegar stundir með fjölskyldu og vinum, en helstu
áhugamálin eru bækur, matreiðsla, ferðalög og útivist. Eftir að við hjónin
skráðum okkur í gönguverkefni sl. vetur hef ég fengið algjöra fjallabakteríu.“
FJÖLSKYLDA Sigríður er gift Jóni Áka Leifssyni, f. 30.10. 1966, efnaverk-
fræðingi og framkvæmdastjóra vörustjórnunarsviðs ÍSAM. „Við eigum þrjú
börn og erum með tvær frænkur mínar í fóstri, en foreldrar þeirra hétu Stein-
vör Þorleifsdóttir og Kristjón Jónsson. Auk þess eru fjórir kettir á heimilinu.“
Börnin heita Hildur Björg Jónsdóttir, f. 18.05. 2001, Leifur Már Jónsson, f.
10.08. 2004, og Haukur Freyr Jónsson, f. 16.02. 2007. Fósturbörnin heita Krist-
ín Jóna Kristjónsdóttir, f. 30.11. 2004, og Þórhildur Kristjónsdóttir, f. 12.06.
2007. Foreldrar Sigríðar eru Sigurður Björgvinsson, f. 27.11. 1950, og Ingi-
björg Þorleifsdóttir, f. 23.6. 1954.
Sigríður Inga Sigurðardóttir