Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 33
EVRÓPUKEPPNI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Á fimmtudagskvöld tryggði karlalið
Breiðabliks í knattspyrnu sér sæti í
annarri umferð Sambandsdeildar
Evrópu með því að sigra Racing
Union frá Lúxemborg 2:0, og sam-
anlagt 5:2 eftir frábæran 3:2 end-
urkomusigur í fyrri leiknum ytra, í
fyrstu umferð keppninnar.
„Þetta voru tveir mjög ólíkir leik-
ir. Í útileiknum voru Racing-menn
mjög djarfir og pressuðu fram-
arlega sem gerði það að verkum að
við gátum opnað þá nokkuð oft. Ef
undan er skilinn kaflinn á milli
markanna tveggja sem þeir skoruðu
fannst mér við vera sterkari aðilinn
í þeim leik og við skoruðum tvö
mörk í seinni hálfleik sem undir-
strikuðu það svolítið,“ sagði Óskar
Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiða-
bliks, við Morgunblaðið.
„Í gærkvöld nálguðust þeir leik-
inn á allt annan hátt. Þeir lögðust
aftur og ætluðu að bíða eftir því að
við gerðum mistök og sækja hratt á
okkur. Við náðum að sjá til þess að
þeir næðu ekki að gera sér mat úr
því sem fór forgörðum hjá okkur,
eins og feilsendingum sem þú eðli-
lega átt í heilum fótboltaleik. Við
stjórnuðum þeim leik, að mér
fannst, í tæpar 90 mínútur,“ sagði
hann um síðari leikinn, og kvaðst
sérstaklega ánægður með að vinna
báða leikina.
Feikilega öflugt lið
Í annarri umferð Sambandsdeild-
arinnar bíður Breiðabliks fornfrægt
lið, Austria Vín frá Austurríki. „Það
leggst auðvitað bara frábærlega í
okkur að mæta þeim. Það er mikil
tilhlökkun þótt við vitum auðvitað
að það verði á brattann að sækja.
Þetta er öflugt lið með mikla hefð.
Þeir eru mjög erfiðir andstæðingar.
Við rennum kannski að einhverju
leyti aftur blint í sjóinn, þeir eru líka
með nýjan þjálfara eins og Racing.
Við erum búnir að afla okkur
ágætra upplýsinga um þá og það er
algjörlega ljóst að þetta er feikilega
öflugt lið,“ sagði Óskar Hrafn.
Öll pressan á þeim
Beðinn um að meta möguleika
Breiðabliks í einvíginu sem bíður
þeirra sagði hann: „Ég met þá
þannig að pressan er öll á Austria
Vín. Ég hugsa að þeir líti svo á að
allt annað en það að fara örugglega
áfram sé stórslys. Við getum komið
pressulausir inn í þetta einvígi en
auðvitað fer enginn í tveggja leikja
einvígi heima og að heiman, burtséð
frá því hverjir andstæðingarnir eru,
til annars en að vinna.
Það er mín tilfinning að ef við ætl-
um að slá þá út þurfum við að eiga
tvo bestu leiki sem við höfum átt frá
því að ég tók við. Tvo frábæra leiki
þar sem allt þarf að fara saman;
hugrekki í sóknarleik, góð nýting
færa, lítið af mistökum, sterkur
varnarleikur, agi og góð pressa þeg-
ar við töpum boltanum. Það þarf
einhvern veginn allt að smella.“
Óskar Hrafn sagði það mikilvægt
fyrir lærisveina hans að njóta þess
að spila gegn sterku liði og fá að
máta sig við það á sögufrægum velli.
„Það er skemmtilegt verkefni að
reyna að sjá hversu langt er hægt
að komast gegn þessum sterku and-
stæðingum og auðvitað frábær
reynsla fyrir strákana.
Menn verða líka að passa sig á því
að njóta þess. Þeir eru búnir að
vinna sér inn réttinn til þess að fara
og spila við Austria Vín á Viola Park
í Vín. Það eitt og sér er bara meiri-
háttar fyrir þá,“ sagði hann að lok-
um við Morgunblaðið.
Þörf á okkar bestu leikjum
- Tveir sterkir sigrar í fyrstu umferð
- Verðugt verkefni gegn Austria Vín
Morgunblaðið/Unnur Karen
Mark Leikmenn Breiðabliks fagna marki Jasons Daða Svanþórssonar í síð-
ari leik liðsins gegn Racing Union á Kópavogsvellinum á fimmtudagskvöld.
síðasta tímabili. Þá hafa Þórsarar
samið við litháíska leikmanninn Ro-
naldas Rutkauskas sem hefur spilað
mikið í Frakklandi og Grikklandi. Hann
er 29 ára gamall framherji.
_ Hrannar Björn Steingrímsson, bak-
vörður knattspyrnuliðs KA, er með
slitið krossband í hné og rifinn liðþófa
og verður af þeim sökum lengi frá æf-
ingum og keppni. Hrannar meiddist á
æfingu á dögunum og auk ofan-
greindra meiðsla er hann með bein-
mar. Þá er grunur um lítið beinbrot í
sköflungi og lærbeini.
_ Atvinnukylfingarnir Haraldur Magn-
ús Franklín og Guðmundur Ágúst
Kristjánsson eru jafnir á þremur
höggum undir pari eftir tvo hringi á
Euram Bank Open-
golfmótinu í Ram-
sau í Austurríki.
Andri Þór Björns-
son fór einnig í
gegnum nið-
urskurðinn en
Bjarki Pétursson
er úr leik.
_ Serbneski tennisleikarinn Novak
Djokovic hefur staðfest að hann muni
taka þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó í
Japan. Keppni í tennis hefst eftir rúma
viku á leikunum. Hinn 34 ára gamli
Djokovic freistar þess nú að vinna sitt
fyrsta ólympíugull, en þrátt fyrir að
vera einn sigursælasti tennisleikari
sögunnar er besti árangur hans á leik-
unum brons.
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
Ein óþægilegasta lífs-
reynsla sem ég hef upplifað
tengist fótbolta, nánar tiltekið
leik Íslands og Noregs í und-
ankeppni HM karla 2014. Ísland
vann leikinn 2:0. Sigurinn á
Norðmönnum var byrjunin á
langbesta kafla íslenska karla-
landsliðsins í fótbolta frá upp-
hafi.
Lars Lagerbäck stýrði Ís-
landi í fyrsta sinn í keppnisleik
og nokkrum árum seinna var
liðið búið slá í gegn á EM og
komast á HM. Þetta vita eflaust
allir sem eru að lesa þessi orð,
en það er gaman að rifja þetta
upp.
Ég mætti á Laugardalsvöll
og sá sigurinn góða á Norð-
mönnum. Á þessum tíma mætti
ég með Tólfunni, stuðnings-
mannasveit landsliðsins, á völl-
inn. Á þessum tíma var ég líka
að vinna í verslun.
Þegar ég sá um viku fyrir
leik að ég væri skráður á vakt
þetta kvöld reyndi ég hvað ég
gat að losna við vaktina, en án
árangurs. Þá var bara eitt í
boði; tilkynna mig veikan. Eftir
óþægilegt símtal við yfirmann-
inn á leikdegi var ég klár í
bátana, fór á ölstofu með öðr-
um meðlimum Tólfunnar og
mætti rúmlega mjúkur á völlinn.
Eftir góðan 2:0-sigur var ég
lítið að spá í vinnuna og yfir-
manninum. Kvöldið eftir mætti
ég til vinnu og var kallaður inn
á skrifstofu. Alvarlegur yfirmað-
urinn hafði beðið eftir mér,
tilbúinn með stutt myndband í
tölvunni sinni. Á myndbandinu
var ég, í annarlegu ástandi, og
annar í svipuðu ásigkomulagi að
læsa saman hornum til að fagna
góðu augnabliki úr leiknum, að
sjálfsögðu í beinni útsendingu
þegar ég átti að vera vinna.
Vaktirnar urðu ekki fleiri hjá
þessari ágætu verslun.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.isElísabet Rut Rúnarsdóttir, Íslands-
methafi í sleggjukasti kvenna,
keppir til úrslita á Evrópumeist-
aramóti U20 ára í Tallinn í Eist-
landi í dag. Hún átti áttunda besta
kastið af 34 keppendum, 60,61
metra, þurfti aðeins að kasta tvisv-
ar og var hálfum öðrum metra á
undan þeim sem komust síðastar
inn í tólf manna úrslitin.
Eva María Baldursdóttir keppti í
undankeppninni í hástökki í gær.
Hún stökk 1,70 metra og varð í 25.
sæti af 33 keppendum en tólf bestu
komust í úrslitin.
Elísabet auðveld-
lega í úrslitin
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Tallinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir
keppir til úrslita á EM í dag.
EVRÓPUKEPPNI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eiga Valur, FH og Breiðablik mögu-
leika á að komast lengra en í aðra
umferðina í Sambandsdeild karla í
fótbolta?
Við fyrstu sýn eru mótherjarnir
óárennilegir. Valur og FH mæta
norsku Íslendingaliðunum Bodö/
Glimt og Rosenborg og Breiðablik
mætir Austria Vín frá Austurríki.
Íslensk lið hafa aldrei slegið norsk
út úr Evrópukeppni og stundum
fengið slæma skelli gegn þeim.
Skemmst er að minnast þess að Blik-
ar voru 4:0 undir gegn Rosenborg
eftir hálftíma fyrir ári síðan, töpuðu
reyndar „aðeins“ 4:2, og töpuðu áður
5:0 fyrir þeim í Þrándheimi. Molde
lék KR grátt, 7:1, fyrir tveimur ár-
um.
Íslensk og norsk félög hafa mæst
ellefu sinnum í Evrópumótunum og
þau norsku alltaf haft betur. Sigur-
leikir norskra liða eru sextán gegn
tveimur í 21 viðureign. Blikar unnu
heimaleik sinn gegn Rosenborg árið
2011 eftir að hafa tapað illa úti og
Valur lagði Rosenborg 1:0 í fyrri leik
liðanna 2018 en tapaði seinni leikn-
um 3:1 eftir mikla dramatík á loka-
mínútunum í Þrándheimi.
Lið frá Austurríki ættu að vera of
sterk fyrir íslenska andstæðinga,
allavega ef tekið er mið af liði Salz-
burg sem hefur gert það gott í Evr-
ópumótunum, en er reyndar með
mikla yfirburði í landinu. Hins vegar
eiga íslensk félög ágæta sögu gegn
austurrískum í Evrópuleikjum og
önnur lið en Salzburg hafa átt erfitt
uppdráttar.
Svo má ekki gleyma því að Breiða-
blik sló út austurríska liðið Sturm
Graz árið 2013 með fræknum 1:0-
útisigri eftir markalaust jafntefli á
Kópavogsvelli.
Sama ár lék FH við Austria og eft-
ir markalaust jafntefli í Kaplakrika
vann Austria nauman 1:0-sigur í Vín.
Lifir á fornri frægð
Kannski eru það eftir allt saman
Blikarnir sem eiga mesta möguleika
á að slá út andstæðinga sína í ann-
arri umferð. Austria Vín er gamalt
stórveldi í Austurríki og hefur orðið
meistari í 24 skipti en segja má að fé-
lagið lifi á fornri frægð.
Á síðasta tímabili endaði liðið í átt-
unda sæti af tólf liðum í Austurríki
en komst bakdyramegin í Evrópu-
keppnina. Liðin í sjöunda og áttunda
sæti, efstu lið fallkeppninnar eftir að
deildinni var skipt í tvennt, léku til
úrslita um síðasta Evrópusæti Aust-
urríkis og þar hafði Austria betur
gegn Hartberg.
Austria vann síðast meistaratit-
ilinn árið 2013 og varð síðast bik-
armeistari árið 2009. Liðið lék í
riðlakeppni Evrópudeildar haustið
2017, var slegið út af Apollon Limas-
sol frá Kýpur í 3. umferð 2019 og
komst ekki í Evrópukeppni í fyrra.
Stærstu stundir Austria voru árið
1978 þegar liðið lék úrslitaleikinn í
Evrópukeppni bikarhafa en tapaði
4:0 fyrir Anderlecht frá Belgíu, og
árið 1979 þegar liðið komst í undan-
úrslit Evrópukeppni meistaraliða en
beið lægri hlut fyrir Malmö, sem síð-
an tapaði úrslitaleiknum gegn Nott-
ingham Forest.
_ Breiðablik og Austria mætast í
Vín fimmtudaginn 22. júlí og á Kópa-
vogsvelli fimmtudaginn 29. júlí.
Yfirburðalið í fyrra
Bodö/Glimt, með Alfons Sampsted
í stöðu hægri bakvarðar, vann
norsku úrvalsdeildina með ótrúleg-
um yfirburðum á síðasta tímabili og
endaði nítján stigum á undan Molde.
Núna er liðið í öðru sæti eftir þrett-
án umferðir af 30, fimm stigum á eft-
ir Molde.
Bodö/Glimt stóð sig vel í Evrópu-
deildinni síðasta sumar en þá lék lið-
ið í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sex-
tán ár. Vann þá tvö litháísk lið
örugglega í fyrstu umferðunum en
tapaði afar naumlega fyrir stórliði
AC Milan, 3:2, á San Siro í þriðju
umferðinni.
Bodö/Glimt tapaði 2:3 og 0:2 fyrir
Legia Varsjá í fyrstu umferð Meist-
aradeildarinnar á dögunum og fær-
ist því eins og Valur yfir í Sam-
bandsdeildina. Liðið þykir spila
hraðan og góðan fótbolta og setur
mótherja sína jafnan undir mikla
pressu. Þrír af leikmönnum liðsins
hafa komið við sögu með norska
landsliðinu á undanförnum mán-
uðum.
_ Valur og Bodö/Glimt mætast á
Hlíðarenda fimmtudaginn 22. júlí og
í Noregi fimmtudaginn 29. júlí.
Stórveldið gefur eftir
Rosenborg, með Hólmar Örn Eyj-
ólfsson í stöðu miðvarðar, er ekki
sama stórveldið og áður í norskum
fótbolta. Eftir ótrúlega sigurgöngu
og 23 meistaratitla frá 1985 til 2018
hefur Þrándheimsliðið endað í þriðja
og fjórða sæti undanfarin tvö ár og
er nú í fimmta sæti deildarinnar.
Rosenborg þurfti ekki að spila í
fyrstu umferðinni og leikur því sína
fyrstu leiki í keppninni gegn FH.
Rosenborg á hins vegar magnaða
sögu í Evrópukeppni þar sem félagið
komst ellefu sinnum í riðlakeppni
Meistaradeildarinnar frá 1995 til
2007 og sex sinnum í riðlakeppni
Evrópudeildar síðasta áratuginn.
Rosenborg mætir nú íslensku liði í
fjórða sinn á ellefu árum eftir að
hafa áður spilað við Breiðablik, KR
og Val.
Rosenborg er með norska lands-
liðsmenn innanborðs, Markus Hen-
riksen, Alexander Tettey, Per Ciljan
Skjelbred, Evan Hovland og mark-
vörðinn André Hansen sem varði
mark KR árið 2009. Tettey er ný-
kominn frá Norwich þar sem hann
lék 80 leiki í ensku úrvalsdeildinni.
_ FH og Rosenborg mætast í
Kaplakrika fimmtudaginn 22. júlí og
í Þrándheimi fimmtudaginn 29. júlí.
Eiga íslensku
liðin möguleika?
Ljósmynd/Inpho Photography
Írland FH-ingar fagna góðum útisigri gegn Sligo Rovers í fyrrakvöld, 2:1.
Þeir fá Rosenborg í heimsókn í Kaplakrika næsta fimmtudag.