Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 Morgunblaðið/Árni Sæberg Bakverðir Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt, og Johannes Vall, vinstri bakvörður Vals, tókust oft á um boltann á Hlíðarenda í gærkvöld. EVRÓPUKEPPNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik á raunhæfa möguleika á sæti í þriðju umferð Sambandsdeild- ar Evrópu í fótbolta eftir óvænt en verðskuldað jafntefli gegn gamla stórveldinu Austria Wien á Viola- leikvanginum í Vínarborg í gær, 1:1. Að sama skapi eru möguleikar FH og Vals á að komast í þriðju umferð- ina ákaflega litlir eftir ósigra gegn norsku liðunum á heimavelli í gær- kvöld. FH tapaði 0:2 fyrir Rosenborg í Kaplakrika og Valur tapaði 0:3 fyrir Bodö/Glimt á Hlíðarenda þannig að yfirburðir norskra liða gegn íslensk- um í Evrópukeppni halda áfram. Seinni leikir liðanna verða næsta fimmtudag þegar Austria Wien mætir á Kópavogsvöll en Valur og FH fara til Bodö og Þrándheims. Betri á löngum köflum Frammistaða Breiðabliks í Vínar- borg í gær var frábær. Yfirleitt þurfa íslensk lið að verjast með kjafti og klóm gegn liðum sem eiga að vera sterkari en þau í Evrópuleikjum en það var alls ekki uppi á teningnum í Austurríki. Blikar voru betri aðilinn á löngum köflum í leiknum og fengu betri færi en Austurríkismennirnir. Patrick Pantz í marki Austria varði mjög vel frá Damir Muminovic strax á 6. mín- útu og frá Viktori Karli Einarssyni undir lok fyrri hálfleiks. Þá hefði Gísli Eyjólfsson hæglega getað fengið vítaspyrnu strax á 14. mínútu leiksins en færeyski dóm- arinn, Kári á Hövdanum, var ekki tilbúinn til að benda á vítapunktinn. Ekki var annað að sjá í sjónvarps- útsendingunni en að um hreina víta- spyrnu væri að ræða. Blikarnir þorðu að spila boltanum í Vín í gær og gerðu það vel, ekki síð- ur en oft í deildinni hér heima. Þeir pressuðu líka mótherjana ítrekað af krafti á þeirra vallarhelmingi og uppskáru einmitt mark sitt á þann hátt. Sennilega komu þeir Austur- ríkismönnunum talsvert í opna skjöldu með djarfri spilamennsku sinni og lýsandanum í sjónvarps- útsendingunni sem undirritaður fylgdist með varð tíðrætt um að Breiðablik væri langt frá því að vera dæmigert íslenskt lið. Blikar kunna greinilega vel við sig í Austurríki. Þeir unnu þar frækinn sigur á Sturm Graz, 1:0, árið 2013 og fylgdu því eftir með jafnteflinu í gær. Við eigum fyrir höndum heldur bet- ur áhugaverða viðureign á Kópa- vogsvellinum næsta fimmtudags- kvöld. _ Alexander Helgi Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark í Evrópu- keppni þegar hann jafnaði fyrir Breiðablik á 47. mínútu eftir skemmtilegan samleik við Árna Vil- hjálmsson. _ Hlutfall Breiðabliks í Evrópu- leikjum batnar enn. Liðið er með sex sigra, fimm jafntefli og sjö töp í átján Evrópuleikjum til þessa. _ Sigurliðið í þessu einvígi mætir Morgunblaði/Arnþór Birkisson Kaplakriki Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður hjá Rosenborg, hélt marki sínu hreinu gegn Steven Lennon og samherjum hans í liði FH-inga. væntanlega Aberdeen frá Skotlandi sem vann stórsigur á Häcken frá Sví- þjóð, 5:1, í gærkvöld. Noregsmeistararnir mun betri Noregsmeistarar Bodö/Glimt hafa fengið mikið lof fyrir góðan fótbolta undanfarin tvö ár þar sem þeir hafa tekið norsku úrvalsdeildina með trompi og þeir sýndu oft skemmtileg tilþrif í 3:0-sigrinum á Val á Hlíð- arenda í gær. Valsmenn áttu þó að gera betur en þetta á heimavelli en þeir voru óheppnir að skora ekki undir lokin þegar Arnór Smárason átti m.a. hörkuskot í þverslá. „Það er ákveðin lægð yfir Vals- mönnum og Íslandsmeistararnir eru búnir að tapa fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Þótt það þurfi ekki að skammast sín fyrir tap á móti sterkum liðum í Evrópu, hefur frammistaða Vals í sumar ekki verið sérstök. Valsmenn léku illa í kvöld og illa á móti ÍA í síðasta deildarleik. Það hef- ur dugað Valsmönnum ágætlega hingað til í sumar að leika í besta falli þokkalega. Liðið er nægilega vel mannað til að vinna flest lið á Íslandi, án þess að eiga sinn besta leik. Það dugar hins vegar skammt í erfiðum leikjum í Evrópukeppni,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is. _ Alfons Sampsted lék allan leik- inn í stöðu hægri bakvarðar hjá Bodö/Glimt. _ Bodö/Glimt á væntanlega fyrir höndum einvígi við Prishtina frá Kó- sóvó í þriðju umferð. Prishtina vann Connah’s Quay frá Wales 4:1 í fyrri leik liðanna. FH nýtti ekki færin Rosenborg á alla möguleika á að slá íslenskt lið út í sjötta sinn, og í fimmta sinn á ellefu árum, eftir sig- urinn á FH í Kaplakrika, 2:0. FH-ingar fengu þó fínustu mark- tækifæri til þess að fara með hag- stæðari úrslit í seinni leikinn í Þrándheimi en með tveggja marka forskot á bakinu er staða Rosenborg afar sigurstrangleg. „Hafnfirðingar þurfa að treysta á aðra eins frammistöðu og í kvöld ásamt því að nýta færin mun betur. Hægara sagt en gert, sér í lagi þar sem eldsnöggir og flinkir sókn- armenn Rosenborg sýndu hvað þeir gátu er líða fór á leikinn í kvöld og FH-ingar hófu að þreytast. Þeir hafa þó trú á verkefninu og mega gera það,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is. _ Hólmar Örn Eyjólfsson lék í vörn Rosenborg allan tímann. Hann hefur nú tvisvar leikið með liðinu hér á landi en Hólmar spilaði einnig gegn KR í Vesturbænum árið 2015. Þá fagnaði hann 1:0-sigri. _ André Hansen, sem varði mark KR árið 2009, var FH-ingum erfiður og varði glæsilega úr dauðafærum sem þeir fengu. _ Sigurliðið úr einvígi FH og Ros- enborg mætir Domzale frá Slóveníu eða Honka frá Finnlandi. Fyrri leik- ur þeirra í Slóveníu endaði 1:1. Blikar í bestu stöðunni - Frábær frammistaða Breiðabliks gegn Austria - Alexander jafnaði í Vín - FH og Valur eiga litla möguleika eftir töp gegn norsku liðunum á heimavelli AUSTRIA – BREIÐABLIK 1:1 1:0 Marco Djuricin 32. 1:1 Alexander Helgi Sigurðarson 47. Dómari: Kári á Hövdanum, Færeyjum. Áhorfendur: 6.015. FH – ROSENBORG 0:2 0:1 Carlo Holse 61. 0:2 Dino Islamovic 71. Dómari: Filip Glova, Slóvakíu. Áhorfendur: 605. VALUR – BODÖ/GLIMT 0:3 0:1 Ulrik Saltnes 40. 0:2 Patrick Berg 52.(v) 0:3 Patrick Berg 55. Dómari: Vitor Ferreira, Portúgal. Áhorfendur: 623. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason Skoraði Alexander Helgi Sigurðarson jafnaði metin fyrir Breiðablik gegn Austria Wien í gær með laglegu marki í byrjun síðari hálfleiks. Lengjudeild karla Fjölnir – Þróttur R................................... 3:1 Staðan: Fram 12 10 2 0 34:10 32 ÍBV 12 7 2 3 21:12 23 Kórdrengir 12 6 4 2 19:14 22 Grindavík 12 5 5 2 24:22 20 Fjölnir 13 6 2 5 17:15 20 Vestri 12 6 1 5 18:22 19 Grótta 12 5 2 5 23:20 17 Þór 12 4 4 4 25:20 16 Afturelding 12 4 4 4 27:24 16 Selfoss 12 2 3 7 19:28 9 Þróttur R. 13 2 1 10 22:33 7 Víkingur Ó. 12 0 2 10 15:44 2 2. deild karla Þróttur V. – Njarðvík............................... 0:0 Reynir S. – Haukar .................................. 0:0 Staðan: Þróttur V. 13 8 4 1 29:11 28 Njarðvík 13 5 7 1 27:13 22 KV 12 6 4 2 24:16 22 KF 12 6 2 4 23:17 20 Völsungur 12 6 2 4 25:24 20 Haukar 13 5 4 4 28:24 19 ÍR 12 4 4 4 23:21 16 Reynir S. 13 4 4 5 22:24 16 Magni 12 3 5 4 22:25 14 Leiknir F. 12 4 0 8 17:30 12 Kári 12 1 3 8 15:28 6 Fjarðabyggð 12 0 5 7 6:28 5 3. deild karla Ægir – Elliði ............................................. 4:1 Staðan: Höttur/Huginn 13 9 2 2 20:13 29 Ægir 13 6 5 2 22:13 23 KFG 12 6 4 2 19:15 22 Augnablik 12 6 3 3 27:18 21 Elliði 13 7 0 6 29:21 21 Sindri 13 5 3 5 24:20 18 Dalvík/Reynir 12 5 2 5 23:17 17 Víðir 12 3 4 5 18:22 13 KFS 12 4 1 7 16:28 13 ÍH 12 2 5 5 17:28 11 Tindastóll 12 2 4 6 22:25 10 Einherji 12 2 1 9 15:32 7 Sambandsdeild karla 2. umferð, fyrri leikir: Hammarby – Maribor ............................. 3:1 - Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby. Elfsborg – Milsami Orhei ....................... 4:0 - Hákon Rafn Valdimarsson var vara- markvörður hjá Elfsborg. Molde – Servette...................................... 2:0 - Björn Bergmann Sigurðarson var vara- maður hjá Molde og kom ekki við sögu. Dinamo Batumi – BATE Borisov .......... 0:1 - Willum Þór Willumsson hjá BATE er frá keppni vegna meiðsla. Riga – Shkëndija...................................... 2:0 - Axel Óskar Andrésson hjá Riga er frá keppni vegna meiðsla. Köbenhavn – Torpedo Zhodino............. 4:1 - Hákon Arnar Haraldsson var ekki í leik- mannahópi Köbenhavn. Gent – Vålerenga..................................... 4:0 - Viðar Örn Kjartansson hjá Vålerenga er frá keppni vegna meiðsla. Larne – AGF............................................. 2:1 - Jón Dagur Þorsteinsson fór meiddur af velli hjá AGF á 48. mínútu. Aberdeen – Häcken................................. 5:1 - Oskar Tór Sverrisson lék allan leikinn með Häcken en Valgeir Lunddal Friðriks- son var varamaður og kom ekki við sögu. Valur – Bodö/Glimt................................. 0:3 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. FH – Rosenborg....................................... 0:2 - Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg. Austria Wien – Breiðablik ....................... 1:1 Ararat Jerevan – Slask Wroclaw............ 2:4 Astana – Aris Saloniki.............................. 2:0 Panevezys – Vojvodina Novi Sad............ 0:1 KuPS Kuopio – Vorskla Poltava ............. 2:2 Olimpija Ljubljana – Birkirkara............. 1:0 Sotsjí – Keshla .......................................... 3:0 Qarabag – Ashdod.................................... 0:0 RFS Riga – Puslás Academica................ 3:0 Dinamo Tbilisi – Maccabi Haifa.............. 1:2 Dudelange – Bohemians.......................... 0:1 AEL Limassol – Vllaznia......................... 1:0 Apollon Limassol – Zilina ........................ 1:3 Petrocub – Sivasspor ............................... 0:1 Gzira United – Rijeka .............................. 0:2 Laci – Universitatea Craiova .................. 1:0 Lokomotiv Plodiv – Slovacko .................. 1:0 CSKA Sofia – Liepaja.............................. 0:0 Spartak Trnava – Sepsi ........................... 0:0 Suduva – Raków Czestochówa................ 0:0 Teuta Durres – Inter d’Escaldes............ 0:2 Viktoria Plzen – Dinamo Brest ............... 2:1 Arda Kardzhali – Hapoel Beer Sheva .... 0:2 HB Þórshöfn – Buducnost Podgorica .... 4:0 Shkupi – Santa Clara ............................... 0:3 Basel – Partizani Tirana .......................... 3:0 FCSB – Shakhter Karagandy................. 1:0 Velez Mostar – AEK Aþena .................... 2:1 Sutjeska – Maccabi Tel Aviv ................... 0:0 Hibernian – Santa Coloma ...................... 3:0 Linfield – Borac Banja Luka................... 4:0 Drita – Feyenoord.................................... 0:0 Dundalk – Levadia Tallinn ...................... 2:2 Hajduk Split – Tobol Kostanay............... 2:0 Partizan Belgrad – Dunajska Streda ..... 1:0 Pogon Szczecin – Osijek .......................... 0:0 Újpest – Vaduz ......................................... 2:1 Shakhtyor Soligorsk – Fola Esch........... 1:2 4.$--3795.$

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.