Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 27
SVÍÞJÓÐ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þetta gerðist frekar hratt. Ég heyrði af áhuganum fyrir þremur vikum síðan,“ sagði Guðrún Arn- ardóttir, landsliðskona í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið. Miðvörð- urinn samdi í gær við sænska stór- liðið Rosengård til tveggja ára eftir þrjú ár hjá Djurgården. Hún var enn samningsbundin Djurgården og þurfti Rosengård því að kaupa Guð- rúnu, en hún fær treyju númer 3 hjá nýja liðinu. „Félögin þurftu að tala saman því ég var enn samningsbundin Djur- gården. Þau þurftu að komast að samkomulagi sín á milli og því þurfti ég að bíða eftir að það gengi í gegn. Þegar það tókst þá gekk þetta frek- ar hratt,“ sagði Guðrún. Sterkt á Evrópumælikvarða Hún er spennt fyrir því að spila með liði sem hefur orðið sænskur meistari ellefu sinum og þar af sex sinnum frá árinu 2010. Á sama tíma hefur Rosengård þrívegis orðið bik- armeistari. „Þetta er mjög spennandi. Þetta er toppklúbbur og búinn að vera það í nokkur ár. Liðið er að spila í Meist- aradeildinni og er að standa sig vel á evrópskan mælikvarða líka, ekki bara í sænsku deildinni. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir mig til að bæta mig, þetta er liðið og umhverf- ið til þess. Ég hef alltaf verið í botn- baráttunni með Djurgården, sem hefur stundum verið erfitt. Það segir sig sjálft að þegar maður fer í topp- lið er meiri samkeppni og erfiðara að komast í liðið. Að sama skapi getur það gert mann betri líka. Þessi sam- keppni, að þurfa að sanna sig á hverjum einasta degi og æfa með betri leikmönnum. Þetta er frábært tækifæri,“ sagði hún. Rosengård komst fimm sinnum í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á árunum 2011-2017 og er markmið liðsins ávallt að verða meistari og gera vel í Meistaradeildinni. „Það er markmiðið hjá þeim sem er mjög heillandi. Það er gaman að geta komið inn í klúbb sem er með svona háleit markmið, sem eru samt sem áður raunhæf. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og ég held þetta sé líka rétta skrefið. Ég er búin að vera í Djurgården í tvö og hálft ár og það verður gott að breyta aðeins til og takast á við nýjar áskoranir.“ Fyllir skarð Glódísar Guðrúnu er ætlað að fylla það skarð sem Glódís Perla Viggósdóttir skilur eftir sig en Glódís gekk á dög- unum í raðir Bayern München eftir fimm tímabil hjá Rosengård. „Það er stórt skarð að fylla í, skarðið hennar Glódísar. Ég mun reyna allt hvað ég get til að komast í byrjunarliðið og spila. Ég get ekki einbeitt mér of mikið að því sem var áður, heldur bara að því sem ég get gert,“ sagði Guðrún, sem ráðfærði sig ekki við Glódísi áður en hún samdi við félagið. „Ég gerði það ekki. Hún var í raun og veru farin frá félaginu en ég hef rætt við hana áður um lífið og aðstæður í Rosen- gård. Ég heyrði líka í henni í dag og hún er spennt fyrir þessu líka.“ Fyrsta árið erfitt Miðvörðurinn lék 98 úrvalsdeild- arleiki með Breiðabliki og 12 B- deildarleiki með Selfossi áður en hún gerðist atvinnumaður árið 2019. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt fyrst um sinn, en síðustu tvö ár hafi verið góð. „Fyrsta árið, 2019, ég var ekki sátt við það. Ég var hvorki sátt við það hjá liðinu né mér persónulega. Mér fannst ekki ganga vel en í fyrra tókst mér að komast aftur á rétta braut. Ég held ég geti verið ánægð með frammistöðuna hjá mér árin 2020 og 2021. Það var ekki góð stemning í liðinu árið 2019 sem gerði þetta erfitt að mörgu leyti. Það er alltaf tilbreyting að fara í nýtt lið í nýju landi. Það voru líka önnur atriði árið 2019 sem voru ekki í toppstandi sem höfðu einnig áhrif, en síðan þá hefur þetta verið gott,“ sagði Guðrún Arnardóttir, sem hef- ur leikið ellefu A-landsleiki fyrir Ís- land. Rosengård er sem stendur í topp- sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 32 stig, sex stigum á undan Häcken. Deildin er í fríi þar sem sænska landsliðið er á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ljóst er að liðið mætir nokk- uð breytt til leiks þegar deildin hefst á ný um miðjan ágúst. Ásamt Glódísi eru sænsku lands- liðskonurnar Nathalie Björn og Anna Anvegård farnar frá félaginu, en þær fóru til Everton á Englandi. Þá fór þjálfarinn Jonas Eidvall til Arsenal. Í þeirra stað hefur félagið samið við dönsku landsliðskonuna Frederikke Thøgersen og sænsku landsliðskonuna Loreta Kullashi ásamt Guðrúnu. Liðið og umhverfið til þess fallið að bæta mig - Guðrún komin í stórlið Rosengård - Fer úr botnbaráttunni í toppbaráttuna AFP Stórlið Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu. Hún er komin í eitt af sterkari liðum Evrópu eftir félagaskiptin yfir í Rosengård. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 Knattspyrnukonan María Cathar- ina Ólafsdóttir Gros er gengin til liðs við skoska félagið Celtic en hún hefur undanfarin ár leikið með uppeldisfélagi sínu, Þór/KA. María hefur skrifað undir tveggja ára samning við Celtic sem varð í öðru sæti í Skotlandi síðasta vetur, þremur stigum á eftir meistaraliði Glasgow City. Þótt María sé ekki nema átján ára hefur hún spilað 38 leiki í úrvalsdeildinni með Þór/KA og skorað í þeim fjögur mörk. Hún hefur leikið 24 leiki með yngri landsliðum Íslands. María komin til liðs við Celtic Ljósmynd/Þórir Tryggvason Celtic María Catharina Ólafsdóttir Gros er farin til Skotlands. Fjölnismenn lyftu sér í gærkvöldi upp í fimmta sætið í 1. deild karla í knattspyrnu með því að sigra Þrótt úr Reykjavík, 3:1, í Grafarvogi. Jó- hann Árni Gunnarsson skoraði eftir hálftíma leik og Michael Bakare bætti við öðru marki í lok fyrri hálf- leiks. Sigurpáll Melberg Pálsson skoraði þriðja markið á 55. mínútu en fékk síðan rauða spjaldið seinna í leiknum. Þróttarar náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma leiksins þegar Baldur Hannes Stefánsson minnkaði muninn í 3:1 úr víta- spyrnu. Fjölnir nálgast efstu liðin Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mark Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrir Fjölni gegn Þrótti. KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: SaltPay-völlur: Þór – Grótta .................... 18 Hásteinsvöllur: ÍBV – Grindavík ............. 18 Domusnovav.: Kórdrengir – Aftureld 19.15 Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Fram.... frestað 2. deild karla: Húsavík: Völsungur – Fjarðabyggð ... 19.15 GOLF Annar keppnisdagur af þremur á Íslands- móti golfklúbba, efstu deild karla og kvenna, er í dag en keppt er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Korpúlfsstaðavelli. Í KVÖLD! Norðurlandamót U20 karla Svíþjóð – Ísland .................................... 80:76 Norðurlandamót U20 kvenna Svíþjóð – Ísland .................................... 45:55 >73G,&:=/D Vináttulandsleikur kvenna Frakkland – Svartfjallaland................ 32:31 E(;R&:=/D Guðmundur Ágúst Krist- jánsson, Har- aldur Franklín Magnús og Bjarki Pétursson léku í gær fyrsta hringinn á Itali- an Challenge- mótinu í golfi í Fubine á Ítalíu. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni. Guðmundur lék best Íslending- anna eða á 71 höggi, á pari. Hann er í 53.-82. sæti ásamt 29 öðrum kylfingum. Haraldur Franklín Magnús lék á 72 höggum, einu höggi yfir pari. Hann er í 83.-99. sæti ásamt þó nokkrum kylfingum. Loks lék Bjarki Pétursson á 74 höggum, þremur höggum yfir pari. Bjarki er í 110.-129. sæti af 156 keppendum. Englendingurinn Nathan Kimsey er efstur eftir fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Annar hring- urinn verður leikinn í dag. Guðmundur lék best í gær Guðmundur Ágúst Kristjánsson Bandaríkin Inter Miami – New England................... 0:5 - Arnór Ingvi Traustason skoraði tvö marka New England og lék allan leikinn. New York City – CF Montréal ............... 1:0 - Guðmundur Þórarinsson lék í 83 mín- útur með New York en Róbert Orri Þor- kelsson var ekki í hópi Montréal. Svíþjóð B-deild: Helsingborg – Värnamo ......................... 2:3 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg. Ólympíuleikar Karlar, A-riðill: Mexíkó – Frakkland................................. 4:1 Japan – Suður-Afríka............................... 1:0 Karlar, B-riðill: Nýja-Sjáland – Suður-Kórea .................. 1:0 Hondúras – Rúmenía ............................... 0:1 Karlar, C-riðill: Egyptaland – Spánn................................. 0:0 Argentína – Ástralía ................................ 0:2 Karlar, D-riðill: Fílabeinsströndin – Sádi-Arabía............. 2:1 Brasilía – Þýskaland ................................ 4:2 _ Richarlison skoraði þrennu fyrir Brasilíu á fyrsta hálftíma leiksins. 2. deild kvenna Fram – Álftanes........................................ 3:0 Staðan: FHL 9 8 0 1 43:12 24 Völsungur 9 7 1 1 22:10 22 KH 8 7 0 1 30:5 21 Fram 9 7 0 2 26:11 21 Fjölnir 8 5 1 2 32:10 16 Sindri 8 4 0 4 18:19 12 Hamrarnir 9 3 2 4 21:19 11 ÍR 8 3 1 4 17:19 10 Hamar 8 2 3 3 14:18 9 Einherji 9 1 3 5 7:19 6 SR 8 1 1 6 15:20 4 Álftanes 9 1 0 8 6:19 3 KM 8 0 0 8 1:71 0 KNATTSPYRNA Sundfólkið Snæfríður Sól Jórunn- ardóttir og Anton Sveinn McKee verða fánaberar Íslands á setning- arhátíð Ólympíuleikanna sem fer fram í Tókýó í Japan í dag og hefst klukkan 11 að íslenskum tíma. Nú verða fánaberar í fyrsta skipti tveir frá hverju landi, kona og karl, en til þessa hefur einn fánaberi farið fyrir hópi hverrar þjóðar. Ísland er fremst þjóða í jap- anska stafrófinu og íslenska sveitin gengur því inn þriðja á eftir Grikkj- um og sveit flóttamanna. Snæfríður og Anton eru tvö af þeim fjórum sem keppa fyrir Ís- lands hönd á leikunum. Hin eru Ás- geir Sigurgeirsson, sem keppir í skotfimi, og Guðni Valur Guðnason sem keppir í kringlukasti. Ásgeir keppir fyrstur Íslending- anna á leikunum á morgun, en keppni í 10 metra loftskammbyssu hefst klukkan fjögur í nótt að ís- lenskum tíma. Komist Ásgeir í úr- slitakeppnina heldur hann áfram keppni klukkan hálfsjö. Snæfríður Sól keppir síðan á mánudag í 200 metra skriðsundi, Anton Sveinn McKee á þriðjudag í 200 metra bringusundi og Snæfríð- ur keppir aftur á miðvikudag í 100 metra skriðsundi. Guðni Valur keppir síðastur Íslendinganna en undankeppnin í kringlukastinu fer fram á föstudaginn kemur. Ljósmynd/ÍSÍ Tókýó Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee bera fánann. Snæfríður og Anton bera íslenska fánann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.