Morgunblaðið - 23.07.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.07.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið ustur byrji að upplifa stöðugt brott- fall. Nú þegar er fólk farið að kaupa áskriftir í einn mánuð í því skyni að horfa á nýja þáttaröð og segir svo áskriftinni upp þegar áhorfinu er lokið. Það er ofgnótt af sérhæfðum streymisveitum sem höfða til lítils hluta fólks.“ Erlend útrás á Íslandi Magnús segir erlend stórfyrir- tæki á streymismarkaðinum gera innlendum fyrirtækjum, á borð við Símann og Sýn, lífið leitt. „Bæði við og keppinautar okkar á Íslandi erum að missa samninga við erlenda framleiðendur, eins og Disney og HBO. Þar sem þeir neita að selja okkur efni og við missum þennan spón úr okkar aski og þurf- um að leita að efni annars staðar frá eða framleiða okkar eigið. Ég er ekki viss um að það verði til inn- lendar streymisveitur eftir fimm til tíu ár, það er ekki líklegt. Ekki nú þegar við sjáum að erlendu risarnir hafa meiri áhuga á íslenskum mark- aði.“ Hann bætir við að það sé gott fyr- ir Ísland að sum framleiðslufyrir- tæki telja ekki þess virði að hefja markaðssetingu á Íslandi. „Til dæmis má nefna CBS. Það ætlar að fara í útrás á allan Evr- ópumarkaðinn en sleppa Íslandi sem er gott fyrir Símann, því við er- um með samning við þá og fáum efni frá þeim enn.“ Magnús segir erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að keppa við erlend stór- fyrirtæki, einkum þegar „leikvöllur- inn“ sé ójafn. Nefnir hann til dæmis þegar allt Disney-efni með íslensk- um texta og tali var tekið úr kerfum Símans. Ekki með puttann á púlsinum „Þeir taka af okkur efnið til að markaðssetja sig síðan á Íslandi og bjóða upp á efnið án talsetningar og íslensks texta. Við myndum aldrei mega þetta og þannig keppa þeir við okkur með miklu minni tilkostnaði. Við erum með ákall til stjórnvalda og eftirlitsstofnana að gera sömu kröfur á erlendar streymisveitur og okkur. Menntamálaráðherra gerði athugasemdir við þetta og hún fékk svar frá deildarstjóra Disney á Norðurlöndunum um að þeir ætluðu BAKSVIÐ Logi Sigurðarson logis@mbl.is Streymisveitur hafa gjörbylt sjón- varpsneyslu Íslendinga og annarra þjóða. Stærsta streymisveita verald- ar er Netflix. Hún er einnig með mesta markaðshlutdeild á íslenska markaðinum, langt á undan keppi- nautum sínum. Ef horft er á mark- aðinn hér innan- lands eru 76% íslenskra heimila með áskrift að Netflix og í öðru sæti er Sjónvarp Símans Premi- um, þar sem 44% íslenskra heimila eru með áskrift. Magnús Ragn- arsson, fram- kvæmdastjóri sölu hjá Símanum, segir samkeppn- ina harða á markaðinum og hann sé heldur mettaður. „Upphaflega byrjar streymis- veitubylting því fólk var orðið þreytt á verðlagningunni hjá kapalþjónust- um og fólk sagði þeim upp. Svo fór neytandinn að kaupa einstaka bíó- myndir og þær sjónvarpsrásir sem hann horfði á. Pakkatilboð hjá kapalþjónustunum gáfu aðgang að mörg hundruð rásum, sem var í raun fáránlegt. En nú eru komin mörg streymisveituforrit; það er bú- ið að aðskilja markaði það mikið að nú erum við aftur farin að nálgast vandamálið sem streymisveiturnar áttu að leysa.“ Hann bætir við að krafan um að hafa aðgang að sem mestu efni sé orðin hávær og neytendur sem séu áskrifendur að mörgum veitum séu farnir að borga tugi þúsunda á mán- uði fyrir þjónustuna. „Þessi markaður er orðinn mett- aður og það sem ég held að muni gerast næst er að allar þessar þjón- mögulega að bæta úr þessu í fram- tíðinni. Við hefðum fengið stjórn- valdssekt á degi eitt og aldrei fengið vinalegt bréf sem við hefðum getað svarað með: „Við skulum skoða mál- ið“,“ segir Magnús. Hann bætir við að ekki sé komin almennileg reynsla á mörg streymisforrit og mörg þeirra séu rekin með tapi. „Til dæmis eru mörg framleiðslu- fyrirtæki ekki almennilega komin á markað í Evrópu og það á eftir að koma í ljós hvort þau hagnist meira á því að selja beint til neytandans eða hvort hagnaðurinn verði meiri af því að selja efnið til þriðja aðila og láta hann sjá um markaðssetn- inguna. Þeir eru ekki með puttann á púlsinum hérlendis og ég held að þeim muni ganga verr að búa til peninga með efninu sínu á svona litlum mörkuðum.“ Magnús trúir ekki á þá framtíð að allir miðlar verði komnir með sitt eigið streymisforrit og telur samein- ingu óumflýjanlega. „Það verður upprisa gegn þessari streymisforritavæðingu. Ef of mörg streymisforrit tapa peningum, þá hefst sameining að nýju.“ Mikil samkeppni á streymismarkaði - Netflix og Síminn stærst - Ofgnótt af sérhæfðum streymisveitum - Nálgast vandamálið sem streymisveiturnar áttu að leysa - Hlutabréf Netflix hækkað um 422% á fimm árum - Hringavitleysa Magnús Ragnarsson AFP Streymi Erlend stórfyrirtæki leika íslensk fjarskiptafyrirtæki grátt. Áskriftir að streymisþjónustum Ert þú eða einhver á þínu heimili með áskrift að einni eða fleiri af eftirfarandi sjónvarps- og streymisþjónustum? N et fl ix Sj ón va rp Sí m - an s Pr em iu m St öð 2 Sí m an n Sp or t D is ne y+ St öð 2+ St öð 2 Sp or t Vi ap la y Am az on Pr im e Ap pl e TV + Yo uT ub e Pr em iu m H ul u Að ra þj ón us tu En ga 76% 44% 27% 25% 24% 23% 14% 14% 13% 5% 5% 5% 7% 3% Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu í könnun MMR 13. til 18. janúar 2021 23. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.73 Sterlingspund 171.37 Kanadadalur 99.13 Dönsk króna 19.897 Norsk króna 13.987 Sænsk króna 14.447 Svissn. franki 136.44 Japanskt jen 1.1413 SDR 178.54 Evra 148.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.358 Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi nam 6,5 milljörðum króna, samanborið við 341 milljón yf- ir sama tímabil í fyrra. Hina gjör- breyttu rekstrarniðurstöðu má fyrst og fremst rekja til hreinnar virðis- breytingar útlána. Hún reyndist já- kvæð um 293 milljónir nú en var nei- kvæð um 8,2 milljarða á öðrum fjórðungi ársins 2020. Vaxtatekjur bankans standa nokkurn veginn í stað milli samanburðartímabila en vaxtakostnaður bankans lækkar verulega eða um rúmar 900 milljón- ir. Þá aukast þjónustutekjur. Nema 3,2 milljörðum, en námu 2,4 milljörð- um í fyrra. Rekstrarkostnaður bank- ans lækkar einnig en þó óverulega og nemur rúmum 3,7 milljörðum samanborið við 3,8 milljarða á öðrum fjórðungi síðasta árs. Á fyrri árshelmingi nemur hagn- aður bankans 14,1 milljarði króna, samanborið við tap upp á 3,3 millj- arða á fyrri hluta árs 2020. Skilar það bankanum 10,8% arðsemi á eigið fé. Virðisbreytingar ráða mestu um viðsnúninginn. Eru þær jákvæðar um 2,8 milljarða á tímabilinu nú en voru neikvæðar sem nam 13,4 millj- örðum í fyrra. Eignir bankans námu 1.677 millj- örðum í lok júní og höfðu vaxið um 113 milljarða frá áramótum. Skuldir námu 1.409 milljörðum og höfðu auk- ist um ríflega 100 milljarða. Eigið fé bankans stendur nú í 267,9 milljörð- um, en var 258,3 milljarðar um ára- mót. Lilja Björk Einarsdóttir banka- stjóri segir uppgjörið afar gott og að arðsemi eigin fjár sé góð, kostnaður lækkandi og afkoma af öllum starfs- þáttum sé traust. Markmið bankans sé að styðja vel við viðskiptavini sína og m.a. tryggja að fyrirtæki geti endurráðið fólk og hafið starfsemi á nýjan leik af fullum krafti. Hagnast um 6,5 milljarða króna - Landsbankinn skilar 10,8% arðsemi Morgunblaðið/Eggert Uppgjör Lilja Björk segir uppgjör bankans afar gott og stöðuna sterka. Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórð- ungi nam 19 milljónum dollara, jafn- virði 2,4 milljarða króna. Felst í því mikill viðsnúningur frá fyrra ári en tap varð af rekstrinum upp á 18 millj- ónir dollara, jafnvirði 2,3 milljarða króna á sama fjórðungi síðasta árs. Annar fjórðungur síðasta árs litaðist mjög af höggi á markaði Össurar sök- um kórónuveirunnar og þá höfðu ein- skiptisliðir vegna sölu fyrirtækja einnig áhrif á afkomuna. Vörusala fyrirtækisins jókst til muna á fjórðungnum og nam 190 milljónum dollara, jafnvirði 24 millj- arða króna. Jókst salan um 41% mið- að við sama tímabil í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi gekk fyrir- tækið frá kaupum á fyrirtækjum sem eru samtals með 11 milljóna dollara, 1,4 milljarða króna, veltu á árs- grundvelli. Jón Sigurðsson, forstjóri fyrir- tækisins, segir að sala þess sé að fær- ast í fyrra horf eftir erfitt tímabil. „Arðsemin jókst með aukningu í sölu og við munum áfram leggja áherslu á að stýra kostnaði samfara hærri sölu,“ segir Jón og bendir á að fyrirtækið muni leggja áherslu á að halda forystu sinni í tækniþróun á sínu sviði. Bendir hann í því sam- bandi á að nýlega setti fyrirtækið á markað nýja vöru, Power Knee, og að sú aðgerð hafi nú þegar skilað góðum árangri. Eigið fé Össurar nam 605 millj- ónum dollara, jafnvirði 76,3 milljarða króna, í lok annars ársfjórðungs og hafði aukist um 28 milljónir dollara, jafnvirði 3,5 milljarða króna, frá ára- mótum. Heildarskuldir fyrirtækisins námu 657,6 milljónum dollara, jafn- virði 82,9 milljarða króna, í lok fjórð- ungsins og höfðu aukist um 20,4 millj- ónir dollara, jafnvirði 2,6 milljarða króna. Össur hagnast um 2,4 milljarða - Mikill viðsnúningur frá fyrra ári Morgunblaðið/Eggert Stoð Jón Sigurðsson segir Össur leggja áherslu á frekari tækniþróun. Hlutabréf Netflix hafa gefið góða ávöxtun til þessa, en þeir sem fjárfestu í bréfum fyrir- tækisins fyrir fimm árum hafa tryggt sér 422% ávöxtun á bréfin.Velgengni þáttaraða sem fyrirtækið framleiðir hefur haft mikil áhrif á hlutabréfaverðið, en þegar fyrirtækið sendir frá sér mikið efni hefur það haft já- kvæð áhrif á gengi þess í kaup- höll. Í nýjasta uppgjöri fyrir- tæksins má sjá ákveðið brottfall á markaðinum í Norður- Ameríku. Þar missti fyritækið um 430 þúsund áskrifendur. Tekjur félagsins voru þó þær mestu á nokkrum ársfjórðungi frá stofnun þess. Hagnaður dróst lítillega saman milli árs- fjórðunga og nam tæplega 1,2 milljörðum dala sem jafngildir 145,9 milljörðum króna. Mikil ávöxtun RISI Á MARKAÐNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.