Morgunblaðið - 23.07.2021, Page 14

Morgunblaðið - 23.07.2021, Page 14
Þessi þróun er stærsta ógnin við lýðræðið og verð- ur enn ókræsi- legri þegar bar- áttan um völdin færist út fyrir landsteinana og risahagsmunir taka sér völd yfir þjóðríkinu. Í öllu þessu leynist þversögn sem erfitt er að útskýra: að innan- landsófriður verður her- skárri á sama tíma og áhrif innlendra stjórnvalda og stjórnmálamanna verða minni. Með því að færa borgur- unum þau skilaboð að þau tilheyri þessum eða hinum hagsmunahópnum og verði að samræma hugsanir sínar hagsmunum hópsins, er ein- staklingurinn gerður að óvirkum áhorfanda í hinu pólitíska og lýðræðislega ferli. Í stað rökræðu milli einstaklinga umbreytast stjórnmálin í baráttu mis- munandi hagsmunahópa, þar sem einstaklingurinn er í al- gjöru aukahlutverki, ef nokkru. Þrýstihópavæðingin er andstæð lýðræðinu, enda er hún drifin áfram af und- irliggjandi andúð á lýðræð- inu sem óskilvirku stjórn- kerfi. Í raun mætti segja að hagsmunahópar hafi nú yfir- tekið stjórnmálin í heild. Þessir hópar klæða mál- flutning sinn í búning hlut- lausrar greiningar og nota fjármuni sína og aðgengi að ráðamönnum til þess að keyra hagsmunamál sín í gegnum þær stofnanir sem lögum samkvæmt er ætlað að vera „hliðverðir“ samfé- lagsins. Þegar svo er komið ber enginn í raun ábyrgð lengur. Hlutverk einstak- linganna er þá aðeins að vinna í þágu hagsmunahóps- ins (á grunni hjarðhugsunar) og framfylgja skipunum. Í slíku umhverfi þarf ekki að koma á óvart að einstakling- arnir fari að líta á sig sem fórnarlömb eða kjósi að víkja sér undan ábyrgð með því að segjast ekki mega tjá sig, jafnvel ekki um brýn- ustu mál, stöðu sinnar vegna. Frammi fyrir þessu verða menn að snúa til baka og rækta grunninn ef lýð- ræðið á ekki að leysast upp í sjónhverfingar.“ Það gæti orðið áhugaverð- ur völlur umræðna ef kvíða- kastsmenn hefðu burði til að leggja til þeirra svo áhrifa- mikið efni. Þess er því miður ekki að vænta. Arnar Þór Jónsson ákvað að leita í prófkjöri eftir stuðningi við framboð til Alþingis. Hann náði ekki öruggu sæti, sem kallað er. Mörgum urðu það vonbrigði. En þeg- ar úrslitin voru skoðuð þá kom í ljós að Arnar Þór var fáeinum atkvæðum frá því að verða tilnefndur til fram- boðs og það í fleiri sætum en einu, sem er óvenjulegt. Hann hafði vakið athygli fyrir skeleggar greinar um meginþætti stjórnskipunar og stjórnmála sem sárlega hefur skort hin síðari ár og þá ekki síst þar sem þeim var lengi ætlaður staður. En í ljós hefur komið að þeir eru til sem virðast kvíða því að þingbekki framtíðarinnar skipi á ný einhverjir sem valda slíkri umræðu og geri þar með öðrum erfiðara um aulalegt fáfengistal sem ýtir flestum frá því að leggja sig eftir því sem fram fer í þingsalnum. Og þeir kvíða- fullu kunna engin ráð önnur en að gera þennan frambjóð- anda tortryggilegan, og það þótt hann eigi ekki þingsæti innan seilingar, enn sem komið er. Viðbrögð Arnars Þórs voru að skrifa mál- efnalega og stillta grein í blaðið í gær þar sem hann sýnir að kvíðbogamenn hafa fátt fyrir sér þegar þeir mála ára á veggi. En Arnar Þór bendir á það sem blasir við: „Þegar allt er á fleygiferð, þegar pólitískrar og félagslegrar upplausnar gætir, þegar að- stæður eru ófyrirsjáanlegar, þá blasir við mikilvægi þess að menn hafi föst mið og óhagganleg gildi sem reynst hafa vel. Stjórnarskrá, lög- um og stjórnmálum er ætlað að standa vörð um slík gildi. Við stöndum nú frammi fyrir því að síðastnefndir ör- yggisventlar eru vanræktir. Gengið er frjálslega um ákvæði stjórnarskrárinnar, lýðræðisrót íslenskra laga trosnar frá ári til árs og stjórnmálamenn ganga sí- fellt lengra í að framselja vald sitt. Samhliða þessari þróun birtist ný sviðsmynd við sjóndeildarhringinn, þar sem ýmiss konar samtök og hagsmunahópar takast á um völd og áhrif. Hér vísa ég til hópa sem byggðir eru á hagsmunum og sameigin- legri sjálfsmynd þeirra sem samsama sig með hópnum. Forðum var kallað eftir umræðu á hærra plani - hún hefur sigið töluvert síðan} Vitræn umræða hjálpar 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í skýrslu heilbrigðisráðherra til undirrit- aðs og fleiri þingmanna um áhrif kór- ónuveirufaraldursins á biðlista í heil- brigðiskerfinu var sérstaklega óskað eftir að fjallað væri um hvernig biðlist- ar hafa þróast eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp í landinu, sem og hvaða aðferðum hef- ur verið beitt til að takmarka vöxt biðlista og vinna niður biðlista í framtíðinni. Í skýrslunni kemur fram að vegna Covid-19 hafi biðlistar lengst um 102% eftir ákveðinni aðgerð hjá konum og 118% eftir annarri, einnig hjá konum. Þar að auki er lenging á biðlista 94% vegna gallsteina, 78% vegna aðgerða á augasteinum, 67% vegna liðskipta á hné og 64% vegna liðskipta á mjöðm, allt vegna Covid-19. Hjá átröskunarteyminu er lengingin 50,9% og hjá ADHD-teyminu er hún um 43,4% vegna Covid-19. Hjá átröskunarteyminu hefur biðin farið úr 18,4 vikum í 44,7 vikur eða úr þremur mánuðum í nærri 11 mánuði. Ástæðan er húsnæðisvandi og þá einnig fækkun starfsmanna, Covid-19, nýliðun, afleysingar og starfsþjálfun. Hjá þunglyndis- og kvíðateymi er skortur á fagfólki sem lengir biðlistann og hægir á inntöku nýrra mála. Fjöldi beiðna á bið eftir sálfræðiþjónustu 1. febrúar 2020 var 539 en 2021 var hann 1.344. Þá telur hluti heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni lengingu biðlista vera vegna manneklu frekar en Covid-19. Flokkur fólksins mun berjast með öllum ráðum fyrir að heilbrigðiskerfið okkar sé í lagi og að ekkert barn sé á bið- lista, því eitt barn á þeim lista er einu barni of mikið. Því miður virðist heilbrigðiskerfið okkar komið yfir þolmörk, en spurningin er hversu mikið og hve alvarlega? Hver er hættan á auknum heilsufarslegum skaða hjá veiku fólki á biðlistum sem er núna að bíða eftir aðgerð- um? Ég get ekki annað en dáðst að heilbrigðis- starfsfólk okkar eftir frábæran árangur við bólusetningu og það á svo sannarlega lof skilið eftir baráttuna við Covid-19. Það er stóraukinn mönnunarvandi í heil- brigðiskerfinu, hvers vegna? Er flótti úr kerf- inu vegna álags, kulnunar í starfi, of fáir út- skrifist úr námi eða vegna Covid-19? Sjáum til þess að heilbrigðisfólk sé ekki að vinna við óboðlegt álag og brenni upp í starfi. Við vitum að það vantar marga sérfræðinga á bráðadeild Landspítalans. Það hlýtur að skapa hættu. Er það ekki fáránlegt að kona sem á að vera löngu kom- in í leghálsskimun segi að hún þori ekki að fara í skimun vegna þess að hún sé svo hrædd um að sýnið hjá henni týnist? Hún þorir ekki að fara og hún ætlar ekki að fara fyrr en búið verður að ganga frá því þannig að allt ferlið fari fram hérna heima. Flokkur fólksins segir fólkið fyrst og komum heil- brigðiskerfinu strax í lag og sjáum til þess að engin sé á biðlista eftir lífsnauðsynlegri aðgerð. Gudmundurk@althingi.is Guðmundur Ingi Kristins- son Pistill Er heilbrigðiskerfi á bið og yfir þolmörkum? Höfundur er þingmaður og þingflokksformaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Ó lympíuleikarnir eru settir í dag í Tókýó, höfuðborg Japans. Leiðin að leikun- um hefur vægast sagt ekki verið greið, en alveg fram á síðustu daga lágu fyrir spurningar um hvort þeir yrðu haldnir vegna heimsfarald- ursins, en þeir áttu að fara fram síð- asta sumar og var frestað um eitt ár. Nýsmitum Covid-19 í Japan hefur fjölgað dag frá degi frá því síðasta neyðarástandi var aflétt í júní, yfir 1.500 smit greinast nú daglega og er búist við að þau nái yfir 2.500 í byrjun ágúst. Einungis þriðjungur Japana er bólusettur. Nú er svo komið að ríkis- stjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi í fjórða sinn í Tókýó og gildir sá stimpill fram til 8. ágúst þegar leik- arnir klárast. Ólympíuleikar fatlaðra verða svo haldnir 24. ágúst til 5. sept- ember. Eru íbúar því missáttir með að leikarnir skuli fara fram en nýleg könnun sýndi að 55% Japana eru andvíg því að halda leikana af ótta við útbreiðslu heimsfaraldursins. Yfir 90 starfsmenn smitaðir Ráðgert er að 11.000 keppendur frá 200 löndum auk þjálfara, farar- stjóra og annars starfsfólks og svo fjölmiðlafólks – mæti á leikana. Grip- ið hefur verið til strangra ráðstafana og reglna með tilliti til smitvarna. Ól- ympíufararnir eru aðskildir strax á flugvellinum frá almennum farþeg- um, fara í sérfarartækjum inn á gisti- staði þar sem þeir eiga að hafast við uns keppni kemur og þeir mega ekki fara út fyrir sín hólf né umgangast aðra. Nú þegar eru þó yfir 90 starfs- menn leikanna smitaðir af veirunni. Engir áhorfendur eru svo leyfilegir á viðburðum leikanna. Toyota sniðgengur leikana Vegna ósamstöðu þjóðarinnar ákváðu stjórendur japanska bílaris- ans Toyota að auglýsa ekki vöru sína í sjónvarpi í tengslum við leikana. Þá tekur fyrirtækið ekki þátt í setning- arhátíðinni né kemur að henni á nokkurn hátt. Búið var nú þegar að ákveða tímasetningar á auglýsingum Toyota og ganga frá öllum samning- um og þetta er því gríðarlegt högg fyrir leikana og aðstandendur þeirra. Skipuleggjendum sagt upp Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram klukkan 11 í dag að íslensk- um tíma. Sýningarstjóri hátíðarinnar var rekinn í gær, degi fyrir setningar- hátíðina, eftir að gömul ummæli hans um helförina komu upp á yfirborðið. Ummælin lét Kentaro Kobayashi falla í grínþætti árið 1998 og hefur hann beðist afsökunar. Þá eru ein- ungis nokkrir dagar síðan tónskáld sem var í undirbúningsteymi hátíð- arinnar var rekinn, þegar upplýst var að hann hefði lagt fatlaða skólafélaga sína í einelti árum saman. Björn á vappi á leikvangi Uppsagnir starfsmanna og heims- faraldur eru ekki það eina sem skipu- leggjendur leikanna hafa þurft að sjá um. Björn sást spóka sig á Azuma- hafnaboltaleikvanginum fyrir nokkr- um dögum. Öryggisverðir reyndu ýmislegt til þess að lokka björninn úr felum, m.a. að leika háværa tónlist og sprengja flugelda. Þrátt fyrir óviss- una um björninn hófst keppni í mjúk- bolta í fyrradag. Næstu Ólympíu- leikar verða haldnir í höfuðborg Frakklands, París, árið 2024. Von- andi verður skipulagning þeirra leika auðleysanlegri. Ólympíuleikar á öld óvissunnar AFP Tókýó Setningarhátíð Ólympíuleikanna hefst klukkan 11 í dag að íslenskum tíma. Ráðgert er að 11.000 keppendur frá 200 löndum mæti á leikana. Strangar reglur um sóttvarnir gilda í ólympíuþorpinu þar sem ólympíufararnir dvelja. Meðal ráðstafana sem skipuleggjend- ur hafa gert til þess að koma í veg fyrir samneyti keppenda á nóttunni er að hafa rúm þeirra úr pappa. Skipuleggjendur létu útbúa 18 þúsund rúm, sem eru gerð úr endurunnum pappa og þola einungis eina manneskju í einu. Ólympíufarar eru þekktir fyrir fjörugt næturlíf og er rúm- unum því einnig ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúk- dóma. Sofa á rúm- um úr pappa SÓTTVARNIR AFP Svefn Rúmin eru búin til úr 100% endurunnum pappa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.