Morgunblaðið - 23.07.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.07.2021, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 2021 Á fleygiferð Riddarar götunnar um þessar mundir eru rafskútureiðmenn, sem æða um borg og bý á fleygiferð, líkt og þessi í Austurstræti í vikunni, með rettuna í munnvikinu og nokkuð svalur. Árni Sæberg Grunnstefna At- lantshafsbandalagsins hefur ekki verið endur- skoðuð og uppfærð frá árinu 2010, það er fjór- um árum áður en staða öryggismála í Evrópu gjörbreyttist vegna áreitis og árása Rússa á Úkraínumenn og ólögmætrar innlim- unar Krímskaga í Rússland. Unnið er því að semja nýja grunnstefnu NATO í nafni 30 aðildarríkja bandalagsins. Höfuð- drættir hennar liggja þegar fyrir í skjalinu NATO 2030, sem full ástæða er til að íslenska, og í álykt- un ríkisoddvitafundar bandalags- þjóðanna frá því í júní 2021. Rússnesk stjórnvöld birtu nýja þjóðaröyggisstefnu sína 2. júlí 2021, 44 bls. skjal sem Dmitri Trenin við Moskvudeild Carnegie segir annað og meira en uppfærslu á sambæri- legu skjali frá árinu 2015, ári eftir að allt breyttist í öryggismálum Evr- ópu vegna atburðanna í Úkraínu. Þá var andrúmsloftið þó þannig að rússnesk stjórnvöld töldu aðeins um tímabundinn núning í samskiptum við NATO-ríkin að ræða. Innhverf stefna Trenin segir að árið 2015 hafi rússneska þjóðaröryggisstefnan og orðalag skjalsins enn borið svip af ýmsu sem var í tísku á tíunda ára- tugnum þegar í megindráttum var litið á á heiminn sem sameinaða heild. Nú svífi allt annar andi yfir skjalinu, mikilvægustu strategísku yfirlýsingu rússneskra stjórnvalda. Þar sé ekki aðeins fjallað um þjóð- aröryggismál heldur heilmargt annað, efna- hagsmál, umhverfismál og gildismatið að baki öflugum vörnum. Skjalið sé stefnu- yfirlýsing breyttra tíma sem mótist af sí- fellt meiri hörku í sam- skiptum við Bandarík- in og bandalagsríki þeirra; horft sé til hefð- bundinna rússneskra gilda og sagt að ný tækni og loftslagsmál hafi úrslitaþýðingu fyrir framtíð Rússlands. Kjarni stefnunnar snúi í raun að Rússum sjálfum. Við mótun þjóðaröryggisstefn- unnar er lagt til grundvallar að upp- nám ríki á alþjóðavettvangi. Banda- ríkin og fylgiríki þeirra glati yfrburðum sínum sem leiði til meiri og alvarlegri átaka en áður. Rússar búi við óheiðarlega samkeppni og höft sem eigi að valda þeim tjóni. Meiri hætta sé á valdbeitingu í sam- skiptum þjóða en áður. Hefðbundin gildi Rússa og söguleg afrek þeirra séu virt að vettugi. Á heimavelli verði Rússar að glíma við vélráð út- lendinga sem hafi að markmiði að grafa undan stöðugleika í þjóðlífi þeirra. Ekki er talið að Rússar hafi ástæðu til að óttast eitthvert eitt ógnaratvik heldur búi þeir við lang- varandi ógn sem valdi öryggisleysi. Dmitri Trenin segir í greininni sem hann birti á vefsíðu stofnunar sinnar 6. júlí að þessi svarta grein- ing á ástandi heimsmála og stöðu Rússa sérstaklega leiði til þess að þjóðaröryggisstefnan sé mjög inn- hverf. Þar sé litið á lýðfræðilega þróun í Rússlandi, pólitískan stöðug- leika og fullveldi, þjóðarsátt og jafn- vægi, efnahagslega framvindu með nýrri tækni, vernd umhverfisins og aðlögun að loftslagsbreytingum, síð- ast en ekki síst sé lagt mat á and- legan og siðferðilegan styrk þjóð- arinnar. Herstyrkurinn einn dugar ekki Dregin er sú ályktun af hruni Sov- étríkjanna fyrir 30 árum að það sé ekki herstyrkurinn einn sem tryggi mátt stjórnkerfis heldur innri kraft- ur þjóðlífsins. Hernaðarlega hafi Sovétríkin aldrei verið öflugri en þegar þau hrundu. Þeim var ekki ógnað af neinu erlendu ríki eða bandalagi ríkja. Þau voru hins vegar orðin grautfúin að innan. Af grein Trenins má ráða að þeir sem nú fari með völd í Rússlandi átti sig á því að ekki dugi fyrir þá til að halda völdum að endurhervæðast eins og þeir hafi gert, þeir verði einnig að fá þjóðina í lið með sér. Þar blasi við stórverkefni eins og dæmin sanna. Í skjalinu er í löngu málið fjallað um ýmis innanlandsmál. Undir hatti þjóðaröryggis eru vaxandi fátækt, alvara þess að vera um of háður inn- fluttri tækni, græn orka og lofts- lagsmál. Að rússnesk stjórnvöld við- urkenni alvöru loftslagsbreytinga er nýmæli. Það stafar meðal annars af þeim vanda sem við blasir í nyrstu héruðum landsins þegar sífreri hverfur úr jörðu og undirstöður margra lykilmannvirkja og mannabústaða raskast. Afneitun rússneskra yfirvalda á áhrifum loftslagsbreytinga er úr sögunni. Hver áhrif þess verða í norðri kem- ur í ljós en áherslan á nýtingu nátt- úruauðlinda þar og hervæðingu er og hefur verið mikil undanfarin ár. Í stefnuskjalinu er ekki litið fram hjá siðrænum og siðferðilegum hlið- um þjóðaröryggis. Birtur er listi yfir hefðbundin rússnesk gildi og farið mörgum orðum um þau. Því er hald- ið fram að vestræn áhrif ógni þess- um gildum og vestræn öfl vilji svipta Rússa menningarlegu fullveldi sínu fyrir utan tilraunir til að afvegaleiða Rússa með endurritun sögunnar. Trenin segir að inntak þessa boð- skapar í skjalinu feli í sér fráhvarf frá frjálsyndu viðhorfi til samskipta við aðra sem einkenndi tíunda ára- tuginn, þess í stað birtist ný siðræn viðmið með rætur í gamalgrónum hefðum þjóðarinnar. Í stefnunni sé þó ekki vikið að meginundirrót efna- hagslegra og félagslegra vandamála meðal Rússa, að ráðandi öfl í landinu setji eigin fjárhagslega hagsmuni of- ar öllu öðru, virði ekki önnur gildi en efnisleg. Þar skari hver eldi að eigin köku og láti sig alls engu skipta hag almennra borgara, allir kraftar „nýju stéttar“ Rússlands beinist að því að nota aðstöðu sína innan ríkis- kerfisins til að auðgast sem mest sjálfur. Fé – eða frekar stórfé – sé í fyrsta sæti hjá þessum hópi og eyði- leggjandi máttur fégræðginnar grafi nú helst undan rússnesku samfélagi. Þarna leynist líklega mesti veikleiki Rússlands nútímans. Áhrifin í norðri Þjóðaröryggisstefnan sýnir að Rússar ætla að „standa á eigin fót- um“ á alþjóðavettvangi. Bandaríkin og NATO eru í aukahlutverki. Lýst er hollustu við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar eiga samleið með Rússum í norðurskautsráðinu og af- hentu þeim nýlega formennsku þar til tveggja ára. Ætla Rússar að „standa á eigin fótum“ þar og draga úr samstarfi þjóðanna átta í ráðinu? Láta Rússar eigin öryggis- og efnahagssjónarmið ráða innan norð- urskautsráðsins án tillits til ann- arra? Í þjóðaröryggisstefnunni frá 2015 var rætt um „gagnkvæman hag af alþjóðasamvinnu á norð- urslóðum“. Nú segir í skjalinu „að tryggja skuli hagsmuni Rússlands“ á svæðinu. Áður en Rússar tóku við formennsku í norðurskautsráðinu stofnuðu þeir sérstaka norður- slóðanefnd innan rússneska þjóð- aröryggisráðsins og áréttuðu nauð- syn gæslu eigin hagsmuna í norðri. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Rúss- lands, núverandi varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússa, sagði í júni 2021 að rússnesk stjórnvöld yrðu að nýta formennsku sína í norðurskautsráðinu til að halda fram þjóðaröryggishagsmunum sín- um á norðurslóðum. Fjöldi ríkja reyndi að þrengja þar að athafna- frelsi Rússa vegna sóknar í jarð- efnaauðlindir í Norður-Íshafi og til að stjórna strategískum skipa- og flugferðum á svæðinu. Þessi afskipti útlendinga væru „algjörlega óvið- unandi“, í þeim fælist bein ógn við þjóðaröryggishagsmuni Rússa. Þess vegna yrðu Rússar að „halda áfram að styrkja norðurslóðaherinn með nýtísku vopnabúnaði“. Þarna fer ekkert á milli mála. Rússar ætla að leita leiða til að nýta norðurskautsráðið til að festa eigin hagsmunagæslu í sessi. Það fellur að nýrri þjóðaröryggisstefnu þeirra. Eftir Björn Bjarnason » Þjóðaröryggis- stefnan sýnir að Rússar ætla að „standa á eigin fótum“ á alþjóðavettvangi. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Rússar trúa á mátt sinn og megin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.