Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Líkt og með margar góðar hug-
myndir þá veit ég ekkert hvaðan
þessi kemur, en ég hef verið í meist-
aranámi í sviðslistafræðum við
Listaháskólann og ég komst að þeirri
niðurstöðu að lokaverkefni mitt í því
námi væri að flytja Völuspá,“ segir
Jón Gnarr, en hann ætlar, kl. 16 í dag,
að syngja Völuspá við eigið lag á
Sögulofti Landnámsseturs í Borgar-
nesi. Sú útgáfa sem Jón flytur er
Konungsbókargerð og með honum
verða nafnarnir Hilmar Örn Hilmars-
son tónskáld og Hilmar Örn Agnars-
son organisti. Viðburðurinn ber yfir-
skriftina Jón Gnarr og Þeyr 2.
„Ég hef verið með ákveðinn tón
eða ákveðið lag í höfðinu sem ég hef
verið að söngla þegar ég hef lesið
Völuspá í gegnum tíðina. Í náminu í
Listaháskólanum þá ákvað ég að nota
tímann til að skoða þetta aðeins nán-
ar og ég bar þetta undir þar til bært
fólk sem þekkir tónlist betur en ég.
Fólki fannst þetta mjög áhugavert
svo ég hafði samband við Hilmar Örn
Agnarsson, organista og músíkant, til
að bera þetta undir hann. Ég spurði
hvort ég mætti kveða fyrir hann og
hann játaði því svo ég gerði það.
Hann brást mjög vel við og við höfð-
um í framhaldinu samband við nafna
hans, Hilmar Örn Hilmarsson alls-
herjargoða, sem er bæði vel að sér í
fræðunum og músíkant. Honum leist
líka vel á, þannig að ég sjanghæaði þá
báða með mér í það verkefni að gera
hljóðmyndina, því ég kann ekki á
neitt hljóðfæri. Við þrír höfum verið
að hittast og gera ýmsar breytingar
og þróa þetta. Formlegur hátíðar-
flutningur á Völuspá og verkefninu
mínu í heild verður síðan í Þjóðminja-
safni Íslands 26., 27. og 28. ágúst.“
Steinharpa Páls verður með
Jón segir að strax og hann hafi far-
ið að garfa í Völuspá, lesa mismun-
andi útgáfur af henni og lesa um
hana, þá hafi hann orðið alveg heltek-
inn af henni.
„Þegar ég var að lesa hana og raula
með sjálfum mér, þá leið mér eins og
þegar ég var krakki á jóladag að
borða Mackintosh’s. Ég kjamsaði á
þessum orðum og innihaldi. Mér
finnst eins og Völuspá hafi tekið mig
á löpp, hrifið mig með sér,“ segir Jón
og bætir við að þeir félagarnir þrír
hafi verið með opna æfingu á verk-
efninu um daginn í Bókabúð Máls og
menningar við Laugaveg.
„Þar vorum við í raun að prófa
dínamíkina í þessu, en þetta eru 64
erindi og það tekur klukkutíma að
flytja alla Völuspá.“
Þegar Jón er spurður að því hvort
hann hafi samið nýtt kvæðalag og
ætli að kveða Völuspá, eða hvort hann
muni syngja hana, segir hann að
þetta sé fyrst og fremst músík.
„Þetta er músík sem ég held að
hafi einhvern tíma verið sungin, þó
hún hafi síðan þagnað og ekki heyrst.
Það er í raun val hvort fólk kallar
þetta kveðskap eða söng, ég held að
þetta sé kannski blanda af hvoru
tveggja hjá mér. Ég fékk mikinn inn-
blástur af flutningi Sveinbjörns Bein-
teinssonar sem er til á upptökum, en
hann kvað Völuspá á skemmtistaðn-
um Tunglinu þegar ég var ung lista-
spíra. Að hlusta þar á Sveinbjörn
kveða var algjörlega einstök upplifun
og hafði djúpstæð áhrif á mig. Hjá
okkur þremur er þetta meiri músík,
við verðum með steinhörpu Páls á
Húsafelli og önnur hljóðfæri frá hon-
um, til dæmis flautur. Þetta er mikið
nákvæmnisverk, það má ekki vera of
mikið af einhverju, því það þarf að
vera jafnvægi í öllu. Okkur hefur
áskotnast víkingalúður, eða lur, sem
við ætlum að prófa okkur áfram með.
Þessi flutningur verður mikil veisla
og einstök upplifun, ég get lofað því.“
Nokkur boð á tónlistarhátíðir
Jón segir að Völuspá sé ótrúlega
magnað kvæði, krúnudjásn Eddu-
kvæðanna, orðanna hljóðan jafnt sem
innihald.
„Þetta er frásögn, saga heimsins
frá upphafi til enda, þetta er seiður og
tónlist. Við vönduðum okkur við að
afbaka ekki, þess vegna má ekki vera
of mikil músík eða of mikil frásögn á
kostnað einhvers annars, við þurfum
að gæta jafnvægis í öllu.“
Þegar Jón er spurður hvort hann
hafi hugsað sér að fara meira inn á
þetta nýja svið, að semja lög og
syngja eða kveða, játar hann því.
„Ég er með nokkur önnur verkefni
sem mig langar að skoða, en ég ætla
að klára þetta verkefni fyrst. Reynd-
ar er strax búið að bjóða okkur á
nokkrar tónlistarhátíðir, og þetta er
algerlega einstakt fyrir mig, og von-
andi líka fyrir áheyrendur og áhorf-
endur. Fólk missir alveg andlitið þeg-
ar ég kem á sviðið með Hilmarana tvo
með mér. Mér finnst rosalega gaman
að sjá svipinn á fólki þegar það er
komið til að sjá og heyra Jón Gnarr
syngja Völuspá, af því það veit ekkert
hverju það á von á,“ segir Jón sem
var sultuslakur úti í Svefneyjum og
sagðist ætla að kveða þar úti í fegurð-
inni, enda alsæll eins og aðrir að vera
laus úr innilokun heimsfaraldurs.
Þeir þrír Jón Gnarr, Hilmar Örn Agnarsson og Hilmar Örn Hilmarsson eftir flutning í Máli og menningu.
Segir Völuspá hafa tekið sig á löpp
- „Mér finnst rosalega gaman að sjá svipinn á fólki þegar það er komið til að sjá og heyra Jón Gnarr
syngja Völuspá, af því það veit ekkert hverju það á von á,“ segir Jón um viðburð á Sögulofti í kvöld
Orgelsumar í Hallgrímskirkju hófst
3. júlí og lýkur 22. ágúst og munu
átta íslenskir organistar leika á
þeim tíma en þeir starfa við kirkjur
víða um land. Matthías Harðarson
kemur fram á þriðju hádegistón-
leikum Orgelsumarsins í ár sem fara
fram í dag, laugardag, kl. 12. Mun
hann leika verk eftir Johann Sebast-
ian Bach, Johannes Brahms, Mau-
rice Duruflé og Louis Vierne.
Matthías hóf píanónám 10 ára
gamall við Tónlistarskólann í Vest-
mannaeyjum og að loknu miðprófi á
píanó hóf hann nám á orgel. Árið
2016 lauk Matthías kirkjuorganista-
prófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar
og lauk kantorsprófi sem og BA-
námi við Listaháskóla Íslands 2020.
Þar lærði hann orgelleik hjá Birni
Steinari Sól-
bergssyni, kór-
stjórn hjá Magn-
úsi Ragnarssyni
og litúrgískan
orgelleik hjá
Guðnýju Einars-
dóttur, Eyþóri
Inga Jónssyni og
Láru Bryndísi
Eggertsdóttur.
Samhliða orgel-
náminu lagði Matthías stund á vél-
stjórn og útskrifaðist sem vélfræð-
ingur árið 2017. Matthías er í
mastersnámi í kirkjutónlist við kon-
unglega tónlistarháskólann í Árós-
um og hefur tekið þátt og skipulagt
ýmsa viðburði tengda kirkjunni, að
því er fram kemur í tilkynningu.
Organisti og vélfræðingur á Orgelsumri
Matthías
Harðarson
Fimmtu tónleikar sumardjasstón-
leikaraðar veitingahússins Jómfrú-
arinnar við Lækjargötu verða
haldnir í dag kl. 15. Á þeim koma
fram söngkonan Unnur Birna
Björnsdóttir og hljómsveit gít-
arleikarans Björns Thoroddsen.
Sigurgeir Skafti Flosason leikur á
bassa og Skúli Gíslason á trommur.
Munu þau flytja fjölbreytta og
skemmtilega efnisskrá, eins og seg-
ir í tilkynningu og að venju fara
tónleikarnir fram utandyra, á
Jómfrúartorginu og standa yfir til
kl. 17.
Aðgangur er ókeypis. Sumardjass Unnur Birna og Björn.
Unnur og hljómsveit Bjössa djassa