Morgunblaðið - 23.07.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021
Sími 555 3100 www.donna.isVefverslun: www.donna.is
Honeywell gæða viftur
Margar gerðir – Láttu gusta umþig!
Morgunblaðið/Unnur Karen
Framkvæmdir Íbúar við Hörgshlíð 2 eru ekki
sáttir við nálægð göngu- og hjólastígsins.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Samráðsleysi, skortur á kynningu og skeyting-
arleysi Reykjavíkurborgar er það sem fer helst
fyrir brjóstið á íbúum í Hörgshlíð 2 sem fylgj-
ast nú með framkvæmdum út um gluggann hjá
sér. Verið er að grafa göng undir Bústaðaveg-
inn fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, en
einnig á að gera stíg sem liggur að þeim. Á
teikningum sést að stígurinn gengur í slaufu
frá göngunum niður að lóðarmörkum Hörgs-
hlíðar. Íbúar hússins eru ósáttir við þessi
áform.
„Þeir eru að setja hér göngustíg sem sleikir
lóðina hjá okkur. Hæðarmismunurinn er svo
mikill að þetta er bara eins og útsýnispallur inn
til okkar,“ segir Kristín Garðarsdóttir, formað-
ur húsfélagsins.
Íbúarnir fréttu af fyrirhuguðum fram-
kvæmdum í fréttum án þess að hafa fengið
kynningu fyrirfram eða tækifæri til að koma
sínum athugasemdum á framfæri. Að minnsta
kosti fjórir íbúar höfðu samband við borgar-
yfirvöld út af málinu til þess að koma á fram-
færi ábendingum og óska eftir skýringum.
Engin svör fengust nema þegar Björn Ey-
steinsson, einn íbúanna, náði tali af Pavel Bar-
toszek borgarfulltrúa. Jákvæði punkturinn var
að fá svör, en ekki var tekist á um málið efn-
islega að sögn Björns.
Björn bendir á að malbikaður og upplýstur
göngustígur liggi frá Veðurstofunni og vestur
fyrir moskuna en sé lítið notaður. Íbúarnir
skilja því ekki hvers vegna borgin sé að eyða
fjármunum í annan göngustíg á sama svæði og
finnst skorta á að ákvörðunin sé rökstudd og
útskýrð. Kristín kveðst hafa fengið þau svör að
stígurinn væri til þess að börn í Hlíðaskóla
kæmust í Valsheimilið. Hún telur þó útséð um
að börnin muni nota stíginn. „Þau fara bara inn
í Litluhlíðina og upp göngustíginn þar. Fara
ekki upp brekku og inn á göngustíginn í ein-
hverja slaufu sem lengir leiðina,“ segir hún.
Þegar íbúar höfðu samband vegna fram-
kvæmdanna var þeim sagt að boðað hafi verið
til nágrannakynningar í febrúar í fyrra. „Ekk-
ert okkar og enginn í götunni sem við þekkjum,
minnist þess að hafa fengið boð á þann fund,
þetta hljóta bara að hafa verið borgarfulltrúar
og starfsmenn,“ segir Björn.
Íbúum þykir þessi framkoma ekki vera
borgarfulltrúum eða starfsmönnum borgar-
innar til sóma. Það sé ekkert hlustað á ábend-
ingar íbúanna þrátt fyrir þetta gríðarlega rask
beint fyrir utan gluggann hjá þeim. „Það er
ekki kynning, ekki samráð og svo þegar maður
reynir að falast eftir samráði þá er ekki tekið
vel í það,“ segir Kristín, en íbúar hafa reynt að
hafa áhrif í rúmt ár án árangurs. Hún bendir
einnig á að ekki sé gert ráð fyrir vegriði á nýj-
um teikningum þótt það hafi margsannað gildi
sitt öryggisins vegna.
Ekkert hlustað á ábendingar íbúa
- Göngustígur við lóðarmörkin eins og útsýnispallur inn til fólks - Skortur á rökstuðningi og útskýr-
ingum - Kannast ekki við að hafa fengið boð á nágrannafund - Borgaryfirvöld áhugalaus um samráð
„Ég var bara í gönguferð. Þar var
blæðing í malbikinu á kafla og smá-
steinar höfðu límst fastir í bikinu. Ég
rak tána í einn steininn og datt beint
á trýnið,“ sagði Guðný Gunnþórs-
dóttir á Borgarfirði eystri. „Ég braut
tennur, fékk góðan skurð á hökuna
og brot við axlarliðinn.“
Fólk kom henni strax til hjálpar.
„All þorpið var komið hér í kringum
mig. Þetta var viðburður dagsins,
skal ég segja þér,“ sagði Guðný.
Sjúkrabíll flutti hana á HSA á Egils-
stöðum. Þar voru saumuð níu spor í
hökuna og búið um handlegginn.
„Þetta er allt á góðri leið,“ sagði
Guðný og var hin hressasta. „Við
hringdum í Vegagerðina, rifum kjaft
og skömmuðum þá. Þeir komu og eru
búnir að laga þetta. Voru snöggir að
því. Það er búin að vera svo mikil
blíða að malbikið bara bráðnar.“
Guðný er ekki hætt að fara í
gönguferðir, enda allt í lagi með fæt-
urna. „Ég er mjög hress. Maður læt-
ur ekki svona smámuni fara með
sig,“ sagði Guðný sem er á 83. ári.
Hitarnir ollu blæðingum
„Við höfum því miður lent í því í
þessum hitum undanfarið að það hafa
verið blæðingar á vegum,“ sagði
Sveinn Sveinsson, svæðisstjóri Vega-
gerðarinnar. Reynt hafi verið að
bregðast strax við með því bera efni á
þar sem blæðir.
Klæðning er á veginum inni í þétt-
býlinu á Borgarfirði eystri. Það voru
viðgerðir blettir sem fóru því miður
að blæða þar, að sögn Sveins. Hann
sagði mjög leitt að þetta hefði valdið
óhappinu. gudni@mbl.is
Rak tána í og datt á trýnið
- Malbiksblæðing
olli slysi á Borgar-
firði eystri
Ljósmynd/Birna Blöndal
Slösuð Guðný var flutt til aðhlynn-
ingar á HSA á Egilsstöðum.
Takmörk
gegn yngsta
hópnum
Hjúkrunarheimili hafa komið á hert-
um reglum vegna fjölgunar smita í
samfélaginu og hafa Hrafnista og
Droplaugarstaðir sett á grímu-
skyldu fyrir gesti í ljósi stöðunnar.
Grundarheimilin hafa þá lýst því
yfir að ekki sé ráðlegt að börn og
ungmenni heimsæki aðstandendur
sína nema viðkomandi sé nánasti að-
standandi. Þá verður starfsfólk að
bera andlitsgrímu sé það í innan
tveggja metra fjarlægð við heimilis-
fólk lengur en 15 mínútur.
Hrafnista hefur sett svipaða reglu
og mega gestir á aldrinum 0-30 ára
ekki koma í heimsókn, þar sem börn
eru flest ekki bólusett og flest smit
greinist hjá fólki á aldrinum 18-29
ára. Á Droplaugarstaði mega óbólu-
settir ekki koma í heimsókn né þeir
sem eru undir 18 ára aldri.
Allar stofnanirnar setja skilyrði
um að gestir nýti ekki sameiginleg
rými og gæti fyllstu varkárni við
komu.
- Hertar reglur á
hjúkrunarheimilum
Hrafnista Aðgerðir hertar.
Farþegaskipið National Geographic Endurance hlaut formlega nafn sitt
við Faxagarð í Gömlu höfninni í Reykjavík í gær. Skipið er í jómfrúarferð
sinni en það var smíðað árið 2020 og siglir undir fána Bahamaeyja.
Skipið er sérsmíðað til siglinga á heimskautasvæðum og er gert út af
bandarísku samtökunum National Geographic, sem gefa út samnefnt og
nafntogað tímarit. Því verður siglt hringinn í kringum landið næstu daga.
Sahara/Jóhann Gunnar
Fékk nafnið National Geographic Endurance
Skemmtiferðaskipi gefið nafn við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn