Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 „ÉG FRÉTTI ÞAÐ AÐ EIGINMAÐUR ÞINN VÆRI BÚKTALARI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að elska gráu hárin hennar. DÆS 26. DESEMBER ER NÆSTSORGLEGASTI DAGUR ÁRSINS DAGUR HUNDSINS ER SORGLEGRI HRÓLFUR RÆNDI ALEIGU OKKAROG ÞÚ FELLIR EKKI EITT EINASTA TÁR! ÞAÐ ER ALLT Í LAGI AÐ GRÁTA! SJÁÐU, ÉG GRÆT! ÞÚ ERT EKKI MEÐ MASKARA! „JÆJA, TÝNDIRÐU BENSÍNLOKINU ENN EINA FERÐINA?“ landsbanka og síðar Kaupþingi. „Síðan árið 2010 ákvað ég að fara aftur að þjálfa og tek enn og aftur við mínu gamla liði, FH, og þjálfa það í þrjú ár og við náðum að verða Íslandsmeistarar aftur 2011. Það var bara æðislegt að koma aftur í handboltann.“ Kristján er einn af leikja- og markahæstu landsliðsmönnum Ís- lands frá upphafi og hefur skorað 1.123 mörk í 245 landsleikjum. Bæði fjölskyldan og stórfjölskyldan eru mjög áhugasöm um íþróttir en nú hefur Þorgerður Katrín tekið við boltanum í pólitíkinni. „Ég er mjög stoltur af minni konu, enda er hún að gera frábæra hluti. Það sem ég hef lært í gegnum árin er að njóta ferðalagsins, því lífið er núna og ekkert hægt að bíða með það.“ Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, f. 4.10. 1965, alþingsmaður og þau hafa alltaf búið í Hafnarfirði nema þegar þau bjuggu í Þýskalandi og á Spáni. Foreldrar Þorgerðar eru hjónin Gunnar H. Eyjólfsson leikari, f. 24.2. 1926, d. 21.11. 2016, og Guð- ríður Katrín Arason fulltrúi, f. 12.12. 1926. Börn Kristjáns og Þor- gerðar eru Gunnar Ari íþróttafræð- ingur, f. 4.12. 1995; Gísli Þorgeir, atvinnumaður í handknattleik, f. 30.7. 1999, og Katrín Erla nemi, f. 22.7. 1999. Systkini Kristjáns eru Örn, f. 13.4. 1951; Erla, f. 29.5. 1953; Gísli Sigurður, f. 17.12. 1956, d. 15.7. 1997; Kristjana, f. 23.6. 1959, og Arndís, f. 11.9. 1966. Foreldrar Kristjáns eru hjónin Ari Magnús Kristjánsson skipstjóri, f. 15.1 1922, d. 7.8. 2001, og Hulda Júlíana Sigurðardóttir verslunar- maður, f. 30.7. 1929. Þau bjuggu öll sín hjúskaparár í Hafnarfirði. Kristján Arason Sigríður Beinteinsdóttir húsfreyja í Gíslahúsi í Hafnarfirði Gísli Bjarnason húsbóndi í Gíslahúsi í Hafnarfirði Gíslína Sigurveig Gísladóttir húsfreyja í Hafnarfirði Sigurður Árnason kaupmaður í Hafnarfirði Hulda Júlíana Sigurðardóttir verslunarkona í Hafnarfirði Júlíana Guðmundsdóttir vinnuk. víða, síðast húsfreyja á Glaumbæ, Holtastaðasókn, Hún. Árni Sigurðsson sjómaður á Skagaströnd, drukknaði. Guðmundína Magnúsdóttir húsfreyja í Fremrihúsum í Arnardal Guðmundur Helgi Kristjánsson sjómaður í Arnardal Kristjana Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Kristján Einarsson bóndi í Efstadal og á Hjöllum í Ögurhreppi, N-Ís. Jónína Jónsdóttir frá Steingrímsfirði, bús. á Ísafirði Einar Bjarnason trésmiður á Reykjarfirði og Ísafirði Úr frændgarði Kristjáns Arasonar Ari Magnús Kristjánsson sjómaður og síðar verslunarmaður í Hafnarfirði Hallmundur Guðmundsson orti „Sumarljóð“ á þriðjudag og birti á Boðnarmiði: Þegar uppi eldar sól hún alltaf fylgir stefinu; að verma tinda, bala og ból og brenna mig á nefinu. Guðmundur Arnfinnsson yrkir um „vandræðagepil“: Hún Gróa var bitin af bjöllu í boði hjá Svenna og Höllu. Samkvæmt venju hún var til vandræða þar með nefið niðri í öllu. Magnús Halldórsson bætir við: Hann virtist að sönnu til verka fús í veislu og þáði hið sterka djús. Mjög raunar brá, er Mikka þar sá. En taldi hann samt nokkuð merka mús. Enn yrkir Guðmundur og nú um „afdrifaríkan koss“: Það varð angist og uppnám hjá konum og ekki nema að vonum, þegar filmstjarna ein kyssti afgamla Svein og andlitið datt af honum. Helgi Ingólfsson yrkir: Já, það gerðist með Gróu hans Flosa, sem glögglega hætt er að brosa. Ein nösin er snúin og nú er hún, frúin, með nef sem að passar á Gosa. Friðrik Steingrímsson er holl- ráður: Far’í rúmið fljóð og menn, fljót er nótt að líða, veiruskrattinn er víst enn út um landið víða. Sigrún Haraldsdóttir yrkir og kallar „Huggun harmi gegn“: Burt þótt gamlir vinir víki vertu óbogin, treysta því að trauðla svíki trygga einsemdin. Enn yrkir Sigrún og nú við mynd af hjónum þar sem þau krjúpa við hreindýr sem þau hafa fellt: Eftir hlaup um mel og mýri marga tíma í senn, krjúpa yfir dánu dýri drýldnir veiðimenn. Björn Ingólfsson skrifar: „Á morgungöngunni ýtti blómstruð planta við óvirkum heilasellum. Það leiddi til mjög óhagstæðs sam- anburðar“: Vex á stalli vallhumall væn og falleg planta. Úti að lalla er lotinn kall ljótur á alla kanta. Halldór Guðlaugsson bætir við: Meðan kallinn fer á fjall fljótt þó halli æfi getur brallað bögur snjall Björn, við allra hæfi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Merk mús og nefið á Gosa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.