Morgunblaðið - 23.07.2021, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. J Ú L Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 171. tölublað . 109. árgangur .
ANDREW J.
YANG HELDUR
TÓNLEIKA
LEIÐIN
AÐ LEIKUM
ÞYRNUM STRÁÐ
GUÐRÚN
KOMIN Í BESTA
LIÐ SVÍÞJÓÐAR
ÓLYMPÍULEIKARNIR 14 GERÐIST FREKAR HRATT 27LEIKUR LISZT OG BRAHMS 28
Liðsmenn fimleikalandsliðs karla spreyttu sig á því að ganga
á höndum niður þrepin frá Akureyrarkirkju í gær. Það gerðu
þeir til styrktar Pieta-samtökunum. Sú þrekraun reyndist
hins vegar flestum ofraun, enda þrepin 107 talsins. Fjölda
manns dreif að til þess að fylgjast með köppunum spreyta sig í
blíðviðrinu og hvetja þá til dáða.
Gengið á höndum niður kirkjutröppurnar á Akureyri
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
_ „Ég er ekki
viss um að það
verði til inn-
lendar streym-
isveitur eftir
fimm til tíu ár,
það er ekki lík-
legt. Ekki nú
þegar við sjáum
að erlendu ris-
arnir hafa meiri
áhuga á íslensk-
um markaði,“ segir Magnús Ragn-
arsson, framkvæmdastjóri sölu hjá
Símanum.
Hann bætir við að stórfyrirtæki á
borð við HBO og Disney geri inn-
lendum fyrirtækjum lífið leitt. „Þeir
taka af okkur efnið til að markaðs-
setja sig síðan á Íslandi.“ »12
Framtíð íslenskra
streymisveita dökk
Magnús
Ragnarsson
_ Kínversk stjórnvöld höfnuðu í
gær frekari rannsókn Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar (WHO)
á Veirurannsóknarstofnuninni í
Wuhan. Grunur hefur leikið á að
uppruna kórónuveirunnar megi
rekja þangað, að hún hafi „lekið“ út
af rannsóknarstofu. Kínverjar hafa
alla tíð þvertekið fyrir það.
Zeng Yixin aðstoðarheilbrigðis-
ráðherra fordæmir umleitanir
WHO og segist gáttaður á hroka al-
þjóðastofnunarinnar. Kínverjar
hafa frá öndverðu sagt veiruna
hafa borist úr dýraríkinu.
Kína hafnar frekari
rannsókn í Wuhan
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Tveir ráðherrar Framsóknarflokks-
ins myndu falla af þingi ef alþingis-
kosningarnar í haust færu eins og
nýleg skoðanakönnun, sem MMR
gerði í samstarfi við Morgunblaðið
og mbl.is, gefur til kynna.
Þau Lilja Alfreðsdóttir og Ás-
mundur Einar Daðason, oddvitar
framsóknarmanna hvort í sínu
Reykjavíkurkjördæminu, myndu
ekki ná kjöri samkvæmt því og vant-
ar nokkuð upp á.
Fleiri þingmenn féllu af þingi og
aðrir standa naumt, eins og lesa má
um í samantekt í Morgunblaðinu í
dag. Þar er reiknað út hvaða þing-
menn kæmust að í hverju kjördæmi
fyrir sig, kjördæmakjörnir og í upp-
bótarsætum.
Þar munar iðulega afar mjóu,
enda kæmust níu flokkar á þing sam-
kvæmt skoðanakönnuninni og þrír
þeirra rétt ofan við 5% þröskuldinn.
Þar þarf afar lítið að hnikast til svo
einhver þeirra eða allir nái ekki inn á
þing. Hinir flokkarnir eru einnig að
bítast um fylgi, svo að hvert atkvæði
mun skipta máli. Það á við í nánast
öllum kjördæmum, enda getur at-
kvæðahlutfall í einu þeirra haft áhrif
á úthlutun þingsæta í öðrum.
Engu má muna
Staða flokksforingja er ekki held-
ur alltaf sterk. Þannig virðist Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra ná
ein kjöri af frambjóðendum Vinstri
grænna í Reykjavík norður. Sömu-
leiðis má nefna að staða Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar er ekki jafn-
sterk og oft áður, en miðað við nið-
urstöður könnunarinnar næði hann
ekki inn sem kjördæmakjörinn þing-
maður fyrir Norðausturkjördæmi,
heldur sem eini uppbótarþingmaður
þess.
Sem fyrr segir næðu níu flokkar á
þing miðað við þessar niðurstöður,
sem mun ekki gera stjórnarmynd-
unarviðræður auðveldari en áður. Þó
er rétt til þess að líta að núverandi
ríkisstjórn myndi naumlega halda
meirihluta með 33 þingmenn að baki
sér. Þrátt fyrir að Vinstri græn tapi
nokkru fylgi og fjórum þingmönnum
frá síðustu kosningum (þótt tveir
þeirra bjóði fram með öðrum flokk-
um í haust), þá ynnu Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur hvor
sinn manninn.
Hvort það þyki duga til þess að
mynda starfhæfa ríkisstjórn kjósi
ríkisstjórnarflokkarnir áframhald-
andi samstarf er svo önnur saga. Það
kann að velta mjög á komandi kosn-
ingabaráttu og hvernig samkomu-
lagið reynist á stjórnarheimilinu.
Tveir ráðherrar
í bráðri fallhættu
- Skoðanakönnun MMR bendir til uppstokkunar á Alþingi
Ásmundur Einar
Daðason
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
MMjótt á milli feigra … »10
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair Group, er bjartsýnn á næstu
misseri í rekstrinum. „Lausafjár-
staðan hefur styrkst verulega hjá fé-
laginu, í lok júní vorum við með 46
milljarða í laust fé og óádregnar
lánalínur. Við vorum með jákvætt
handbært fé frá rekstri í öðrum árs-
fjórðungi og það hefur ekki verið
hærra á öðrum ársfjórðungi síðan
2017,“ segir Bogi í samtali við Morg-
unblaðið.
Icelandair Group birti uppgjör
annars ársfjórðungs í Kauphöllinni í
gærkvöldi. Þar kemur fram að félag-
ið hafi tapað 6,9 milljörðum króna á
öðrum ársfjórðungi. »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Icelandair Bókunum hefur fjölgað.
Bjartsýnn á
framhaldið
- 6,9 milljarða tap
- Lausafjárstaðan
er sterkari en áður