Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart WWW. S I G N . I S Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég valdi þessi verk af því ég er mjög hrifinn af þessum tónskáldum,“ segir bandaríski píanóleikarinn Andrew J. Yang sem mun leika verk eftir Brahms og Liszt á tónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði á sunnudag, 25. júlí, kl. 16. Tónleik- arnir eru hluti af sumartónleikaröð í kirkjunni. Þar verða tónleikar á hverjum sunnudegi til og með 15. ágúst. Brahms og Liszt andstæður Á tónleikunum á sunnudag mun Yang leika sex verk eftir Johannes Brahms (1833-1897) og Sónötu í b- moll eftir Franz Liszt (1811-1866). Yang segir að þrátt fyrir að Brahms og Liszt hafi verið sam- tímamenn og báðir starfað í Þýska- landi hafi þeir verið afar ólíkir. Þeir séu vissar andstæður og hafi ekki verið hrifnir hvor af öðrum. „Þegar Brahms heyrði Liszt-sónötuna sofn- aði hann. Í Þýskalandi á þessum tíma voru í raun tvennar herbúðir; fylgj- endur Brahms og fylgjendur Liszts. Tónskáldin tvö eru þó á vissan hátt tengd í gegnum Schumann. Hann var lærifaðir Brahms og líkaði líka vel við Liszt. Liszt tileinkaði Schu- mann meira að segja sónötuna. Svo það er mikil tenging þar,“ segir hann. „Þessi sex verk eftir Brahms sem ég mun spila innihalda djúpar tilfinn- ingar en samt á klassískan hátt. En í Liszt-verkinu, sem er 30 mínútur af ótruflaðri tónlist, er risastór sögu- bogi þar sem hann reynir að ná utan um mannlega tilveru. Þannig að ég hef sett þá saman sem andstæður en líka með vissum tengslum.“ Búsettur á Patreksfirði Yang er fæddur og uppalinn í Kali- forníu. Hann lauk tvöfaldri bakkalár- gráðu í hagfræði og píanóleik frá Northwestern University og meist- aranámi við Mannes School of Music. Hann leggur nú stund á doktorsnám í píanóleik við USC Thornton School of Music í Los Angeles. Yang hefur komið fram víða um heim, í Norður- Ameríku, Evrópu og Asíu, bæði sem einleikari og með hljómsveitum, og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ýmsum samkeppnum. Píanóleikarinn er nú fluttur til Íslands og er búsettur á Patreks- firði. „Ég er Bandaríkjamaður og var að sinna doktorsnáminu mínu þar en þegar Covid skall á áttaði ég mig á því að ég myndi ekki geta komið fram á tónleikum í langan tíma svo ég ákvað að leita mér að vinnu.“ Valið stóð á milli Patreks- fjarðar og Hong Kong. Hann segist aldrei hafa búið annars staðar en í bandarískri stórborg og hafi langað til að prófa eitthvað nýtt. Svo hafi persónulegar ástæður orðið til þess að Patreksfjörður varð á endanum fyrir valinu. Yang leggur nú stund á kennslu á píanó og fiðlu við Tónlist- arskóla Vesturbyggðar auk þess sem hann sinnir doktorsnáminu. Spurður hvernig honum líki dvöl- in á Patreksfirði segir hann kíminn á ágætri íslensku: „Mjög dýrt,“ en bætir svo við að sér líki hún mjög vel en þetta sé líka viss áskorun fyrir sig. „Hér er mjög fallegt og ég hef gaman af því að ganga á fjöll, sér- staklega á veturna.“ Hann segir um- hverfið henta listamönnum vel, ein- angrunin og náttúrufegurðin séu góð fyrir listsköpun. Áhugamaður um bardagalistir Píanóið hefur ekki átt hug og hjarta Yangs alla tíð. Hann var lengi vel efnilegur íþróttamaður, þá helst í bardagaíþróttum, og hefur lagt stund á þær samhliða píanóferlinum. „Þegar ég var 18 ára hætti ég næstum í háskóla til þess að gerast atvinnuboxari. Það var fyrst þegar ég meiddist illa sem ég fór að æfa meira á píanóið. Þannig að ég byrj- aði mun seinna en flestir á þessum píanóferli. Ég æfði auðvitað þegar ég var krakki en ég tók þetta ekki sérlega alvarlega. Yang segist dá MMA, blandaðar bardagalistir, og telur þær geta komið öllum klassískum hljóðfæra- leikurum til góða. „Maður fær mikla útrás, öðlast meiri liðleika og hreyfi- getu og fær góða hreyfingu eftir að hafa setið allan daginn við hljóð- færið.“ Náttúrufegurðin góð fyrir listina - Bandaríski píanóleikarinn Andrew J. Yang kemur fram í Hallgrímskirkju í Saurbæ - Leikur Liszt og Brahms - Áhugamaður um bardagaíþróttir, kennir í Vesturbyggð og sinnir doktorsnámi Píanisti Andrew J. Yang leikur Brahms og Liszt í Hallgríms- kirkju í Saurbæ. John Lydon, fyrrum söngvari pönk- sveitarinnar Sex Pistols, berst nú hatramlega gegn samkomulagi sem fyrrum hljómsveitarfélagar hans hafa gert við framleiðendur sjón- varpsþáttanna Pistol og fela í sér að nota megi tónlist sveitarinnar. Tekist er á um málið fyrir breskum dómstólum. Fyrrum trommari sveitarinnar, Paul Cook, gítar- leikarinn Steve Jones, dánarbú Sid Vicious og bassaleikarinn Glen Matlock, sem kom í stað Vicious inn í sveitina 1977, hafa allir samþykkt laganotkunina í þáttunum, sem Danny Boyle leikstýrir og Disney framleiðir. Upptökur á þáttunum, sem verða alls sex talsins, hófust í mars og byggja á ævisögu Jones frá 2016 sem nefnist Lonely Boy: Tales from á Sex Pistol. Samkvæmt frétt BBC um málið sagði lögmaður Lydon fyrir rétti fyrr í vikunni að þættirnir drægju upp „fjandsamlega og niðrandi mynd“ af söngvaranum. Í dómsaln- um vísaði Jones þessu á bug og sagði gerð þáttanna ekki tilraun til að koma höggi á einn eða neinn. Ósætti hjá Sex Pistols um laganotkun AFP Ósáttur John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten, söngvari Sex Pistols. Ef ég væri… æ, ekkert nefnist ein- leikur sem sviðslistahópurinn OBB sýnir í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Hópinn skipa Jökull Smári Jakobs- son, sem leikstýrir, og Vigdís Halla Birgisdóttir, sem leikur. „Þau eru bæði leikaranemar við Listaháskóla Íslands. Í sumar hafa þau verið að vinna í einleik fyrir svið byggðum á ljóðum eftir Anton Helga Jónsson skáld. Út frá ljóðunum hafa þau fundið persónur, uppákomur, að- stæður og sögur,“ segir í tilkynn- ingu. Þar kemur fram að verkið spyrji hvað við séum og hvað ekki. „Erum við það sem við erum ekki eða erum við ekki það sem við erum? Hver ræður? Hver hef- ur alræðisvaldið? Sóley er ekki með svörin en hún leitar að þeim þar sem henni líður best, með plöntunum sínum. Stundum er eina leiðin að komast af sú leið að koma sér undan… æ, ekkert.“ Ef ég væri … í Tjarnarbíói í kvöld Anton Helgi Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.